Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Taki Reykjavíkurborg og velferð- arráðuneytið ekki á fjárhagsvanda Fríðuhúss við Austurbrún blasir ekkert annað við en lokun, en í húsinu hefur Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, FAAS, rekið dagvist fyrir 15 einstaklinga síðan í febrúar 2001. „Það þýðir ekki að sigla sofandi að feigðarósi,“ segir Svava Aradóttir, fram- kvæmdastjóri FAAS, og áréttar að ríkjandi fyrirkomulag gangi ekki upp. Beiðni ekki svarað Svava segir að sex milljóna króna tap hafi verið á rekstri Fríðuhúss í fyrra, en FAAS á hús- næðið og ber allan kostnað af því. „Við fáum enga aðstoð við þann rekstur, hvorki frá ríki né Reykja- víkurborg,“ segir Svava og bætir við að auk þess hafi verið mikill niðurskurður á daggjöldum frá rík- inu frá 2008. Óskað hafi verið eftir fundi um ástandið með fulltrúum velferðar- ráðuneytisins í mars sl. en beiðn- inni hafi ekki verið svarað fyrr en í gær eftir að Morgunblaðið talaði við hana. „Þessum málaflokki er ekki nægilega vel sinnt,“ segir hún. „Það er ekkert sem réttlætir það að líknarfélag eins og FAAS er, sem hefur lítið annað fjármagn en minningargjafir og félagsgjöld auk minnkandi styrks frá ríkinu, beri kostnað af rekstri dagþjálfunar fyrir fólk með heilabilun.“ Reykjavíkurborg sér um hús- næðið fyrir Maríuhús og Hafnar- fjarðarbær leggur til húsnæði fyrir Drafnarhús. „Rekstrarvandi Fríðuhúss er verulegur og eykst með hverjum mánuði sem líður,“ segir Svava og bendir á að um mitt ár í fyrra hafi verið ljóst hvert stefndi og í kjöl- farið hafi stjórn og framkvæmda- stjóri FAAS fundað með fulltrúum borgarinnar og ráðuneytisins. „Það hefur ekkert komið út úr þeim fundum,“ segir hún og leggur áherslu á að hátt í 100 manns séu á biðlista eftir vistun í sérhæfðri dagvist. Hún segir að dagvist eins og í Fríðuhúsi sé mjög ódýrt úrræði og leysi margþættan vanda, bæði hjá viðkomandi fólki og aðstandendum þess. Því sé forgangsröðun hins op- inbera óskiljanleg. Allt skorið niður Svava segir að búið sé að skera allt niður sem hægt er og ekki verði lengra gengið í því efni án þess að það komi alvarlega niður á umönnuninni. „Eitthvað verður að koma til því það dekkar enginn þennan halla fyrir okkur,“ segir hún. Heimili fyrir alzheimer- sjúklinga í uppnámi  Dagvist fyrir alzheimersjúklinga rekin með sex milljóna króna halla í fyrra  „Eitthvað verður að koma til því það dekkar enginn þennan halla fyrir okkur“ Morgunblaðið/Ómar Fríðuhús Mikið er sungið í Fríðuhúsi og létt var yfir heimilisfólki og starfsmönnum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um í gær. Sakborningarnir Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburac- zynski játuðu að- ild sína að úra- ráninu svokallaða í verslun Franks Michelsens á Laugavegi í október sl. Þeir neita þó að hafa komið að skipulagn- ingu ránsins en mál gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir rán og nytjastuld ásamt samverka- mönnunum Marcin Tomasz Lech og Pawel Artur Tyminski. Eru þeir sakaðir um að hafa ráðist með of- beldi og hótunum um ofbeldi á starfsfólk verslunarinnar í því skyni að komast yfir verðmæti og tekið þaðan ófrjálsri hendi 49 armbands- úr. Úrin sem um ræðir eru af gerð- unum Rolex, Tudor og Michelsen en samanlagt verðmæti þeirra nemur rúmlega 50 milljónum króna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mennirnir hafi gagngert komið hingað til lands í þeim tilgangi að ræna úra- og skartgripaverslun Michelsen úrsmiða. Starfsmenn og eigendur verslunarinnar fara fram á samtals 26,5 milljónir króna í bætur. Aðalmeðferð fer fram 13. júní nk. Úraræn- ingjar ját- uðu aðild Þýfið endurheimt- ist að lokum. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Vegaframkvæmdir á þessu svæði eru alfarið háðar styrkveitingasjóði Vegagerðarinnar. Því getum við ekki gert meira til að afmarka akst- urssvæði en fjárframlagið segir til um,“ segir Björn Ingimarsson, bæj- arstjóri Fljótsdalshéraðs. Morgunblaðið greindi frá miklum skemmdum á hálendinu vegna öku- manna sem búa til nýjar slóðir þeg- ar þær eldri eru ófærar. Víða eru ljót sár í grónum jarðvegi á svæði norðan við Vatnajökul af þeim sök- um. Í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er þemakort þar sem allir vegslóðar utan þjóðvega og al- mennra vega eru skilgreindir. Þemakortið var unnið í samstarfi við hagsmunaaðila á svæðinu. Óheimilt er að aka á slóðum sem ekki eru á því korti en sú var raunin þegar sár- in norðan við Vatnajökul urðu til. Umhverfis- og héraðsnefnd á Fljóts- dalshéraði tók málið fyrir á fundi 22. maí sl. Ekki kom til umræðu að loka vegum á hálendinu en Björn segir að nokkuð hafi borið á misvísandi upplýsingum til vegfarenda. „Upplýsingar eru ekki alltaf í samræmi við aðstæður á hálendinu. Svo virðist sem vissir aðilar séu að vísa fólki á slóða uppi á hálendinu án þess að vera með réttar upplýsingar um málin. Í umræddu tilviki er um að ræða slóða sem ekki eru færir öðrum en sérútbúnum bílum og ættu ekki að vera merktir á almenn- um vegvísum,“ segir Björn. Rangar upplýsingar til vegfarenda á hálendinu Skemmdir Utanvegaakstur hefur valdið stórskemmdum á hálendi norðan við Vatnajökul.  Framkvæmdir á hálendi háðar framlagi Vegagerðarinnar FAAS rekur sérhæfða dagvistun fyrir fólk með heilabilun á þremur stöðum – í Drafnarhúsi við Strandgötu í Hafnarfirði, í Maríuhúsi við Blesugróf í Reykjavík og í Fríðuhúsi. Drafn- arhús og Maríuhús hafa rekstr- arheimild fyrir 20 einstaklinga hvort hús og þar er reksturinn í járnum en leyfi er fyrir 15 ein- staklinga í Fríðuhúsi. 6,2 stöðu- gildi eru í Drafnarhúsi og Maríu- húsi en 5,0 stöðugildi í Fríðuhúsi. Starfsemin er í gangi alla virka daga ársins. Reksturinn í járnum FAAS Á ÞREMUR STÖÐUM www.golfkortid.is Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. golfvöllur - eitt kort31 Rekstur Íslands- banka skilaði 5,6 milljarða króna hagnaði, eftir skatta, á fyrsta fjórðungi ársins. Það er töluvert meira en á sama tíma á síðasta ári þegar bankinn hagnaðist um 3,6 milljarða. Kemur þetta fram í fyrsta árshlutauppgjöri 2012. Nettógjaldfærsla vegna endur- mats lánasafnsins nam 1,5 millj- örðum á fjórðungnum, samanborið við gjaldfærslu upp á 664 milljónir á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár eftir skatta á tímabilinu var 17,7% á árs- grundvelli, samanborið við 11,7% á fyrsta ársfjórðungi 2011. Um 18.200 einstaklingar og um 3.000 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuld- um frá stofnun bankans, samtals upp á um 370 milljarða króna. Hagnast um 5,6 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.