Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt blað um garðinn föstudaginn 18. maí. Garðablaðð verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta,sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 14. maí. Garða blaðið SÉ RB LA Ð Garðablað Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hrossaslátrun hefur verið með meira móti í vetur hjá öllum slátur- leyfishöfum. Nokkuð hefur dregið úr hrossaslátruninni undanfarnar vikur enda farið að sjá í græn grös og bændur að sleppa með heyforðann. Enn vantar þó hross til slátrunar til að uppfylla eftirspurn erlendis frá. Guðmundur Svavarsson, fram- leiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, segir að mikið framboð hafi verið af sláturhrossum í vetur en nú sé sá kúfur búinn og slátrunin komin aftur í jafnvægi. Þeir þurfi þó fleiri hross til slátrunar. „Í fyrra- sumar auglýstum við eftir hrossum því við áttum erfitt með að fylla upp í samninga. Það verður ekki langt þangað til við þurfum að fara að aug- lýsa eftir hrossum aftur,“ segir Guð- mundur. Frá SS fer hrossakjötið á innanlandsmarkað en mest af því fer til Rússlands og annarra Evrópu- landa. 150 tonn til Rússlands Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS á Sauðár- króki, segir að þar sé búið að slátra miklu af hrossum í vetur en nú sé framboðið til slátrunar orðið lítið. „Okkur vantar hross til slátrunar. Við erum ekki alveg búnir að ná að standa við gerða samninga við kaup- endur í Rússlandi. Okkur vantar að klára tvo gáma en áður eru farnir sex gámar í vetur,“ segir Ágúst. Samningur KS við Rússa hljóðar upp á um 150 tonn af hrossakjöti. Þar í landi er kjötið notað í unnar kjötvörur. KS selur einnig hrossa- kjöt til Kasakstan en bestu bitarnir fara þó á innanlandsmarkað. Að sögn Ágústs var 271 hrossi slátrað hjá KS í janúar, 82 í febrúar og 50 í mars, svo botninn datt hratt úr slátruninni. „Ástæðan fyrir meiri slátrun í vetur er að það var víða tak- markaður forði af heyi. Bændur sáu sig því frekar knúna til að grisja úr stóðunum og fóðra ekki skepnur til neins. Svo er líka minni lífhrossa- sala,“ segir Ágúst. Hrossaslátrun með meira móti  Enn vantar hross til slátrunar til að standa við samninga Stóð Veturinn var harður og því grisjuðu margir úr stóðum sínum. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stjórn Bjargtanga, félags land- og sumarhúsaeigenda á Hvallátrum við Látrabjarg, segir það eignaupptöku á hlunnindum verði frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum sam- þykkt. Gísli Már Gíslason, formaður stjórnar Bjargtanga, segir að stjórn- in hafi mótmælt fyrirhugaðri laga- setningu í bréfi til ráðherra í janúar sl., til umhverfisráðuneytisins í febr- úar og til nefndarsviðs Alþingis í apr- íl, en ekki fengið nein viðbrögð. Hann segir að áður hafi landeigend- ur fundað með ráðherra vegna hug- mynda um að friðlýsa Látrabjarg og þeir talið að ekki yrði gengið á hefð- bundin hlunnindi, ekki frekar en gert hafi verið við aðrar friðlýsingar. Í frumvarpinu sé hins vegar lagt til mjög sértæk friðun sem beinist að- eins gegn tiltölulega fáum landeig- endum, þ.e. þeim sem eiga Látra- bjarg og stóru björgin á Horn- ströndum. „Þarna eru yfir 90% af öllum svartfugli,“ segir hann og áréttar að á öðrum stöðum sé tekið miklu stærra hlutfall af eggjum. Engin veiði, bara eggjataka Í fyrrnefndum bréfum kemur fram að fuglaveiðar í Hornstranda- björgum og Látrabjargi séu litlar eða engar og þar sé aðeins stunduð eggjataka. Á fyrri hluta 20. aldar hafi tínslan verið 10 til 20 þúsund egg á ári og jafnvel tvöfalt fleiri þegar vel viðraði. Ætla megi að um 1-2% eggja í bjarginu hafi verið tekin en þar sem nær eingöngu langvíu- og álkuegg hafi verið tekin gæti tínslan hafa ver- ið 2-3% þessara stofna. Gísli Már bendir á að í Látrabjargi sé siglt undir á bátum þegar fært sé, í rjómalogni, og egg aðeins tekin í neðstu syllum og urðum við sjó en ekkert úr 400 metra háu bjarginu þar fyrir ofan. Í skýrslu sem unnin var fyrir ráð- herra um verndun og endurreisn svartfuglastofna kemur fram að fæðuskortur valdi afkomubrestinum. „Við sjáum ekki hvernig svona lítil eggjataka hafi áhrif á þetta,“ segir Gísli Már. „Þarna er ekki gætt með- alhófs og þetta bitnar fyrst og fremst á landeigendum.“ Gísli Már segir að eigendur hafi ekki skotið fugl í bjarginu í áratugi. „Landeigendur hafa ætíð farið vel með auðlind sína, svartfuglinn, og nýtt hann af hófsemi og á sjálfbæran hátt,“ segir í bréfinu til nefndarsviðs- ins. „Stjórn Bjargtanga harmar að umhverfisráðherra hefur ekkert til- lit tekið til vel ígrundaðrar umsagnar hennar um frumvarpsdrögin.“ Mótmæla eignaupptöku á hlunnindum  Aðeins 1-2% eggjataka í Látrabjargi Morgunblaðið/Árni Sæberg Látrabjarg Hlunnindi eru óaðskilj- anlegur hluti af landareign, segir í bréfi stjórnar til Alþingis. Þekking og reynsla » Stjórn Bjargtanga leggst gegn banni við eggjatöku í fuglabjörgum vegna þess að með banni tapist þekking og reynsla í nýtingu fuglabjarga og þar með þekking á því hvernig staðið er að eggja- tínslu. » Stjórnin segir að litlar líkur séu á því að þessi auðlind verði nýtt í framtíðinni verði bann að veruleika. Guðrún J. Halldórs- dóttir, fyrrverandi skólastjóri og alþing- ismaður, lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 2. maí, 77 ára að aldri. Guðrún fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1935. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Jónsdóttir húsmóðir og Halldór Jónsson tré- smiður. Guðrún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1955. Hún las ís- lensk fræði við Háskóla Íslands um tveggja ára skeið en lauk síðan prófi frá Kennaraskólanum 1962. BA-prófi í dönsku og sagnfræði lauk hún við Háskóla Íslands 1967. Hún var um árabil starfsmaður Landsbanka Íslands og varð síðan kennari við Lindargötuskóla 1962. Hún kenndi þar í áratug, en 1972 varð hún forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur og var jafnframt stundakenn- ari við Tollskóla Ís- lands 1972-1990. Guð- rún var hvatamaður að stofnun Félags dönskukennara og for- maður þess 1973-1982. Hún tók saman nokkr- ar kennslubækur í dönsku og skrifaði greinar í tímarit og blöð um fræðslumál og stjórnmál. Hún var í stjórn Skálholtsskóla- félagsins frá stofnun þess og í stjórn skóla- nefndar Skálholtsskóla meðan lýðhá- skólinn starfaði sem slíkur. Guðrún var einn af stofnendum Dyslexíufélagsins og í stjórn þess frá upphafi. Hún sat í atvinnumálanefnd Reykjavíkur í nokkur ár, var alþing- ismaður fyrir Kvennalistann 1990- 1991 og 1994-1995 og tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður 1986. Hennar var minnst á Alþingi í gær. Andlát Guðrún J. Halldórsdóttir Um 37 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í ný- liðnum aprílmánuði eða um fimm þúsund fleiri en í apríl 2011. Ferða- menn í apríl voru 16,5% fleiri en í apríl í fyrra. Á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukn- ingin verið að jafnaði 8,2% milli ára í mánuðinum. Af einstaka þjóðernum voru flest- ir ferðamenn í apríl frá Bretlandi eða 22,4% af heildarfjölda. Næstfjöl- mennastir voru Bandaríkjamenn, 11,8%, og Norðmenn, 10,3%. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun Norður- Ameríkubúa og Breta frá því í apríl í fyrra. Þannig fjölgaði Norður- Ameríkubúum um 33,7% og Bretum um 25,5%. Frá áramótum hafa 125.333 erlendir ferðamenn farið frá landinu. Það er 20,4% aukning. Svipaður fjöldi Íslendinga fór ut- an í nýliðnum apríl og í fyrra eða um 29 þúsund. Frá áramótum hafa 100 þúsund Íslendingar farið utan, sex þúsund fleiri en árið 2012. Aukn- ingin nemur 6,4% milli ára. Mikil fjölgun ferða- manna í apríl „Það eru nokkur skilti vitlaus og við erum á fullu að laga þetta, við höfum fengið þetta að utan,“ segir Hall- dór Ó. Sigurðsson, framkvæmdastjóri bygginga- vöruverslunarinnar Bauhaus, en ljósmyndari Morgun- blaðsins rakst á nokkur skringilega orðuð auglýsingaskilti fyrir utan verslunina í gær sem hefðu eflaust farið fyrir hjartað á mörgum íslenskukenn- aranum. Að sögn Halldórs komu öll skiltin við versl- unina að utan. Þrátt fyrir að hafa vafist tunga um tönn við skilta- gerðina verður verslun Bauhaus opnuð næstkomandi laugardag klukkan 8:00. Viðskiptavinir eru þó hvattir til að mæta fyrr enda mun verslunin byrja að dreifa happdrættismiðum á meðal viðskiptavina klukkan 7:00. Morgunblaðið/Ómar Bauhaus vefst tunga um tönn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.