Morgunblaðið - 31.05.2012, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.2012, Side 1
FISKAGERÐ OG SEGLSKIPA- SMIÐJA VIÐSKIPTI Bakkabræður í milljarða skuldabréfaútgáfu FINNUR.IS Blúshátíð og bleikjuveiði hjá Óttari Felix TÍU MENGUÐ- USTU STAÐIR JARÐAR LJÓSMYNDASÝNING 39HÁTÍÐ HAFSINS 10 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Bankaútibúum og afgreiðslum hefur fækkað úr 174 í 107 frá árinu 2005, eða um 39% og eru áhrifin einna mest í Reykjavík eða 57%. Þegar mest var mátti finna 44 bankaaf- greiðslur í borginni, en nú eru þær 19 talsins. Landsbankinn mun á morgun loka sjö útibúum á landsbyggðinni og útibúið í Árbæ verður afgreiðsla. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að útibúum bankans hafi fækkað úr 64 í 38 frá árinu 1998. Er breytingin skýrð meðal annars með því að um 80% samskipta við banka séu nú orðin rafræn og að fækkun á heimsóknum í útibú sé hröð. Samkvæmt upplýsingum frá Ar- ion banka mun hafa ráðið mestu við ákvörðun um lokun útibúa hjá bank- anum hversu stóra hlutdeild bank- inn hafði í viðskiptum á umræddum svæðum. Árið 2005 rak Landsbankinn 43 útibú víðsvegar á landinu. Í dag rekur hann 38 útibú. SpKef samein- aðist bankanum árið 2011. Arion banki rak árið 2005 39 útibú á land- inu en í dag eru þau 24. SPRON sameinaðist bankanum árið 2009. Íslandsbanki rak 28 útibú á landinu árið 2005 og hefur þeim fækkað minnst af stóru viðskiptabönkunum, en í dag rekur bankinn 22 útibú. Sparisjóðurinn Byr sameinaðist bankanum árið 2011. Sparisjóða- útibúum hefur fækkað úr 64 í 23, en mestu munar um ofangreindan sam- runa og tilheyrandi fækkanir úti- búa. Heildarfækkun bankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu er 54% til sam- anburðar við 21% á landsbyggðinni. Sparisjóðirnir á undanhaldi Enginn sparisjóður er lengur á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Sparisjóðsútibúið á Sauðárkróki er eina útibú sparisjóðs á NV-landi. Sviptingar urðu á spari- sjóðastarfsemi þegar SPRON, Byr og SpKef runnu inn í stóru við- skiptabankana árin 2009 og 2011. Útibúum hríðfækkar  Bankaútibúum fækkað úr 174 í 107 frá 2005  Fækkað um 57% í Reykjavík  Fækkun um 21% á landsbyggðinni allri  Sparisjóðakerfið látið mest á sjá Bankaleysi Arion banki lokaði útibúi sínu á Hofsósi árið 2009. MBankaútibúum hefur fækkað »16 Morgunblaðið/Björn Björnsson Heiðskírt var yfir landinu í gær og hlýtt á Vesturlandi en kalt austur á fjörðum. Maímánuður var að sögn Trausta Jónssonar, sérfræðings í veðurfarsrannsóknum, ansi tví- skiptur en þótt engin hita- eða kuldamet hafi fallið fyrir mánuðinn né landið í heild féllu einhver staðarmet, s.s. í Stafholtsey í Borgarfirði á þriðjudag, þegar hiti mældist 21,6 stig. Þá er óvenjuhlýtt víða á Grænlandi en í gær mældist hiti í Narsarsuaq 24,8 stig og hefur samkvæmt dönsku veðurstofunni ekki mælst hærri á þeim slóðum í maímánuði. „Það er óvenjuhlýtt þar núna og hiti hefur farið yfir 20 stig á fleiri stöðum,“ segir Trausti um veðr- ið á Grænlandi. „Það er nú mjög hlýtt loft í háloftunum, sem er upphaflega komið sunnan að, en ýmsar hreyf- ingar hafa valdið því að það er dálítið niðurstreymi í þessu, þannig að það hlýnar ennþá meira,“ segir Trausti. Hér heima spáir Veðurstofan heiðskíru veðri og hlý- indum víðast hvar á landinu fram á sunnudag. Víða er gert ráð fyrir allt að 20 stiga hita. holmfridur@mbl.is Ísland í heiðskíru ljósi frá himingeimi Ljósmynd/NASA  Sex milljóna króna tap var á rekstri Fríðuhúss við Austurbrún í fyrra, en þar er rekin dagvist fyrir 15 Alzheimerssjúklinga. Ef Reykja- víkurborg og velferðarráðuneytið taka ekki á þeim vanda, blasir ekk- ert annað við en lokun. Svo segir Svava Aradóttir, framkvæmda- stjóri FAAS (félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma), sem sér um reksturinn, á húsnæðið og ber allan kostnað af því. FAAS hefur lítið annað fjármagn en minn- ingargjafir og félagsgjöld auk minnkandi styrks frá ríkinu. Hátt í 100 manns eru á biðlista eftir vistun í sérhæfðri dagvist. »4 Verulegur rekstrar- vandi í Fríðuhúsi Fríðuhús Starfsemin þar er í hættu. Morgunblaðið/Ómar  Það er regla fremur en undan- tekning að sjávarútvegur á heims- vísu er ekki sérstaklega skatt- lagður umfram aðrar atvinnu- greinar, heldur býr hann einungis við sama skattaumhverfi. Í frétta- skýringu í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins í dag kemur m.a. fram að algengt sé að sjávarútvegur sé rek- inn á umtalsverðum styrkjum frá ríkinu. Örfáar undantekningar eru frá þeirri meginreglu að þjóðir leggi almennt ekki sérstakan skatt á sjávarútveg, t.d. í Namibíu, Fær- eyjum og á Falklandseyjum. Til- raunir voru gerðar í Rússlandi og Eistlandi með uppboð á aflaheim- ildum en því var hætt. »Viðskipti Skattlagning á út- gerðir nær óþekkt 70% fækkun útibúa í Kópavogi frá 2005. 80% samskipta við Landsbanka rafræn. 50% fækkun útibúa á Vesturlandi. ‹ FÆKKUN BANKAÚTIBÚA › » –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG NÝ SENDING  TIL HÁSKÓLANEMA SÍÐAST KLÁRAÐIST ALLT Á EINUM DEGI iPAD-MOGGINN OG NÝI iPADINN Á AÐEINS 2.990 KR. Á MÁN. TA K M A R K A Ð M A G N Gríptu tækifærið og farðu á www.mbl.is/mogginn/ipad  Forseti Alþing- is og formenn þingflokka náðu samkomulagi í gærkvöldi um að setja til hliðar umræðu um Vaðlaheiðargöng og IPA-styrki ESB til að liðka fyrir afgreiðslu óumdeildari frum- varpa í dag. Búist er við að síðari umræða um veiðigjaldafrumvarpið hefjist á morgun. Umhverfis- og samgöngunefnd hyggst afgreiða samgönguáætlun á fundi árdegis. Þar hefur verið andstaða við áform um fjármögnun verkefnisins og bú- ist við að þingmenn muni láta skoð- anir sínar í ljósi í bókunum. »2 Tvö umdeild mál tekin af dagskrá  Stofnað 1913  125. tölublað  100. árgangur  F I M M T U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.