Morgunblaðið - 10.05.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.05.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Metin falla í hverjum mánuðinum á fætur öðrum. Ekkert lát er á fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja Ís- land heim. Frá áramótum hafa 125.333 erlendir ferðamenn farið frá landinu. Þetta er ríflega 20% aukn- ing. Í apríl voru þeir tæplega 38 þúsund sem fóru um Leifsstöð eftir viðkomu á Íslandi og hafði þá fjölg- að um 16,5% frá sama mánuði í fyrra en síðasta ár var metár í fjölda erlendra ferðamanna. Eftir því sem á árið líður styrkjast líkurnar á að það met verði rækilega slegið í ár. Tölurnar benda allar í eina átt. Gistinætur á hótelum í marsmánuði voru 134 þúsund samanborið við 97.300 í mars í fyrra, hlutur er- lendra gesta í þeim fjölda var 77% og vöxturinn frá sama mánuði 2011 er 38%. Það er athyglisvert við þess- ar tölur að gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. Bendir aukningin til að markaðsátak við að laða að fleiri ferðamenn utan há- annatímans sé að skila umtals- verðum árangri. Hlutur Icelandair í þessum vexti er stór, með markaðs- starfi og auknu framboði, fjölgun áfangastaða og aukinni ferðatíðni. Icelandair flutti 136 þúsund farþega milli landa í apríl og var aukningin á ferðamannamarkaðinum til Íslands 13%. Í fyrra komu 565 þúsund ferða- menn til landsins. Þar af komu um 541 þús. um Keflavíkurflugvöll. Fleiri flugfélög munu fljúga til Keflavíkur í sumar en nokkru sinni áður og fleiri skemmtiferðaskip eru væntanleg í sumar er áður hafa sést hér. Búast má við að allt að 80 skemmtiferðaskipum á við- komustöðum hér við land í sumar og að farþegum með þessum skipum fjölgi úr um rúmlega 70 þúsund í fyrra og upp undir 120 þúsund í ár. Forsvarmenn í ferðaþjónustu eru tregir til að spá fyrir um fjölda ferðamanna yfir árið, enda getur margt breyst á skömmum tíma. Fjölgunin á umliðnum mánuðum gefur þó tilefni til að ætla að endur- skoða megi fyrri spár um að erlend- ir ferðamenn verði um eða yfir 600 þúsund. Ef fjölgunin yfir árið verður sambærileg við aukninguna á fyrsta ársþriðjungi, má ætla að heild- arfjöldinn geti orðið um 680 þúsund. Farþegar skemmtiferðaskipa eru aldrei hafðir með í talningu erlendra ferðamanna, þar sem þeir gista ekki í landi. Þessir erlendu gestir stíga þó flestir á land og njóta þjónustu á meðan stoppað er. Séu þeir með- taldir er ekki óvarlegt að spá því að samanlagður fjöldi erlendra gesta sem hingað koma á árinu 2012 með flugi, með farþegaferjum og erlend- um skemmtiferðaskipunum verði nálægt 800 þúsund talsins. Ferðamenn eyða minna Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir mikla markaðs- herferð hafa skilað árangri í vetur. „Okkar markmið er að reyna að dreifa ferðamönnum eins vel og hægt er yfir allt árið og auðvitað yf- ir landið,“ segir hún. „Það er mikil aukning og menn virðast vera ágæt- lega bjartsýnir fyrir sumarið. Bók- anir erlendra ferðamanna eru ágæt- ar víðast hvar.“ Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri tekur undir að vænlegar horfur séu á fjölgun ferðamanna á komandi mánuðum en bendir á að erfitt er að segja til um fyrirfram hvernig ferðamenn dreifast um landið eða hversu miklu þeir eyða. Gögn Hagstofunnar sýna að með- alútgjöld á hvern ferðamann hafa minnkað á milli ára en það er þróun sem þarf að snúa við að mati Ólafar. „Eitt af því sem við viljum ekki – og það er tiltekið sérstaklega í ferðamálaáætlun sem var samþykkt á Alþingi í fyrra – er að horfa bara á höfðatölu við mat á árangri í ferða- þjónustu. Líta þarf til fleiri þátta, s.s. arðseminnar sem fyrirtæki hafa af ferðaþjónustunni. Þar koma til þættir eins og dreifing ferðamanna um landið og í tíma, nýtingin á fjár- festingunni á ársgrunni og útgjöld ferðamanna. Við megum ekki missa sjónar á þessu, þrátt fyrir að auðvit- að sé ánægjulegt að sjá aukinn áhuga á Íslandi sem áfangastað ferðamanna og frábært að aukn- ingin skuli skila sér yfir vetr- artímann.“ Ferðamálastofa vinnur með ýmsum sam- starfsaðilum að fjölmörg- um verkefnum sem lúta að uppbyggingu og ný- sköpun innan ferðaþjón- ustunnar um land allt. Með markaðsverkefninu Ísland allt árið er áhersla lögð á að vekja athygli á land- inu sem áfanga- stað allt árið um kring. Er von á 800 þúsund gestum?  Yfir 20% fjölgun ferðamanna á fyrstu 4 mánuðum ársins  Nái sú aukning yfir árið má búast við að 680 þúsund ferðamenn gisti landið  Að auki er von á 120 þúsund farþegum skemmtiferðaskipa Morgunblaðið/RAX Bóka „Menn virðast vera ágætlega bjartsýnir fyrir sumarið. Bókanir erlendra ferðamanna eru ágætar víðast hvar,“ segir Erna Hauksdóttir frkvstj. SAF. Komur erlendra ferðamanna Fjöldi erlendra ferðamanna um Leifsstöð fyrstu 4 mánuði ársins Fjöldi 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 frá áram. 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 janúar febrúar mars apríl samtals 20122011 22 .2 0 6 26 .1 52 22 .8 49 27 .9 0 9 26 .6 24 33 .5 97 32 .3 33 37 .6 75 10 4. 0 68 12 5. 33 3 „Það er verið að vinna í anda ferðamálaáætlunarinnar en það má ekki gleyma því að þetta er ekki spretthlaup heldur lang- hlaup,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. „Það er mörg verk að vinna og á ýmsum sviðum er hægt að bæta um betur,“ bætir hún við. Ólöf Ýrr vill ekki spá fyrir um fjölgun erlendra ferðamanna yfir árið en nær öruggt sé að þeim muni fjölga á milli ára. ,,Við viljum ekki ein- blína á tölur og höfum farið varlega í spár um komur ferðamanna fram í tímann en það horfir vænlega núna ef marka má þennan aukna áhuga sl. vetur,“ segir hún. Þetta er ekki spretthlaup MÖRG VERK AÐ VINNA Ólöf Ýrr A tladóttir Um 140 fulltrúar munu mæta til framhaldsþings Starfsgreinasam- bandsins (SGS) sem haldið verður í dag. Þar stendur til að afgreiða til- lögur um róttækar breytingar á skipulagi og starfi SGS. Fresta þurfti þinginu sl. haust vegna ágreinings og var starfshópi falið að vinna tillögur um framtíð- arhlutverk og uppbyggingu sam- bandsins. Fækkað verður í framkvæmda- stjórn SGS og fundum hennar fækk- að en formannafundir verða haldnir að lámarki 2-3 sinnum á ári, en oftar ef þörf þykir. Þannig geta 5 aðild- arfélög með samtals 20% vægi innan SGS óskað þess að formannafundur verði kallaður saman. Í tillögu að nýjum lögum er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdastjórn þurfi sérstaklega að endurspegla landshluta, starfsgreinar og jafna skiptingu kynja. Þá er gert ráð fyrir því að svið og sviðstjórar falli út úr stjórnkerfi sambandsins. Í stað sviða er gert ráð fyrir að formannafundir og framkvæmdastjórn geti skipað mál- efnanefndir til að sinna málefnum tengdum kjarasamningum. Leigja út, hætta styrkveit- ingum og segja upp áskrifum Í dag eru um 52.657 félagsmenn innan SGS. Gera á breytingar á skattgreiðslum til SGS en fram kemur í greinargerð starfshópsins að verulegt misræmi hefur verið á milli fjölda félagsmanna sem sum fé- lögin gefa upp og þeim skatti sem þau greiða til sambandsins, sem hef- ur þýtt að ákveðin félög hafa fengið mun meira vægi á þingum SGS en skattbyrði þeirra gefur tilefni til. Fram kemur í greinargerð að skrifstofa SGS hefur ráðist í sparn- aðaraðgerðir. Húsnæðiskostnaður hefur verið lækkaður með því að leigja út tvö af fjórum skrifstofu- herbergjum sem sambandið hefur til umráða í Sætúni 1. SGS hefur hætt öllum styrkjum og auglýsing- um til góðra málefna. Kostnaður við síma og net hefur verið lækkaður. Áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum fræðiritum hefur verið sagt upp. Ráðist var í að lækka kostnað við tryggingar SGS, samþykktar nýjar reglur um ferðakostnað og risnu og gagnger endurskoðun verið gerð á erlendum samskiptum. omfr@mbl.is Breyta stöðu og vægi SGS  Framhaldsþing Starfsgreinasambandsins haldið í dag þar sem afgreiða á tillögur um miklar breytingar á sambandinu EDINBORG! Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA Verð frá: Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum 14.900 kr. 200.000 hótel í 165löndum / 800.000 bílarí 125 löndum HÓTEL OG BÍL BÓKAÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.