Morgunblaðið - 10.05.2012, Page 16

Morgunblaðið - 10.05.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Spennubreytar 12 -220v Gott verð - góða fe rð! Farangursbox Sætaáklæði í úrva li Kælibox 12V/220V 25L. Hjólagrindur í úrv ali Framlengdir spegl ar Opnunartími verslunar: Opið virka daga frá kl. 08-18. Vagnhöfði 23 - S: 590 2000 benni.is - verslun@benni.is Sérfræðingar í bílum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heimaey VE 1, nýtt skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, er væntanleg til Eyja um hádegi á þriðjudag. Síð- degis á þriðjudag er ráðgert að skip- ið verði sýnt bæjarbúum og gestum. Skipið var smíðað í Asmar, skipa- smíðastöð sjóhersins í Talcahuano skammt frá Concepcion í Síle, og er fyrsta nýja uppsjávarskipið sem bætist í íslenska flotann í mörg ár. Ólafur Einarsson og áhöfn hans sigldu í gær norður Atlantshafið meðfram Ameríku eftir að hafa farið í gegnum Panama-skurðinn í síð- ustu viku og framhjá Bermúda-eyj- um á mánudag. Heimferðin hefur gengið vel, að sögn Eyþórs Harð- arsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins. Fyrirhugað er að Heimaey fari í fiskveiðiprufutúr 22. maí með mönn- um frá skipasmíðastöðinni og sér- fræðingum sem tengjast búnaði skipsins. Samningar um smíði þess voru undirritaðir 1. nóvember 2007 og var upphaflega gert ráð fyrir að tvö skip yrðu smíðuð fyrir Ísfélagið. Eftir skjálftana í Síle í byrjun árs 2010 var hætt við smíði seinna skipsins, enda laskaðist skipasmíða- stöðin verulega í skjálftunum og flóðbylgjunni sem fylgdi. Hannað hjá Rolls Royce Skipið er hannað hjá Rolls Royce og er skrokkur Heimaeyjar sá fimmti sem er smíðaður með þessu lagi, hin skipin voru smíðuð fyrir Norðmenn og Færeyinga. Eyþór segir að við hönnun skipsins hafi verið tekið mið af þeirri þróun upp- sjávarskipa sem átt hafi sér stað á síðustu áratugum. Skrokklagið sé hannað með tilliti til toggetu og sigl- ingahraða, en jafnframt sé mikil áhersla lögð á orkunýtingu og orku- sparnað, en á síðustu árum hafi mik- il þróun átt sér stað í þeim efnum. Afgangsorka er notuð til að hita skipið og einnig til að hita svartolíu, HFO 380. Aðalvél skipsins er Berg- en Diesel. Lestar skipsins eru allar jafn stórar og af hentugri stærð til kælingar með RSW sjókælikerfi. Það kerfi á að tryggja sem besta kælingu, en skipið tekur rúmlega tvö þúsund tonn í tanka, sem eru tíu talsins. Heimaey er 71 metri að lengd, og 14,4 metrar að breidd. Há- markssiglingahraði er 17 mílur. Skipið er með rúmum fyrir 20 manns í fjórum eins manns klefum og átta tveggja manna klefum, auk sjúkraklefa. Gert er ráð fyrir 8-11 manna áhöfn. Hátíð í Eyjum við komu Heimaeyjar  Ráðgert að almenningi verði boðið að skoða skipið síðdegis á þriðjudag  Nýtt skip tekur mið af þróun við smíði uppsjávarskipa á síðustu áratugum  Mikil áhersla lögð á orkunýtingu og orkusparnað Ljósmynd/Eyþór Harðarson Á heimleið Heimaey VE 1 lagði af stað frá Síle 19. apríl, sumardaginn fyrsta, og er ráðgert að skipið komi til Vestmannaeyja á þriðjudag. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son er nú í leiðangri djúpt suðaustur af landinu. Einkum er verið að kanna göngur síldar, ástand og magn. Leiðangurinn er árlegt sam- vinnuverkefni Íslendinga, Norð- manna, Dana og Færeyinga. Í leið- angrinum er kolmunni einnig kannaður og þá aðallega með tilliti til nýliðunar. Makríll er hins vegar enn þá lítið eða ekki genginn enn inn á þessar slóðir í Austurdjúpi. Makrílleiðang- ur er hins vegar ráðgerður í júl- ímánuði og þá í samvinnu við Fær- eyinga og Norðmenn. Ekki mælt með upphafskvóta Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár verður gefin út í byrjun næsta mánaðar. Þar verður ekki lagður til upphafskvóti á loðnu þar sem ekki hefur mælst nægilega mikið af árganginum sem bera mun upp veiðar á næstu vertíð. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Sigurðssonar, sviðsstjóra nytjastofnasviðs hjá Hafrannsókna- stofnun, er grannt fylgst með ástandi hafíss í Grænlandssundi og norður af Vestfjörðum. Stefnt er að því að senda rannsóknaskip til mæl- inga á loðnu þegar aðstæður skap- ast, en það ræðst af veðurfari og magni hafíss hvort það verður í sum- ar eða dregst fram á haust. Leiðangur Hafrannsóknastofnun- ar til mælinga á ungloðnu frestaðist um tvo mánuði í fyrrahaust vegna verkfalls undirmanna á rannsókna- skipunum. Við mælingar fyrstu tíu dagana í desember var fjöldi ung- loðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004-2009 og aðeins um 10% af því sem mældist haustið 2010. Vegna hafíss reyndist ekki unnt að kanna það svæði þar sem árið áður hafði verið mest af ungloðnu. Aftur var reynt að mæla ungloðnu í febrúar, en vísitala hennar reyndist talsvert undir þeim viðmiðunum sem réttlæta tillögur um upphafs- kvóta í loðnu, að sögn Þorsteins. Kanna síld og makríl – óvissa um loðnuna  Loðnan könnuð þegar aðstæður leyfa Ljósmynd/Börkur Vísindi Rannsóknir standa yfir á síld og kolmunna í samvinnu við ná- grannaþjóðir. Uppsjávarskipin hafa undanfarið verið á kolmunnaveiðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.