Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012
Sólardagur Fólk fagnaði sólinni og blíðunni í gær með ýmsum hætti og þessar blómarósir í höfuðborginni leyfðu geislunum að skína á sitt hold þar sem þær sátu upp við vegg í miðbænum.
Ómar
Eftir að ég tók sæti á
Alþingi hef ég verið
óþreytandi við að benda
á mikilvægi auðlinda
okkar í landi, láði og í
lofti. Má fullyrða að fá
ríki séu jafn rík að auð-
lindum eins og Ísland.
Auðlindir okkar eru
óvarðar samkv. lögum
gagnvart aðlögunarferli
því sem nú er í gangi
gagnvart Evrópusambandinu að und-
anskilinni sjávarútvegsauðlindinni. Ég
lít málið alvarlegum augum því að
skylda stjórnvalda er að standa vörð
um þessar auðlindir fyrir þjóðarhag í
stað þess að semja um nýtingu þeirra
við ESB. Ríki Evrópusambandsins eru
auðlindasnauð og mjög orkuþurfi. Hef
ég verið hugsi undanfarin misseri yfir
framgöngu forstjóra Landsvirkjunar
varðandi málefni ríkisfyrirtækisins.
Hefur hann farið mikinn í umræðum
um hugsanlega raforkusölu um sæ-
streng til Evrópu.
Á ársfundi Landsvirkjunar 13. apríl
sl. kom fram að fyrirtækið sé talsvert
skuldsettara en sambærileg fyrirtæki í
nágrannalöndunum og gæti það haml-
að félaginu að leita eftir frekara lánsfé,
og ef erlendir fjármálamarkaðir lokist,
þá þurfi Íslenska ríkið að leggja
Landsvirkjun til eigið fé. Þar kom
einnig fram að handbært fé frá rekstri
„ætti“ að standa undir endurgreiðslum
lána svo fremi að ekki verði ráðist í um-
fangsmiklar fjárfestingar. Getur verið
að fjárhagsvandræði Landsvirkjunar
eigi að leysa með lánsfé/inngöngufé frá
Evrópusambandinu? Hvað er verið að
semja um á bak við tjöldin?
Í Lissabon-sáttmálanum sem er
nokkurs konar stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins og aðildarríkin þurfa að
undirgangast segir um orkumál: Orku-
mál koma fyrir í I. bálki sem fjallar um
flokka og svið valdheimilda Evrópu-
sambandsins sem það deilir með aðild-
arríkjunum. Í 170 gr. XVI. bálki er
fjallað um samevrópskt netkerfi. Þar
segir að Evrópusambandið skuli stuðla
að uppbyggingu og þróun grunnvirkja
fyrir samevrópsk flutninga-, fjar-
skipta- og orkunet. Í 2. tölul. þeirrar
greinar segir orðrétt: „Aðgerðir Sam-
bandsins skulu miða að því, innan
ramma opinna samkeppnismarkaða,
að ýta undir samtengingu og rekstr-
arsamhæfi netkerfa aðildarríkjanna,
svo og aðgang að slíkum netkerfum.
Þær skulu einkum taka mið af nauðsyn
þess að tengja eyjar, landlukt svæði og
jaðarsvæði við miðlæg landsvæði Sam-
bandsins.“ Síðan kemur eftirtektarvert
heimildarákvæði í 3. mgr. í 171. gr. en
þar er Evrópusambandinu veitt heim-
ild til að styðja verkefni sem þjóna
sameiginlegum hags-
munum aðildarríkjanna
með lánatryggingum,
vaxtaniðurgreiðslum eða
fjármögnun. Sambandið
skal þó taka mið af því
hvort verkefnin séu arð-
bær. Ákvæði þessi í
Lissabon-sáttmálanum
eru einkar eftirtekt-
arverð miðað við þróun
framtíðarsýnar Lands-
virkjunar, sér í lagi þeg-
ar litið er til þess að Ís-
land er í aðlögunarferli að ESB og
þegar XXI. bálkur sáttmálans sem
fjallar um orkumál er skoðaður. Í 194.
gr. þess bálks kemur fram stefna og
markmið ESB í orkumálum sem
byggjast á innri markaði sambandsins.
Þar segir að tryggja skuli starfsemi
orkumarkaðarins og öryggi orkuaf-
hendingar í ESB. Að auka orkunýtni
og orkusparnað og stuðla að þróun
nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa
og stuðla að samtengingu orkuneta. Í
2. staflið 194. gr. er kveðið á um að
Evrópuþingið skuli ákveða nauðsyn-
legar ráðstafanir til að ná þessu mark-
miði – þó með fyrirvara um rétt aðild-
arríkis til að ákvarða með hvaða
skilyrðum orkulindir þess eru nýttar,
hvaða orkugjafa það velur og almenna
tilhögun orkuafhendingar.
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um
þessi mál. Staðreyndirnar blasa við og
augljóst er hvaða orkugjafa Íslensk
stjórnvöld hafa ákveðið að leggja undir
til að liðka fyrir aðlögunarferlinu. Ég
minni á ummæli erlendra þingmanna
ESB-ríkjanna sem þráspyrja – munu
Íslendingar samþykkja inngöngu í
sambandið ef full yfirráð yfir sjáv-
arútvegsauðlindinni verða varin til
framtíðar?
Ég hef svarað því til að sjávar-
útvegsauðlindin okkar sé aðeins brot
af öðrum auðlindum Íslands sem Evr-
ópusambandið ásælist. Að fórna öllum
okkar auðlindum fyrir fiskinn er galið
– við verðum að standa vörð um öll
okkar gæði – í landi, láði og lofti. Lát-
um ekki Samfylkinguna og ESB villa
okkur sýn á framtíðarmöguleika okkar
á norðurslóð utan Evrópusambands-
ins.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
»Getur verið að fjár-
hagsvandræði Lands-
virkjunar eigi að leysa
með lánsfé/inngöngufé
frá Evrópusambandinu?
Hvað er verið að semja
um á bak við tjöldin?
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
þingmaður Framsóknarflokksins.
Landsvirkjun og
ESB-umsóknin
Madrid | Síðasta
lota samninga-
viðræðna um kjarn-
orkuáætlun Írana er
nú hafin milli Írans
og hins svonefnda
„5+1-hóps“ (fasta-
ríkjanna fimm í ör-
yggisráði Sameinuðu
þjóðanna – Banda-
ríkjanna, Bretlands,
Rússlands, Frakk-
lands og Kína – auk
Þýskalands). Samningaviðræður í
janúar 2011 skiluðu engu og síðan
hafa þessi mál verið í sjálfheldu
og að margra áliti eru þessar nýju
viðræður síðasta tækifærið til að
finna friðsamlega lausn á deilu
sem hefur staðið í nær áratug
(deilu sem ég tók mikinn þátt í
2006-2009 sem aðalsamn-
ingamaður vesturveldanna gagn-
vart Írönum).
Markmið þessara nýju við-
ræðna, sem stýrt er af Catherine
Ashton, yfirmanni utanríkismála
hjá Evrópusambandinu, og að-
alsamningamanni Írana, Saeed Ja-
lili, er sem fyrr að telja Írana á að
stöðva auðgun úrans og hlíta sam-
þykktum öryggisráðsins og skuld-
bindingum sem fylgja aðild rík-
isins að samningnum um bann við
útbreiðslu kjarnorkuvopna, NPT.
En ýmislegt eykur langtímamik-
ilvægi þessara viðræðna núna.
Í fyrsta lagi hafa efnahagslegar
og pólitískar aðstæður í Íran
breyst mjög síðan í síðustu við-
ræðulotunni. Alþjóðlegur þrýst-
ingur hefur aukist eftir að Al-
þjóðakjarnorkumálastofnunin
staðfesti í nóvember sl. að kjarn-
orkuáætlun Írana væri að þróast í
átt til framleiðslu kjarnavopna,
fremur en framleiðslu rafmagns
eða ísótópa til lækninga, gripið
hefur verið til nýrra refsiaðgerða
gegn olíuútflutningi Írana og al-
þjóðaviðskiptum af hálfu íranska
seðlabankans.
Þótt hækkandi orkuverð á al-
þjóðamörkuðum hafi á síðustu
mánuðum veitt Írönum nokkurt
andrúm hafa refsiaðgerðirnar
aldrei komið jafn hart niður á
írönskum neytendum og núna.
Gengi gjaldmiðilsins, rials, hefur
fallið um 40% frá því í október
(sem gerir erlendar vörur dýrari)
og fjármálaviðskipti hafa orðið
mun dýrari og snúnari fyrir bæði
ríkisstjórnina, fyrirtækin og heim-
ilin.
Ennfremur er sundrung í for-
ystu Írans og hún er veikburða.
Samskipti Mahmouds Ahmad-
inejads, forseta og æðsta leiðtog-
ans, ajatolla Ali Khamenei, halda
áfram að versna og um leið eykst
spenna í Lýðveldisverðinum. Enn
er ekki komið í ljós
hvaða áhrif þessi
pólitíska þróun muni
hafa á samninga-
viðræðurnar.
Í öðru lagi hafa
áhrif Írans í Mið-
Austurlöndum dvínað
vegna margra upp-
reisna í arabalönd-
unum, einkum upp-
reisnarinnar í
Sýrlandi – afar mik-
ilvægu ríki vegna öfl-
ugra tengsla þess við bæði Íran
og Rússland í öryggismálum. Sýr-
land er í reynd helsti bandamaður
Írans í Mið-Austurlöndum og er
auk þess eina ríkið utan við svæði
Sovétríkjanna fyrrverandi þar
sem Rússland er með her-
bækistöð. Þörf Rússa fyrir að
samræma þessa hagsmuni sína í
Sýrlandi því hlutverki sem þeir
gegna í samningaviðræðunum ger-
ir samræðu sem þegar eru flókin
enn flóknari.
Stefnan gagnvart konungs-
ríkjum súnní-múslíma við Persa-
flóa hefur einnig breyst. Þessi ríki
eru nú andvígari bæði Íran og
Sýrlandi en þau hafa verið í ára-
tugi. Með Katar og Sádi-Arabíu í
forystuhlutverkinu hafa þessi ríki
opinberlega viðurkennt að til
greina komi að vopna sýrlenska
uppreisnarmenn til að velta Bas-
har al-Assad forseta úr sessi. Ol-
íubirgðir Sádi-Araba gera þeim
auk þess kleift að veita afdrifa-
ríkan stuðning við bannið gegn ol-
íukaupum frá Íran vegna þess að
Sádi-Arabar geta bætt upp olíu-
skortinn á alþjóðamörkuðum í
kjölfarið.
Kínverjar eru í vaxandi mæli
háðir olíu frá Persaflóalöndunum
og munu þurfa að vega og meta
þann þátt vandlega við samninga-
borðið. Kínverjar hafa ásamt
Rússum stutt Sýrlendinga í ör-
yggisráðinu og nýlega kom í ljós
að Íranar höfðu aðstoðað Sýrlend-
inga við að hunsa alþjóðlegar
refsiaðgerðir með því að útvega
þeim skip sem flutti olíu frá Sýr-
landi til fyrirtækis í ríkiseigu í
Kína.
Í þriðja lagi eru Ísraelar þegar
ósáttir við niðurstöður fyrri samn-
ingaviðræðna og í röðum þeirra
fer uggurinn nú vaxandi. Íranar
halda áfram með kjarnorkuáætlun
sína og aukin pólitísk óvissa vofir
yfir heimshlutanum. Ísrael styður
því hernaðaraðgerðir gegn Íran á
þessu ári áður en, svo að notað sé
orðalag Ehuds Baraks, varnar-
málaráðherra Ísraels, Íranar hafa
komið sér fyrir „í verndar-
hjúpnum“ sem gerir hernaðar-
inngrip gagnslaust.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, flutti í nýliðnum
mánuði ræðu á fundi félagsins AI-
PAC, öflugustu samtökum hags-
munavarða er starfa fyrir Ísrael í
Bandaríkjunum og lagði hann þar
áherslu á það hve brýnt væri að
finna lausn. En viðræðurnar munu
taka langan tíma, stundum ganga
vel, stundum illa, og til þess að
flækja málin enn munu þær fara
fram á kosningaári í Bandaríkj-
unum þar sem stjórnarandstöðu-
flokkurinn, repúblikanar, er hall-
ari en stjórnarflokkurinn undir
málstað Netanyahus.
Og að lokum, Barack Obama
Bandaríkjaforseti veit að mögu-
leikar hans á endurkjöri velta á
því hvort honum tekst að forðast
mistök í þessu máli. En hvernig
er hægt að standa fyrir langvar-
andi viðræðum án þess að þær
virðist gagnast þeim aðilanum
sem vill vinna sér tíma? Pólitískar
fegrunaraðgerðir – það er að
segja tilraunir til að hafa áhrif á
álit almennings á málinu – munu
verða mjög mikilvægur hluti þess-
ara samningaviðræðna.
Sem stendur halda Bandaríkja-
menn opnum möguleikanum á
beinum viðræðum við Írana (eins
og bandaríski varnarmálaráðherr-
ann, Leon Panetta, sagði Barak
fyrir mörgum mánuðum að þeir
myndu gera). Á fyrsta degi við-
ræðulotunnar í Istanbúl sam-
þykkti Jalili ósk Bandaríkjamanna
um tvíhliða fund í tengslum við
viðræðurnar og allir þátttakendur
í þeim álitu að árangurinn fram til
þessa væri skref í rétta átt.
Ef við viljum tryggja að Íranar
komi sér aldrei upp kjarnavopnum
er eina tryggingin fyrir því að
breyta ákefð þeirra í að eignast
þau. Og besta leiðin til þess er
enn sem fyrr að semja fremur en
að beita valdi. Engum hefur tekist
að reikna út afleiðingar stríðs.
Það er hentugast fyrir alla að
setjast niður og ræða saman.
Eftir Javier Solana
» Þótt hækkandi orku-
verð á alþjóðamörk-
uðum hafi á síðustu
mánuðum veitt Írönum
nokkurt andrúm hafa
refsiaðgerðirnar aldrei
komið jafn hart niður á
írönskum neytendum
og núna.
Javier Solana
Höfundur er fyrrverandi yfirmaður
utanríkis- og öryggismála hjá Evr-
ópusambandinu og þar áður fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins. Hann er nú yfirmaður ESADE,
alþjóðlegrar miðstöðvar um efna-
hags- og alþjóðamál og einnig fræði-
maður hjá Brookings-stofnuninni.
Síðasta tækifæri Írana?