Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 22
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hvergi í heiminum er fá-tækt barna minni en á Ís-landi, samkvæmt nýrrialþjóðlegri skýrslu UNI- CEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, en samkvæmt henni búa 0,9% barna við skort á Íslandi. Norður- löndin koma öll vel út úr mælingun- um og raða sér í efstu sæti listans með skortstuðul undir 3% en Rúm- enía, Búlgaría og Ungverjaland koma verst út, þar sem 72,6%, 56,6% og 31,9% barna líða skort. Í skýrslunni hafa tveir mæli- kvarðar verið notaðir til að leggja mat á fátækt barna, annars vegar hlutfallsleg fátækt, þ.e. þegar ráð- stöfunartekjur fjölskyldunnar eru lægri en helmingur af miðgildis- tekjum fjölskyldna í viðkomandi landi, og svokallaður skortstuðull, þ.e. þegar barn skortir tvö eða fleiri atriði af fyrirfram skilgreindum lista yfir efnisleg gæði. Hvað hlutfallslega fátækt barna varðar er hún einnig minnst á Íslandi, eða 4,7%, en hún er næstminnst í Finnlandi, þá á Kýpur og í Hollandi. Mest er hún hins vegar í Rúmeníu, 25,5%, og í Bandaríkj- unum, 23,1%. Í skýrslunni er fjallað um þörf- ina fyrir báða mælikvarða, þar sem nálgun þeirra er ólík, en Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri UNICEF á Íslandi, segir að jafnvel saman gefi þeir ekki fullkomna mynd af vanda- málinu. Hann segir mælingarnar þó gefa forvitnilegar vísbendingar um að hin ólíku velferðarkerfi skili mis- jöfnum árangri og bendir á að hátt í 10% barna í Þýskalandi, Austurríki og Belgíu líði efnislegan skort. Betra að fáir komi að kerfinu „Norræna velferðarkerfið kem- ur best út úr mælingunum, bæði hvað varðar efnislegan skort meðal barna en líka hvað varðar hlutfallslega fá- tækt. Ef við lítum á muninn á mis- munandi kerfum eru margar skoðan- ir á lofti og skýringarnar örugglega jafnmargar og stjórnmálastefnur. En það virðist algeng skoðun að straum- línulöguðu velferðarkerfi sem er á færri höndum, þ.e. ríkis og sveitarfé- laga, farnist betur en dreifðara kerfi eins og víða á meginlandinu, þar sem félagasamtök, einkaaðilar og jafnvel trúarhreyfingar koma að rekstri vel- ferðarkerfisins,“ segir Bergsteinn. Í nánari útlistun niðurstaðnanna má sjá að 0,3% íslenskra barna skort- ir þrjú atriði af lista Barnahjálp- arinnar en ekkert íslenskt barn skortir fleiri. Þá vekur einnig athygli að í 25 löndum af 35, þó ekki á Ís- landi, var fátækt meðal barna meiri en í þjóðfélaginu almennt en það þyk- ir stinga í stúf hjá ríkjum sem hafa skuldbundið sig til að standa sér- staklega vörð um réttindi og velferð barna. Þrátt fyrir góða útkomu Íslands í samanburðinum er þó ljóst að betur má ef duga skal, segir Bergsteinn. Skortmælingarnar miðast við tölur frá árinu 2009 og miðað við fjölda ís- lenskra barna á aldrinum 0-16 ára það árið er ljóst að 685 þeirra liðu skort. Þá kemur fram í skýrslunni að hlutfallsleg fátækt barna á Íslandi hefur aukist síðastliðin ár og er nú komin yfir 5%. „Jafnvel þótt við stöndum okkur best eru tölurnar gamlar og það er afar mikilvægt, sérstaklega í við- sjárverðu ástandi, að fylgjast með þróuninni. Í skýrslunni segir m.a. að í raun þurfi hvert land fyrir sig að þróa þessa mælikvarða áfram og UNI- CEF á Íslandi telur mikil- vægt að fátækt barna verði mæld sérstaklega og að við setjum okkur hlutlæg markmið hvað það varðar,“ segir Bergsteinn. Hvergi færri fátæk börn en á Íslandi Börn sem búa við skort á Íslandi Börn líða skort ef fjölskyldan hefur ekki efni á tvennu eða fleiru af eftirfarandi: 1. Þremurmáltíðum á dag 2. Einni kjöt- eða fiskmáltíð á dag 3. Ferskum ávöxtum eða grænmeti á hverjum degi 4.Bókum semhæfa aldri og þroska barnsins 5.Útivistarleiktækjum, s.s. hjóli eða línuskautum 6. Frístundaiðkun, s.s. sund- eða hljóðfæraiðkun 7. Leikföngum fyrir innileiki, s.s. kubbum og spilum 8.Að greiða fyrir þátttöku í skólaferðum og -viðburðum 9.Hljóðlátum, rúmgóðumog vel upplýstum stað fyrir heimalærdóm 10. Internet-tengingu 11. Einhverjum nýjum flíkum,þ.e. ónotuðum 12.Tveimur pörum af skóm í réttri stærð 13.Að geta boðið vinum heim til að leika og borða 14.Að geta haldið upp á sérstök tilefni á borð við afmæli og trúarhátíðir 0,9% íslenskra barna búa við skort. Þar af: 3,6% barna innflytjenda 3,9% barna foreldra með litla menntun 4,4% barna einstæðra foreldra 17,9% barna í fjölskyldum þar sem báðir foreldrar eru atvinnulausir 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þekkt er aðþjóðir ánorðlægum slóðum hafa mikið traust á yfirvöld- um. Því fastar sem þau stari yf- ir axlir almennings því líklegra sé að allt fari vel fram. Þessi blinda ást á yfirvaldi er æði sér- stök. Það er nánast sama hvaða nýju tilvik koma upp, fjölmiðlar spyrja nánast sjálfkrafa, hvort eftirlit hafi ekki brugðist, hvort reglur séu nægjanlega ítarleg- ar og skýrar og hvort viðkom- andi stofnanir hafi mannskap, heimildir og fé til að bregðast við. Þarf kannski ný stofnun að koma til? Löngum voru Íslendingar þó ekki jafn langt komnir á þessari leið og helstu frændur okkar. Þeir sem dvalið höfðu um nokk- urt skeið í góðu yfirlæti í Nor- egi eða Svíþjóð sögðu stundum að sá væri munur á þeim og Ís- landi að frændþjóðirnar teldu það hluta af norrænni velferð að allar athafnir væru bannaðar sem ekki væri hægt að sýna fram á að væru leyfðar. Íslend- ingar hefðu hins vegar litið svo á að væri athöfn ekki beinlínis bönnuð eða stríddi gegn við- urkenndum siðferðiskröfum væri hún þar af leiðandi heimil. Lítill vafi er á að þessi munur á milli frændþjóða hefur minnkað síðustu árin. Það er skaði. Endalausar reglur frá ESB, sem íslenska stjórnkerfið og eftir atvikum Alþingi hefur innleitt gagnrýnislítið og/eða blindandi, hafa ýtt á eftir þess- ari þróun. Tugir manna eru nú í hálaunastörfum í Brussel í um- boði ráðuneytanna heima eins og það er látið heita. Ekki munu þau dæmin mörg sem hinn fjölmenni hópur getur vitnað til þar sem raunveruleg- um sjónarmiðum Íslands er haldið á lofti þar ytra, enda má enginn við margnum og mask- ínan símalandi er öflug og upp- gjöf er verklagið sem virkar best. Á hinn bóginn er hópurinn fylginn sér þegar þarf að reka á eftir heimóttarlegum „hús- bændum“ þeirra heima um að innleiða hvað eina möglunar- laust hið snarasta. Meira að segja sjálfur stækkunar- stjórinn, sem þeir Steingrímur og Össur líta hærra upp til en nokkurs annars manns, lífs eða liðins, komst ekki hjá því að hrósa Íslendingum sérstaklega fyrir stjórnlaust innleiðingar- æði þeirra á reglugerðum. Höfðu eyjarskeggjar slegið út ESB-löndin sjálf í æðibunu- gangi innleiðinga. Á tímum aðlögunarviðræðn- anna fer þetta þannig fram að allar kröfur „samningamanna ESB“ eru þegar innleiddar, ekki með vísun í samningana, heldur með fullyrð- ingum um að þetta sé allt hluti af EES-ferlinu, sem menn höfðu trassað að fylgja eftir þar til aðlögunar- ferlið hófst. Enda hafa engar upplýsingar borist um það, hvað hafi verið samið um í þeim köflum sem þegar „hefur verið samið um“. Því miður hefur stjórnarand- staðan á þinginu ekki haft vara á sér í þessum efnum og látið stjórnarsinna (VG-ESB- andstæðinga ekki síður en hina) komast áfram með þennan blekkingarleik. Hluti af ofurtrú á óskeikul- leika ríkisvalds er sú ríkisvæð- ing flokkakerfisins sem staðið hefur yfir síðustu árin. Fjár- stuðningur einstaklinga eða fyrirtækja þeirra hefur verið gerður tortyggilegur mjög og slík tengsl milli fólks og flokks verið skert mjög. Gengið er út frá því að fjárhagsstuðningur almennings sé óhollur og ann- arlegur, gallaður mjög og jafn- vel glæpsamlegur komi hann frá honum beint. Sé hann tek- inn með valdi af almenningi og færður flokkum frá ríkinu gegnir öðru máli. Enda geð- felldara að flokkarnir gangi all- ir að mestu fyrir ríkisfé. Margvísleg sérkennileg af- brigði af þessari þróun hafa komið í ljós. Þannig hefur flokkur komist í mjög sérstaka stöðu. Hann bauð fram þing- mennina fjóra sem nú eru í Hreyfingunni annars vegar og VG hins vegar og virka sem varahjól fyrir hina illa þokkuðu ríkisstjórn. Flokkurinn sá hef- ur enga þingmenn á sínum veg- um en nýtur hárra fjárframlaga úr ríkissjóði fyrir að hafa komið þessum þingmönnum að fyrir þremur árum! Víðast í lýðræðislöndum er það talið skilyrði þess að ríkis- valdið fari ekki offari að frjálsir flokkar fólksins hafi eftirlit með því að slíkt gerist ekki. Á Ís- landi er þessu öfugt farið. Auðvitað hafa alvarleg mis- tök átt sér stað í fjármögnun stjórnmálaflokka, eins og stór- styrkir Baugs og tengdra aðila til Sjálfstæðisflokksins og Sam- fylkingar (sem Sjálfstæðis- flokkur endurgreiddi en Sam- fylking ekki). En slík mistök, þótt alvarleg séu, réttlæta ekki ríkisvæðingu íslenskra stjórn- mála. Íslensku stjórnmálaflokk- arnir söfnuðu aldrei fé í kistur. Þeir fundu fyrir því fjárhags- lega ef almenningur var ósáttur við þá. Færu kosningar fram oftar en venja stendur til voru flokkar í mörg ár að jafna sig. Það gat tekið á. Að því leyti er ríkisjatan aðgengilegri, en hún er ekki eðlilegri og síst siðlegri. Ríkisvæðing gengur vel, alltof vel}Opinber náð N ýleg skoðanakönnun sýnir að mik- ill meirihluti landsmanna, 87 pró- sent, vill heimila staðgöngu- mæðrun en einungis 13 prósent eru því andvíg og mest andstaða er hjá vinstri-grænum. Fulltrúar Femínista- félags Íslands tilheyra greinilega þessum 13 pró- sentum en nokkru áður en skoðanakönnunin var birt sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem and- staða félagsins við staðgöngumæðrun er ítrekuð. Þarna gengur Femínistafélagið ekki í takt við meirihluta kvenna á Íslandi. Í skoðanakönn- uninni kemur nefnilega fram að 66,9 prósent kvenna vilja heimila staðgöngumæðrun sem vel- gjörð eingöngu, 20,9 prósent vilja heimila stað- göngumæðrun án skilyrða og einungis 12,1 pró- sent kvenna er alfarið á móti staðgöngumæðrun. Engin ástæða væri til að gera athugasemd við það ef Femínistafélagið væri á móti því að heimila stað- göngumæðrun án skilyrða því slíkt getur boðið upp á hættur, en félagið er einnig alfarið á móti því að stað- göngumæðrun verði leyfð sem velgjörð. Í ályktun Fem- ínistafélagsins segir: „Þau sjónarmið að þetta verði aðeins gert af fúsum og frjálsum einstaklingum vega ekki þungt í samfélagi sem hefur hvorki tekist að útrýma launamuni kynjanna né binda enda á kynbundið ofbeldi.“ Félögum í Femínistafélaginu er einkar lagið að tala um konur sem fórnarlömb. Vissulega finnast konur sem lenda í fórnarlambshlutverkinu en sem betur fer eru þær í mikl- um í minnihluta. Staðreyndin er sú að flestar konur á Ís- landi upplifa sig ekki sem fórnarlömb. Karl- veldinu hefur ekki tekist að lúberja þær til hlýðni, þær taka sjálfstæðar ákvarðanir, hafa sterkar skoðanir og geta séð um sig sjálfar. Af einhverjum ástæðum hefur þessi stað- reynd farið framhjá Femínistafélaginu. Þar á bæ er stöðugt talað eins og allar konur séu fórnarlömb. Þetta er afar einhæf og þreyt- andi umræða. Konur sem vilja heimila staðgöngumæðrun sem velgjörð eru ekki á villigötum og fjöl- miðlar hafa ekki blekkt þær með einhliða fréttaflutningi. Þær eru fullfærar um að taka afstöðu til málsins enda sjálfstæðar nútíma- konur. Þær vita mætavel að fyrir mörgum jafngildir barnleysi kvöl og þjáningu. Þegar fólki líður þannig stoðar lítt að segja því frá hinu góða dekurlífi og því hamingjuríka frelsi sem barn- leysinu getur fylgt. Sá sem þráir ákaft að eignast barn en getur það ekki kemur einfaldlega ekki auga á dýrðina í þessu frelsi. Við höfum ekki rétt á að segja tilfinningar hans vera óþarfa væl. Fenínistum þykir sennilega skelfilegt að það skuli finn- ast konur sem vilja taka að sér að gerast staðgöngumæð- ur. Furðulegt er að Femínistafélagið skuli ekki virða sjálfsákvörðunarrétt þessara kvenna. En það hentar víst ekki rétttrúnaðinum. Femínistafélagið þarf að temja sér að bera virðingu fyrir skoðunum allra kvenna, ekki bara þeirra sem eru flokksbundnar í vinstri-grænum. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Femínistar á villigötum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Kristín Tómasdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, segir tölurnar í skýrslu UNICEF ekki koma á óvart. Þær séu í takt við aðrar rannsóknir, m.a. könnun á vegum Reykjavíkurborgar, þar sem niðurstaðan var sú að ein- stæðir foreldrar væru sá hópur sem væri verst staddur fjárhags- lega og ætti erfiðast með að ná endum saman. Hún segir tekjur fólks skipta höfuðmáli í þessu samhengi en einnig sé mikilsvert að fólk hafi möguleika á að stunda nám. Þá sé þjónusta ekki síður mikilvæg en fjárhagslegur stuðningur. „Ég held að hvort tveggja þurfi að koma til ef eitthvað á að geta áunnist. Einstæðir foreldrar eru jafnbreiður hópur fólks og sam- félagið í heild sinni; þetta eru bæði lítið menntaðir og tekjulitl- ir einstaklingar og fólk sem nær endum saman. En það er miklu meira vesen að reka einn heimili og fjölskyldu en tveir,“ segir Kristín. Þjónustan jafnmikilvæg EINSTÆÐIR FORELDRAR Bergsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.