Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 33
Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurstræti 3, 221-9007, Reykjavík, þingl. eig. Í Kvosinni ehf og Gildi- Fasteignir ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjavíkur- borg, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 10:00. Austurstræti 3, 221-9009, Reykjavík, þingl. eig. Í Kvosinni ehf og Gildi- Fasteignir ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjavíkur- borg, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 10:30. Austurstræti 3, 221-9010, Reykjavík, þingl. eig. Í Kvosinni ehf og Gildi- Fasteignir ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjavíkur- borg, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 10:45. Klapparstígur 14, 227-8812, Reykjavík, þingl. eig. Jón Örn Jóhannes- son, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 4. júní 2012 kl. 11:15. Suðurhólar 16, 205-0886, Reykjavík, þingl. eig. Svanfríður Ósk Bæringsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 4. júní 2012 kl. 13:30. Veghús 15, 204-0999, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Ólafur Hauks- son og Halldóra Svava Sigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Arion Bank Mor- tagages Institutio, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 30. maí 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi fasteignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Laufás, fnr. 213-9162, Skagaströnd, þingl. eig. Björn Viðar Hannesson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 4. júní nk., kl. 09:30. Þverbraut 1, fnr. 213-7215, Blönduósi, þingl. eig. Krákur ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 4. júní nk., kl. 10:30. Aðalgata 2, fnr. 213-6594, Blönduósi, þingl. eig. JolantaTomaszweska, gerðarbeiðandi Blönduósbær, mánudaginn 4. júní nk., kl. 11:00. Húnabraut 4, fnr. 213-6936, Blönduósi, þingl. eig. Búrfjöll ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Blönduósbær, mánudaginn 4. júní nk., kl. 11:30. Melavegur 9, fnr. 213-4075, Hvammstanga, þingl. eig.Tanja Marna Ennigarð og Þorleifur Karl Eggertsson, gerðarbeiðendur Sjóvá- Almennar tryggingar hf., Mötuneyti MA og Íbúðalánasjóður, mánudaginn 4. júní nk., kl. 14:00. Höfðabraut 27, fnr. 213-4010, Hvammstanga, þingl. eig. Höfðabraut ehf., gerðarbeiðandi Húnaþing vestra, mánudaginn 4. júní nk., kl. 14:30. Bálkastaðir ytri, fnr. 144-097, Húnaþingi vestra, þingl. eig. 50% eignarhl. Sigurður Ingvi Björnsson, gerðarbeiðandi Vélaborg ehf., mánudaginn 4. júní nk., kl. 15:30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 30. maí 2012. Bjarni G. Stefánsson, sýslum. Félagsstarf eldri borgara                   ! "  #   $%&  &    %  ' ( "  ''     '       & )   ' *+ &  % % (  ,   "  '      (  , -"  . $" /   0 %  "   1 1"  '2 '     %    !  , &    3           (  ,  #!  %  ' ! "   # $"%&'      !" (  )&*  4  ,  & % )  ,     ! ) 0 1 !  +   "    ) ,  5+ ",  ! & )  '. !  "  ,&- ." &"       6  7       %       ' 3   %    '' $ , )  , , )   6' 80   -"  )0 41" /,  0  (  ,  !     !  %  ''! + ",  ' (  ,-"  . /'" 010   %  ' 5+ ",  '!  % ) + 5 &"&! )0 " /,     & )" &&  # '!     !    '! 9"   ,  "  ' ' & & : %  " % ,  & "& % " :"  ;2' %   + "&1&,   $% 2;6' 2+ ! )  <%     % 3 , "   = % 3   ;   >  % % 2662 " 0 ???"  2+ ! )  4"  6 <%  )  @@@  # 3  -   A &    "    2   %  '  %  '''   )    (  ,   26 4"     (  , -"  5 & 0 "1 6 % "!   %!  ; 2  (  , -"  ,& % + "&1&, ( : ' ! 8 &  "   & ) %& 2 80    % %  ;62' $    (  ,   *  B    <   '' 3: "   3 ,"   2' 4  # !(  5  $& !  %0  "     !  %  '!  )  "  ;'! )  , !   "     Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 ✝ Eyvindur Árna-son fæddist í Bifröst, Vest- mannaeyjum, 17. febrúar 1926. Hann lést í Sunnuhlíð, Kópavogi, 15. maí 2012. Foreldrar hans voru Árni Sigurður Böðvarsson og María W.H. Eyvind- ardóttir. Systkini Eyvindar voru Fríða Soffía, lát- in, Erna, látin, Böðvar, látinn, Gunnar og Gottfreð. Eyvindur giftist Margréti Gestsdóttur 1948 og voru þau gift til æviloka eða í 63 ár. Mar- grét lést 19. ágúst 2011. Börn Eyvindar og Margrétar eru: 1) Árni Eyvindsson, fráskilinn. Börn Árna: Eyvindur Árnason, giftur Ann. Börn þeirra Anna Charlotte og Harrison Johann. Fjóla Valdís Árnadóttir, frá- skilin. Börn Fjólu eru Freyja og Thelma. 2) Páll Eyvindsson, gift- Heilmann Eyvindardóttir, frá- skilin. Börn Maríu: Lisa Marie, gift Adem Mahmic. 5) Hannes Ey- vindsson, giftur Eddu Vigfús- dóttur. Börn þeirra: Atli Þór Hannesson. Birkir Hannesson, í sambúð með Önnu Regínu Björnsdóttir. Börn þeirra eru: Berglind Edda og Þórey Birna. Þorfinnur Hannesson. Kári Eyvindur Hannesson. Eyvindur ólst upp í Vest- mannaeyjum til 13 ára aldurs þegar fjölskyldan flutti á Klöpp, Seltjarnarnesi, þar sem hann bjó í tæp 10 ár. Þaðan flutti Eyvindur á Díla í austurbæ Kópavogs þar sem hann hóf búskap með Mar- gréti Gestsdóttur frá Ólafsfirði. Eftir 28 ára búsetu í Kópavogi fluttu þau í Garðabæ. Þar bjuggu þau í 31 ár. Seinustu árin dvöldu þau í Sunnuhlíð, Kópavogi. Fyrstu starfsárin vann Eyvind- ur í fyrirtæki föður síns. Þegar því lauk stofnuðu Eyvindur og bræður hans fyrirtækið Vibró hf sem hann vann hjá mest alla sína starfstíð. Útför Eyvindar fór fram frá Digraneskirkju 22. maí 2012. ur Helgu Rögnu Ármannsdóttur. Börn þeirra: Björg Ragnheiður Pálsdóttir, gift Benjamín Inga Böðvarsyni. Börn þeirra eru: Lúkas Páll og Elías Logi. Ármann Jakob Pálsson, giftur Ás- laugu Guðmunds- dóttur. Börn þeirra: Jakob Dagur, Arney Helga og Rakel Birta. Sverrir Gaukur Pálsson. 3) Kristjana Jó- hanna Eyvindsdóttir, gift Sig- urði Hólm Guðbjörnssyni. Börn þeirra: Guðbjörn Þór Sigurðsson. Margrét Sigurðardóttir, í sam- búð með Bjarna Ágústssyni. Börn þeirra eru: Bryndís Lára og Stefanía Rut. Tinna María Sigurðardóttir, gift Rúnari Þór Ólasyni. Börn þeirra eru: Anita Hólm, Aron, Rakel Mist og Ró- bert Óli. 4) María Wilhelmína Elsku afi minn kvaddi í morg- un. Ég hringdi eldsnemma í pabba og stóð við gluggann heima hjá mér. Það var glaðasólskin úti og hvít snjókorn féllu og fuku létt til jarðar. Mér fannst það fallegt og viðeigandi veður. Hiti og kuldi á sama tíma. Þannig líður manni á svona stundu, manni er bæði heitt og kalt, maður er glaður og sorg- mæddur. Hvítu snjókornin minntu mig líka á fallega hárið hans afa míns sem var alltaf snjó- hvítt frá því ég man eftir honum. Oft hefur maður talað um og heyrt söguna af því hvernig afi varð hvíthærður um tvítugt. Mér finnst að enginn annar hárlitur hefði getað farið honum. Minningarnar svífa um eins og snjókornin; afi í vinnuskyrtu og gallabuxum – eiginlega alltaf, afi að fíflast með gervitennurnar, afi að klóra bakið á Sverri bróður, afi að leika við okkur krakkana, með boginn fingur og eina skemmda nögl, steinsofandi í sófanum eftir kvöldfréttir og einu sinni í hæg- indastól heima í Skólagerði þegar hann átti að vera að passa okkur systkinin og við stálumst til að horfa á bannaða mynd. Afi með myndavélina á lofti við kökuborð- ið, alltaf mættur í morgunsárið að sækja pabba til að skutla honum út á flugvöll, afi úti á stétt, eða jafnvel götu, að vinka manni bless þegar maður keyrði í burtu frá Hegranesinu. Afi að grínast, brosa og hlæja, afi að knúsa strákinn minn, senda manni fing- urkoss, afi farinn að gleyma en alltaf stutt í brosið og glettnina. Þegar ég var barn var alltaf svo spennandi að fara upp í Víbró til afa og bræðra hans og leika sér þar, sérstaklega að fara í feluleik með frændsystkinunum. Fjörið þar með Möggu frænku kostaði mig eina nögl og dramatíska ferð upp á spítala, að sögn pabba, en það var allt þess virði. Maður ber merki margs sem á daga manns hefur drifið og þetta merki minnir mig á æsku og ævintýr. Æskan er frekar fjarri í árum talið en nærri þegar maður lætur hugann reika. Að vera hjá ömmu og afa var bæði gott og gaman. Mér leið vel í stóra húsinu sem afi byggði, í garðinum og bílskúrinn var hálfgerð fjársjóðskista. Sam- band afa og ömmu var skemmti- legt og ég get næstum heyrt í þeim segja sögur eða gantast hvort við annað. Það var sárt að sjá afa hverfa frá ömmu og okkur hinum en það var merkilegt hvernig hann hélt sinni léttu lund og hvernig hann af og til mundi eitt og annað sem maður átti ekki von á, t.d. nafn sonar míns, Lúkasar Páls, en allt- af tók hann honum fagnandi eins og öðrum börnum. Þetta eru ljúfsár tímamót, mér er bæði heitt og kalt. Veröldin sem var er ekki lengur til. Amma mín og afi minn hafa kvatt okkur og ég sakna þeirra en er þakklát fyrir það sem mér og okkur var gefið. Héðan í frá mun létt snjó- koma á björtum degi minna mig á Eyva afa minn, fallega hvíta hárið hans, brosið og hláturinn. Ég þakka fyrir yndislegan afa og bið góðan Guð að geyma hann og blessa okkur, vini hans og vanda- menn. Takk fyrir allt og allt. Björg Ragnheiður Pálsdóttir. Afi minn, þú hafðir alltaf svo stórt hjarta og í því var pláss fyrir alla. Faðmlag þitt og kossar voru óteljandi og áttir þú gott með að hleypa fólki nær þér með þinni yndislegu nærveru. Við barna- börnin áttum einstaklega gott með að biðja þig um að gera hluti fyrir okkur því þú varst svo óskaplega bónfús maður hvort sem það var að fara í sund, skutl- ast með okkur hingað og þangað eða að klóra bakið þegar við vor- um að horfa á sjónvarpið saman en þú entist svo lengi við það sem gladdi okkur ómetanlega mikið. Oft var komið við í Hegranes- inu hjá ykkur ömmu og það var alveg sama hvenær mann bar að garði, það þurfti alltaf að þiggja veitingar hjá ykkur og alveg sama þó að þú hefðir verið að klára að drekka kaffi þá settistu alltaf niður með okkur og fékkst þér bara aftur enda fannst þér matur voða góður sem reyndist okkur krökkunum oft vel, sér- staklega þegar við vorum ekki dugleg að klára matinn okkar því þú dróst okkur alltaf að landi. Við kölluðum þig oft ruslakistuna okkar enda gerðirðu allt fyrir okkur barnabörnin. Man að þegar við vorum yngri og vorum að leika okkur í garð- inum fannst okkur sérstaklega gaman að róla okkur í flaggstöng- inni þinni, fórum inn og fengum púða í stofunni hjá ömmu og ról- uðum okkur mikið. Þetta fannst þér alveg sjálfsagt að við gerðum því það var allt leyfilegt í Hegra- nesinu. Svo þegar við vorum orð- in eldri og reyndari í þessu vorum við farin að lenda á grenitrjánum í garðinum og það fannst okkur ekki voða gott svo þú tókst bara nokkrar greinar af svo við mynd- um ekki meiða okkur mikið. Þú varst svo góður við okkur. Ótalmargar sundferðir voru farnar í Sundhöll Hafnarfjarðar og þar hittir þú félagana þína en enn og aftur var alltaf tími til að fíflast í okkur krökkunum. Eftir- litsferðirnar voru mestu ævintýri sem við komumst í og gerðist margt skemmtilegt í þeim en aldrei reiddistu okkur fyrir fífla- ganginn okkar og yfirleitt endaði þetta með ís sem okkur krökkun- um fannst ekki leiðinlegt. Í seinni tíð eftir að þú veiktist þá fór hugurinn alltaf nær upp- vaxtarárum þínum í Vestmanna- eyjum og fengum við að heyra ótrúlega margar sögur af þér sem Eyjapeyja. Sumarið 2008 þegar amma veiktist og þurfti að fara á spítala vorum við fjölskyldan á leið norður í Ólafsfjörð í sumarfrí og tókum við þig með. Þú fórst með mömmu minni og pabba í bíl og skemmtir þér vel. Svo áttum við skemmtilegan tíma á Kleifun- um og þú dáðist svo að gulu fal- legu blómunum á túninu sem við vorum ekki eins hrifin af, gulu fíflunum, en það gladdi þig að sitja úti og horfa á náttúruna. Ég og þú fórum svo suður í flugi og varst þú alltaf að spyrja mig hve- nær ferjan færi því þú varst á leið heim, heim til Vestmannaeyja. Mig langar til að kveðja þig, elsku afi minn, með bæn sem þú varst vanur að fara með, með okk- ur krökkunum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín, Margrét. Það kom ákveðinn léttir yfir mig þegar ég fékk fréttirnar að afi hefði loksins fengið hvíldina sem hann hafði svo sannarlega verðskuldað í langan tíma. Það er samt erfitt að ímynda sér lífið án afa því hann var svo stór hluti af mínu lífi sem barn, unglingur og fullorðin. Ég er viss um það að þó víða væri leitað þá væri ekki hægt að finna betri mann, jafn elskaðan mann sem stóð sig með mikilli prýði í afahlutverkinu og var allt- af til staðar. Afi var einn af þessum nægju- sömu mönnum, sem þurfti aldrei neitt fyrir sig sjálfan en sá til þess að allir aðrir í kringum hann hefðu nóg. Ég var alltaf með ann- an fótinn í Hegranesinu og sem barn beið ég við útidyrnar eftir að afi kæmi heim í hádeginu því ég sá að amma var að gera klárt í eldhúsinu og þá gat ég ekki beðið eftir því að fá afa heim, hvort sem það var til að setjast á háhest á honum, búa til með honum götur úr matnum sem var á boðstólum eða einfaldlega bara vera í kring- um hann. Sem unglingur var ég alger- lega dekruð í botn af honum afa mínum, hann átti alltaf tíma fyrir frímerkið sitt eins og hann ávallt kallaði mig. Hann gat skutlast með mig út um allan bæ á „Rauð“ sínum og þó hann hefði sofnað í sófanum yfir kvöldfréttunum þá fór hann samt af stað að sækja mig í Eymundsson eða heim til vinkvennanna. Mér ofarlega í huga eru líka allar eftirlitsferð- irnar upp á Dalveg, þegar við fór- um að athuga hvort hliðið væri ekki örugglega lokað og öll ljós væru slökkt og hann afi var svo duglegur að kenna mér að keyra, eða „keyra eins og maður“ eins og hann myndi segja og það situr enn í mér þegar hann sagði mér að setja bílinn í hlutlausan og láta hann renna til að spara bensínið, helst frá Arnarneshæðinni og út að Olís. Þegar afi fór að eldast og minn- ið var farið að stríða honum þá var hefðin orðin þannig að ég fór sjálf eftirlitsferð á leiðinni heim til mín á kvöldin og hringdi svo í hann til að láta vita að allt væri með felldu. Við afi áttum okkur líka eina sérstaka hefð og það var að fara rúnt í alla kirkjugarðana með kerti, um jólin og á öðrum tíma árs. Afi talaði mikið um Rósa heitinn þegar ég var að alast upp og það tók mikið á hann að missa besta vin sinn, Geira Olsen og það var afa mjög mikilvægt að fara í garðana, honum fannst það vera skylda hans og þegar Ísleifur heitinn bættist í hóp horfinna vina og sjúkdómurinn var farinn að gera vart við sig þá spurði afi sig oft að því hvers vegna allir gömlu góðu vinirnir væru farnir en ekki hann og þá var betra að vera með svar á reiðum höndum. Ég man enn eins og það hafi gerst í gær þegar við fórum í okk- ar fyrstu heimsókn á Landakot, á minnismóttökuna, til að athuga hvort þetta væru eðlileg minnis- glöp sem hrjáði afa. Ég man enn eftir hræðsluglampanum í augum afa þegar við komumst að því að þetta væri Alzheimer-sjúkdóm- urinn. En afi var svo lánsamur að eiga marga góða að, hann átti stórkostlega fjölskyldu, yndis- lega konu og góða vini og vanda- menn. Samúðarkveðjur til mömmu og systkina hennar. Takk fyrir að vera til, afi. „Frímerkið þitt“, Tinna María Hlátur er lyf fyrir hjartað er fróm setning sem á svo vel við þig, elsku Eyvi. Af hlátri og kátínu áttir þú nóg og svo varst duglegur að gefa okkur með þér. Þinn dill- andi hlátur, axlir sem hristust og glampandi, glaðlegt augnaráð þitt, er það fyrsta sem mér hefur alltaf komið í hug þegar ég hef hugsað til þín. Mín barnatrú segir mér að nú sért þú kátur þó við fellum tár sem kveðjum þig. Þú ert kominn til Möggu þinnar sem þú elskaðir svo fallega og við kvöddum fyrir nokkrum mánuðum. Þú ert laus undan sjúkdómnum sem rændi þig minningum, gleðinni og hlátr- inum, frjáls og hlærð af hamingju með Möggu og kannski stríðir henni smá. Í huganum hrannast upp minningar. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og engin gleði hófst fyrr en þú varst mættur á svæðið. Á ættarmótum var þín beðið með óþreyju eins og lesa mátti af skilti nokkru sem sett var á tjaldsvæðið í Hringveri í Ólafsfirði fyrir mörgum árum. Þá hafði ættar- mótsnefndin merkt valin tjald- svæði og þar sem þú og Magga áttuð að tjalda stóð á skilti: „Flýttu þér nú, Eyvindur“. Þú varst ómissandi partur af sam- komunni. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir frá því að ég skrifaði minningargrein um Möggu frænku og eins og þar kom fram þá hugsa ég alltaf um ykkur tvö í einu: Magga og Eyvi. Þið voruð svo sterkt og fallegt tvíeyki. Nú eruð þið aftur sameinuð í paradís. Ég kveð þig, elsku Eyvi, fullviss um að þú sért heill og hamingju- samur með Möggu frænku. Hún hefur eflaust tekið á móti þér með sandköku og einhverjum sætind- um í skál. Elsku Palli, Maja, Hannes, Stjana og Árni. Minningin um elsku pabba ykkar mun lifa í hjörtum þeirra sem voru svo lán- samir að fá að kynnast honum. Hugsunin um hann kallar fram bros og fallegar minningar. Niðj- um hans öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Guðlaug Björgvinsdóttir. Eyvindur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.