Morgunblaðið - 10.05.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.05.2012, Qupperneq 14
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Hópurinn sem leitar til okkar er að breytast. Það fjölgar í hópi öryrkja og eldri borgara en einstæðum körl- um sem hingað koma hefur fækkað. Svo erum við far- in að sjá stærri fjölskyldur og einstæða for- eldra. Þarna eru hópar sem eru í láglaunaflokk- unum og það er greinilegt að allar verðhækkanir koma hart niður á þeim,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, um eftirspurn eftir matargjöfum nú þegar 43 mánuðir eru liðnir frá efnahagshruninu. Þjóðfélaginu um megn „Þegar mest var hjá okkur haust- ið 2008 komu á þriðja hundrað manns til okkar á höfuðborgar- svæðinu. Nú eru þeir á sjötta hundr- að. Þeir eru miklu, miklu fleiri sem leita til okkar núna. Eftirspurnin hefur stigaukist síðustu ár. Þessi staða sýnir að þjóðfélagið ræður ekki við vandann. Stjórnvöld ráða ekki við vandann,“ segir Ragn- hildur og víkur að áhrifum verð- hækkana að undanförnu á kjör þeirra sem hafa úr minnstu að spila. Verðhækkanir auka á vandann „Til okkar leita konur sem eru í lægstu launaflokkunum. Hvernig skyldi standa á því? Það segir sig sjálft að það harðnar á dalnum hjá þessu fólki þegar verð á nauðsynja- vöru hækkar. Allar verðhækkanir hafa mest áhrif á fólkið sem lægst hefur launin. Bensínið hefur líka áhrif. Sumir sem til okkar koma eru á bílum sem þurfa viðgerðar við en þeir hafa ekki efni á því. Það er ekki fólk á lúxusbílum sem kemur hingað. Það er ekki algengt að fólk nefni skuldir en þó er eitthvað um það. Ég vil taka það fram, svo á því leiki eng- inn vafi, að fólkið sem kemur til okk- ar gerir það ekki að gamni sínu.“ Rangt að borga of lág laun Ragnhildur gagnrýnir stjórnvöld fyrir að greiða konum á lægstu töxt- um laun sem einboðið sé að dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu. „Borið hefur á umræðu um að niðurlægjandi sé að þiggja matar- gjafir. Ég hafna þessu alfarið. Við, eða réttara sagt þjóðin, erum að gefa matinn því það er þjóðin sem styrkir þessa starfsemi. Ég vil taka það sér- staklega fram. Og fólkið ræður hvort það þiggur matargjöf eða ekki. Það er miklu meira niðurlægjandi að þiggja laun hjá ríkisstjórn sem veit að vonlaust er að lifa af þeim. Þegar á það er bent segja fulltrúar stjórnvalda að neyslukannanir séu of háar sem viðmið fyrir lægstu laun. Þær séu því ekki notaðar. Til hvers eru þá kannanirnar? Rannsóknir sýna að kynbundinn launamunur er enn við lýði á Íslandi. Konur sem til okkar leita þekkja vel hversu erfitt það er að lifa af lægstu launum, þar með talið hjá hinu opin- bera. Og því miður bendir fátt til þess að vandinn muni leysast í bráð,“ segir Ragnhildur. Morgunblaðið/Ernir Heimilismatur í poka Þeim fer fjölgandi sem leita eftir matargjöfum hjá Mæðrastyrksnefnd. Formaður nefndarinnar hafnar því að niðurlægjandi sé að þiggja matargjafirnar. Tvöfalt fleiri en eftir hrunið  Á sjötta hundrað manns leitar nú eftir matargjöfum hjá Mæðrastyrksnefnd á höfuðborgarsvæðinu  300 leituðu þangað haustið 2008  Formaður nefndarinnar segir stjórnvöld ekki ráða við vandann Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Hagtölur vitna um vanda » Nýjar tölur Creditinfo benda til að 26.400 einstaklingar séu nú í alvarlegum vanskilum. » Í október birti Hagstofan lífskjararannsókn sem benti til að „rúmlega helmingur allra heimila ætti erfitt með að ná endum saman“. » „Almennt séð fer fjárhags- staða heimilanna heldur versn- andi milli 2010 og 2011.“ 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri hjá velferðarráðuneytinu, segir að þótt atvinnuástandið sé eitthvað að lagast suður með sjó sé staðan enn erfið. „Ástandið er svipað og það hefur verið eftir hrun. Það er þó aðeins bjartara yfir núna. Við erum heppin að hafa Leifsstöð en þar er nú verið að ráða nokkur hundruð manns. Það er ljósi punkturinn í stöðunni. Svo er beðið eftir því hvort ráðist verður í mannaflsfrekar framkvæmdir á borð við álver. Margir Suðurnesjamenn hafa misst húsin sín. Tölur frá sýslu- manni sýna að nauðungarsölum hefur fjölgað verulega síðustu ár. Sumir hafa fengið að leigja húsin áfram og hafa því ekki lent á göt- unni. Það er hins vegar óvissa um framhaldið,“ segir Lovísa sem vinnur að áfangaskýrslu svo- nefndrar Suðurnesjavaktar um ástandið í velferðarmálum á Suð- urnesjum. Er þar er á ferð einn undirhópa velferðarvaktar sem stofnuð var að frumkvæði stjórnvalda í árs- byrjun 2009 til að fylgjast með af- leiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu. Óvissan hjá þeim sem missa húsin sín Lovísa Lilliendahl Morgunblaðiði/hag Á ferðinni Götulíf í Keflavík. Það vakti þjóðarathygli þegar Sig- ríður Huld Jónsdóttir, skólameist- ari VMA, sagði í viðtali við Akur- eyri Vikublað nýverið að dæmi væru um að nemendur við skólann væru látnir hætta námi svo þeir gætu unnið fyrir heimilið. Sigríður Huld segir viðbrögðin hafa verið af ýmsum toga. Vandinn væri skáldskapur „Sumir þökkuðu mér fyrir að koma þessu í umræðuna. Fólk hélt að þetta vandamál væri ekki til. Svo fékk maður þau viðbrögð að ég væri að búa það til að börn hættu í skólanum vegna þess að þau hefðu ekki efni á að vera í námi. Það er eins og fólk vilji ekki trúa þessu. Fólk virðist ekki geta sett sig í þau spor að aðrir eigi erfitt. Ég veit ekki hvað þarf til. Þarf einhver að standa úti á götu í tötrum og kinnfiskasoginn af van- næringu til þess að einhver trúi því að fólk búi við fátækt?“ spyr Sigríður Huld og tekur fram að sá misskilningur hafi komið fram í viðtalinu að þessi ungmenni geti gengið að atvinnuleysisbótum um leið og þau hætta í skóla. Suður á Reykjanesi hafa fjár- hagslegar þrengingar fólks sem missti vinnuna í efnhagshruninu reglulega komið til umræðu. Úthlutunum fer fjölgandi Spurð hvernig staðan sé segir Hjördís Kristinsdóttir, verkefna- stjóri hjá Keflavíkurkirkju og Vel- ferðarsjóði Suðurnesja, að þörfin fyrir aðstoð fari vaxandi. „Við greiðum skólamáltíðir fyrir 60-70 börn í hverjum mánuði. Það virtist vera að komast á jafnvægi eftir eftirspurn eftir aðstoð í fyrrahaust en nú finnst mér sem hún sé að aukast á ný. Við vorum með 52 matarúthlutanir fyrir fjöl- skyldur í mars í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar en þær hafa verið á bilinu frá 12 og upp í 40 á mánuði. Við aðstoðum fólk líka vegna lyfjakaupa en lyf hækkuðu í verði 1. janúar eftir að ríkið skar niður niðurgreiðslur á vissum lyfjum.“ Neita að viðurkenna fátæktina  Skólameistari VMA fékk mikil viðbrögð við grein Hjördís Kristinsdóttir Sigríður Huld Jónsdóttir LONDON! Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum 15.700 kr. 200.000 hótel í 165löndum / 800.000 bílarí 125 löndum HÓTEL OG BÍL BÓKAÐU F ÍT O N / S ÍA Verð frá:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.