Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 35

Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 ✝ Ólafur ÖrnÁrnason fædd- ist í Ölvisholtshjá- leigu í Holtum, Rangárvallasýslu, 11. janúar 1921. Hann andaðist á Skjóli 24. apríl 2012. Foreldrar hans voru Marsibil Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum, Holtum í Rang- árvallasýslu (1893-1980) og Árni Árnason frá Ósgröf á Landi í Rangárvallasýslu (1886-1948). Systkin Ólafs eru Ólafur Örn (1919-1919), Baldur ( 1922- 1992), Ásta Ingibjörg f. 1923, Jó- hanna Sigrún f. 1923 og Sigríð- ur f. 1926. Ólafur kvæntist 6. júní 1954 eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Sigurmundsdóttur frá Eyr- arbakka. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Árdís f. 14. desember, 1954. Fyrrverandi maki hennar er Bragi Guðbrandsson f. 23. september 1953. Börn þeirra eru Ólafur Örn f. 1978, Guð- brandur Þór f. 1982 og Guðrún Elsa f. 1986. 2) Ágústa f. 25. júlí 1956. Fyrrverandi maki hennar er Kjell Lundberg f. 10. október 1954. Börn þeirra eru Ívan f. 1977, Daniel f. 1978, Ómar f. 1979 og Guðrún María f. 1983. Núverandi maki Ágústu er Roger Skagerwall f. 3. apríl 1953. 3 ) Ómar Örn f. 10. apríl 1959 d. 2. sept- ember 1988. Sonur Guðrúnar og stjúp- sonur Ólafs er Sig- urmundur Ar- inbjörnsson f. 2. júní, 1949. Maki hans er Hugborg Sigurðardóttir f. 4. júlí, 1949. Börn þeirra eru Arnrún f. 1969, Sigurður f. 1971, d. 1997, Ágúst f. 1973 og Lena f. 1976. Barna- barnabörn Ólafs eru 14 og barnabarnabarnabörn 2. Ólafur ólst upp í Ölvis- holtshjáleigu ásamt systkinum sínum. Ólafur lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hann fór í Íþrótta- skólann í Haukadal og síðan í Kennaraskólann í Reykjavík. Ólafur starfaði við kennslu í nokkur ár en starfaði lengst af sem gjaldkeri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ólafur var um ára- bil formaður sóknarnefndar Langholtskirkju og var jafn- framt í bræðrafélagi kirkj- unnar. Útför Ólafs Arnar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 4. maí 2012, kl. 15. Þá er elsku afi dáinn. Við systkinin vorum mikið hjá honum og ömmu Gunnu þegar við vorum yngri, fyrst í Álfheimum og svo Sólheimum. Afa fannst gaman að hjálpa okkur með heimanámið þegar við komum í heimsókn eftir skóla og okkur fannst gott að vera nálægt honum. Þótt hann léki stundum á als oddi og færi með kvæði og sögur, munum við helst eftir honum tefla í rólegheit- unum við vini sína og fylgjast áhugasamur með því sem amma var að sýsla inni í eldhúsi. Eins ríkti friður og ró í sumarhúsi afa og ömmu á Eyrarbakka, þar sem við komum oft. Þar gátum við gleymt okkur tímunum saman við bóklestur og leiki, á milli þess sem við fórum í göngutúra niðri í fjöru og hjálpuðum til í gulróta- og kartöflugarðinum. Afi var góður maður, glaðlynd- ur og hlýr. Hann var almennileg- ur og hlýlegur við alla, ekki síst ókunnuga. Hann bar einnig mikla virðingu fyrir hlutum og lét allt endast eins lengi og kostur var. Á langri ævi breytist óneitanlega margt í umhverfinu og ómetan- legt var að fylgjast með afa þegar kynntar voru fyrir honum tækni- nýjungar. Nú síðast þegar við fór- um yfir notkunarmöguleika spjaldtölvunnar var stutt í skop- skynið þar sem hann hafði ekki annað orð yfir þetta en galdra. Síðustu ár var hann vissulega lakari til heilsunnar en áður, en í hvert skipti sem hann hitti okkur ljómaði hann af gleði og ekki síst þegar langafabörnin voru með í för. Hann naut þess að fá fréttir af því sem á daga okkar hafði drif- ið og allt var sett í samhengi við gamla tímann sem hann þekkti af reynslu en við af afspurn. Þótt erfitt sé að kveðja, getum við ekki annað en verið þakklát fyrir að hafa fengið að hafa afa svona lengi. Þökk sé honum munu gömul og góð gildi ávallt fylgja okkur systkinum. Ólafur Örn, Guðbrandur og Guðrún Elsa. Farsælu lífshlaupi góðs manns er lokið. Ólafur, fyrrverandi tengdafaðir minn, tilheyrði þeirri kynslóð sem lifði stórstígustu samfélagsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi á einum manns- aldri. Uppruni hans var í fátæku sveitarsamfélagi og það mótaði lífsviðhorf hans og eðliskosti: iðjusemi, ósérhlífni, nægjusemi, fórnfýsi, og trú á það góða jafnt í mönnum sem algóðum Guði. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hið hlýja við- mót, velvilja og virðingu sem hann sýndi öðrum áttu allir jafnt, háir sem lágir, ungir sem gamlir. Ólafur braust til mennta, lauk prófum frá Kennaraskóla Íslands og stundaði barnaskólakennslu um skeið. Á þeim tíma varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigurmundsdóttur. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra fyrir hartnær fjörutíu ár- um fann ég strax þá góðu nær- veru sem ætíð fylgdi þeim. Þau voru gestrisin og glaðvær, frænd- rækin og vinmörg. Oft var því glatt á hjalla á heimili þeirra, fjör- ugar samræður um menn og mál- efni og jafnvel teflt. Ólafur var þá hrókur alls fagnaðar, hagmæltur og frábær eftirherma. Ég hef heyrt þá sögu að hæfileika hans til að herma eftir megi rekja til bernskuáranna þegar Ástríður amma hans bað hann jafnan að segja sér frá stólræðu sóknar- prestsins, en gamla konan var þá orðin heilsutæp og hætt að geta sótt messur. Þetta gerði Ólafur með ánægju og svo mikilli innlif- un að raddblær og áherslur í mál- fari prestsins fylgdu með í kaup- bæti. Ólafur var góður skákmaður og svo áhugasamur að um hann var sagt að sjálfur sóknarnefndarformaðurinn hefði sérstaka ánægju af því að drepa biskup andstæðingsins þegar att var kappi á svörtum reitum og hvítum. Þá var það gjarnan krydd í tilverunnni að sjónarmið þeirra hjóna í þjóðfélagsmálum fóru lengst af ekki saman; Ólafur íhaldssamur og varfærinn en Guðrún róttækur krati. Mér býð- ur í grun að með tímanum hafi Guðrún fremur hnikað afstöðu Ólafs í þessum efnum heldur en öfugt. Enda bar Ólafur einlæga ást og virðingu í brjósti til konu sinnar fram á síðustu stundu. Að leiðarlokum er fyrir margt að þakka. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þá rækt, elsku og umhyggju sem þau hjón jafnan sýndu börnum okkar Árdísar. Heimili Ólafs og Guðrúnar var sem þeirra annað heimili. Barna- kennarinn kunni að fanga athygli barnanna og leggja gott til við uppvöxt þeirra sem þau njóta nú góðs af á fullorðinsárum. Á dánardegi Ólafs varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá kvatt hann. Guðrún sat við rúm hans í herbergi þeirra á Skjóli og hélt í hönd hans. Þannig veit ég að hann vildi kveðja þennan heim. Bragi Guðbrandsson. Það er margs að minnast þegar Ólafur Örn mágur minn hefur kvatt okkur. Minningarnar kalla fram margvísleg og eftirminnileg atvik sem rifjast upp þegar ég skrifa nokkur kveðjuorð um hann. Ég kynntist Ólafi fyrst þegar hann kenndi mér í Barnaskólan- um á Eyrarbakka og fannst hann góður og skemmtilegur kennari. Þau kynni urðu síðar mikil og góð, þegar hann kvæntist Guð- rúnu systur minni. Eftir að þau settust að í Reykjavík var ævin- lega komið við hjá þeim og gist ef með þurfti, fyrst á Njálsgötunni og síðar í Álfheimunum. Gestrisni Ólafs var einlæg og hann naut þess að veita vel bæði í mat og drykk. Fjölskyldur okkar hittust mjög oft á Eyrarbakka hjá for- eldrum okkar Guðrúnar og glað- værð og gamansemi Ólafs létti oft lund þegar verið var að taka upp kartöflur eða verið í heyskap. Ólafur var frábær eftirherma og tók þátt í áhugamannaleik- starfi á yngri árum og þótti góður leikari. Á ferðalögum var hann hrókur alls fagnaðar og oft var rifjað upp þegar þau hjónin heim- sóttu okkur Eddu og dæturnar í Kaupmannahöfn fyrir fjórum áratugum. Þá lék Ólafur sér að því að íslenska dönsku nöfnin. Til dæmis varð Rödovre að Rauða- læk og södmælk að sauðamjólk. Ólafur var mikill fjölskyldu- maður og sinnti börnum sínum vel og það var erfiður tími hjá þeim hjónum þegar þau misstu son sinn Ómar. Eftir að heilsu Ólafs tók að hraka dáðist ég oft að því hve skýr og minnugur hann var fram til síðasta dags. Hann fylgdist vel með og alltaf mundi hann eftir að spyrja um okkar börn og barna- börn. En fyrst og fremst var Ólafur Örn hlýr og góður maður sem er sárt saknað af ættingjum og vin- um. Við Edda og fjölskyldur okkar sendum Guðrúnu og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jón Ingi Sigurmundsson. Í dag kveðjum við móðurbróð- ur okkar, Ólaf Örn Árnason. Hann náði háum aldri en hélt sinni andlegu reisn og æðruleysi allt til leiðarloka, þrátt fyrir að hafa átt við veikindi að stríða í áratugi. Hann frændi okkar hefur frá fyrstu tíð verið mikilvægur þátt- ur í tilveru okkar. Fyrstu minn- ingarnar eru frá þeim tíma sem hann dvaldi á heimili okkar á jól- um, þá ungur maður og áður en hann sjálfur eignaðist fjölskyldu. Þá var eins og jólin kæmu með honum, hann kom með gjafir og skreytti stofuna sem ekki mátti opna fyrr en klukkan sex á að- fangadag. Hann var skemmtileg- ur, kátur og hress og ævinlega var gaman þegar hann kom. Hún móðir okkar hefur sagt okkur margar sögur frá þeim tíma þeg- ar þau systkinin voru að alast upp austur í Ölversholtshjáleigu í Holtum. Þá var lífsbaráttan hörð og fóru börnin snemma að leggja sitt af mörkum við að sjá fjöl- skyldunni farborða. Þau gengu til allra verka en engu að síður voru stundir þar sem systkinin fimm gátu brallað ýmislegt og leikið sér. Þá skapaðist mikil vinátta og samheldni á milli þeirra sem haldist hefur alla tíð síðan. Óli var elstur og duglegur við að finna upp á ýmsu skemmtilegu, þau settu jafnvel upp heilu leikritin. Þrátt fyrir lítil efni og ýmsa erfiðleika dreif Óli frændi sig til mennta og fór þar þá sömu leið og afi okkar hafði gert fyrrum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borgarskóla og síðan fór hann í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan 1946. Eftir það bætti hann við sig Leiklistarskóla Ævars R. Kvarans, þar stundaði hann nám í tvö ár. Hann vann líka við leik og leikstjórn hjá ýmsum leikfélögum auk kennslunnar sem hann vann við framan af starfsævinni. Hann var mikill félagsmálamaður, þeg- ar á unga aldri kom áhugi hans í ljós. Til er lítil stílabók með fund- argerðum og lögum Málfundar- félagsins Sólskins sem hann og fleiri ungir menn úr Holtunum stofnuðu. Hún er frá árunum 1932-35 þegar hann var enn á barnsaldri. En hugurinn og þroskinn sem þar kemur fram er óvenjulegur. Hann var einnig vel hagmæltur, var fljótur að setja saman vísur ef með þurfti. Óli frændi og Guðrún kona hans settust að í Reykjavík, fyrst á Njálsgötunni og síðan keyptu þau og byggðu upp íbúð í Álf- heimum, voru ein af frumbýling- um í Heimahverfinu. Hann starf- aði ötullega að málefnum Langholtssóknar á meðan hann gat. Þegar við enn áttum heima í Fljótshlíðinni var gott að eiga þau að þegar komið var til Reykjavík- ur, ekki skorti hjálpsemi og gest- risni hjá þeim, þá eins og alltaf. Seinna var okkur og foreldrum okkar mikils virði að hafa þau fjölskylduna sem næstu ná- granna bæði í Álfheimum og síðar í Sólheimum. Viljum við nú að leiðarlokum þakka honum frænda okkar fyrir allt og vottum Guðrúnu, börnum þeirra, barna- börnum og öðrum ástvinum inni- lega samúð. Blessuð sé minning góðs manns. Erna Marsibil og Sigurlín Sveinbjarnardætur. Ólafur Örn Árnason var kosinn formaður sóknarnefndar Lang- holtssafnaðar 1970. Þá var safn- aðarheimilið þegar fullreist og um haustið voru lagðar fram teikningar að kirkjubyggingunni. Ekki var hægt að hefjast handa við bygginguna fyrr en 1973 vegna fjárskorts, en þá voru veggir reistir og forkirkjan mót- uð. Kirkjan var í byggingu næstu 11 ár og var vígð 16. september 1984. Þennan tíma var Ólafur Örn formaður en lét af embætti skömmu eftir vígslu kirkjunnar en sat áfram í sóknarnefnd. Allan tímann höfðu verið höfð að leið- arljósi orðin: „Við verðum að koma upp kirkju og það sem allra fyrst,“ en þau hafði Helgi Þor- láksson, fyrsti formaður sóknar- nefndarinnar, mælt í Laugarnes- kirkju á sóknarnefndarfundi Langholtssafnaðar í febrúar 1953. Á brattann hafði verið að sækja allan tímann frá stofnun safnaðarins. Má nærri geta að mikið álag hefur hvílt á sóknar- nefnd og öðru starfsfólki kirkj- unnar við að útvega fjármagn og leggja til vinnu, til að halda áfram og ljúka verkefninu en hvergi eru skráðir þeir tímar sem lagðir voru til við þetta mikla og óeig- ingjarna starf. Langholtssöfnuður átti tvöfalt afmæli haustið 2009, 25 ára vígsluafmæli í september og 50 ára messuafmæli fyrsta sunnu- dag í aðventu. Til þessara við- burða var boðið gestum og þeirra á meðal var Ólafur Örn. Við töl- uðum þar saman og hann sagði mér frá starfinu þegar hann var í sóknarnefnd. Þetta varð mér eft- irminnileg stund og ekki síður þegar ég hitti hann í vetur í helgi- stund á Skjóli. Hann var búinn að velja sálm fyrir stundina og var glaður og brosmildur þegar við heilsuðumst og áttum stutt spjall saman. Ég kveð með þakklæti og virð- ingu þennan aldna kirkjumann. Guð blessi og helgi minningu Ólafs Arnar Árnasonar í hjörtum ástvina hans. Hann hvíli í Guðs friði. Anna Þóra Paulsdóttir, fyrrv. formaður sóknarnefndar Langholtssafnaðar. Ólafur Örn Árnason Gunnar Pétursson föðurbróðir minn var hógvær mað- ur. Hógvær og hljóðlátur og það fór ekki mikið fyrir honum þar sem hann fór. En hann var listamaður á sviði ljósmyndunar og eftir hann liggja myndir sem eru listaverk í orðsins fyllstu merkingu. Hann, í sinni hógværð, var ekkert mikið að sýna þessar myndir og leyfði aðeins örfáum að sjá þær. Það eru aðeins örfáir mánuðir síðan ég, undirrituð, ásamt Gunnari Ásgeiri syni mínum fengum að sjá þær. Og þeir nafnar náðu vel saman, enda ljósmyndun þeirra áhugamál. Gunnar var svo mikill fagmaður að þó hann legði á sig langt ferðalag til að taka mynd, þá fór hann frekar heim án þess að taka mynd ef birt- an var ekki eins og hann vildi. Gunnar bjó alla sína tíð á Grett- isgötu 41 með ömmu Guðríði, móð- ur sinni, og eftir hennar dag bjó hann einn. Hann var frekar fámáll um sína hagi og hvernig honum leið og eftir að heilsan fór að gefa sig. Hann lést á áttugasta og fjórða aldursári. Fyrir hönd fjölskyldunnar kveð ég Gunnar frænda og þakka ljúfa samfylgd. Guð blessi minningu hans! Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Mig langar til að minnast með örfáum orðum vinar míns Gunnars Péturssonar. Við kynntumst fyrir nærri fjöru- tíu árum fyrir tilstilli Ingibjargar Ólafsdóttur sem var vinkona mín en þó meiri vinkona Gunnars. Í þá daga komu ljósmyndaáhugamenn í Gunnar Pétursson ✝ Gunnar Pét-ursson fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. apríl 2012. Útför Gunnars fór fram frá Fossvogs- kapellu í Reykjavík 3. maí 2012. Gevafoto og seinna í Fótóhúsið og á báðum stöðum þáðu menn ráð hjá Ingu. – Gunn- ar Pétursson var sér- stakur persónuleiki, hæglátur, frómur í tali, skrifaði glæsilega rithönd, áhugasamur og umhyggjusamur um samferðafólk sitt en dulur mjög á eigin hag og hugðarefni. Al- kunnur var áhugi hans á ljósmynd- un og einlæg aðdáun hans á ís- lensku landi og landslagi en áður fyrr voru enn sterkari tengsl milli ljósmyndaáhuga og áhuga á ferða- mennsku en nú er. Hann naut þess að ferðast um landið á sínum jeppa með útbúnað og nesti í kerru en fór sér hægt og dvaldi stundum lengi á sama svæði og oftast í félagskap Ingu. Snemma fór orð af því að ljós- myndir Gunnars væru afar vand- aðar og sérstæðar en einungis nán- ustu vinir og þá helst félagar hans í Litla ljósmyndaklúbbnum eða Fé- lagi áhugaljósmyndara fengu að sjá myndirnar. – Ég sem hef rætt við Gunnar um ljósmyndun í meira en þrjátíu ár fékk loks að sjá nokk- urt úrval mynda hans fyrir um tveim árum. Þá fékk ég að aðstoða hann við að skanna um tylft mynda sem hann lét stækka og gera til- búnar til sýningar. Ekki tókst mér þó að fá hann til að halda á þeim opinbera sýningu. Greinilega mátti sjá á þessum ljósmyndum Gunnars að hér var á ferð skapandi ljósmyndari með þekkingu á sínum samtíma og með næmt auga fyrir fegurð þess smáa jafnt sem þess mikilfenglega í ís- lenskri náttúru. Hér er genginn vænn maður sem þjónaði skyldum sínum af alúð, fékkst til hinstu stundar við skapandi iðju af list- fengi og krafðist engrar athygli. Slíkir menn eru sjaldgæfir. Blessuð sé minning Gunnars Péturssonar. Guðmundur Ingólfsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG ODDSDÓTTIR, áður til heimilis á Kleppsvegi 134, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnu- daginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00. Jónína G. Kjartansdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emilía S. Sveinsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Helga Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Tjaldið er fallið. Sólrún Yngvadóttir hefur hneigt sig í síð- asta sinn fyrir þakk- látum áhorfendum sem muna framúrskarandi leikkonu og lista- mann. Gamlir félagar á leiksviðinu muna einnig skemmtilegan félaga sem Sólrún Yngvadóttir var ávallt, í hverju því verkefni sem hún tók þátt í. Hún var virkur meðlimur í Sólrún Yngvadóttir ✝ Sólrún Yngva-dóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1929. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 27. mars 2012. Útför Sólrúnar fór fram í kyrrþey. Leikfélagi Kópavogs um margra ára skeið og tryggur gestur á sýningum eftir að leik- ferli hennar lauk. Leik- félag Kópavogs sendir fjölskyldu hennar sam- úðarkveðjur um leið og við minnumst Sólrúnar með eftirsjá og hlýju en einnig gleði yfir minningum um góðan félaga og vin. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) F.h. Leikfélags Kópavogs, Hörður Sigurðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.