Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 29

Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Krunkar hástöfum Þessi krummi lét í sér heyra í Hafnarfjarðarhöfn í gær og krunk- aði af miklum móð. Er aldrei að vita nema hann hafi verið að kalla á nafna sinn. Ómar Framkvæmda- stjórn Evrópusam- bandins (ESB) sýn- ir Íslendingum þann hroka að gerast aðili að dæmalausu máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þrátt fyrir að viðræður um aðild að ESB séu í gangi. Fram- kvæmdastjórnin hefði alls ekki þurft að gera þetta því einstök ríki hafa fulla heimild til að óska efir aðild að málinu til stuðnings kröfu ESA eða til að styðja málstað Íslendinga. Lík- legt verður að teljast að ein af ástæðum þess að ESB fer þessa leið sé hræðsla við að eitthvert ESB-ríki styðji málstað Íslend- inga. Eftir þetta er erfiðara fyrir ríki Evrópusambandsins að taka upp hanskann fyrir Ísland gegn framkvæmdastjórninni. Þá er augljóst að ESB er að sýna Ís- lendingum hver það er sem ræð- ur og eyjarskeggjar eigi að hafa sig hæga. Ráðherrar ríkisstjórnar Sam- fylkingar og Vinstri grænna (VG) ásamt formanni utanrík- ismálanefndar keppast nú við að gera lítið úr málinu. Með ólík- indum verður að teljast ef VG ætlar enn og aftur að lyppast nið- ur fyrir fótum Evrópusambands- ins og Samfylking- arinnar til þess eins að halda von- lausu stjórnarsam- starfi áfram. Hin meinta and- staða VG við Evr- ópusambandið minnir á söguna „Úlfur, úlfur“. Þingmenn og ráð- herrar VG keppast við að mótmæla viðræðunum og framgöngu ESB, þeir kalla „Úlfur, úlfur“ en gleyma því að í ævintýrinu át úlf- urinn þann sem plataði fólkið því fólkið kom honum ekki til bjarg- ar þegar úlfurinn raunverulega kom. Þannig er saga VG varð- andi ESB og þannig mun æv- intýrið enda haldi þingmenn og ráðherrar þessu áfram. Eini möguleiki VG til að öðlast einhvern trúverðugleika er að krefjast þess að viðræðum verði nú þegar hætt. Harðorðar grein- ar eða blogg gagnast ekkert þeg- ar öllum er ljóst að VG hefur það í hendi sér að segja hingað og ekki lengra. Þráin eftir völdum og góðum stólum við stjórn- arborðið er loforðum gagnvart kjósendum yfirsterkari og því mun VG ekki styggja Samfylk- inguna. Meðan þetta er ritað er ég þess fullviss að fulltrúar ESB, Samfylkingar og VG eru að bera saman bækur sínar, hvernig best sé að láta þessa uppákomu ekki hafa áhrif á aðildarviðræðurnar. Mér sýnist plottið vera það að hluti hópsins muni segja að ákvörðun ESB komi ekki á óvart, að það sé eðlilegt að fram- kvæmdastjórnin blandi sér í mál- ið og það hafi engin áhrif á við- ræðurnar. Hinn hópurinn eigi að gagnrýna ákvörðun ESB án þess að einhver alvara sé þar að baki. Þannig fái allir eitthvað en við- ræðurnar geti haldið áfram. Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup sagði eitt sinn að varnarstefna Danmerkur ætti að vera sú að leggja niður herinn og koma upp sjálfvirkri síms- vörun sem segði á rússnesku: „Við gefumst upp.“ Ríkisstjórn Samfylkingar og VG virðist hafa þessa stefnu gagnvart ESB. Á símsvara hennar er töluð þýska og franska. Eftir Gunnar Braga Sveinsson »Með ólíkindum verður að teljast ef VG ætlar enn og aftur að lyppast niður fyrir fótum Evrópu- sambandsins og Sam- fylkingarinnar Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er formaður þingflokks framsóknarmanna. ESB lítilsvirðir Ísland og Vinstri græn dansa með Sagt er að nýju sjávarútvegs- frumvörpunum sé ætlað að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Það er göfugt markmið. Því miður verða áhrif frumvarpanna alveg hin gagnstæðu, verði þau að lögum. Þau munu síst auka nýliðun og það sem verra er: þau munu fyrst af öllu fella þá sem nýjastir eru núna í sjávarútveginum og kollvarpa út- gerð þeirra. Það má því segja að þeir sem nýir muni mögulega koma inn í sjávarútveginn komi þá í stað þeirra nýliða sem þar starfa núna. Það getur ekki verið ætlunin. Sannleikurinn er sá að býsna margir hafa haslað sér völl í sjáv- arútvegi á síðustu árum. Þar hefur því síst orðið minni nýliðun en í öðrum atvinnugreinum. Þessir menn hafa skuldsett sig, keypt sér báta, fiskverkanir og fiskveiðirétt- indi, kvóta. Þetta hafa þeir gert á grundvelli gildandi laga og í góðri trú. Fyrir þeim hefur vakað að afla sér lífsviðurværis og byggja upp lífvænlegan atvinnurekstur. Þannig hafa þeir unnið byggðarlögum sínum mikið gagn og skapað atvinnutækifæri í mörgum smáum sjávarútvegsbyggðum um land allt. Vegið að grundvellinum Í frumvörpum ríkisstjórnarinnar er að finna margvísleg ákvæði sem vega algjörlega að grundvelli þessa atvinnureksturs. Sem sagt að nýliðunum í sjávarútveginum. Það má nefna að ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrirséð aukn- ing í þorskveiðiheimildum gangi til þeirra sem hafa fiskveiðirétt í þorski, nema að hluta. Bann- að verður að leigja aflaheimildir úr aflamarks- kerfinu í krókaflamarkskerfi, sem hefur þó verið forsenda útgerðar á minni stöðum víða um land. Breytingar frá gildandi lögum varðandi framlög í leigu og byggðapotta. Þá má nefna 3% regluna við aðilaskipti að fyrirtækjum, sem er fyr- irsjáanleg aðgangstakmörkun og mætti svo áfram telja. En síðast en ekki síst er sú gríðarlega mikla hækkun veiðigjaldsins, sem frumvörpin boða. Leggja upp laupana, komast í þrot Veiðigjaldið er reiknað sem hlutfall af fram- legð fyrirtækja í sjávarútvegi í heild. Það er að segja það sem eftir stendur þegar búið er að borga fyrir allan almennan rekstur og áður en farið er að greiða fjár- magnsliði, afborgarnir, vexti og þess háttar. Ekki er tekið tillit til skuldastöðu fyrirtækjanna. Þess vegna er það ljóst að þau fyrirtæki sem eru nýjust, þar sem ein- staklingar og félög þeirra eiga hlut að máli, verða mjög hart úti. Þau skulda, eðli málsins samkvæmt, al- mennt meira en hin rótgrónari. Þau munu því ekki rísa undir þessum nýju klyfjum í formi hærra veiði- gjalds. Þessar útgerðir – nýliðarnir – verða því fyrstu fórnarlömb sjáv- arútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þær leggja upp laupana fyrst, kom- ast í þrot og hætta starfsemi. Þetta mun fyrirsjáanlega bitna mjög hart á hinum minni sjáv- arbyggðum. Aðrar útgerðir og aðr- ar byggðir fara svo sömu leið, þótt síðar verði, ef veiðigjaldið á að þurrka upp allan hagnað grein- arinnar, eins og sýnt hefur verið fram á. Þessar aðstæður ættu að vera skiljanlegar öllum. Ef skuldirnar eru miklar, þá þurfa þeir sem þær bera, hvort sem það eru ein- staklingar eða lögaðilar, á öllum sínum tekjum að halda til þess að rísa undir þeim. Afrakst- urinn fer í að standa undir rekstrinum, borga laun og aðföng og greiða af fjárhagsskuldbind- ingum sínum. Það geta þessar útgerðir almennt í dag. Frekari álögur verða þeim hins vegar strax ofviða. Blóðtaka sjávarbyggðanna Þetta eru almennt talað fyrirtæki þar sem menn hafa lagt alveg gríðarlega hart að sér. Ró- ið stíft, byggt upp góða atvinnu í heimabyggðum sínum, gætt aðhalds við reksturinn og lagt sig fram um að hámarka tekjur og halda útgjöldum í skefjum. Ég fullyrði það af kynnum mínum af þessum útgerðarháttum, sem ég hef haft góða aðstöðu til þess að fylgjast með undanfarin ár, að ekki er almennt hægt að standa betur að mál- um en gert hefur verið. Það yrði því hryllileg blóðtaka fyrir íslenskan sjávarútveg, sjáv- arbyggðirnar og í raun samfélagið allt, ef þessar útgerðir yrðu að velli lagðar vegna vanhugsaðra pólitískra ákvarðana. Það getur ekki hafa verið ætlunin, eða hvað? Eru það virkilega þessar útgerðir sem menn vilja fyrst losna við úr sjávarútveginum okkar? Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Þeir sem ný- ir koma inn í sjávarútveginn koma þá í stað þeirra nýliða sem þar starfa núna. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Nýliðunum fórnað fyrst Þremur og hálfu ári eftir fall bankanna blasir enn við slæm afkoma heimilanna í landinu. Í vikunni birti Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) skýrslu um skulda- stöðu heimila almennt þar sem fram kemur að miklar skuldir heimila tefji al- mennan efnahagsbata – og er Ísland nefnt sérstaklega í því sambandi. Þá sýnir ný- birt skýrsla Seðlabanka Ís- lands að skuldastaða fjöl- margra íslenskra heimila er slæm og að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til duga ekki sem skyldi. Ég vakti athygli á því um miðj- an mars að þau úrræði sem boðið hefði verði upp á væru ómarkviss og í sumum til- fellum ónothæf. Vandinn er mestur hjá ungu barnafólki, kynslóð- inni milli þrítugs og fertugs sem keypti fasteignir á bólutímabilinu. Við verðum að ná til þessa fólks og hjálpa því – þetta er sú kyn- slóð sem mun bera uppi landið í framtíðinni og hún má ekki fara burt. Því miður hafa þó allt of margir valið það að fara. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Ísland ef ungt fólk telur framtíð sína frekar liggja í útlöndum. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er óviðunandi að fjöldi heimila sé enn í eftirköstum falls bankanna og í endalaus- um deilum við lánastofnanir. Við megum ekki búa til samfélag þar sem slíkt er eðli- legur hlutur. Þvert á móti verðum við að haga kerfinu þannig að fólk vilji standa í skilum – vilji fjárfesta í húsnæði og sjái hag sínum best borgið í eigin húsnæði. Verði áframhald á þessum vanda heimilanna er ljóst að skuldastaða heimilanna verður að sjálfstæðu efnahagslegu vandamáli rétt eins og AGS hefur nú bent á. Ofan á greiðsluvandann bætist hrikaleg skattastefna ríkisstjórnarinnar. Veskið verður sífellt þynnra og langar vinnustundir gagnast ríkisféhirði betur en fólkinu í landinu. Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir fjármálaráðherrann að þessi skattpíningarstefna skilar sér ekki í betri hag ríkissjóðs – hall- inn er viðvarandi og nú eru teikn á lofti um að hann sé að stórauk- ast og fara úr böndunum – þvert á það sem haldið hefur verið fram. Það er ekki furða að rík- isstjórnin skuli njóta lítils trausts í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent hefur fylgið hrunið utan af stjórn- inni. Ástæðan fyrir því er einföld; þessi ríkisstjórn er ekki fær um að forgangsraða verkefnum í þágu heimila og fyrirtækja. Skiptum um kúrs Hér verður að skipta alveg um kúrs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt þetta kjörtímabil lagt fram efnahagstillögur sem miða að því að fjölga krónunum í veskjum landsmanna. Það verður að lækka skattana hér tafarlaust. Slík aðgerð kemur heimilunum strax til góða. Og það verður að lyfta gjaldeyrishöft- unum – við getum ekki búið hér framtíð- arfyrirkomulag á grundvelli hafta sem þarf stöðugt að herða. Það er grundvallarverkefni allra stjórn- málamanna að auka hagsæld heimilanna. Allt annað má bíða. Við þurfum að fjárfesta í ungu kynslóðinni sem mun erfa landið. Sú fjárfesting mun skila sér margfalt til baka. Við þurfum að gefa fólki von um að hagur þess fari batnandi. Ef ekkert verður að gert munu Seðlabankinn og AGS birta sömu skýrslur eftir ár og aftur eftir tvö ár. Við þurfum að lækka hér skatta og álögur og við þurfum að búa þannig í haginn að fólk sjái hag sínum betur borgið í því að búa áfram á Íslandi. Af hverju vill ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hin svokallaða norræna vel- ferðarstjórn, ekki taka á þessum vanda? Brjótumst út úr fjötrunum Eftir Ólöfu Nordal Ólöf Nordal » Það er grundvall- arverkefni allra stjórnmála- manna að auka hagsæld heim- ilanna. Allt ann- að má bíða. Við þurfum að fjár- festa í ungu kynslóðinni. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.