Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Fataskápar í miklu
„Óskandi væri að Ís-
lendingar færu að sjá
að það er aumt líf og
vesælt að sitja í hverju
horni og hugsa um
ekkert nema sjálfan
sig og slíta svo sundur
félag sitt og skipta
sundur afli sínu í svo
marga parta sem orðið
getur í stað þess að
halda saman og draga allir einn taum
og hugsa fyrst og fremst um heiður
og velgengni landsins, sem öllum
góðum Íslendingum ætti þó að vera í
fyrirrúmi.“
Þessi fleygu orð Jónasar Hall-
grímssonar frá árinu 1835 hafa oft
komið upp í hugann frá því að sitj-
andi ríkisstjórn tók til starfa eftir
nánast algert kerfishrun þjóðarinnar
með öllum þeim hörmungum sem því
fylgdu. Sitjandi ríkisstjórn hefur
gert mörg afdrifarík mistök m.a.
vegna innbyrðis sundurlyndis í mik-
ilvægum málum sem varða heill
þessarar þjóðar. Frá því að rík-
isstjórnin tók til starfa fyrir rétt
þremur árum með kjörorðinu
„Skjaldborg um hag heimilanna“.
Fjöldi heimila stendur enn ber-
skjaldaður fyrir innheimtumönnum
þrátt fyrir að dómar hafi fallið þeim í
vil. Atvinnustig hefur lítið lagast.
Ósamkomulag innan ríkisstjórnar
um framtíðarsýn í atvinnuuppbygg-
ingu og orkunýtingu hefur kostað
seinkun framkvæmda. Vegna þessa
eru í dag stórar atvinnuskapandi
framkvæmdir í uppnámi. Skoðanir
ráðherra um umhverfisvernd byggj-
ast frekar á öfgafullri hentistefnu en
málefnalegri umræðu. Glundroði og
vígaferli leika lausum hala bæði við
ríkisstjórnarborðið og í þingflokkum
stjórnarflokkanna.
Forsætisráðherrann skortir þjóð-
félagslegan metnað og stjórnvisku til
að taka á agavandamálum innan rík-
isstjórnar. Allt er þetta vafalaust hið
besta fólk heim að sækja. Það situr í
ríkisstjórn og í þingflokkum stjórn-
arflokkanna en vandamálið er að það
veldur ekki því starfi sem það sóttist
eftir og fékk í alþingiskosningum fyr-
ir þremur árum. Það skortir fé-
lagslegan þroska og hefur ekki þann
slagkraft, áræðni eða pólitísku lausn-
ir til að eiga samstarf við helstu hags-
munasamtök á sýnu svið. Samstarf
er allt sem þarf við lausn vandamála.
Nú eru enn ein mistök ríkisstjórn-
arinnar komin fram og sennilega þau
afdrifaríkustu fyrir þjóðina, ef ekki
verður breyting á. Fyrir
alþingi liggja frumvörp
sjávarútvegsráðherra
um stjórn fiskveiða og
veiðigjöld sem rík-
isstjórn og þingflokkar
stjórnarflokkanna eru
búnir að samþykkja.
Það geta allir séð sem
hafa kynnt sér innihald
frumvarpanna að þau
hafa mikla hættu í för
með sér fyrir þjóð-
arhag. Frumvörpin
óbreytt munu kollvarpa efnahags-
legum stöðuleika í mikilvægustu
grunnstoð atvinnulífs landsins.
Fjöldi fólks mun missa viðurværi sitt
ef af verður. Öll stærstu útgerðarfyr-
irtæki landsins munu þurfa að draga
saman seglin og mörg önnur smærri.
Fyrirtæki í tengdum greinum munu
fljótlega stefna í gjaldþrot. Íslenskur
sjávarútvegur mun hreinlega hætta
að geta endurnýjað sig reglulega til
að vera samkeppnishæfur á hörðum
sölumarkaði með sjávarfang um all-
an heim. Sá viðskiptalegi skaði verð-
ur ekki byggður upp á einum degi.
Farsæl aflaskip landsmanna til
margra ára munu væntanlega verða
bundin við bryggjupolla um óákveð-
inn tíma.
Það sorglegasta í öllu þessu mik-
ilvæga máli er að sjávarútvegs-
ráðherra landsins skuli láta hafa eftir
sér í viðtali eða í rökræðu manna á
milli að útgerðamenn stundi
hræðsluáróður. Hann sé viss um að
mörg fyrirtæki geti hæglega borgað
það háa veiðigjald sem frumvarpið
boðar.
Hvernig dirfist ráðherrann að tala
svona til útgerðamanna og þeirra
þúsunda manna sem starfa við grein-
ina. Með svona tali liggur ekkert
annað að baki en málefnalegt rök-
þrot sjávarútvegsráðherra sem hefur
áttað sig á að hann hafi gert mistök
með því að leggja fram gölluð frum-
vörp um stjórn fiskveiða og veiði-
gjöld. Það er nú svo að jafnvel leik-
menn í þessum efnum geta séð hvaða
hættur frumvörpin boða. Ég er einn
af þeim þó að ég hafi aldrei migið í
saltan sjó eða átt hagsmuna að gæta
er tengist sjávarútvegi, nema þá
þann þátt einan að vera Íslendingur.
Kallast það hræðsluáróður að sjá
hætturnar og tjá sig um þær með
málefnalegri gagnrýni.
Stígum ölduna saman með það að
leiðarljósi að hámarka hagsæld í
undirstöðuatvinnugrein okkar Ís-
lendinga. Stöndum vörð um fyr-
irtæki í sjávarbyggðum landsins og
um leið með þeim sem þar starfa,
okkur öllum til hagsbóta. Aukum at-
vinnustigið í landinu með hnitmið-
uðum ákvörðunum án öfga.
Ég skora á sjávarútvegsráðherra
að viðurkenna gallað frumvarp um
stjórn fiskveiða og veiðigjöld með því
að draga það til baka fyrir sjó-
mannadaginn 3. júní nk. Það er alltaf
hægt að komast að samkomulagi um
ný réttlát frumvörp um stjórn fisk-
veiða og veiðigjöld ef viljinn er fyrir
hendi, Steingrímur J. Sigfússon sjáv-
arútvegsráðherra.
Þetta er miklu stærra mál en það
að hægt sé að láta stoltið ráða för.
Drögum einn taum og hugsum
fyrst og fremst um heiður og vel-
gengni landsins eins og Jón Sigurðs-
son sagði forðum.
Með vinsemd.
Kjarklaus
ríkisstjórn í
brimgarðinum
Eftir Einar H.
Bridde
Einar H. Bridde
»Nú eru enn ein mis-
stök ríkisstjórn-
arinnar komin fram og
sennilega þau afdrifa-
ríkustu fyrir þjóðina, ef
ekki verður breyting á.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Á Bessastöðum er að finna eina
stærstu auðlind Íslendinga. Þjóðin
gæti malað gull á þessari nýju
auðlind. Það eina sem þarf til er
almenn hugarfarsbreyting og að
virkja Bessastaði.
Umræðan um forsetaembættið
hefur löngum
lent á villigötum
og við hverjar
kosningar tala
sumir um að
leggja embættið
niður. Það væri
álíka óviturlegt
og að leggja nið-
ur útgerð og
hætta að veiða
fiskinn í sjónum. Með því að
virkja Bessastaði gæti forseta-
embættið lagt hornstein að nýjum
atvinnuvegi sem gæti veitt þús-
undum Íslendinga góð störf í
framtíðinni, aflað milljarðatekna
fyrir þjóðarbúið og virkað sem öfl-
ug vítamínsprauta í vaxandi ferða-
þjónustu landsmanna.
Styrmir Gunnarsson, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins, féll
í þá gryfju í Silfri Egils á dög-
unum að átta sig ekki á verðmæt-
unum sem liggja í forsetaembætt-
inu. Í þessum helsta pólitíska
umræðuþætti RÚV hafa verið
dregnir fram hinir ýmsu spek-
ingar að fjalla um forsetaembættið
og væntanlegar forsetakosningar,
en frambjóðendur sjálfir virðast
útilokaðir frá þátttöku.
Auðvitað er það á skjön við nú-
tímalýðræði að á Bessastöðum
sitji alræðisvald yfir því hvort ein-
stök mál fari í þjóðaratkvæði.
Styrmir virðist ekki þekkja hug-
myndafræði mína nægjanlega vel
til að átta sig á að þetta má leysa
með því að virkja Bessastaði.
Þannig gætum við einnig komið
á móts við tvo veigamikla þætti
lýðræðisþróunar í drögum
stjórnlagaráðs. Forsetinn gæti
orðið hraðvirk leið undir núver-
andi stjórnarskrá til að brúa gjána
sem nú er komin á milli þings og
þjóðar. Um leið skapast svigrúm
til að endurskoða stjórnskipun
landsins til lengri tíma með víð-
tækari samstöðu.
Lýðræðispóllinn í hugmynda-
fræðinni virkjum Bessastaði færir
valdið til fólksins með beinna lýð-
ræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur
verði eðlilegur og sjálfsagður hlut-
ur í lýðræðinu og forsetinn nýtir
málskotsréttinn með skipulögðum
hætti til að leiða þjóðina úr úreltri
hugmyndafræði í nútímalegra og
beinna lýðræðisform. Þjóð-
aratkvæðagreiðslur um stærri
deilumál eru virkasta formið til að
brúa gjána milli þings og þjóðar
til framtíðar og koma á sáttum í
samfélaginu.
Samhliða regluverki forseta um
hvernig kjósendur kalla eftir þjóð-
aratkvæðagreiðslu má með sama
hætti skapa þjóðinni farveg um
forsetaembættið að koma laga-
frumvörpun til Alþingis. Ég talaði
um þetta strax árið 1996 sem mik-
ilvægan þátt til aukinnar lýðræð-
isþróunar samhliða því að forset-
inn skyldi nýta málskotsréttinn.
Atvinnupóllinn í hugmyndafræð-
inni virkjum Bessastaði er að skil-
greina Ísland sem land heims-
friðar. Á Íslandi verði í
framtíðinni aðsetur alþjóðastofn-
anna sem vinna að friðar- og lýð-
ræðisþróun. Ísland er einstakt að
því leyti að hér hefur ríkt friður í
nærri þúsund ár og landsmenn
hvorki borið vopn né rekið skipu-
lagðan hernað. Það er þessi arf-
leifð sem hefur fyllt menn erlendis
hrifningu hvar sem ég hef kynnt
Ísland sem land friðarins.
Við sjáum nú þegar árangur af
þessu starfi. Hingað komu heims-
þekktir erlendir fræðimenn, m.a.
höfundur handbóka Sameinuðu
þjóðanna að friðarsamningum, til
að tala fyrir hugmyndum mínum
um að virkja forsetaembættið en
fengu ekki áheyrn fjölmiðla. Einn-
ig var Ísland nýlega valið sem
heimaland friðarsúlu og minn-
ismerkis um John Lennon. Nú er
bara að halda áfram og ná al-
mennri samstöðu þjóðarinnar um
að forseti Íslands virki Bessastaði.
Með því að sniðganga frambjóð-
endur í helsta umræðuþætti fjöl-
miðlanna er verið að viðhalda
stöðnun forsetaembættisins og
snúa kosningunum upp í hálfgerða
fegurðarsamkeppni í stað þess að
fjalla um raunverulega innviði
embættisins og frambjóðenda. Það
er grafalvarlegt mál ef fjölmiðla-
fólk kemst upp með að blinda
kjósendur með innihaldslausri
froðu til að hertaka Bessastaði og
byggja þar rólur og sandkassa.
Hafi menn sem hafa atvinnu af
því að fylgjast með þjóðmála-
umræðu ekki meðtekið kjarnann í
hugmyndafræðinni virkjum Bessa-
staði í gegnum 16 ára baráttu for-
setaframbjóðanda er það lýsandi
dæmi um hvernig fjölmiðlunin hef-
ur brugðist.
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON WIUM
forsetaframbjóðandi.
Virkjum þessa auðlind
Frá Ástþóri Magnússyni Wium
Ástþór Magnússon
Senn fara í hönd kosningar, þar
sem velja skal forseta til næstu
fjögurra ára og því kjörið að bjóða
kjósendum upp á að velja um önn-
ur veigamikil mál, sem brunnið
hafa á þjóðinni um áratugi, enda
þessar kosningar ólíkar kosningum
til alþingis, því öll atkvæði vega
jafnt. Einnig má leiða líkur að því
að fleiri muni koma á kjörstað, ef
fleiri álitamál eru lögð fyrir þjóð-
ina, má þar nefna t.d. eftirfarandi:
1. Aðskilnað trúfélaga og ríkis?
2. Landið verði eitt kjördæmi,
sem myndi endanlega útrýma mis-
skiptingu vægis atkvæða, enda er
það brot á stjórnarskrá að mis-
muna fólki eftir búsetu, svo og
myndi spilling í kringum kjör-
dæmapot heyra sögunni til.
3. Stjórnmálamenn og æðstu
embættismenn ásamt forseta
myndu einungis geta setið í átta ár
(tvö kjörtímabil).
4. Maður kosinn á löggjafarþing
geti ekki verið æðsti yfirmaður
framkvæmdavalds, enda er það
brot á stjórnarskrá og felur í sér
völd og þar með spillingu.
5. Banna lausagöngu grasbíta,
enda tíðkast það í öllum vestræn-
um siðmenntuðum löndum.
Nú æðir tæknin áfram og flestir
komnir með rafræn gögn, auðkenn-
islykla og pin-númer þannig að
auðvelt ætti að vera að auka lýð-
ræðið í framtíð með því að leyfa
fólki að nýta sér þessa tækni til að
fá fram vilja þjóðarinnar, enda má
benda á að um 93% af skatt-
skýrslum eru send inn rafrænt,
þannig að þessir eldveggir (raf-
rænu gögn) ættu að vera fyllilega
öruggir.
Vona að ofanritað fái hljómgrunn
hjá þeim, sem útbúa kjörseðla, en
þetta myndi stórauka lýðræði í
landi með elsta alþing á Vest-
urlöndum.
RAGNA GARÐARSDÓTTIR,
húsmóðir.
Nýtum betur
forsetakosningarnar
Frá Rögnu Garðarsdóttur
Bréf til blaðsins