Morgunblaðið - 10.05.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.05.2012, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Anders Behring Breivik hrópaði af gleði þegar hann skaut á fólk í Útey, að sögn vitnis við réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum í Ósló í gær. Breivik myrti 69 manns í eyjunni 22. júlí, eftir að hafa orðið átta manns að bana í sprengjuárás í miðborg Óslóar. Tonje Brenna, 24 ára kona sem lifði af skot- árásina í Útey, bar vitni í gær og sagði að Brei- vik hefði rekið upp gleðióp þegar hann skaut fólkið til bana. Henni tókst að fela sig í kletta- sprungu á eyjunni þegar fjöldamorðin voru framin. „Ég er fullviss um að ég heyrði gleðióp,“ sagði Brenna í vitnastúkunni. „Ef ég þyrfti að stafa það sem hann hrópaði væri það VÚ-HÚ. Aug- ljóslega gleðióp.“ Fjöldamorðinginn hristi höfuðið þegar Brenna lýsti gleðiópinu. Áður hafði hann neitað því að hafa hlegið og brosað þegar hann framdi fjöldamorðin. „Hvers vegna ætti ég að hafa hleg- ið á meðan ég var þarna? Það er ekki rétt. Þetta var hræðilegt. Ég brosti ekki,“ sagði Breivik þegar hann kom fyrir réttinn 20. apríl. Fjöldamorðinginn situr nokkra metra frá vitnastúkunni. Lítil sem engin svipbrigði sáust á andliti hans þegar hann fylgdist með lýsingum vitnisins á örvæntingu og þjáningu fórnarlamba hans í sumarbúðum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. 56 þeirra sem létu lífið voru undir tvítugu og yngsta fórnarlambið var nýorðið 14 ára. bogi@mbl.is Hrópaði af gleði er hann skaut fólkið  Ung kona lýsir skotárás fjöldamorðingjans í Útey og skelfingu ungmenna sem reyndu að komast undan  Vitnið bjargaði lífi sínu í kúlnahríðinni með því að fela sig í klettasprungu Reuters Fyrir rétti Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik (til hægri) og verjandi hans, Geir Lippestad. Skelfingu lostin » Tonje Brenna lýsti örvænt- ingu sinni í Útey þegar fjölda- morðinginn kom svo nálægt henni að hún fann púðurlykt af byssunni hans. » „Hvert sem við litum sáum við fólk falla niður,“ sagði vitn- ið. „Við sáum fólk falla í sjóinn og fram af klettum.“ » Brenna sagði að mörg ung- mennanna í Útey hefðu verið svo skelfingu lostin þegar skothríðinni lauk að þau hefðu ekki þorað að fara frá felustöð- um sínum þegar lögreglumenn komu á báti að eyjunni. Rússneski herinn sýndi mátt sinn á árlegri hersýningu á Rauða torginu í Moskvu í gær þegar Rússar minntust þess að 67 ár eru liðin frá sigri sovéska hersins á þýskum nasistum. Yfir 14.000 hermenn tóku þátt í sýningunni og marseruðu á torginu. Einnig voru sýndir skriðdrekar, eldflaugar sem geta borið kjarnavopn og annar búnaður auk þess sem herþotur flugu yfir svæðið með miklum dyn. „Aðeins öflugur her gerir Rússlandi kleift að verjast ógnum 21. aldarinnar,“ sagði kynnir á hersýningunni. Vladímír Pútín, sem sór embættiseið forseta tveimur dögum áður, fylgdist með hersýningunni ásamt fleiri embættismönnum, þeirra á meðal Dmítrí Medvedev, fyrrverandi forseta, sem hafði stólaskipti við Pútín og tók við embætti forsætisráðherra. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, var á meðal viðstaddra. Pútín flutti ræðu við grafhýsi Leníns og lagði áherslu á að Rússar hefðu átt stærstan þátt í sigrinum á þýskum nasistum í síðari heimsstyrjöldinni og hefðu því „sið- ferðilegan rétt“ til að verja stöðu sína á alþjóðavettvangi. „Vegna þess að það var land okkar sem varð fyrir þyngstu árásum nasista og mætti þeim með hetjulegri mótspyrnu, gekk í gegnum mestu eldraunirnar, réð úr- slitum í stríðinu,“ bætti Pútín við. „Við munum alltaf hafa afrek ykkar í heiðri,“ sagði forsetinn við gamla her- menn sem fylgdust með hersýningunni. „Og það þýðir að við eigum framtíð og gerum allt sem við getum til að tryggja að hún verði friðsamleg.“ „Hefur siðferðilegan rétt til að verja stöðu sína“  Mikil hersýning í Moskvu í tilefni af sigurdeginum Reuters Í takt Yfir 14.000 rússneskir hermenn tóku þátt í árlegri hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Reuters Sigurdagurinn Vladímír Pútín Rússlandsforseti flytur ræðu á Rauða torginu í Moskvu í tilefni af sigurdeginum sem haldinn er árlega 9. maí til að minnast sigurs sovéska hersins á þýskum nasistum árið 1945. Moskvu. AFP. | Indverski skák- meistarinn Viswanathan Anand og Ísraelinn Boris Gelfand tefla á föstudag fyrstu skákina í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Sigur- vegarinn fær verðlaun að andvirði 1,5 milljóna dollara, sem svarar 188 milljónum króna. Þetta er í fyrsta skipti sem heimsmeistaraeinvígi í skák er háð í Moskvu frá sögulegu einvígi Garrís Kasparovs og Anatolís Karpovs á árunum 1984-85 þegar kalda stríðið geisaði enn og setti mark sitt á skákheiminn. Einvígið dróst á langinn og Alþjóðaskák- sambandið, FIDE, ákvað að lokum að stöðva það með mjög umdeild- um hætti án þess að niðurstaða fengist. Í þetta skiptið verða tefldar tólf skákir á þremur vikum og úr- slitaskák verður tefld 30. maí ef þörf krefur. Rússar vona að einvígið hjálpi þeim að gera Moskvu að skák- höfuðborg heimsins að nýju, eins og á tímum kalda stríðsins. „Staða okkar var þá einstök í skákheim- inum og við náum henni aldrei aft- ur,“ sagði Mark Glúkhovskí, rit- stjóri skáktímaritsins 64 – Chess Review. „Af einhverri ástæðu ákváðu sovésk stjórnvöld að gera skákina að einu af því sem við urðum að vera bestir allra í, t.d. ballett. Þannig verður það aldrei aftur.“ Mikill skákáhugi er þó ennþá í Rússlandi. Könnun sem gerð var árið 2010 bendir til þess að 49% Rússa tefli skák. „Skákiðkunin er þó ekki eins áberandi og hún var í Rússlandi vegna þess að margir hafa hætt að tefla í almenningsgörðum eða á torgum og tefla núna á netinu,“ sagði Glúkhovskí. Moskva verði skák- höfuðborg heimsins  Heimsmeistaraeinvígi að hefjast Viswanathan Anand Boris Gelfand
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.