Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Ómar
Á Íslandi Leif nýtur þess að heimsækja landið sitt og fólkið sitt á Íslandi og fer þá til sjós að veiða og gengur á fjöll.
starfaði fyrst í nokkra mánuði á stof-
unni hjá pabba sínum. „En svo fékk
ég vinnu hjá fyrirtækinu Gustafson
Porter sem hin bandaríska Kathryn
Gustafson á og rekur, en fyrirtækið
er vel þekkt um allan heim fyrir
landslagsarkitektúr og hefur meðal
annars gert Princess Diana Memori-
al Fountain í Hyde Park í London.
Ég gekk í hönnunarliðið hjá Gustaf-
son Porter til að taka þátt í að þróa
landslag og arkitektúr í verkefninu
„Mezyad Desert Park & Visitor
Centre“ í Abu Dhabi. Í framhaldi af
því fékk ég vinnu hjá fyrirtækinu
BDP í London, sem er stærsta arki-
tektastofa í Evrópu, en á þeirra veg-
um starfa 1.200 arkitektar um víða
veröld. BDP hannaði og teiknaði
Smáralindina hér á Íslandi og sá sem
stjórnaði verkinu var heilmikið hér á
landi og starfaði með íslenskum arki-
tektum. Hann var mjög ánægður
með vinnu íslensku arkitektanna og
hann kunni líka sérstaklega vel við
sig á Íslandi.“
Var einn af fjórum
sem komust inn
Leif segir samkeppnina í arki-
tektaheiminum mjög harða og dæmi
þar um sé sú staðreynd að þegar
hann sótti um vinnu hjá BDP sóttu
tvö hundruð arkitektar um. „Við vor-
um ekki nema fjögur sem fengum
ráðningu. Ég held að verkefna-
mappan mín hafi komið mér inn, því
þeim leist svo vel á lokaverkefnið
mitt í skólanum, sem byggðist á
landslagi og arkitektúr kerfisins, en
það kallast „Organismo Multi-
funcional í Menorca“, sem er marg-
þætt svæði þar sem byggingar og
umhverfi er hannað með ferðamenn í
huga, þar á meðal voru safn, leikhús,
íbúðir og ýmsar ólíkar byggingar
fyrir margskonar starfsemi. Þeir hjá
BDP voru hrifnir að því hvernig
lausnir ég fann og hvernig ég tengdi
náttúruna og byggingarnar saman.“
BDP vinnur mikið við að hanna
og teikna opinberar stofnanir,
sjúkrahús, bókasöfn og skóla og
einnig er tónleikahöllin Royal Albert
Hall í London eitt af stórum verk-
efnum þeirra. Á meðan Leif starfaði
hjá BDP vann hann meðal annars við
að hanna og teikna hátæknispítala í
Brighton sem verður sá stærsti í
Bretlandi, en það mun taka mörg ár
að ljúka því verki. Eftir að hafa unnið
í eitt og hálft ár hjá BDP hóf Leif
störf hjá arkitektafyrirtækinu
3DReid sem er til húsa í Oxford Cir-
cus í London. Þar hefur hann verið
undanfarið hálft ár. „Það er mjög
stórt fyrirtæki, við erum 200 arki-
tektar sem vinnum hjá þeim í Lond-
on og við fáum mjög skemmtileg
verkefni úti í Asíu, meðal annars við
að hanna skýjakljúfa, flugvelli og
annað slíkt. Núna er ég að vinna við
að hanna og teikna þrjátíu og tveggja
hæða íbúðarbyggingu með litlum
lúxuseiningum í Malasíu. Í kringum
þá byggingu þarf líka að hanna og
skipuleggja nánasta umhverfi þar
sem verður sundlaug, íþróttamiðstöð
og fleiri byggingar. Það besta við
þetta verkefni er að við fáum frjálsar
hendur, sem er frábært. Okkur eru
ekki lagðar fyrirfram ákveðnar línur
eins og þegar teikna þarf opinberar
byggingar.“
Langar að vinna á Íslandi
Leif segir að uppgangurinn sé í
Asíu í arkitektúr og að það sé gaman
að vinna hjá 3DReid því viðskipta-
vinirnir komi alls staðar að úr heim-
inum. Hann segir að það sé mjög góð
reynsla fyrir sig að vinna hjá þessum
virtu fyrirtækjum í London og það
muni greiða honum leið seinna. „En
draumurinn er að geta í framtíðinni
unnið við eitthvert arkitektaverkefni
á Íslandi, helst eitthvað sem tengist
sjónum, útsýni eða einhverju sem
hefur annars konar tengingu við
náttúruna,“ segir Leif og bætir við að
spænska kærastan hans, Maria Mari
Murga, sé mjög hrifin af Íslandi og
hana langi til að halda sýningu hér á
landi en hún er portrettteiknari.
„Hún teiknar ítalska klassík og hefur
verið að sýna í London. Ég hanna
bæklinga og fleira fyrir hana. Við
gerum allt saman og vinnum bæði við
að teikna. Það má segja að við séum
einhvers konar teiknara-par.“
Síða Mariu: www.mariamari.es
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012
www.kemi.is • kemi@kemi.is • Sími: 544 5466 Fax: 544 5467 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík
Verslun okkar er opin: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8.00 - 17.30. Föstudaga frá 8.00 - 17.00.
BYLTINGARKENNT OG UMHVERFISVÆNT
BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI
ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR - YFIR 50% MINNI MENGUN
BYLTING!
UMSÖGN:
Fögrusteinar ehf. gera m.a. út beltagröfu og jarðýtu.
„Við höfum, síðan um miðjan febrúar, verið að prófa PD-5 Fuel
Boost frá Kemi ehf. Beltagrafan hefur heldur betur sýnt eld-
sneytissparnað eða ekki minna en 13%. Jarðýtan hefur einnig
sýnt svipaðan sparnað. PD-5 Fuel Boost er því efni sem ég mæli
hiklaust með og ég mun nota efnið áfram á öll okkar tæki“.
Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri.
Fögrusteinar ehf.
E
LD
SNEY TISK
OS
TN
A
Е S
PARAR • PD-5 Boost-efnin eru byltingarkennd bætiefni fyrir eldsneyti.
Hægt er að nota efnin með öllum tegundum fljótandi jarðeldsneytis.
Í tilefni af lokadegi vorsýningar
Listaháskóla Íslands hinn 6. maí efna
útskriftarnemendur og kennarar
myndlistardeildar til Málhófs í Hafn-
arhúsinu. Þar verða margar spurn-
ingar viðraðar og ræddar eins og
Hvers konar fagumhverfi blasir við
myndlistarfólki að loknu bakkalár-
náminu? Hvað hefur námið skilið eft-
ir sig hjá þeim? Hvað tekur við? og Er
fýsilegast að finna sér aðkomu að
starfsumhverfinu eins og það er,
bæði á innlendum og erlendum vett-
vangi, eða frekar að leita nýrra leiða
og bæta við þá möguleika sem þegar
eru fyrir hendi?
Fjórir fulltrúar nemenda og fjórir
fulltrúar starfandi myndlistarmanna,
nýútskrifaðra sem reynslumeiri, og
fólks af vettvangi íslenskrar sam-
tímamyndlistar flytja örstutt erindi
og lýsa eigin sýn á stöðu mála. Í
framhaldinu verða opnar umræður.
Málhófið hefst klukkan 13.30 í fjöl-
notasal Hafnarhúss Listasafns
Reykjavíkur og eru allir velkomnir.
Málhóf myndlistardeildar
LHÍ í Listasafni Reykjavíkur
Vorsýning Þar eru verk af ýmsu tagi.
Opnar
umræður