Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 11
Í hinum alþjóðlega hópi voru Ís- lendingar sem hittast reglulega til að hugleiða. Er íslenski hóp- urinn hluti af svokölluðu Dia- mond Way Buddhism, alþjóð- legum samtökum sem halda úti starfsstöðvum í meira en 600 löndum. Lama samtakanna er Oly Nydahl sem helgað hefur sig búddismanum í 40 ár og kynnt hann þúsundum nemenda víða um heim. Í yfir 600 löndum ALÞJÓÐLEG SAMTÖK Hugleiðsluhópur Í bígerð er að halda fleiri hugleiðslunámskeið hér á landi í framtíðinni. sem þú hefur. Þú þarft ekki að snúa baki við því heldur frekar að gera það besta úr þínu daglega lífi. Annaðhvort er fólk stressað og hrætt eða hefur í huga sér hug- myndafræði um ýmiss konar mögu- leika í lífinu. Við viljum ýta undir þetta og aðstoða fólk við að skapa sér slíka möguleika. Stundum erum við stressuð yfir því sem þegar hef- ur gerst og skiptir ekki máli eða því sem gæti gerst. Við berum þennan þunga, ótta og byrði með okkur en hugleiðslan kennir okkur að vera sjálfstæð og samúðarfull. Það er að segja að skilja að allir vilji vera hamingjusamir þó þeir viti ekki hvernig þeir eigi að fara að því. Þetta krefst nokkuð mik- illar þolinmæði,“ segir Zsuzsanna. Zsuzsanna ferðast til Asíu einu sinni á ári og heimsækir þá búdd- ismastaði á Indlandi og víðar. Hún segir námskeiðið hér hafa gengið vel og það hafi komið sér ánægju- lega á óvart hve Íslendingar eru sjálfstæðir og opnir fyrir hugleiðsu. Hún segir að í bígerð sé að halda fleiri slík námskeið hér í framtíð- inni en í næstu viku mun pólskur hugleiðslukennari sjá um námskeið. Má nálgast nánari upplýsingar um það á vefsíðunni www.buddismi.is. Frelsi í umferðarteppu „Það er gott að byrja að hug- leiða á Íslandi því hér er mikil kyrrð og falleg náttúra. En á end- anum þegar þú vinnur með hugann þá getur þú öðlast nákvæmlega sama frelsi í New York í miðri um- ferðarteppu,“ segir Zsuzsanna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Kammerkór Suðurlands heldur tón- leika í Reykholti í Borgarfirði í dag, 14. apríl, kl. 16, og í Kristskirkju á Landakoti 26. apríl, kl. 21. Í apríl fagna kristnir menn á páskum sigri lífsins yfir dauðanum og apríl er tími birtu og gróanda eftir dimmu og drunga vetrarins. Þá elskar blessuð sólin allt og allt með kossi vekur. Á tónleikunum Kossinum hugleiðir Kammerkór Suðurlands koss dauð- ans og koss lífsins. Þungamiðja Kossins er fimmtán mínútna verk eftir Sir John Tavener: ÑÂßÒÛÉ - Svyati, fyrir kór og selló. Sunginn er kirkjuslavneskur texti sem notaður er við flestar athafnir í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og hljómar við jarðarfarir þegar hinn látni er kvaddur með kossi. Í tónverk- inu kallast á kór og selló líkt og í grískum harmleik. Sellóið gegnir hlutverki prests sem kyssir líkama hins framliðna kveðjukossi og und- irbýr sál hans til burtfarar úr þessum heimi. Kórinn ákallar Guð við kveðju- koss safnaðarins, meðan kistunni er lokað og hún borin úr kirkju í fylgd syrgjenda með logandi kerti. Auk Svyati flytur Kammerkór Suð- urlands þrjú önnur verk eftir Sir John Tavener á þessum tónleikum. Þá verða einnig flutt verk úr smiðju Arvos Pärts,Völu Gestsdóttur og Páls R. Pálssonar. Hilmar Örn Agnarsson stofnaði Kammerkór Suðurlands 1997 og hefur laðað marga fram- úrskarandi listamenn til samstarfs. Verndari kórsins er Vigdís Finn- bogadóttir en þess má geta að kórinn hlaut sérstakan styrk úr tónlistar- sjóðnum Kraumi nú í mars. Tónleikar Kammerkórs Suðurlands Söngur Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Reykholti í Borgarfirði. Koss dauðans og koss lífsins Tónskáld Mynd Páls úr Húsafelli. LAUGAVEGI 32 · SJADU.IS SÍMI 561 0075 Full búð að nýjum og flottum gleraugum KOMDU OG SJÁÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.