Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 19

Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 19
FRÉTTIR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Nemendur 3. bekkjar Mennta- skólans á Akureyri fengu óvenju- lega, verklega fræðslu í tíma í vik- unni. Margrét Ösp Stefánsdóttir líffræðikennari krufði þá lamb sem fæðst hafði mjög vanskapað.    Það bar svo við fyrr í mánuðinum að ær ein í Grýtubakkahreppi bar síamslambhrúti, eins og segir í frétt á vef MA. „Greyið var mjög van- skapað og lifði ekki,“ segir þar. Margrét Ösp kom með lambið í skólann „og krufði það í tíma hjá 3. bekk. Þetta var í meginatriðum sýnikennsla og jafnframt því rann- sókn á ástandi lambsins.“    Lambið hafði eitt höfuð en átta fætur. „Í ljós kom við krufninguna að það hafði eitt hjarta og einn maga. Þarmarnir voru tvískiptir og nýrun voru alls fjögur,“ segir á MA- síðunni. „Margir nemendur gerðu sér ferð í líffræðistofuna og varð ekki öllum um sel, en eins og Mar- grét sagði létu flestir sér nægja að horfa á, sumir snertu lungun og komust að því að þau voru lunga- mjúk.“    Áhugasömum er bent á að myndir úr líffræðitímanum má sjá á heimasíðu skólans, www.ma.is.    Hvernig fagna söfn afmælum? er spurt í frétt frá Minjasafninu á Akureyri. Og svarið er auðvitað ein- falt: „Jú, með sýningum og afmælis- hátíð.“ Og 50 ára afmæli safnsins verður einmitt fagnað um helgina.    Andi 1962 verður allsráðandi á Minjasafninu á laugardaginn, þegar haldið verður upp á afmælið. „Hinn aldagamli garður safnsins fyllist tónum og fiðringur færist í fæt- urna.“ Dansað verður um allan garð og mér skilst að boðið verði upp á Valash, Conga og Bragakaffi …    Til að mörk nútíðar og fortíðar verði enn óskýrari verða bílar frá Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyr- ar til sýnis á flötinni fyrir neðan safnið auk þess sem starfsfólk og þátttakendur í afmælinu verða klædd í samræmi við tískuna 1962.    Afmælið heldur áfram á sunnu- daginn; þá verður sannkallað af- mælisboð með tilheyrandi köku- hlaðborði, sem 100 ára afmælisbarnið Kristjánsbakarí býð- ur upp á. Ýmislegt verður til skemmtunar, bæði fyrir börn og fullorðna.    Í kvöld verða á Græna hattinum styrktartónleikar fyrir Kisukot, sem er nýstofnað afdrep fyrir týnda ketti á Akureyri, en Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur rekið það í heimahúsi. Fram koma Ingó Han- sen, Aron Óskarsson og Hans Frið- rik, Valmar Väljaots, hljómsveitin Berklarnir og Inga Dagný Eydal.    Þar að auki mun Anna Dóra Gunnarsdóttir segja frá köttunum sínum í gegnum tíðina á gaman- saman hátt. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00, aðgangseyrir er 1.500 kr. og rennur óskiptur í Kisukot.    KK Band verður með tónleika á Græna hattinum annað kvöld, en sveitin heldur um þessar mundir upp á 20 ár afmælið. Beggi Smári og hljómsveitin hans, Mood, verða svo með tónleika á hattinum á laugar- dagskvöldið.    Sjómannadagurinn verður vitaskuld haldinn hátíðlegur á Akureyri um helgina og verður dag- skráin fjölbreytt; í Sandgerðisbót, við Pollinn, í Hofi og á útivistar- svæðinu að Hömrum frá föstudegi til sunnudags. Yfirlit yfir dagskrána má sjá á www.visitakureyri.is.    Fólk er sérstaklega hvatt til þess að taka þátt í róðrarkeppni; jafnvel að stofna lið með vinum og vanda- mönnum. Rúnar Þór Björnsson hjá siglingaklúbbnum Nökkva tekur við skráningum, bæði í síma 864 5799 og á netfanginu siglingaklubbur- inn@gmail.com.    Nýtt akstursíþróttasvæði Bíla- klúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðar- fjallsveg var formlega vígt á sunnu- daginn, og félagsheimili klúbbsins einnig opnað. Félagar í klúbbnum fullyrða að svæðið sé það besta sinn- ar tegundar hér á landi.    Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974, nákvæmlega 38 árum áður en nýja svæðið var tekið í notkun. Hann hefur alla tíð stefnt að því að fá til afnota öruggt svæði til að stunda keppnisíþróttir og unnið skv. kjörorðinu hraðakstur af götum bæjarins, að sögn Krist- jáns Þ. Kristinssonar formanns.    Þó að Hjalteyri teljist ekki til Akureyrar er stutt að skjótast þangað! Þess vegna er full ástæða til að hvetja bæjarbúa til að koma við á kaffihúsinu sem kennt er við eyrina; ungt par hefur tekið rekst- urinn á leigu í sumar og býður upp á girnilegt heimabakað brauð og mat. Þar er ekki í kot vísað … Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sól Ingibjörg Leifsdóttir, starfsmaður Sólskóga í Kjarnaskógi, vökvaði í gær. Nóg hefur verið að gera í blíðunni. Sögulegt hjá BA og Minjasafninu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.