Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 1
F Ö S T U D A G U R 4. M A Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 104. tölublað 100. árgangur
KOLAGRILLIÐ ER
TRÚARBRÖGÐ
HJÁ SUMUM
MIKIL EFTIRVÆNTING
OG TILHLÖKKUN
Í FÓTBOLTANUM
40 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM PEPSÍ-DEILDINA 12 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM GRILL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Áhrifin verða að mínu mati skelfileg,
ef þetta fer í gegn. Það er verið að
setja upp peningadælu til að dæla
peningum, mest af landsbyggðinni,“
segir Halldór Halldórsson, fyrrver-
andi bæjarstjóri á Ísafirði, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
um áhrif stjórnarfrumvarpa um fisk-
veiðistjórn og veiðigjöld.
Sérfræðihópur sem atvinnuvega-
nefnd Alþingis fékk til að meta áhrif
sjávarútvegsfrumvarpanna telur að
samþykkt þeirra, einkum álagning
veiðigjalds, myndi hafa mikil áhrif á
byggðaþróun. Halldóri hafði í gær
ekki gefist kostur á að kynna sér álit
sérfræðinganna en fréttir af skýrsl-
unni komu honum ekki á óvart.
Mótvægisaðgerðir skiluðu litlu
„Ég reiknaði sjálfur út áhrif veiði-
gjaldsins, út frá upplýsingum sem
liggja fyrir um afkomu sjávarútvegs-
fyrirtækja á Vestfjörðum 2009, og
fann út að það myndu fara 1,4 millj-
arðar út af Vest-
fjörðum, frá fyrir-
tækjum sem rekin
voru með 800
milljóna króna
tapi,“ segir Hall-
dór. Mótvægisað-
gerðir gætu
kannski skilað 100
milljónum til baka
sem hann sagði
hlægilega lítið í
ljósi umræðunnar.
Halldór sagði að til þess að greiða
há veiðigjöld yrðu fyrirtækin að hag-
ræða enn frekar í rekstri. Þau yrðu að
skera allt niður sem hægt væri og það
myndi bitna á launahlutanum, eins og
öðru.
„Fjármagnið á landsbyggðinni
mun minnka enn frekar og störfum
fækka meira en orðið er,“ segir Hall-
dór. Hann óttast einnig að þetta
myndi bitna á nýsköpunarstarfi sem
rekið er í tengslum við sjávarútveginn
og þróunarstarfi, svo sem fiskeldi.
MVeiðigjöld á röngum grunni »12
Peningum dælt af landsbyggð
Halldór Halldórsson segir að hækkun veiðigjalda myndi hafa skelfileg áhrif á
sjávarbyggðir Fyrirtækin þyrftu að skera niður laun og annan kostnað
Halldór
Halldórsson
Morgunblaðið/ÞÖK
Álbræðsla Umsvif myndu aukast
mjög í Reyðarfirði ef ákveðið yrði
að stækka álver Fjarðaáls.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Alcoa á Íslandi er að kanna möguleika
á stækkun álvers Fjarðaáls í Reyðar-
firði. Málið er á frumstigi en forsvars-
menn fyrirtækisins buðu fulltrúum líf-
eyrissjóðanna til fundar í gærmorgun
til að kynna þeim hugmyndirnar og
kanna áhuga á þátttöku í fjármögnun
verkefnisins.
Alcoa er að undirbúa straumhækk-
un í álverinu sem myndi auka fram-
leiðslugetu þess úr 350 í 370 þúsund
tonn á ári. Breyta þarf kerskálum og
er áætlað að framkvæmdin kosti yfir
12-13 milljarða króna.
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri
Alcoa á Íslandi, segir að Alcoa sé tilbú-
ið að hefjast handa við stækkun álvers-
ins um 180 þúsund tonn til viðbótar, ef
samningar náist um fjármögnun og
raforkukaup. Álverið gæti þá framleitt
alls um 550 þúsund tonn á ári.
Unnt á að vera að hefjast handa á
næsta ári, að skilyrðum uppfylltum, og
gangsetja viðbótina á árinu 2018.
Magnús segir verkefnið áhugavert.
„Fjarðaál hefur gengið vel og áhugi er
á að auka hagkvæmni þess enn frek-
ar,“ segir Magnús.
120 störf til viðbótar
Stækkun álversins er mikil fram-
kvæmd. Magnús segir að kostnaður sé
áætlaður um 90 milljarðar króna. Við-
bótin þarf um 270 megawatta orku.
Magnús tekur fram að engar formleg-
ar viðræður hafi farið fram um orku-
kaup en Landsvirkjun sé kunnugt um
áform fyrirtækisins. Hann vísar á
Landsvirkjun um öflun orkunnar en
telur að meðal annars sé horft til
stækkunar á Kárahnjúkasvæðinu.
Unnt er að stækka álverið á núverandi
lóð fyrirtækisins í Reyðarfirði. Málið
hefur verið kynnt óformlega fyrir bæj-
aryfirvöldum en Magnús tekur fram
að fara þurfi í hefðbundið skipulags-
ferli.
Fjöldi starfa skapast á byggingar-
tíma álversins og 120 framtíðarstörf
þegar framleiðsla hefst, auk afleiddra
starfa. Bætast þau við þau 480 störf
sem nú eru við álverið og 300 störf hjá
undirverktökum.
Hugmyndir um stækkun álvers Fjarðaáls
Alcoa kannar áhuga lífeyrissjóðanna í þátttöku í fjármögnun 180 þúsund tonna viðbótar
Það er mikið að gera á stóru heimili. Það fengu
þessi svartþrastarhjón á Blönduósi að reyna á
dögunum, þegar fjórir sísvangir ungarnir heimt-
uðu sitt og engar refjar. Í ónefndum garði þar í
bæ verpa fuglarnir annað árið í röð, urpu meira
að segja tvisvar í fyrra, þó ekki í sama trénu.
Hér má sjá kvenfuglinn bera ánamaðka í
hreiðrið og karlfuglinn, sem staðið hafði vaktina
á meðan, leggja í veiðiferð. Stundum fóru þau
bæði í einu, fannst ekki vanþörf á.
Fyrsta staðfesta varp þessarar fuglategundar
á Íslandi var í Reykjavík 1969. Núna er hún á
sumrin víða um suðvesturhorn landsins, þar sem
hentugan trjágróður er að finna, en er auk-
inheldur bersýnilega tekin að færa út kvíarnar.
Á Akureyri fannst t.d. hreiður nýverið með
tveimur ungum í. Þess utan eru svartþrestir al-
gengir haust- og vetrargestir.
Vaktaskipti við svartþrastarhreiðrið
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hrossaslátrun hefur verið með
meira móti í vetur hjá öllum slátur-
leyfishöfum. Enn vantar þó hross til
slátrunar til að þeir nái að standa
við gerða samninga við erlenda
kaupendur. Hjá kjötafurðastöð KS
vantar að fylla tvo gáma af hrossa-
kjöti sem eiga að fara til Rússlands,
þangað eru þegar farnir sex gámar
í vetur. Sömu sögu er að segja hjá
Sláturfélagi Suðurlands þar sem
fer að vanta hross til slátrunar. »6
Enn vantar slátur-
hross, mikið flutt út
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Oft og tíðum fáum við góðar tillögur
frá umsagnaraðilum. Það á við sjáv-
arútvegsfrumvörpin eins og hver
önnur frumvörp.
Við þiggjum allar
þær ábendingar
sem koma fram
og lögum okkur
auðvitað að
þeim,“ segir
Kristján Möller,
þingmaður Sam-
fylkingar og for-
maður atvinnu-
veganefndar, en
hann útilokar ekki endurskoðun á
frumvörpunum á næstu vikum.
Mikill fjöldi umsagna hefur borist
nefndinni og segir Kristján að til
þeirra verði „að sjálfsögðu“ horft
þegar farið verður yfir frumvörpin.
„Ég leyfi mér að halda því fram að
ég hafi aldrei samþykkt frumvarp og
gert það að lögum sem ekki tók
breytingum í meðförum Alþingis. Til
þess er þessi ferill allur. Hér á við
það fornkveðna: Betur sjá augu en
auga,“ segir Kristján sem kveðst
munu taka gagnrýni í nýrri greinar-
gerð sem unnin var fyrir nefndina
sem vinsamlegri ábendingu um það
sem betur megi fara í málinu.
Kvóta-
frumvörp
í endurmat
Gagnrýni verð-
ur tekin til greina
Kristján Möller