Morgunblaðið - 11.02.2012, Side 16

Morgunblaðið - 11.02.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Efnahagur heimila speglast að nokkru í þeim úrgangi eða sorpi sem þau skila í ruslatunnur og á endur- vinnslustöðvar. Sé þetta lagt til grundvallar hafa heimilin ekki enn náð sér á strik eftir hrunið haustið 2008. Mestur samdráttur frá hruni hefur hins vegar verið í efni frá byggingaverktökum; timbri, umbúð- um og fleiru. Heimilissorp sem skilað var til Sorpu í fyrra og hittifyrra er veru- lega minna en 2006 til 2008, sam- kvæmt upplýsingum frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu bs. Sem dæmi má nefna að 2007 var alls skilað 43.665 tonnum af heimilissorpi. Í fyrra gæti magnið hafa verið um 30.000 tonn, en end- anlegar tölur liggja ekki fyrir. Hins vegar varð um 10% aukning á magni sem skilað var á endur- vinnslustöðvar á höfuðborgarsvæð- inu í fyrra miðað við árið á undan. Notendur stöðvanna eru auk ein- staklinga einkum smærri fyrirtæki. Aukin umhverfisvitund gæti átt þátt í aukningunni. Mestu var skilað á endurvinnslustöðvar Sorpu 2007 eða um 45.000 tonnum, en á nýliðnu ári var skilað um 31.500 tonnum. Björn segir að árið 2008 hafi verið annasamasta árið hjá fyrirtækinu. Þá hafi verið tekið á móti alls 242.000 tonnum eða sem nemur 1,2 tonnum á hvert mannsbarn á svæði byggða- samlagsins, sem nær yfir svæðið frá Mosfellsbæ og til Hafnarfjarðar. Björn tekur fram að þá hafi tals- verðu af menguðum jarðvegi verið skilað til Sorpu og þungur jarðvegur segi fljótt til sín við vigtun. Árið 2010 tók Sorpa á móti 142.000 tonnum af úrgangi og eru það um 680 kíló á hvern mannsbarn á svæði samlagsins. Magnið sem kom til Sorpu í hittifyrra var um 100.000 tonnum minna en árið 2008. Áætla má að í fyrra hafi um 700 kílóum ver- ið skilað af hverjum íbúa svæðisins að meðalatali. Hrun í ruslinu frá hruni  2008 tók Sorpa á móti 1,2 tonnum af úrgangi frá hverjum íbúa að meðaltali  Í fyrra var magnið um hálfu tonni minna  Aukning á ný á endurvinnslustöðvum Minna af sorpi eftir hrun 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 250 200 150 100 50 0 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Heimilissorp (þús. tonn) Allur úrgangur til Sorpu (þús. tonn) Úrgangur til endurvinnslustöðva (þús. tonn) 2006 2007 2008 2009 2010 2006 2007 2008 2009 2010 2006 2007 2008 2009 2010 2011 43.576 30.896 220.767 142.622 41.127 31.503 Skilagjaldið skilaði sér » Úrvinnslusjóður greiddi skilagjald vegna úreldingar um 2.800 bif- reiða á nýliðnu ári og hefur aldrei verið greitt vegna svo fárra bíla frá því að núverandi kerfi var tekið upp í lok árs 2004. Þegar mest var voru ríflega 8.600 bifreiðir úreltar árið 2006. » Metár var í skilum á umbúðum af drykkjarvörum á síðasta ári til Endurvinnslunnar hf. Af seldum umbúðum skiluðu 86,5% sér í end- urvinnslu gegn greiðslu og voru greiddar 1.400 milljónir í skilagjald í fyrra. Er þetta hækkun um 200 milljónir frá árinu á undan. Grásleppuvertíð hefst væntanlega eftir rúman mánuð, en samkvæmt drögum að reglugerð er reiknað með að heimilt verði að hefja veiðar 15. mars á flestum svæðum. Búist er við að sóknardagar verði 50 eins og var í fyrra, en þeir voru 62 á metvertíðinni 2010. Í fyrra var tímabilið sem hægt var að nýta sókn- ardagana á yfir 100 dagar, en Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, reiknar með að það verði eitthvað stytt í ár. Útflutningsverðmæti grásleppu- hrogna og kavíars á síðasta ári nam 2.551 milljón króna. Það er sam- dráttur um tæpa 1,3 milljarða milli ára, sem skýrist að mestu af minni veiði. Veiðin 2011 jafngilti 10.700 tunnum af söltuðum hrognum sem var 40% minna en 2010. Grásleppan öll að landi Í ár verður skylt að koma með grásleppuna alla að landi, en ekki að- eins hrognin. Örn segist reikna með að sjómenn komi flestir með grá- sleppuna óskorna að landi. Þar verði hún skorin, hrognin söltuð og grá- sleppan meðhöndluð fyrir útflutning til Kína. Örn segir að gott samstarf hafi verið við Triton, sem hafi náð góðum árangri í markaðsöflun í Kína. Nú hugsi fleiri fyrirtæki sér gott til glóðarinnar og samkeppni gæti skapast á markaðnum. Örn áætlar að í fyrra hafi fryst grásleppa verið flutt út fyrir rúmar 100 milljónir króna. aij@mbl.is Óbreyttur dagafjöldi á grásleppu  Hrogn og kavíar fyrir 2.551 milljón Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Bæjarstjóri Blönduóss segir það vera skýra kröfu heimamanna að komið verði á fót starfshópi með þátttöku ráðuneyta og aðila á svæð- inu varðandi frekari uppbyggingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra. „Manni hrýs hugur við að skoða allar tölur af svæðinu um fólksfækk- un og hagvaxtarþróun. Þó að staðan sé víða slæm eftir hrun þá virðist sem fólk haldi áfram að flytja suður á höfuðborgarsvæðið þó að staðan í atvinnumálum sé síst betri þar en víða úti á landi. Það lýsir vanda- málinu í rauninni vel að menn sjá sig knúna til að fara úr öskunni í eld- inn,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri. Fram kom í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu í gær, að fulltrúar allra landshlutasamtaka hafi verið boðaðir á fund í innanríkisráðuneyt- inu 23. febrúar til þess að ræða þá útfærslu sem stjórnvöld hafa lagt til við sóknaráætlanir landshluta 2013- 2020. Fækkað um 1.100 frá 1995 Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra var um 7.500 í upphafi ársins 2011 en íbúum fækkaði yfir árið um nærri 200 manns. Frá árinu 1995 hefur fólki fækkað á svæðinu um 1.100. Nánari greining á íbúasamsetningu leiðir í ljós fólki yngra en 20 ára hef- ur fækkað um 20% síðasta áratug- inn og á Norðurlandi vestra er hæst hlutfall aldraðra á landsvísu. Þá hef- ur hagvöxtur á svæðinu verið nei- kvæður. Fram kemur í bréfum Sam- taka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til forsætisráðherra að á tímabilinu 1998-2008 dróst hag- kerfið á Norðurlandi vestra saman um 14% á meðan hagkerfi landsins alls óx um 56% á sama tíma. „Við erum farin að finna fyrir kreppunni og fyrirtæki að komast í gjaldþrot. Síðasta árið hefur virki- lega farið að þrengja að okkur og það er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda áfram uppbygg- ingu í atvinnumálum með sameig- inlegu átaki allra sem að málum koma,“ segir Arnar Þór. Ríkið hefur flutt opinber störf í Húnavatnssýslur eins og Fæðingar- orlofssjóð til Hvammstanga, ákveðin verkefni Vinnumálastofnunar til Skagastrandar, og Sýslumannsemb- ættið á Blönduósi hefur fengið sér- verkefni sem kallað hafa á fleiri störf. Arnar Þór segir að fyrir þetta beri vissulega að þakka en samt sem áður hafi opinberum störfum á Norðurlandi vestra fækkað um 35 á árunum 2008-2011, þrátt fyrir að þeim hafi t.d. fjölgað um 20 á Skaga- strönd. „Við erum alls ekki vanþakklát en tölur um fólksfækkun og fækkun starfa tala sínu máli. Miklu skiptir að halda uppbyggingu atvinnutæki- færa áfram og hér á Blönduósi bind- um við miklar vonir við uppbygg- ingu gagnavers. Hér er lóð tilbúin undir slíka starfsemi og það ætti að vera sameiginlegt verkefni allra hagsmunaaðila að koma að gagna- verinu; stjórnvalda, Landsvirkjunar, fjárfesta og sveitarfélaga. Við eigum í harðri samkeppni við aðrar þjóðir um uppbyggingu gagnavera og um öll þessi mál viljum við gjarnan ræða sem fyrst við stjórnvöld,“ segir Arnar Þór, bæjarstjóri á Blönduósi. Vilja starfshóp um atvinnumálin  Fólki fækkaði um 200 á Norðurlandi vestra á síðasta ári  „Fólk fer úr öskunni í eldinn“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Norðurland vestra Þó að opinber störf hafi verið flutt út á land, hefur þeim fækkað á ný á seinni árum. Sveitarfélögin vilja fund með ráðherrum. E i n a r Á s k e l k o m n a r a f t u r Loksins fáanlegar á ný! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.