Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012
Fetað í fótspor íslenskra vesturfara á sléttunni miklu. Hvernig gekk ungu fólki úr dölum
og fjörðum Íslands að aðlagast gerólíku umhverfi? Ferðin varpar ljósi á sögu og
menningu íslensku landnemanna og lífshætti afkomenda þeirra. Fátt minnir meira á tilvist
Íslendinga í Norður Ameríku en hátíðir þeirra í Mountain í Norður Dakota og á Gimli í
Manitoba. Þúsundum saman streyma afkomendur vesturfaranna á hátíðirnar alls staðar
að úr álfunni til að minnast uppruna síns. Þátttakendum ferðarinnar gefst gott tækifæri til
að kynnast hreint ótrúlegri tryggð við Ísland og íslenska þjóð á hátíðum þessum.
Fararstjórar: Margrét Björgvinsdóttir
& Ragnheiður Kjærnested
Verð: 284.700 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus!
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverður í Grand Forks og Winnipeg, allar
skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn.
www.baendaferdir.is
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
2. - 15. ágúst
Allarskoðunarferðirinnifaldar
Travel Agency
Authorised by
Icelandic Tourist Board
SUMAR 7
Íslendingaslóðir í
Kanada
Það dylst fáum að Samfylk-ingin er einsmáls flokkur.
Meira að segja þeir sem rembast
við að skapa sér-
stöðu fyrir sig í
flokknum hafa
ekkert fram að
færa nema málið
eina.
Árni Páll Árna-son, sem lengi
var sólarmegin í flokknum, en
var svo settur út í skuggann með
næsta niðurlægjandi hætti, er
nokkuð gott dæmi um þetta.
Hann tekur undir með SA að
stærsta mál þjóðarinnar sé að af-
nema gjaldeyrishöft sem lofað
var í upphafi að standa myndu
stutt.
Og hann vill skapa „þjóð-arsátt“ um þetta mikla
hagsmunamál, sem kannski er
von. Og sáttin er sú, að þjóðin
öll fylgi Samfylkingunni á leið
hennar inn í logana á evrusvæð-
inu!
Af hverju leggur Árni Pállekki fram tillögu til þjóð-
arsáttar um að allir Íslendingar
gangi í Samfylkinguna undir for-
ystu hins glæsta foringja sem
þar er og fari allir „undir eitt
gangverk,“ svo vitnað sé í snilld-
arræðu hans á Egilsstöðum.
Hver gæti neitað slíku boði?
Nú er ríkisstjórn formannsinsá fullu að vinna að þjóð-
arsátt um sjávarútveg sem felst í
því að allir samþykki forkast-
anlegar og fáránlegar hug-
myndir hennar í málinu.
Og valkosturinn við Jóhönnuer sem sagt maður, sem tel-
ur eins og hún, að Evrópusam-
bandið sundurtætt sé víst sólar-
strönd og sæluríki. Eina bót
allra meina.
Árni Páll
Árnason
Sæti í sólflaug
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.5., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 4 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað
Vestmannaeyjar 7 léttskýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 8 skúrir
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 10 skýjað
London 12 heiðskírt
París 15 heiðskírt
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 10 léttskýjað
Berlín 12 léttskýjað
Vín 10 alskýjað
Moskva 23 léttskýjað
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 22 skýjað
New York 21 alskýjað
Chicago 15 léttskýjað
Orlando 25 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:04 22:45
ÍSAFJÖRÐUR 3:42 23:17
SIGLUFJÖRÐUR 3:24 23:01
DJÚPIVOGUR 3:27 22:21
„Það var búið að svipta hann öku-
réttindum svo hann fékk sekt fyrir
þetta,“ sagði lögreglan á Akureyri í
gær. Lögreglan stöðvaði mann í
gærmorgun sem reyndist vera próf-
laus. Skömmu áður hafði björg-
unarsveit úr Mývatnssveit losað
manninn þar sem hann var fastur á
lokuðum hálendisvegi, svonefndri
eystri leið að Dettifossi.
Maðurinn hafði samband við lög-
regluna um hálffimm í gærmorgun
og bað um aðstoð. Björgunarsveitin
var kölluð út til að leita að mann-
inum.
Maðurinn fannst loks á veginum
að Dettifossi en sú leið er lokuð með
keðju á þessum árstíma. Hann hafði
losað keðjuna og ekið yfir hana.
Maðurinn hugðist aka til Akureyrar
en villtist með fyrrgreindum afleið-
ingum. Að sögn lögreglunnar á
Akureyri liggur málið fyrir og er það
afgreitt.
Týndur og próf-
laus hjá Dettifossi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Ég hef alltaf haft gríðarmikinn
áhuga á kaffi,“ segir Torfi Þór
Torfason, 27 ára íslenskur maður,
sem býr í Danmörku en hann vann
nýlega Danmerkurmót kaffibar-
þjóna annað árið í röð.
Torfi Þór mun því keppa fyrir
hönd Danmerkur í heimsmeist-
arakeppninni sem haldin verður í
Vín í Austurríki 12.-15. júní.
Í keppninni í Danmörku þurfti
Torfi að laga 4 expressó, 4 cappucc-
ino og 4 frjálsa drykki á 15 mín-
útum. Dómararnir dæma hverja
einustu aðgerð keppendanna og
hvernig þeir útskýra hvað þeir eru
að gera.
Lærður kokkur
Torfi á ekki langan feril að baki
sem kaffibarþjónn en náði á ótrú-
lega stuttum tíma að verða sá besti
í Danmörku. Hann er lærður kokk-
ur og segir að kokkabakgrunnurinn
hafi hjálpað sér mikið við færnina í
kaffigerðinni.
Árið 2010 vildi hann prófa eitt-
hvað nýtt og fékk vinnu á kaffihúsi
á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
„Það hefur verið frábært tæki-
færi að fá að vinna á The Coffee
Collective, sem er einn besti kaffi-
staður í heimi,“ segir Torfi sem tók
sér örlítinn tíma frá kaffinu til að
tala við blaðamann. Torfi segist
mjög sáttur við lífið í Danmörku og
hafa mjög gaman af því sem hann
er að gera. Hann býr þar ásamt
konu sinni og dóttur og hyggst vera
þar eitthvað áfram þó hann viti ekki
hvort það verði til frambúðar.
Ísland mun eiga tvo fulltrúa í
keppninni því Finnbogi Fannar
Kjeld mun keppa við Torfa fyrir Ís-
lands hönd. En einnig fara þau Jón-
ína S. Tryggvadóttir og Jan-
Fredrik Winter sem unnu aðrar
greinar á Íslandsmóti kaffibarþjóna
á árinu.
Sigri fagnað Torfi Þór Torfason vann meistarakeppni kaffibarþjóna í
Danmörku og segist vinna hjá einum besta kaffistað í heimi.
Besti kaffibar-
þjónn Danmerkur
Hefur mikinn áhuga á kaffi