Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is „Það mætti eiginlega segja að ég væri í skítamálum,“ segir Páll Stef- ánsson ljósmyndari sem er að vinna að verkefni þessa dagana um tíu menguðustu staði heims. „Verkefnið er ákaflega einfalt. Sem ljósmyndari á maður alltaf að reyna að hafa áhrif til góðs og fyrir rúmum tveimur ár- um rakst ég á lista yfir tíu staði í heiminum þar sem manneskjan hef- ur farið hvað lengst fram úr sér, tíu menguðustu staði jarðar. Mér fannst þetta voðalega spennandi verkefni og hef nú þegar farið á fimm þessara staða, meðal annars til Aserbaíd- sjan, Perú og Indlands, og tekið myndir sem sýna staðina í réttu ljósi,“ segir Páll og bætir við að upp- lifun sín af stöðunum hafi verið alveg svakalega ógeðsleg. „Konan mín fór með mér til Ind- lands enda er hún afskaplega hrifin af landinu og hefur komið þangað oft. Hún heimsótti mig á staðinn sem ég var að mynda í hálfan dag og flúði strax. Hún lýsti viðbjóðnum þannig að tenn- urnar yrðu loðnar eftir að hafa verið þarna í korter,“ segir hann en vill koma því á fram- færi að hann sé ekki að taka myndir af rusla- haugum. „Þetta er ekki svona umhverfisklám þótt það væri vissulega auðvelt fyrir mig að taka bara myndir af skorsteinum og rusli. Ég vil frekar búa til mann- eskjulegar myndir af stöðum sem eru alveg hræðilegir,“ útskýrir Páll. Hvergi velkominn „Þetta er dýrt, þetta er erfitt og ég er ekki velkominn á neinn af þessum stöðum. Ég tek myndirnar á risastóra myndavél með þrífæti svo ég er ekki að reyna að fela mig. Auð- vitað væri léttara að taka þær á smærri myndavél og vera í leyni en þá finnst mér myndirnar ekki verða sannar,“ segir Páll, sem var hand- tekinn og rekinn úr landi er hann tók myndir í bænum Sumgayit í Aserbaídsjan árið 2010. „Fólk er mjög undrandi yfir því hversu vel ég hef sloppið því landið er að miklu leyti lokað fyrir erlend- um fjölmiðlum,“ segir hann um reynslu sína en sl. laugardag opnaði Páll einmitt sýningu í Crymogeu, Barónstíg 27, á þeim myndum sem hann tók í Aserbaídsjan til að vekja athygli á þessari hlið landsins. „Kristján í Crymogeu, útgefandinn minn, benti mér á að þetta væri hin hliðin á Aserbaídsjan, sú sem fólk hefur ekki séð, og okkur fannst til- valið að opna sýninguna þegar úr- slitakvöld Evróvisjón var haldið í Bakú og glamúrinn væri hvað mest- ur,“ segir Páll sem hyggst halda ótrauður áfram að ferðast til þeirra staða sem hann á eftir. Að því loknu verður myndunum frá tíu menguðustu stöðum jarðar safnað saman í bók í líkingu við ljós- myndabókina Áfram Afríka! sem kom út árið 2010. Ljósmynd/Páll Stefánsson Mengun Starfsmaður ríkisolíufélags Aserbaídsjan er meðal þeirra sem sjá má á sýningu Páls í Crymogeu. „Hin hliðin á Aserbaídsjan“  Ljósmyndarinn Páll Stefánsson er „í skítamálum“ Páll Stefánsson Kór Neskirkju heldur tónleika í Neskirkju í kvöld kl. 20:30. Á tón- leikunum verður flutt efnisskrá fyrirhugaðrar tónleikaferðar til Skotlands 3.-7. júní nk. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en þeim sem áhuga hafa gefst kostur á að styrkja ferðasjóð kórsins, en seld verða sumarblóm á staðnum. Á efnisskrá tónleikanna eru kór- verk eftir ólík tónskáld og frá ýms- um tímabilum. Einnig verður frum- flutt verkið Exultate Deo eftir Steingrím Þórhallsson, stjórnanda Kórs Neskirkju, sem samið er fyrir blandaðan kór og flautu. Pamela De Sensi flautuleikari kemur fram á tónleikunum og einsöngur er í hönd- um Ragnhildar D. Þórhallsdóttur. Söngur og sumar- blóm í Neskirkju Steingrímur Þórhallsson Bandaríski gítarleikarinn og lagahöfundurinn Arthel „Doc“ Watson er látinn, 89 ára að aldri. Watson lést í Norður- Karólínu nokkrum dögum eftir að hafa farið í magaskurð- aðgerð. Watson var blindur, þekktur fyrir afar hraðan gítar- leik, nánar tiltekið gítarpikk, og var mörgum gítarleikaranum innblástur, eins og segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Hann hlaut átta Grammy- verðlaun á ferlinum og þar af verðlaun fyrir ævistarfið árið 2004. Watson blandaði saman þjóðlagatónlist frá Appalasíu- fjöllum og blágresi, kántrí, gospel og blús með einstökum hætti og var kraftmikill söngv- ari. Watson gaf út um 60 breið- skífur á ferlinum og af vinsæl- um lögum eftir hann má nefna „Rising Sun Blues“. Allur Tónlistarmaðurinn Arthel „Doc“ Watson er látinn, 89 ára að aldri. Gítarleikarinn Doc Watson látinn AFP 568 8000 | borgarleikhus.is Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Mið 6/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 1/6 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð IIInnirugnirh-nevohteeB Tónleikar Fös. 01.06 » 19:30 Aukatónleikar Fös. 08.06 » 19:30 Tónleikar Fim. 07.06 » Uppselt Fös 01.06 » 18:30 Fim 07.06 » 18:30 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.