Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Réttarhöld hófust í Glostrup í Dan- mörku í gær yfir fjórum karl- mönnun, sem ákærðir eru fyrir að hafa undirbúið hryðjuverkaárás í Danmörku í desember árið 2010. Mennirnir neituðu allir sök. Þrír þeirra, Sahbi Ben Mohamed Zalouti, Munir Awad og Omar Abdalla Aboelazm, eru allir sænskir rík- isborgarar en upprunnir í Túnis, Líbanon og Marokkó. Sá fjórði, Mo- unir Ben Mohamed Dhahri, er Túnisi með dvalarleyfi í Svíþjóð. Saksóknarar segja, að mennirnir hafi áformað að ráðast inn á rit- stjórnarskrifstofur blaðsins Jyl- lands-Posten við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn og drepa þar eins marga og þeir gætu, bæði með því að skjóta þá og skera á háls. Þannig ætluðu þeir að hefna fyrir, að blaðið birti skopmyndir af Múhameð spá- manni haustið 2005. Þrír mannanna voru handteknir í íbúð í Herlev, úthverfi Kaup- mannahafnar, 29. desember 2010 en þeir höfðu nóttina áður ekið frá Sví- þjóð. Í fórum þeirra fundust vél- byssa með hljóðdeyfi, skammbyssa, 108 byssukúlur, plaststrimlar sem átti að nota til að binda starfsmenn blaðsins og jafnvirði nærri 2,5 millj- óna króna í dollaraseðlum. Danska öryggislögreglan hafði í samvinnu við þá sænsku fylgst með mönn- unum í nokkra mánuði og hlerað samtöl þeirra. Fjórði maðurinn var handtekinn í Svíþjóð og síðar framseldur til Kaupmannahafnar. Hann upplýsti í réttarsalnum, að hann hefði ekið með hinum þremur frá Stokkhólmi áleiðis til Danmerkur en farið úr bílnum í Jönköping. Tengsl við Pakistan Henrik Plæhn, saksóknari, sagði í réttarsalnum í gær, að líklega hafi mennirnir ætlað að láta til skarar skríða í samkvæmi, sem haldið var til að fagna því að Jyllands-Posten fékk sérstaka viðurkenningu fyrir íþróttafréttir. Friðrik krónprins var meðal gesta í samkvæminu en ekki er talið að fjórmenningarnir hafi vit- að það. Plæhn sagði einnig, að vísbend- ingar væru um að lagt hefði verið á ráðin um árásina í Pakistan. Sagðist hann myndu veita nánari upplýs- ingar um það síðar í réttarhöld- unum, sem munu væntanlega standa yfir fram í júní. gummi- @mbl.is Sakborningar neita sök í dönsku hryðjuverkamáli  Réttað yfir fjórum karlmönnum fyr- ir að ætla að ráðast á Jyllands-Posten AFP Við dómhúsið Lögregla flytur tvo af sakborningunum til dómhússins í Glostrup þar sem réttarhöldin fara fram. Þau munu standa yfir fram í júní. Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum á götum borga í Sýrlandi í gær til að láta reyna á það hvort einræðisstjórn landsins virti friðar- áætlun Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins og hætti árásum á óbreytta borgara. Stjórnarand- stæðingar sögðu að öryggissveitir hefðu skotið á mótmælendur og nokkrir þeirra hefðu beðið bana. Að sögn fréttastofunnar AFP lágu a.m.k. fimm óbreyttir borgarar í valnum eftir skotárásir öryggis- sveita. Daginn áður létu sjö óbreytt- ir borgarar lífið eftir að vopnahlé gekk í gildi fyrir tilstilli Kofis Ann- ans, sérlegs erindreka Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands. Mannfallið var þó miklu minna en síðustu vikurnar fyrir vopnahléið því árásirnar kost- uðu þá yfirleitt tugi manna lífið á dag. Efast um friðaráætlunina Efnt var til mótmæla í tveimur hverfum Damaskus, tveimur nálæg- um bæjum og í borginni Homs. Mannréttindasamtök sögðu að tugir þúsunda manna hefðu tekið þátt í mótmælunum sem náðu hámarki eftir föstudagsbænir í moskunum. Öryggissveitir hleyptu af byssum upp í loftið til að dreifa mótmæl- endum, en stjórnarandstæðingar segja að nokkrir mótmælendur hafi beðið bana. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, og fleiri vestrænir ráðamenn létu í ljósi efasemdir um að stjórn Sýrlands virti friðaráætlunina. Enn mann- fall í fjölda- mótmælum Fjöldamótmæli Frá mótmæla- göngu stjórnarandstæðinga í Homs.  Óvissa um vopna- hlé í Sýrlandi Verjendur Anders Behrings Brei- vik ætla að krefjast þess að skjól- stæðingur þeirra verði sýknaður þegar réttarhöld yfir Breivik hefj- ast í Ósló á mánudagsmorgun. Breivik hefur játað að hafa orðið 77 manns að bana í Noregi 22. júlí í fyrra. Verjendur Breiviks sögð- ust í gær ekki eiga annars úrkosti en að verða við kröfum hans um sýknudóm. „Hann mun lýsa því yfir, að hann hafi talið sig knúinn til að grípa til neyðarúrræða,“ sagði Geir Lippestad, verjandi Breiviks, við fréttamenn í Ósló í gær. Hann sagði að verjendur yrðu að uppfylla óskir skjólstæðinga sinna, einkum ef tryggt væri að með því myndi staða þeirra ekki versna. Breivik hefur sagt, að hryðju- verkin, sem hann framdi, hafi ver- ið nauðsynleg til að vernda norska menningu gegn skaðlegum áhrif- um fjölmenningar. AFP Verjandinn Geir Lippestad talar við fréttamenn í kuldanum í Ósló í gær. Réttarhöldin yfir Breivik hefjast á mánudag. Verjendur Breiviks munu krefjast sýknu Danska blaðið Jyllands-Posten kallaði yfir sig mikla reiði múslima eftir að blaðið birti tólf skopmyndir af Múhameð spámanni haustið 2005. En samkvæmt kenningum íslams er það guðlast að sýna spá- manninn á myndum. Mót- mælaaðgerðir voru víða í múslimaríkjum og þar var hvatt til að sniðganga danskar vörur. Þá varð Jyllands-Posten skotspónn öfgamanna sem skipulögðu árásir á blaðið. Þá hefur verið ráðist á að minnsta kosti einn teiknaranna. Skopmyndir vöktu reiði Poetic Licence: 24.995.- Bullboxer: 12.995.- Poetic Licence: 24.995.- Again & Again: 18.995.- Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.