Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 27
pönnukökur. Við hugsum um öll fjölskylduboðin þar sem var spil- uð vist og drukkið heitt súkku- laði, en alls ekki kakó. Við hugs- um um hvað þú stóðst alltaf við bakið á okkur og hvattir okkur áfram af þinni góðu umhyggju fram á síðasta dag. Elsku amma, við munum sakna þín, hvíl þú í friði. Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má, hinn blessaði frelsari lifir oss hjá, hans orð eru líf vort og athvarf í neyð, hans ást er vor kraftur í lífi og í deyð. (Friðrik Friðriksson) Sóley, Sigurveig og Leifur. Hjarta mitt fylltist tómleika þegar þú kvaddir okkur elsku amma, en á sama tíma fylltist hjarta mitt af þakklæti fyrir allar góðu minningarnar. Minningarn- ar um góða og yndislega konu sem alltaf var til staðar, hjarta fjölskyldunnar sem fékk alla til að hlæja og líða vel. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég kveð þig með sömu kveðju og við notuðum alltaf þegar við kvöddumst; Guð geymi þig elsku amma mín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Jónína Sóley Halldórsdóttir. Orðin sem koma upp í hugann er ég minnist Sóleyjar Oddsdótt- ur, föðursystur minnar, eru traust, ljúfmennska, hreinskilni samt „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, hjartagæska og hjálp- semi. Sóley var glæsileg kona og umfram allt góð manneskja. Maður var alltaf hjartanlega velkomin til Löllu og hún ávallt hress í bragði, tilbúin að ræða um alla heima og geima. Hún var vel lesin og sótti á efri árum fyrir- lestra hjá Jóni Böðvarssyni, en brjóstvitið lét hún ráða. Hún átti mildi hjartans. Föðursystir mín var hafsjór heilræða og uppbyggilegt fyrir alla að umgangast hana. Heil- ræðin áttu sér, ef svo má segja, heilaga stoð, því í þeim var skyn- semin samofin kærleikanum. Þau voru byggð á virðingu og vænt- umþykju fyrir einstaklingnum. Ég man hún sagði: „Spara skal stóru orðin“, þó einhverjum mis- líkaði eitthvað. Það var gott og gefandi að heimsækja Löllu og maður kvaddi með elsku og heilræði í farteskinu sem er ómetanlegt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guðný og Helmuth. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Kallið til Sóleyjar tengdamóð- ur minnar kom aðfaranótt 16. maí 2012. Kynni okkar hófust ár- ið 1966 þegar ég kynntist Sigur- veigu dóttur hennar sem síðar varð eiginkona mín. Frá fyrstu stundu var samband okkar Sól- eyjar náið og bar þar aldrei skugga á. Tengsl hennar við fjöl- skyldu okkar voru sterk og mikill samgangur á milli heimila okkar. Í nokkur ár bjuggum við í sama stigagangi á Blöndubakka. Þegar Elísabet elsta barn okkar fædd- ist þá tók Sóley sér hlé frá vinnu og gætti hennar fyrstu mánuð- ina. Segja má að hún hafi verið sofin og vakin yfir velferð okkar. Börnin nutu samvista við hana og var hún þeim ætíð hlý og góð. Oft tók hún að sér að gæta barnanna þegar við fórum í ferðalög. Ógleymanlegar eru allar heim- sóknirnar á heimili Sóleyjar og Björns þar sem alltaf var tekið á móti okkur með hlýju og gleði. Jóladagsboðið var alltaf hátíðlegt og glæsilegar kræsingar á borð- um og eftir matinn var svo spilað. Í mörg ár fórum við saman á skemmtanir hjá hjónaklúbbi í Keflavík þar sem við glöddumst með góðu fólki. Ég má til að minnast á hve Sóley og Sigga nutu þess að spila kasínu þegar hún kom í heimsókn til okkar. Margar ferðir fórum við saman bæði innanlands og erlendis. Minnisstæðar eru ökuferðirnar um Evrópu þar sem heimsótt voru mörg lönd. Þau voru góðir ferðafélagar og miðluðu óspart fróðleik um sögu og lönd. Við þessi tímamót er mér hugsað til þess einstaka æðru- leysis sem hún sýndi eftir að hún lærbrotnaði fyrir þremur árum og var eftir það bundin í hjóla- stól. Hún kvartaði aldrei og bar sig alltaf vel. Í hvert sinn sem ég kom í heimsókn til hennar á hjúkrunarheimilið spurði hún alltaf: Hvaða ferðalag er á þér góði minn. Síðan ræddum við um daginn og veginn og hún spurði frétta af fjölskyldunni og ekki leiddist henni þegar Snati kom með. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Ég kveð Sóleyju með virðingu og þökk og miklum söknuði. Halldór Snorrason. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 stundina. Hún var skemmtileg og stríðin og alltaf stutt í grínið. Hún naut þess að alast upp í faðmi fjöl- skyldu sinnar og megnið af sínu lífi náði hún að vera heima í faðmi fjölskyldunnar og ganga í skóla. Fyrstu ár Svönu tóku regluleg veikindi hennar sinn toll af þeim mæðgum, en svo komu líka góðir tímar á milli þar sem allt lék í lyndi. Ótal heimsóknir til Svönu í gegnum árin voru alltaf skemmti- legar og gaman var að fylgjast með lífi hennar, framförum og sigrum. Æðruleysi saklauss barns sem þekkir ekkert annað en að vera með sjúkdóm sem hef- ur áhrif á allt þess líf kennir manni margt um lífið og miskunn- leysi þess. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim mæðgum góð kynni og þann lærdóm sem ég hlaut í lífsins skóla með því að vera þátttakandi í þeirra lífi. Síðasta ár var þeim mægðum erfitt og gekk nærri þeim báðum. Hanna varð þess áskynja að nú væri farið að halla undan fæti hjá Svönu, að sjúkdómurinn væri far- inn að minna á sig. Þá sannaðist enn og aftur sá mikilvægi lær- dómur að foreldrar langveikra barna eru sérfræðingar í sínum börnum og taka ber mark á þeim þegar þau segja eitthvað að, þá er undantekningarlaust eitthvað ekki eins og það á að vera. Minningin um yndislega stelpu lifir í hjörtum okkar sem fengum að kynnast henni og aðstoða við umönnun hennar. Ég votta mömmu hennar og pabba, systk- inum og stórfjölskyldunni mína dýpstu samúð. Bára Sigurjónsdóttir, heimahjúkrun langveikra barna. Í Hlíðaskóla hugsum við til glaðrar stelpu. Svana talaði tákn- mál og nafnatáknið hennar var eins og táknið sem merkir gaman. Þannig munum við Svönu, henni fannst gaman að vinna verkefnin sín, enn meira gaman að leika við krakkana í frímínútum og þegar árgangurinn fór út fyrir skólalóð- ina þótti henni sérlega gaman. Svana átti að nota hjólastól í frímínútum til þess að hvíla fæt- urna og spara orkuna fyrir önnur verkefni. Þetta þótti henni mesta fásinna enda stóð hjólastóllinn al- mennt tómur hér eða þar á lóðinni ef hann fékk þá yfirhöfuð að fylgja henni út. Stúlkan sem átti að nota stól skoppaði glöð um lóð- ina í eltingaleik eða öðrum leikj- um í kastalanum. Skólataska, neyðarpoki og matartaska, mikill farangur fyrir litla stúlku sem dröslaði öllum töskunum úr bíln- um og inn í skóla með bros á vör. Í lok fjórða bekkjar fékk ár- gangurinn tækifæri til þess að fara í skautahöllina saman. Hóp- urinn er vanur því að skoða fyrst möguleika fyrir hjólastóla og taka svo ákvörðun um framhald. Það ríkti mikil gleði þegar við fengum að vita að í Skautahöllinni væri sleði og Svana gæti alveg komið með og tekið fullan þátt. Það er langt síðan ferðin var farin en gleðin á svellinu er eftirminnileg. Svana hló og skemmti sér á sleð- anum og var dregin fram og aftur um svellið og tók fullan þátt í leiknum. Hún talaði lengi um skautaferðina og hvað það hefði verið gaman. Við fórum oft í ferðir út fyrir skólahúsið. Krakkarnir skiptust á að ýta hjólastólnum, þótt Svana hefði sterkar skoðanir á því hver mætti ýta og hvenær. Í sjötta bekk varð hún svo loksins rafvædd og gat farið að bjóða far um lóðina. Eitt haustið ákváðum við að fara í hjólaferð. Enginn skyldi verða útundan og vagn hengdur á hjól eins kennarans svo Svana gæti hjólað með. Faðir bekkjar- félaga hennar kom með í ferðina og var á hjóli með barnahjóli tengdu aftan við. Hann bauð Svönu að hjóla hluta fararinnar sjálf og enn fengum við að njóta botnlausu gleðinnar hennar sem einmitt hafði alltaf langað að hjóla á tvíhjóli. Síðasta árið kom Svana nánast ekkert í skólann. Nokkrir starfs- menn voru svo lánsamir að fá að sinna kennslu hennar heima og seinna á Barnaspítala Hringsins. Hún vann verkefni og föndraði sem aldrei fyrr og þegar þrótt- urinn var lítill hjá henni sjálfri stjórnaði hún kennurum og lét þá framleiða hugmyndir sínar. Minningin um Svönu lifir hjá skólafélögum hennar og starfs- fólki Hlíðaskóla, við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera sam- vistum við stelpu sem kenndi okkur svo margt um lífið. Hún tók sjálf þátt í öllu af heilum hug og var tilbúin til þess að deila með sér. Einn skólafélagi hennar tók svo til orða: Sólin sest alltaf, hennar sól settist bara of snemma. F.h. skólafélaga og starfsfólks í Hlíðaskóla, Hildur Heimisdóttir. Elsku fallega vinkona. Nú ertu komin upp til Guðs þar sem þú leikur þér og syngur og dansar. Ég sé þig fyrir mér, fallega stúlka, sem komst inn í þennan heim í líkama sem var þér fjötur um fót nánast alla tíð. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér og fjölskyldu þinni þegar ég fjallaði um þig í þættinum Fréttaaukan- um í Sjónvarpinu. Það var mér ógleymanleg reynsla og þú áttir þér fastan sess í hjarta mér eftir það. Eitt sinn komst þú að heim- sækja mig í vinnuna og vildir prófa að lesa fréttirnar og fékkst að sjálfsögðu að prufa, áður en fréttatíminn byrjaði. Síðast þeg- ar ég sá þig á spítalanum varstu orðin mikið veik og þér var alls staðar illt. Við reyndum að búa til japönsk blóm ásamt kennaranum en þú áttir erfitt með að einbeita þér vegna verkjanna. Nú eru þeir loksins horfnir. Guð geymi þig elsku Svana. Þín Elín Hirst. ✝ Ragnar Hösk-uldsson fædd- ist í Reykjavík 10. maí 1957. Hann andaðist á gjör- gæsludeild Land- spítalans 19. maí 2012. Hann var sonur Höskuldar Jónssonar f. 1925, d. 1995 frá Tungum í Bolung- arvík og Elínar Gísladóttur f. 1927, d. 1993 frá Melhól í V-Skaftafellssýslu. Systkini Ragnars eru Guðný Höskuldsdóttir f. 1953, í sam- búð með Magnúsi Einarssyni í Kjarnholtum. Gísli Jón Höskuldsson f. 1955 í sambúð með Sigrúnu Ein- arsdóttur, synir þeirra eru Sindri Snær og Elías Nökkvi. Ármann Höskuldsson f. 1960 giftur Svölu Rún Sigurð- ardóttur, Ármann á eina dóttur, El- ínu Margot. Elín Höskulds- dóttir f. 1964 gift Gunnari Svan Ágústssyni, börn hennar eru Tinna Dögg, Hildur Ýr og Inga Hanna. Ragnar skilur eftir sig konu, Guðrúnu Gunn- arsdóttur, f. 10. júní 1962 og áttu þau saman tvíburana Andra Ragnarsson f. 18. októ- ber 1983, d. 22. júlí 2007 og Anitu Ragnarsdóttur f. 18. október 1983, í sambúð með Pétri Erni Péturssyni. Guðrún á son með fyrrum sambýlis- manni sem Ragnar ól upp sem sinn eigin son, Ragnar Har- aldsson f. 20. febrúar 1981. Hann á eina dóttur, Láru Rún Ragnarsdóttur f. 5. ágúst 2003. Ragnar bjó ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík og vann hann við hin ýmsu störf yfir ævina, meðal annars sem rútu- bílstjóri og smiður en und- anfarin ár starfaði hann sem verktaki í byggingariðn- aðinum. Ragnar var jarðsunginn frá Háteigskirkju 29. maí 2012. Raggi bróðir er dáinn, þetta voru sterk orð sem ég fékk í bítið á laugardegi. Raggi bróðir var sérstakur strákur sem ávallt fór sínar leiðir en var á sama tíma ávallt trúr og traust- ur sínum. Við brölluðum margt á yngri árum og eyddum löngum stundum saman í sveit- inni á sumrin. Þar hafði hann gaman af því að láta á það reyna hvað dráttarvélar gátu og ríða út um kvöld og helgar. Þegar sextán ára aldri var náð fór hann að vinna, en kom þó enn í sveitina á álagstímum til að hjálpa við að bjarga heyjum fyrir veturinn og sinna öðrum tilfallandi verkum. Raggi átti auðvelt með að umgangast fólk og var ávallt sannur vinur vina sinna, ætlaðist aldrei til of mik- ils af þeim en var aftur sjálfur tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir þá. Kæri bróðir, það er með miklum söknuði sem við kveðj- um þig í dag svo löngu fyrir tímann. Það er svo margt sem við áttum eftir að ræða, svo margt sem er ólokið þegar brottfallið er svo snöggt. En kæri bróðir, þú ert farinn yfir í aðra heima, heima sem þú varst alltaf með annan fótinn í, ég veit að þar farnast þér vel og þú hittir okkar fólk þar fyrir og berð því kveðjur okkar allra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Aníta, Guðrún og Raggi litli, innilegar samúðarkveðjur til ykkar á þessum erfiðu tímum. Ármann, Svala og börn. Minning um góðan dreng. Ég kynntist Ragga á leið okkar til Bosníu að vinna fyrir UN. Des- embermánuður leið fljótt og nú skyldum við Nonni halda jólin saman hjá strákunum í Split. Var Raggi eini strákurinn sem vildi leggja á sig tæplega 20 stunda bíltúr svo að ég gæti haldið jól og áramót með þeim. Bosnía og UN var æðislegt æv- intýr og gerðust margir skem- tilegir atburðir þar. Við ferð- uðumst meðal annars saman til Vínar í Austurríki á þorrablót og svo fórum við saman á Formúlu 1-kappakstur í San Marínó svo fátt eitt sé nefnt. Í vinnunni notuðum við talstöðvar og gátum heyrt hvor í öðrum víðs vegar um UN-svæðið, þannig að við vorum ekki eins einir og við virtumst. Það að vinna í Bosníu var stundum subbulegt, það var jú stríð hjá þeim og það sem við sáum var ekki alltaf fallegt, en sumir okk- ar gátu leitt hörmungarnar hjá sér og á meðan ég starfaði þarna niður frá tókst mér það líka. Landið Júgóslavía er mjög fallegt og fólkið yndislegt en stríð eru alltaf sorgarsaga. Eftir að heim var komið sneru flestir til fyrri starfa og árin liðu í miklum vinskap, t.d. ákváðum við Raggi að fara sam- an í Evrópureisu á bílunum okkar, ég fór á Subaru-bíl mín- um og Raggi, Guðrún, Anita og Andri heitinn sonur þeirra sem lést 2007. Við kíktum á Evrópu saman og lentum í allskyns æv- intýrum. Bíllinn minn bilaði og ég fór fyrr heim og ákvað að kíkja í heimsókn til vina okkar í Færeyjum sem við kynntumst í Norrænu á leiðinni út. Í kjölfar- ið leist mér vel á Færeyjar og ég flutti til Færeyja árið 2000 og bjó þar í eitt ár. Á þessu ári kom Ragnar, einn vina minna, í heimsókn til mín og eyddum við skemmtilegri viku saman í Færeyjum. Svo þegar ég flutti aftur bauð ég Ragga með mér út til að ná í bílana og hann keyrði annan bílinn í ferjuna og frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Það voru engin takmörk fyrir örlæti Ragga, hann gaf mikinn tíma vinum sínum. Ég gæti skrifað heila bók um allar þær skemmtilegu ferðir okkar um þetta fallega land okkar Ísland, margar ferðir að Flúðum, Dalvík og að ógleymd- um ferðum okkar í Laufskála- rétt hjá Hólum í Skagafirði sem ég hef farið í síðan 1998 að frá- töldu árinu 2000 og til ársins 2011. Í þær ferðir hafa farið Nonni, Raggi, Emmi, Bjartur, Aggi litli, Stjáni Píp og Kristján á Akureyri, þessi kjarni og ýmsir aðrir í gegnum árin á Ford Ekonoline-bílunum mín- um. Allar hafa þessar ferðir verið óborganlegar og verður erfitt að fara í réttir án Ragga okkar, í mörgum þessum ferð- um átti Raggi það til að kaupa jafnvel 15-20 Irish coffee og bjóða þeim sem sátu við borðið okkar eða ferðuðust með okkur. Í öllum okkar ferðum var Raggi fyrstur á fætur og oftast búinn að fara í sund og kominn til baka áður en við hinir vökn- uðum. Ég vil þakka fyrir að fá að hafa kynnst Ragga. Það hefur lengi staðið til að heimsækja Bosníu og UN-svæðið með strákunum en tími hefur ekki gefist til þess, þegar við svo för- um að skoða Bosníu saman síð- ar er ég viss um að Raggi lætur sig ekki vanta, hann hafði alltaf gaman af að ferðast í góðra vina hópi. Góða ferð, kæri vinur, og takk fyrir allt. Þinn vinur, Snorri Vignir Vignisson. Meira: mbl.is/minningar Nú kveðjum við góðan vin okkar og nágranna, Ragnar Höskuldsson, sem lést skyndi- lega og langt um aldur fram. Raggi var einstaklega útsjón- arsamur, hand- og verklaginn, ekkert vafðist fyrir honum. Hann var sérstaklega hjálpsam- ur og það var honum ósjálfrátt að bjóða fram aðstoð sína. Ef framkvæmdir voru í gangi hjá okkur nágrönnum hans, hvort sem það var innan dyra, garð- urinn eða að dytta að húsinu, þá var Raggi kominn til að gefa góð ráð, bjóða fram aðstoð sína eða betri verkfæri. Við erum Ragga þakklát fyrir góð ráð, hjálpsemi og lán á verkfærum stórum sem smáum. Raggi var morgunhani, mættur í laugina við fyrsta hanagal, hann hafði gaman af að ræða heimsmálin við fé- lagana í pottinum og sagði okk- ur oft frá skemmtilegum um- ræðum sem þar fóru fram og hann hafði frásagnargáfu til að gera allt lifandi og merkilegt. Innkeyrslur okkar, Ragga og Guðrúnar liggja saman og þar sem Raggi hefur alltaf verið ótúlega iðinn kom varla fyrir um helgar að við opnuðum dyrnar hjá okkur án þess að hitta á Ragga, stundum sáum við bara í fætur hans, var hann þá hálfur undir bíl að gera við eða hann var með háþrýstidæl- una að smúla planið, þvo bílana, dytta að húsinu eða bara hvað sem var, hann var alltaf að, en samt alltaf til í að taka pásu og ræða málin. Við munum sakna góðs vinar og nágranna. Elsku, Guðrún, Aníta, Raggi (litli), Lára og fjölskyldur, hug- ur okkar er hjá ykkur. Auður og Snorri. Ragnar Höskuldsson ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI ÓLASON skólastjóri, Ytri-Brekkum, Þórshöfn, andaðist á Landspítalanum 25. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00. Elsa Þórhildur Axelsdóttir, Helga Jóna Pálmadóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Axel Pálmason, Tammy Jean Ganey, Gissur Pálmason, Davíð Pálmason, Svava Guðjónsdóttir, Óli Pétur Möller Pálmason, Jóna María Ásmundsdóttir, Þorbjörg Pálmadóttir, Andrés Ívarsson, Pálína Pálmadóttir, Ingólfur Pétursson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.