Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Hugur minn er fullur af minn- ingum, elsku Bogga amma mín og vinkona, það er undarleg blanda að vera sorgmædd, illt í hjartanu en samt glöð með tár og smá bros á vör að hugsa til þín, amma mín. Þú veiktist fyrir 3 mánuðum en þá varst þú líka alvarlega veik, trúlega hefur meinið verið búið að hrjá þig lengur, en þú varst ekk- ert að tala um það, því þú kvart- aðir aldrei, kunnir það hreinlega ekki en það er eitt af nokkrum góðum genum sem við mamma höfum frá þér. Í dag þykir mér ekki vera leið- um að líkjast að líkjast þér, það er sannur heiður, en mér hefur ekki alltaf fundist það, á viðkvæmum unglingsárum man ég eftir að hafa verið ósátt og tuðað yfir út- litinu. Þá sagði mamma: Þetta hefur þú frá Boggu ömmu, elsk- an, lágvaxin og barmgóð, já bara flottar. Fjölskylda mín nýtur góðs af genunum sem kallast „að vera af gamla skólanum“, ég man fyrir mörgum árum eitt hádegi þegar ég var nýbyrjuð að búa og ætlaði sko aldeilis að standa mig vel, þú varst heima hjá mér í hárgreiðslu og Leifur kom í mat, þú varst ómöguleg yfir því að taka tímann Sólborg Guðmundsdóttir ✝ Sólborg Guð-mundsdóttir (Bogga) fæddist á Böðmóðsstöðum í Laugardal 9. ágúst 1925. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 16. maí 2012. Útför Boggu fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 29. maí 2012. frá okkur, ég ætti að vera inni í eldhúsi að sinna honum, mat- urinn var tilbúinn á disk en ég ætlaði nú ekki að mata hann, þá hlóstu að mér, síðan hefur þessi frasi verið notaður; hef tíma, búin að mata alla. Þú hafðir líka tíma fyrir mig, t.d. er ekki langt síðan ég birtist með lopa og bað þig að prjóna fyrir mig og 2 dögum seinna mátti ég sækja þvegið og tilbúið stykki. Biðjum að heilsa Boggu ömmu heyrðist þegar ég brosandi stakk niður krullujárninu, ég heimsótti þig og fékk að fikta í hárinu þínu og svo fengum við okkur kaffi- sopa og spjölluðum, helst átti ég að þiggja eitthvað með kaffinu eins og allar ömmur vilja, þú varst samt ekki eins og allar ömmur því þú varst ekki gömul, hvorki í útliti né fasi. Aldrei gleymdir þú skvísuganginum, þú varalitaðir þig og fórst í háhælaða skó, við sem ætluðum bara í bankann eða matvörubúðina. Þú vippaðir þér eins og smástelpa uppí jeppann hjá mér, þá hugsaði ég; vá svona vil ég vera þegar ég verð 86 ára. Hver er uppskriftin að því að eldast vel, hjá þér amma mín gæti það verið góða skapið og hve rík þú varst af afkomendum, við er- um 68 talsins og rúmlega 100 er við teljum maka okkar með, þú fylgdist vel með okkur öllum. Ör- verpið þitt hún Auður náði eflaust að halda þér ungri, bæði með eig- in félagsskap og með yndislegum börnum sínum, þú varst þeim sem önnur mamma jafnt sem amma, samband ykkar var einstakt, mik- ið og gott. Þú áttir líka tíma fyrir þig og naust þess að ferðast hvort sem var innan eða utanlands og fórst í margar ferðir m.a. með systrum þínum eða vini sem þú varst svo heppin að eiga. Nú ertu farin í þína síðustu ferð og ég sakna þín mjög mikið. Það er erfitt að kveðja, ég geri það með þakklæti fyrir bros þitt, faðmlag, ást og endalausa um- hyggju sem þú gafst mér og mín- um. Takk fyrir allt og allt, sjáumst þegar við sjáumst. Þín Guðrún Ósk. Elsku besta amma mín. Nú ertu víst farin, farin til himna þar sem afi hefur beðið þín í allmörg ár. Mér þykir þetta allt svo óraunverulegt því fyrir aðeins nokkrum vikum sátum við heima í stofunni hjá þér og vorum að tala um að elda saman kjötsúpu en það var eitt af svo mörgu sem þú eldaðir alltaf handa okkur krökk- unum. Mér finnst bara eins og þú sért í einni af þínum sex vikna ferðum til Spánar, mér þótti það alltaf svo rosalega erfitt þegar þú varst svona lengi í burtu frá okkur, en þess virði þegar þú komst heim því þá voru miklir fagnaðarfund- ir. Nú mun ég eflaust þurfa að bíða í langan tíma eftir þessum fagnaðarfundum, þegar þú kem- ur alsæl og kaffibrún heim til okk- ar. Þú elskaðir sólina, ég vona að það skíni alltaf sól á þig þar sem þú ert. Ég mun sakna þess svo mikið að geta ekki komið til þín, því sama hvert erindið var, hvort sem það var bara til þess að spjalla við þig eða bara til þess að vera hjá þér, þá tókstu alltaf vel á móti mér og gafst þér tíma. Ég lít til baka og hugsa um allar stundirn- ar okkar saman, þegar við skruppum á pylsubarinn til að kaupa franskar með miklu kryddi, okkur fannst franskar, spælt egg og beikon svo gott. Þegar þú skutlaðir mér á hvíta bimmanum í Flensborg og rataðir svo ekki útaf planinu og keyrðir svo óvart upp á móti umferðinni og út á Hringbrautina – okkur þótti þetta ótrúlega fyndið. Ég minnist líka allra hinna stund- anna þegar við gátum bara setið saman og hlegið eða grátið, bara svona eftir því hvernig lá á okkur. Ég mun gera allt sem ég get til að standa undir nafninu þínu, elsku amma, og mun bera það með stolti. Ég mun alltaf minnast þín og í framtíðinni mun ég segja mínum nánustu hversu yndisleg amma þú varst. Þín nafna, Sólborg Gígja. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við minnumst Boggu okkar. Þegar Reynir son- ur okkar og Auður dóttir þín byrj- uðu að vera saman urðum við fljótt mjög góðar vinkonur. Þegar ég kom til Auðar í kaffi þá hóaði hún í þig enda varstu nýflutt í ná- grennið. Það var mjög stutt á milli. Við gátum spjallað saman um allt mögulegt yfir kaffibollan- um. Þú varst alltaf svo myndarleg kona og barst þig vel í háhæluð- um skóm. Það kemur upp í hug- ann þegar ég og vinkona mín keyrðum upp brekkuna í Ás- landið. Þá sáum við svo flotta konu koma gangandi á háum hæl- um, og það var engin önnur en þú, Bogga mín. Og það eru ekkert svo margir mánuðir síðan það var. Síðustu árin áttir þú góðar stund- ir með Jóni vini þínum sem var þér góður félagi. Þið áttuð vel saman og ferðuðust bæði hér heima og í útlöndum. Þú keyrðir alltaf bíl og skutlaðir barnabörn- unum í leikskóla og íþróttir og allt mögulegt. Þú varst orðin fullorðin þegar þú hættir að keyra. Bíllinn bilaði, en hann var gamall BMW með númerið G-647, sem þú hafð- ir átt frá því að hann var glænýr. Þá hættir þú alveg að keyra. Þér fannst það alveg hræðilegt lengi á eftir. Þú fannst þó lausn á því og fórst að taka strætó og komst upp á lag með það eins og skot. Þú varst ótrúlega dugleg með Sölva litla og labbaðir með hann niður í Hafnarfjarðarbæ í kerru og tókst strætó heim. Og geri aðrir betur. Þú talaðir oft um börnin þín, ömmubörnin og langömmubörnin og hvað þú hefðir verið heppin með þau. Þér fannst þú vera lán- söm í lífinu. Ekki má gleyma systrum þínum. Þið voruð fjórar á lífi, hittust oft og borðuðuð saman oftast vikulega. Það veitti þér mikla ánægju. Þið fóruð í jólaferð fyrir síðustu jól. Þá varstu farin að tala um að þú værir oft þreytt og slæm í bakinu. Okkur fannst eins og þú yrðir aldrei söm eftir þá ferð. Upp úr síðustu áramótum fórstu svo í rannsókn sem stað- festi veikindi þín. Við Júlli vorum mörg undanfarin ár vön að vera hjá Auði og Reyni og krökkunum á aðfangadagskvöld þar sem við hittumst ávallt og fögnuðum komu jólanna. Við eigum öll eftir að sakna þín sárt. Að vonum þó Auður og krakkarnir mest. Elsku Bogga okkar, brotthvarf þitt er okkur öllum mikill missir. Guð blessi þína minningu. Elín G. Ólafsdóttir og Júlíus Bess. Stundum finnst okkur venju- legu mannfólki að við stöndum ein og að þar sem ætti að vera hlýja og ylur sé napurt og kalt. Mér hlýtur að verða á þessum tíma að hugsa til Guðbjörns Kristinssonar og Ingibjargar Friðbertsdóttur frá Súgandafirði. Þau blessuðu hjón bárust ekki á og létu lítið fyrir sér fara þrátt fyrir að vera í forystu Súgfirð- inga í áratugi. Það var kannski ekki svo auð- velt fyrir fimm eða sex ára dreng Ingibjörg Friðbertsdóttir ✝ Ingibjörg Frið-bertsdóttir, ætíð kölluð Imba, fæddist á Suður- eyri 22. október 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar 14. apríl 2012. Útför Ingibjarg- ar fór fram í Suður- eyrarkirkju 21. apríl 2012. að koma í fyrsta sinn til sumardval- ar í „fallega fjörð- inn“. En ég átti frændfólk og vini í öðru hverju húsi og mætti alls staðar hlýju, enda móðir mín fædd og uppal- in á Laugum hér í firði. Ég eignaðist alls staðar vini í strákum og stelpum á mínu reki, „púkum“, sem var nýyrði fyrir mér og var notað um unga drengi. En ég kynntist ekki bara börnum og unglingum. Með vik- um og mánuðum kynntist ég næstum hverri manneskju í „plássinu“ og allt var það á sama veg. Yndislegt. Og þrátt fyrir að eftir sæti söknuður til Hafnarfjarðar, komst ég inn í það dásamlegasta umhverfi sem hugsast gat. Þá kynntist ég Bjössa og Imbu. Gæðablóð bæði frá toppi til táar. Þessi kæru hjón sem eignuðust svo yndisleg börn, sem ég hef þekkt alla þeirra ævi. Ef við Súgfirðingar leitum að hornsteinum eru þau hjónin á Eyragötunni af þeim stofni. Hægðin, seiglan og dugnaðurinn og það að halda vel utan um allt hjálpaði þeim áfram. Auðvitað var Bjössi í brúnni og seinna Steini líka, sem er löngu búinn að taka við stjórn „Bertans“ á sjónum. Það er ekk- ert einfalt að reka útgerð, en það er engin vandi að koma henni á hausinn. Það hefur ekki gerst hér. Imba var auðvitað alltaf í „Frystihúsinu“ eins og svo margar – en svo veiktist hún. Alvarlega. Þá var hún alveg komin heim. Það er ekki gaman að missa heilsuna og það fannst Imbu ekki heldur. Hún lagaði sig að aðstæðum og gerði húsið að heimili fyrir alla. Dásamleg kona! Á gamlárskvöldum kom ég oft við. Hún sat í eldhúsinu, sæl, blíð, glöð og andlitið fallegt – umkringt svörtu hárunum sín- um. Falleg, stolt kona. Og næst- um allt fólkið hennar og Bjössi um kring. „Elsku, fallegi Ævar minn,“ sagði hún þegar ég kom fyrst með Steina. „Vertu velkominn.“ Útbreiddur faðmur klæddur rauðum kjól. Hlý! Eins og El- ísabet Taylor. Hún faðmaði mig oft þetta kvöld – rétt eins og alltaf. Prinsessa, besta eiginkona, besta móðir, besta amma – en samt svo glöð – en þreytt. Ég kom í mörg ár. Fjöldi manns og allir vinir. Hátíðarkvöld! „Nú ár- ið er liðið“. – Og núna um næstu áramót verður engin Imba. Engin mamma eða amma. En afi verð- ur heima. Minningin mun lifa um súg- firska góða – og glæsikonu. Hún var móðir, eiginkona og amma og elskaði umhverfi sitt. Þótt þrjár sólir væru á lofti sá Bjössi þær aldrei fyrr en Imba skein. En hún dó! En það sem deyr teygir anga sína upp úr moldinni með hend- ur í átt til himins, þar sem Jesús Kristur tekur á móti öllum sem biðja, sakna og elska. Góða nótt. Guð blessi ykkur öll. Einlægur. Ævar Harðarson, vinur frá Suðureyri. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Víðivöllum 26, Selfossi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 25. maí. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 1. júní kl. 13.30. Jón Viðar Guðjónsson, Carola Ida Köhler, Steinþór Guðjónsson, Sigríður Garðarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Soffía Stefánsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR ÓLAFSSON bifvélavirki, Blásölum 17, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 27. maí, verður jarð- sunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 4. júní kl. 15.00. Hulda Haraldsdóttir, Karl Elí Þorgeirsson, Helga Bára Bragadóttir, Ólafur Ágúst Þorgeirsson, Jóhanna Þorgilsdóttir, Rut Þorgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Reynir Haraldur Þorgeirsson, Kristín Ósk Freysdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir og ástkær móðursystir okkar, HINRIKA ÁSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bolungarvík, síðast til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, og GUÐJÓNA HANSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bolungarvík, síðast til heimilis á Grund í Reykjavík, létust föstudaginn 25. maí. Útför þeirra fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. júní kl. 13.00. Stefanía Arndís Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson, Gyða Kristjana Guðmundsdóttir, Leó Svanur Ágústsson, Birna Edda Guðmundsdóttir, Guðný Erla Guðmundsdóttir, Rikharð Örn Jónsson, Guðrún Hansína Guðmundsdóttir, Guðni K. Þorkelsson, Kristján Ríkharð Guðmundsson, Guðbjörg Bragadóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Flókagötu 4, Reykjavík, lést fimmtudaginn 24. maí. Útförin auglýst síðar. Valborg Sigurðardóttir, Svavar Sölvason, Gestur Þór Sigurðsson, Vilborg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, amma, langamma og langalangamma, STEFANÍA JÓNANNA INGIMARSDÓTTIR, Nanna, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 21. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjar Þór Halldórsson, Ólöf Hallgrímsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir, Skúli Bjarnason, María Lilja Halldórsdóttir, Hólmfríður Gunnþóra Halldórsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Kristín Ísaksdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Áskær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Höfn, Eyrarbakka, Fossheiði 36, Selfossi, lést að kvöldi mánudagsins 28. maí. Jarðarförin fer fram laugardaginn 9. júní kl.14.00 frá Eyrarbakkakirkju. Guðjón Pálsson, Regína Guðjónsdóttir, Siggeir Ingólfsson, Ingileif Guðjónsdóttir, Ólafur Leifsson, Margrét Guðjónsdóttir, Þór Ólafur Hammer, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.