Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 14

Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Helgu Kress, heiðursprófessors í al- mennri bókmenntafræði, í gær en í honum fór Helga hörðum orðum um nýjustu skáldsögu Hallgríms Helga- sonar, Konan við 1000°, og vó raunar bæði að bókinni og höfundinum. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Veiðileyfi á konur? Um (mis)notkun persónulegra heimilda í verkum nokkurra karlrithöfunda samtím- ans“ en í upphafsorðum sínum sagði Helga að efnið hefði reynst of viða- mikið fyrir stuttan fyrirlestur og því hefði hún einskorðað sig við bók Hallgríms, enda væri hún umrædd. Helga sagði að bókin hefði beinlín- is verið samin og þýdd fyrir bóka- messuna í Frankfurt þar sem mikið hefði verið með hana látið. „Þýðingin er töluvert stytt miðað við íslensku gerðina og er það til mikilla bóta,“ sagði Helga. Hún gaf þar með tón- inn fyrir fyrirlesturinn og uppskar hlátur í salnum og ekki í síðasta sinn. Í þýðingunni væru kaflar felld- ir út, dregið úr ýmsum lýsingum „og ef þið viljið lesa þetta þá mæli ég með þýsku útgáfunni.“ Þetta hefði greinilega verið útrás íslensks höf- undar og hann hefði haft íslensku konuna í farteskinu. Bók Hallgríms er byggð á ýmsu úr ævi sonardóttur Sveins Björns- sonar, fyrsta íslenska forsetans en í formála bókarinnar tekur höfundur sérstaklega fram að ekki eigi að rugla hlutskipti aðalsöguhetjanna í bókinni saman við líf raunverulegs fólks. Helga rakti að nafni aðalsögu- persónunnar væri breytt og hún héti ekki Brynhildur Georgía líkt og raunin var, heldur Herbjörg María „og á það örugglega að vera eitthvað sniðugt“ og sömuleiðis væri nafni föður Brynhildar breytt. Að öðru leyti bæru persónur nöfn raunveru- legs fólks. Helga vék að grein sem Guðrún Jónsdóttir, dóttir Brynhildar, skrif- aði í Fréttablaðið 21. janúar 2012 um bókina og samskipti sín við Hall- grím. Guðrún lýsti því m.a. að hún hefði orðið fyrir þungu áfalli þegar hún las bókina, þ.e. íslensku útgáf- una, áður en hún fór í prentun. Hall- grímur hefði aðeins sagst geta sleppt átta línum, enda hefði hann ella skaðað bókina. Í viðtölum hefði hann þurft að velja á milli þess að særa bók eða særa fólk, vera góð manneskja eða góður rithöfundur. – eins og þetta væru andstæður. „Fyrir utan nokkra kokhreysti, þá forsendu sem hann gefur sér að bók- in sé góð og hann sé góður rithöf- undur,“ bætti Helga við. Á þessum átta línum hefði verið dregið úr nokkuð svæsinni nauðg- unarsenu. Í henni væri forsetason- urinn látinn nauðga dóttur sinni, 15 ára gamalli, í Berlín undir stríðslok. Hinar raunverulegu persónur hefðu verið víðsfjarri þegar þetta var látið gerast í bókinni; faðirinn í Kaup- mannahöfn en dóttirin í heimavist- arskóla í Norður-Þýskalandi. Föð- urnum til afsökunar hefði verið myrkur og hvorug persónan áttaði sig á hinni. Þessi sena væri ekki í ís- lensku útgáfunni en hefði á hinn bóginn varðveist í þýsku útgáfunni. Lengra hefði Hallgrímur ekki kom- ist til móts við athugasemdir Guð- rúnar. Halldór Laxness skaðaði ekki Helga las upp nokkra kafla í bók- inni og sagði m.a. um einn þeirra, þar sem sögupersónan lýsir sjálfs- fróun inni á almenningssalerni þeg- ar hún 11 ára gömul, að væri kaflinn ekki í bók heldur mynd á vefmiðli kynni slíkt að vera bannað. Lýsing á núverandi forsætisráðherra landsins væri líka með þeim hætti að væri hún í pistli en ekki í bók væru þau klár meiðyrði. „Og það vekur spurn- ingar hvort lögmál skáldskaparins séu handan allra siðareglna,“ sagði Helga. Fleiri hafa nýtt sér raunverulegar persónur í skáldsögum, m.a. Halldór Laxness, þegar Magnús Hjaltason varð að Ólafi Kárasyni, en Helga sagði m.a. að munurinn væri sá að Halldór skaðaði ekki sínar persónur. Einnig hefði Ólafur Jóhann Ólafsson tekið fram í viðtali að hann leitaðist við að skaða ekki sínar persónur. Hitt væri annað mál að Halldór Lax- ness og fleiri hefðu átt að geta heim- ilda, t.a.m. með nokkrum orðum aft- ast, líkt og væri alsiða í erlendum sögulegum skáldsögum. Helga spurði hvers vegna höf- undar væru að nota nöfn raunveru- legra persóna. Það væri óskiljanlegt að höfundar notuðu nöfn raunveru- legra persóna nema ef hafður væri í huga slúðuráhugi markaðarins sem hefði meiri áhuga á ævisögum um frægt fólk en skálduðu fólki. Les- andinn ætti heldur ekki gott með að vita hver væru mörk skáldskapar og raunveruleika. „Var til dæmis Sveinn Björnsson kjörinn forseti Íslands á lýðveldishá- tíðinni 17. júní 1944, eins og segir í bókinni eða er það skáldskapur? Var dótturdóttur hans nauðgað í Pól- landi einmitt þann sama dag?“ spurði Helga. Þarf að staðreyna? Margir rithöfundar og starfsmenn útgáfufyrirtækja voru í salnum en fáir nýttu sér þó tækifærið sem gafst til umræðna að fyrirlestrinum lokn- um. Rithöfundurinn Sjón spurði Helgu þó efnislegrar spurningar: hvort hún teldi virkilega að það ætti að vera hægt að staðreyndareyna skáldskap, m.a. í tilfelli Böðvars Guðmundssonar. Helga svaraði spurningunni ekki beinlínis en það væri siðferðislegt spursmál hvernig höfundar færu með heimildir, það yrði að meta í hvert skipti fyrir sig. Í kjölfarið spunnust nokkrar umræður og var spjótunum einkum beint að Sjón sem vildi ræða um ýmis álitamál um bókina, m.a yrðu rithöfundar að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir sköðuðu. „Vertu ekki að þessu, þetta er skítaskandall,“ sagði Ásdís Kvaran þá en hún var vinkona Brynhildar Georgíu og það fór ekki á milli mála að hún var Hallgrími reið. Morgunblaðið/Ómar Áhugi Setið var í tröppum í salnum og um 100 manns urðu frá að hverfa. Ekki fékkst stærri salur fyrir fyrirlestur Helgu Kress vegna prófa í háskólanum. Persónur skaðast við 1000°  Helga Kress gagnrýnir nýjustu bók Hallgríms Helgasonar á fyrirlestrinum „Veiðileyfi á konur?“  Óskiljanlegt að nota raunveruleg nöfn nema til að nýta sér slúðuráhuga  Skaðar persónur sínar Fyrirlesturinn snerist nær ein- göngu um Konuna við 1000° en Helga vék stuttlega að bókum Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna, Sakleysingjunum og Málverkinu, og bók Böðvars Guð- mundssonar, Enn er morgunn. Helga sagði frá því að hún hefði verið annar aðalheimildarmaður Böðvars í bókinni án þess að fá að vita um það fyrirfram og án heim- ildar. Þetta hefði verið trúnaðar- brot en í kjölfar þess að bréf henn- ar til Böðvars var gert opinbert hefði hún orðið fyrir ótrúlegu að- kasti. Ætlaði að fjalla um fleiri ÓLAFUR OG BÖÐVAR Hagsmunasamtök heimilanna ósk- uðu eftir því í apríl í fyrra að Seðla- bankinn gengist fyrir óháðri rann- sókn á kostum og göllum þess að taka upp nýjan íslenskan gjald- miðil. Hugmynd samtakanna fól í sér að erlendar og innlendar skuldbindingar yrðu yfirfærðar í nýja mynt með misháum afslætti. Allar skuldbindingar yrðu þannig niðurskrifaðar verulega en skuld- bindingar gagnvart erlendum að- ilum meira. Í svari Seðlabankans kom fram að í þessari leið fælist mikil eigna- tilfærsla frá innlendum spar- endum til innlendra skuldara auk yfirgripsmikils greiðslufalls gagn- vart erlendum skuldbindingum þjóðarinnar. Taldi bankinn vandséð að slíkt yki trúverðugleika gjald- miðilsins og líklegra væri að að- gerðin myndi draga úr trausti, grafa undan innlendum sparnaði, hindra aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og skaða lang- tímahagsmuni þjóðarinnar. Í nið- urlagi svarsins sem Már Guð- mundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur bankans, skrifa und- ir segir að lausnir af þessu tagi séu ekki til þess fallnar að auka hagsæld hér á landi. Ekki til að auka hagsæld SEÐLABANKANUM LEIST ILLA Á SKIPTIGENGISLEIÐINA Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Mér finnst að með þessu sé í raun og veru verið að setja eignaupptöku í einhvern annan búning. Án þess að leggja dóm á þessa aðgerð sem slíka finnst mér að ef fólk telur að það eigi að taka fjármuni af einhverjum ákveðnum aðilum sé réttast að það segi það hreint út í staðinn fyrir að ætla að gefa út nýjar krónur og hafa þær á mismunandi gengi eftir eig- endum eigna,“ segir Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, um þá hug- mynd Lilju Mósesdóttur að taka upp nýkrónu með mismunandi skipti- gengi. Í pistli á vefsíðu sinni sem birtist á sunnudag leggur Lilja til þessa leið til þess að bregðast við aflands- krónueign erlendra aðila án þess að lífskjör skerðist verulega á Íslandi. Samkvæmt hugmynd hennar yrðu laun fólks í landinu óbreytt við mynt- breytinguna en það sem hún nefnir „froðueignir á leið út úr landinu“ yrði fært niður. Gerði hún þessa hugmynd sína að umtalsefni í umræðum um kreppu krónunnar á Alþingi á gær. Friðrik Már segir að þessi aðgerð myndi auðvitað virka gagnvart eig- endum aflandskróna en þær séu eitt aðalvandamálið við að afnema gjald- eyrishöftin. Hann eigi hins vegar erf- itt með að sjá muninn á þessari leið og því að strika þessar eignir hrein- lega út. „Ég sé ekki annað en að þetta sé hrein og klár eignaupptaka. Ég myndi gjarnan vilja sjá álit lögfræð- inga á hvort þetta væri aðgerð sem stæðist stjórnarskrána,“ segir hann. Stangist á við stjórnarskrá Kristín Haraldsdóttir, sérfræðing- ur í eignarrétti við HR, segir að ef eignir manna sem njóta verndar í stjórnarskránni séu skertar með lagaboði geti verið um eignarnám að ræða. Slíkar skerðingar verði ekki gerðar bótalaust. Hún segist þó ekki hafa kannað sérstaklega hugmynd Lilju um skiptigengisleiðina. „Ef þetta felur það í sér að löggjaf- inn sé einhvern veginn að rýra eignir manna vekur það óneitanlega spurn- ingar um hvort um sé að ræða eign- arnám í skilningi 72. greinar stjórn- arskrárinnar,“ segir hún. Eignaupptaka í öðrum búningi  Bryti gegn eign- arréttarákvæði Morgunblaðið/Kristinn Krónur Samstaða, flokkur Lilju, vill ræða og kanna upptöku nýkrónu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.