Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 22
„Þetta snýr t.d. að stofnunum á
borð við Landspítalann, þar sem unn-
ið er á vöktum. Við hins vegar eigum
nákvæmar tölur um fjölda farþega og
það kom í ljós að á síðasta klukkutím-
anum sem við vorum að keyra á Land-
spítalasvæðinu þá voru fimm farþegar
sem stigu inn og út úr vagninum á
þessum klukkutíma. Og þegar það er
gerð krafa um hagræðingu þá bitnar
hún á þessum tímum,“ segir Guðrún.
Hún nefnir annað dæmi: að Strætó
hafi borist ábendingar um að ungling-
ar gætu ekki nýtt sér strætisvagna til
að komast heim úr bíó á kvöldin, þar
sem vagnarnir væru hættir að ganga
þegar bíósýningum lyki. Stjórnin og
stjórnendur Strætó hafi verið sam-
mála að úr þessu þyrfti að bæta en til
þess hafi vantað fjármagn.
Auk þess að lengja þjónustutímann
stendur til að lengja svokallaðan vetr-
araksturstíma um tvær vikur, eina að
vori og aðra að hausti, og fjölga vögn-
um á álagstímum í sumar. Guðrún
nefnir leið 1 sem dæmi en hún muni
ekki taka upp sumartíma heldur
keyra áfram eftir vetraráætlun. Þá
verður ein breyting gerð á leiðakerf-
inu en leið 21, sem sumir kenna við
Ikea, verður lengd þannig að vagn-
arnir keyra inn í Mjóddina en ekki
einvörðungu innan Hafnafjarðar eins
og nú er.
Guðrún segir að af þeim milljarði,
sem ríkið muni greiða til Strætó bs.
árlega, muni 900 milljónum verða var-
ið í rekstur almenningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu. „Síðan hefur
verið talað um að 100 milljónir fari í
rekstur á áhrifasvæði Strætó bs. á
suðvesturhorninu, t.d. tengingarnar
upp á Akranes, á Reykjanes og austur
á Selfoss,“ segir Guðrún.
Strætó til höfuðs bíls númer 2
Guðrún segir ánægjulegt að Strætó
bs. sjái sér nú fært að efla þjónustuna
við notendur strætisvagnanna en seg-
ir þó ljóst að aldrei verði hægt að
koma til móts við alla. Þjónusta
Strætó sé sérstaklega mikilvæg þeim
sem eiga ekki kost á að reka bíl en
miði ekki síður að því að gera fjöl-
skyldum kleift að komast af með einn
slíkan.
„Við erum ekki síður að horfa til
þess að hver fjölskylda þurfi þá a.m.k.
ekki bíl númer tvö, hvað þá númer
þrjú; að Strætó sé áreiðanlegur far-
kostur sem fjölskyldan getur notfært
sér til að komast í leik og starf,“ segir
Guðrún.
Hún ítrekar að hluti þjónustuaukn-
ingarinnar hafi þegar verið ákveðinn
af stjórn Strætó bs. en annað sé háð
því að samningurinn milli ríkis og
sveitarfélaganna verði undirritaður.
Strætó gefur í og k
Ríkið leggur til milljarð á ári í almenningssamgöngur á
höfuðborgarsvæðinu Þjónusta Strætó aukin til muna
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Fyrirhuguð þjónustuaukning
Strætó bs. í sumar og haust
Frá og með sumri:
Vetraráætlun verður lengd um eina viku að vori og byrjar viku
fyrir menningarnótt í ágúst.
Leiðir 1, 3 og 6 munu aka á 15 mínútna fresti á annatíma í sumar
og á öðrum leiðum verður aukavögnum bætt við til að mæta
auknum farþegafjölda.
Frá og með hausti:
Tímatöflur verða lagfærðar á leiðum 1, 11, 12, 15 og 18.
Allar leiðir munu aka klukkustund lengur á kvöldin en á stofnleið-
um 1, 3, 6, 11, 15, 18 og 19 verður ekið til klukkan 01.
Allar leiðir munu hefja akstur tveimur tímum fyrr á laugardögum.
Leiðir 2 og 5 munu aka eftir kl. 18.30 á kvöldin og aka um helgar
en breytingar verða gerðar á leið 5.
Leiðir 13, 24 og 28 munu aka á 15 mínútna fresti á annatíma.
Komið verður á tengingu eftir Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur.
Leiðir 2, 4, 11, 12, 13, 14, 15, 18, 24 og 28 munu aka á 30 mínútna
tíðni á kvöldin og um helgar.
Undirritun fyrirliggjandi samnings milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er forsenda þess að
af breytingunum verði.
Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., segir að unnið sé
að mótun tíu ára stefnu fyrirtæk-
isins en í þeirri vinnu hafa ýmsar
spennandi hugmyndir verið til
skoðunar, t.d. svokallað sveigj-
anlegt leiðakerfi.
„Fólk spyr af hverju við keyrum
stóra vagna á kvöldin þegar far-
þegar eru fáir. Svarið er að við
verðum að eiga þá hvort sem er til
að aka á háannatíma og það væri
ekki hagkvæmt fyrir okkur að fjár-
festa í minni bifreiðum. Það sem
er mögulegt hins vegar er að sam-
nýta ferðir á jaðartímum á jað-
arsvæðum,“ segir Reynir. Slíkt
kerfi myndi þó kalla á að ýmis
ferðaþjónusta, s.s. ferðaþjónusta
fatlaðra og aldraðra, yrði færð
undir nýja þjónustueiningu sem
myndi jafnframt
eiga samstarf við
leigubílastöðv-
arnar.
„Við myndum
þá aka farþegum
þegar þeir þurfa
á þjónustunni að
halda; þú hringir
eftir bíl og þá
kemur leigubíll, skólabíll eða bíll
frá ferðaþjónustu fatlaðra eða
aldraðra að sækja þig. Bíll sem er
á svipaðri leið en fer smá-útúrdúr
til að sækja þig. Þá nýtast bæði
ökutækin og ferðirnar betur,“ seg-
ir Reynir en viðurkennir að þjón-
ustan myndi kosta meira en
strætóferð. Sé pólitískur vilji fyrir
hendi væri hægt að taka upp slíkt
kerfi eftir um fimm ár.
Skoða sveigjanlegt leiðakerfi
TÍU ÁRA ÁÆTLUN STRÆTÓ
Reynir Jónsson
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Leiðakerfi Strætó hefur oft mátt sæta
gagnrýni, nú síðast eftir að Strætó bs.
var gert að skera niður rekstrarkostn-
að um 25% árið 2009 og hagræða enn
frekar árið 2011. Notendur Strætó
segja margir að vagnarnir byrji að
ganga of seint um helgar og gangi ekki
nógu lengi fram eftir á virkum dögum.
Stjórnendur fyrirtækisins segja hins
vegar von á talsverðri þjónustuaukn-
ingu en á næstunni verður undirrit-
aður samningur milli ríkisins og sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu,
þess efnis að ríkið leggi um milljarð
króna á ári til reksturs almennings-
samganga næstu tíu árin. Sveitar-
félögin skuldbinda sig á móti til þess
að draga ekki úr núverandi framlagi til
almenningssamgangna.
Meginmarkmið samningsins er að
tvöfalda hlutdeild almennings-
samgangna í ferðum á höfuðborg-
arsvæðinu, úr 4-5% í 8-10%, en hann
mun einnig fela í sér þá breytingu að
140 milljóna króna endurgreiðsla rík-
isins vegna olíugjalda verður afnumin í
þrepum á næstu þremur árum. Samn-
ingurinn felur einnig í sér að á tíma-
bilinu, 2012-2022, verði stærri sam-
göngumannvirkjaframkvæmdum á
höfuðborgarsvæðinu slegið á frest. Þá
verður unnið að eflingu forgangsakst-
urs Strætó í samvinnu við Vegagerð-
ina og umhverfissjónarmið höfð að
leiðarljósi þegar bætt verður við
vagnaflota Strætó.
Framlag ríkisins til Strætó bs. árið
2012 mun samkvæmt samningnum
nema 350 milljónum og verður þeim
fjármunum, ásamt auknum fram-
lögum frá sveitarfélögunum, m.a. var-
ið í að bæta úr þeirri þjónustuskerð-
ingu sem varð í kjölfar niðurskurðar
2009 og 2011 og gott betur. Frá og
með hausti mun akstur hefjast fyrr á
morgnana um helgar og standa lengur
fram eftir á virkum dögum, á flestum
leiðum til kl. 24 en til kl. 1 eftir mið-
nætti á stofnleiðum.
Komast ekki heim úr bíó
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
formaður stjórnar Strætó bs., segir
umræðuna um þjónustuskerðinguna
ekki hafa farið fram hjá stjórnendum
fyrirtækisins og að stytting aksturs-
tímans hafi komið sérstaklega illa við
þá sem stóli á strætó sem sinn aðal-
ferðamáta.
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 23:30
Opið um helgar frá 18:00 - 23:30
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
Nýr soðinn rauðmagi
í hádeginu