Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 48
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Hrinti manni fram af brú
2. Reynir að skila 10 milljóna lóð
3. Handtekin fyrir að setja ...
4. Ábyrgð eigandans skýr
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í skugga stríðs er yfirskrift þýskrar
kvikmyndahátíðar sem hefst í dag í
Kamesi Borgarbókasafnsins,
Tryggvagötu 15, og lýkur 13. maí.
Upplýsingar um dagskrá má finna á
borgarbokasafn.is.
Þýsk kvikmyndahátíð
í Borgarbókasafninu
Reykjavík Live
nefnist tónlistar-
hátíð sem haldin
verður 16.-20. maí
í miðbæ Reykja-
víkur, á Gamla
Gauknum,
Glaumbar, Prikinu
og Frú Berglaugu.
Yfir 50 tónlistar-
atriði verða í boði, bæði innlendir og
erlendir tónlistarmenn, m.a. Retro
Stefson, Legend, Emmsjé Gauti,
Reykjavík! og Þórunn Antónía.
Yfir 50 atriði á
Reykjavík Live
Kvikmyndin Eldfjall, í leikstjórn Rún-
ars Rúnarssonar, var valin besta
myndin á 18. Bradford International-
kvikmyndahátíðinni í Bradford á Eng-
landi í síðustu viku. Dóm-
nefnd á hátíðinni
skipuðu leikstjórinn
og handritshöfund-
urinn Joanna Hogg
og kvikmynda-
gagnrýnendurnir
Wendy Ide og
Tim Robey.
Eldfjall valin besta
myndin á BIFF
Á laugardag Norðan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast við A-
ströndina. Él NA-til og einnig syðst á landinu, annars léttskýjað.
Á sunnudag og mánudag Norðan 3-8 m/s og dálítil él A-lands,
annars hægara og víða bjart veður. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 við A-ströndina síðdegis og dá-
lítil él þar í kvöld. Hiti 2 til 12 stig að deginum, hlýjast SV-til.
VEÐUR
Fer HK stystu leið
að titlinum?
Alfreð Gíslason er langt frá því að
vera kominn í sumarfrí þótt þýski
meistaratitillinn í handbolta sé í höfn
hjá lærisveinum hans í Kiel. „Það var
enginn tími til að fagna titlinum. Það
er mikið framundan hjá okkur og há-
tíðahöldin verða að bíða betri tíma,“
segir Alfreð við Morgunblaðið. »4
Hátíðahöldin verða
að bíða betri tíma
Það hefur stefnt í það undanfarna
mánuði að Ragna Ingólfsdóttir, lang-
besta badmintonkona landsins, yrði á
meðal keppenda á Ólympíuleikunum í
London í sumar. Hún vissi það fyrir
víst fyrr í vikunni og í gær fékkst það
svo formlega staðfest að Ragna er
komin með keppnisréttinn á Ólymp-
íuleikunum. Ýtarlega er rætt við
Rögnu um leikana. »2
Farseðill Rögnu á Ól
formlega staðfestur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Í kvöld munu átján atriði, sextán val-
in af þjóðinni og tvö af dómnefnd,
keppa til sigurs í úrslitum Hæfi-
leikakeppni Íslands, sem sýnd verða í
beinni útsendingu á SkjáEinum.
Keppnin er samstarfsverkefni Skjás-
Eins og mbl.is og hófst formlega 27.
febrúar sl. þegar opnað var fyrir
myndbandsumsóknir á mbl.is en alls
höfðu hátt í 700 umsóknir borist áður
en innsendifrestur rann út. Sigur-
vegarar í hæfileikakeppninni hljóta
eina milljón króna í verðlaun.
„Hugmyndin kviknaði hjá okkur
þegar við vorum að skoða hvernig
vinna mætti efni til birtingar bæði á
neti og í sjónvarpi og þessi tilraun
gekk framar vonum; á annað hundr-
að þúsund notendur skoðuðu mynd-
böndin sem birt voru á mbl.is og um
tuttugu þúsund atkvæði bárust í
gegnum vefinn eftir að þættirnir
fjórir voru sýndir í sjónvarpi,“ segir
Gylfi Þór Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri mbl.is.
Valið á atriðum fór þannig fram að
eftir að myndböndin 700 höfðu verið
birt á mbl.is valdi almenningur fjög-
ur atriði áfram í þættina á SkjáEin-
um og dómnefnd, skipuð Steinunni
Ólínu Þorsteinsdóttur, Þorvaldi Dav-
íð Kristjánssyni og Önnu Svövu
Knútsdóttur, sjötíu og sex. Eftir
hvern þátt völdu áhorfendur síðan
fjögur atriði af tuttugu áfram í úrslit-
in í netkosningu og undir lokin fleytti
dómnefndin tveimur atriðum áfram
sem ekki höfðu hlotið náð fyrir aug-
um almennings.
Gott sjónvarpsefni
Í úrslitunum mun dómnefndinni
berast liðsauki í formi Bubba Mort-
hens tónlistarmanns, sem er reynsl-
unni ríkari eftir að hafa setið í dóm-
nefnd Idol-stjörnuleitar. Í spjalli var
hann fljótur að lýsa því yfir að hann
hygðist ekkert tjá sig um einstaka at-
riði fyrir úrslitin en fékkst þó til að
viðurkenna að það væri vissulega
hæfileikafólk að finna meðal kepp-
enda.
„Þetta leggst vel í mig,“ sagði
Bubbi. „Þetta er gott sjónvarpsefni;
gott fyrir fjölskyldur, barnafólk. Það
vantar meira svona íslenskt efni,“
segir hann og kallar keppnina sak-
lausa. „Ég hef aldrei verið sam-
þykkur því að farið sé illa með fólk.
Einstaklingarnir eru eins misjafnir
og þeir eru margir og sumir fá tæki-
færi en aðrir ekki. Og þetta er sann-
arlega tækifæri, en svo veltur það
bara á mönnum sjálfum hvernig þeir
spila úr sínu,“ segir Bubbi.
Sigurvegari Hæfileikakeppni Ís-
lands verður valinn í símakosningu í
beinni útsendingu í kvöld sem hefst
kl. 21 á SkjáEinum.
Þjóðin velur úr hæfileikafólki
Úrslit í Hæfi-
leikakeppni Ís-
lands í kvöld
Hæfileikar „Í raun er þetta skemmtiþáttur þar sem fólk með ólíka hæfileika kemur saman og svo er það dálítill hitt-
ingur hvað hrífur dómnefnd og þann sem horfir á,“ segir Bubbi. Kynnir á úrslitunum verður sem áður Sóli Hólm.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kaplar Sviðsmyndin í Gamla Bíó gerð klár fyrir keppnina í kvöld.
HK virðist á góðri leið með
að fara stystu leið að Ís-
landsmeistaratitlinum í
handknattleik karla eftir
góðan sigur á FH í gær,
29:26.
Staðan í einvíginu er 2:0
en liðið vann Hauka 3:0 í
undanúrslitaeinvíginu. HK á
því enn eftir að tapa leik í
úrslitakeppninni og ekkert
bendir til þess að það breyt-
ist á sunnudaginn þegar lið-
in mætast í þriðja sinn. »3