Morgunblaðið - 10.05.2012, Síða 46

Morgunblaðið - 10.05.2012, Síða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Vegna niðrandi fréttar í sjónvarpi RUV þriðjudaginn, 8. maí sl., vil ég koma eftirfarandi á fram- færi. – Ekki frétt RÚV. Árið 1972 hannaði Gunnar Magnússon hið fræga einvígisborð sem notað var í ein- vígi aldarinnar, milli Boris Spassky og Roberts Fischer. Þessi hönnun er einstakt lista- verk og Gunnari til mikils sóma. Hann gerði þetta í þágu Skák- sambands Íslands án þess að taka krónu fyrir. Árið 1974 ákvað Skáksamband Íslands að láta smíða tvær frum- eftirgerðir af upphaflega borðinu í samráði við Gunnar, nákvæmlega eins í alla staði, og úr sama viði. Þetta var gert til fjáröflunar fyrir Skáksambandið sem ekki var van- þörf á. Þessi borð voru síðan boðin til sölu með taflplötum úr viði, árit- uðum af báðum keppendum, og þar með þeirri plötu, sem notuð var í flestum skákum einvígisins. Borðin voru boðin, m.a. vítt og breitt erlendis, en ekki tókst að selja á þeim tíma. Þetta ferli end- aði síðan á því að ég keypti bæði borðin árið 1976. Þau hafa síðan verið í minni vörslu og aðeins notuð til sýninga á ýmsum viðburðum, auk þess sem borð var lánað í einvígi Horts og Spassky 1977. Í samkomulagi SÍ og Gunnars frá 1974 er þess sérstaklega getið að aldrei skyldi heimilað að smíða fleiri en þessi tvö aukaborð. Á sl. ári ákvað ég að reyna að losa mig við þessa gripi. Hafði ég samband við marga aðila hér inn- anlands, enda hef ég lengst verið þeirrar skoðunar að þessir gripir ættu að vera varðveittir hérlendis. Þetta bar því miður engan árang- ur, þrátt fyrir að allir hafi lýst hrifningu sinni á gripunum. Það varð því úr að annað borðið var sent á uppboð í Danmörku, ásamt taflmönnum, sem fylgdu með í kaupunum á sínum tíma. Þeir voru, og hafa alltaf verið, fylgi- hlutar með borðinu. Til viðbótar þessu var nýlega fengin Garde-skákklukka hjá Skáksambandi Íslands, sem send var til að fylgja hinum hlutunum, einungis til að uppsetning hugs- anlegs kaupanda á hlutunum gæti verið eins og hún var í einvíginu 1972. Þau mistök sem voru á lýs- ingu þessarar klukku á vefsíðu uppboðshaldara hafa verið leiðrétt. Á sýningu Þjóðminjasafns Ís- lands á munum frá einvíginu er Garde-klukka, sem stillt er upp sem hlut úr einvíginu. Þessi klukka hefur ekki verið notuð í ein- víginu, þótt annað megi álykta. Stóra hneykslið, sem RUV ætti kannski að segja frá er það að á sýning- unni, sem nú er uppi í Þjóðminjasafni Ís- lands, er gömul GARDE-skákklukka til sýnis sem gestir gætu haldið að væri skákklukkan fræga frá 1972, sú sem notuð var í einvíginu. En það er eins með hana og klukkuna í Köben, að hún er bara „sömu gerðar“, og ættuð úr klukkusafni SÍ. Enginn veit hver upprunalega klukkan er eða hvar hún er niður komin. Við ákvörðun mína um að setja annað borðið á uppboð erlendis gerði ég mér grein fyrir að ég fengi einhver spörk fyrir frá ein- hverjum mönnum hér heima. En ég skal fúslega viðurkenna að mig grunaði ekki að slíkir óvildarmenn gætu beitt RUV fyrir sig með þeim hætti sem reyndin var sl. þriðjudagskvöld. Þar er það blásið upp með þessa klukku og hún not- uð til að réttlæta árás á mig. Nú er það svo að mjög erfitt hefur verið að afla gagna hjá Skák- sambandi Íslands um atburði varðandi kaup á borðunum og fleiru frá tíma einvígisins. Þeir eru búnir að glata samningum og fundargerðarbókum og eru í vand- ræðum með að finna út úr sínu bókhaldi. Vegna þessa hefur verið lögð mikil vinna í að finna og upp- lýsa gögn varðandi þessi mál. Því var haldinn stór fundur á skrif- stofu Sverris Kristinssonar í Eignamiðlun og farið yfir fjölda gagna þar frá tímum einvígisins. Á þennan fund mættu, auk Sverr- is og mín fjórir forsetar Skák- sambands Íslands, þeir Gunnar Björnsson, Guðmundur G. Þór- arinsson, Einar S. Einarsson og Gunnar Gunnarsson. Auk þeirra voru á fundinum þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir, Helgi Ólafsson stórmeistari, Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, og Rík- harður Sveinsson frá Skák- sambandinu, en hann er mér sagt að sé höfundur að fréttinni á RUV. Þarna kom fram fjöldi gagna sem staðfesta atburðarás þessa tíma þannig að ekki á að fara á milli mála hver hún var. Hennar er að vísu getið í Skák- sögu Íslands 1925-1995, bls. 136- 137, ritaðri af Þráni Guðmunds- syni. Í tengslum við þessi uppboðs- mál hefur verið hafin aðför að mér. Hún kemur upphaflega frá Gunnari Finnlaugssyni, mjólk- urverkfræðingi í Svíþjóð. Hann hefur gengið fram með þvílíku of- forsi, sem erfitt er saman að jafna. Ég hef undir höndum tölvu- póst frá honum sem er hreint ótrúlegur. Einnig hef ég spurnir af ófrægingum sem hann hefur komið á framfæri víða. Hann hef- ur smogið inn á ótrúlegustu menn með sinn óhróður. Þeim aðilum innan skákhreyf- ingarinnar, sem ég er í tengslum við, hefur öllum blöskrað fram- setning RUV á málinu. Og það sem verra er ef Skáksamband Ís- lands tengir sig þeirri aðför sem í gangi er. Í reynd kemur SÍ ekkert við lengur hvað gert er við þessa umræddu gripi. Eru brögð í tafli? Eftir Pál G. Jónsson Páll G. Jónsson »En ég skal fúslega viðurkenna að mig grunaði ekki að slíkir óvildarmenn gætu beitt RUV fyrir sig með þeim hætti sem reyndin var sl. þriðjudagskvöld. Höfundur er framkvæmdastjóri. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar hefur rakið raunir sínar í fjölmiðlum og fyrir eftirlitsaðilum. Hann hefur stefnt bænum fyrir að leggja niður starf sitt, og segist síðar ætla að stefna bæjarstjóra vegna eineltis sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Það er gott í sjálfu sér að ein- staklingar, sem telja sig hafa verið órétti beittir af hinu opinbera kerfi, skuli geta leitað eftir því að rétta hlut sinn hjá ráðuneyti, um- boðsmanni Alþingis og dómstólum. Sem áhugamaður um bæjarmál- efni á Seltjarnarnesi verð ég þó að segja það hreint út, að sú mynd sem viðkomandi hefur dregið upp í fjölmiðlum af meintum útistöðum sínum við bæjarstjórn er ekki í samræmi við þann veruleika sem ég þekki. Bæjarstjórn rekur málið ekki í fjölmiðlum en svarar fyrir dómi eins og rétt er. Sérstök atburðarás Ásgerður Halldórsdóttir tók við sem bæjarstjóri í júlí 2009. Fram- kvæmdastjórinn umræddi hafði þá nýlega flutt aðstöðu sína frá Bygggörðum á bæjarskrifstofuna. Eftir að Ásgerður tók við sem bæjarstjóri bað hann aftur um að vinnuaðstaða hans yrði flutt í ann- að húsnæði og nú yfir í áhaldahús bæjarins. Í fundargerð fjárhags- og launa- nefndar 11. nóvember 2009 kemur fram, að framkvæmdastjórinn seg- ir sig bréflega úr Starfsmanna- félagi Seltjarnarness og í öðru bréfi fer hann fram á launahækk- un, en nefndin sá sér ekki fært að verða við því. Í desember 2009 óskar hann eftir feitum starfsloka- samningi, hafandi þá aðeins verið bæjarstarfsmaður í eitt ár. Bæj- arstjórn var ekki tilbúin að gera slíkan samning og viðræðum lauk svo án árangurs. Í lok janúar 2010 leggur fram- kvæmdastjórinn fram læknisvottorð og mánuði síðar tilkynnir hann að ástæða veik- indanna sé ítrekað ógnandi einelti bæj- arstjóra í sinn garð frá hennar fyrsta vinnudegi. Ég fæ ekki betur séð en að þau hafi aðeins unnið saman í tæpa sex mánuði! Lái mér hver sem vill þó að manni finnist að þessi atburðarás eigi sér fleiri túlkunarmöguleika en komið hafa fram í eineltis- sögum framkvæmdastjórans fyrr- verandi. Á þær þyrfti í raun að láta reyna fyrir dómi. Sjálfsagt hefði verið auðveldast fyrir bæjarstjórn að kaupa sig frá þessu máli. Ástæðu þess að svo var ekki gert verður að skoða í ljósi þess að allt frá hrunárinu 2008 hafði verið markvisst unnið að því að skera niður og hagræða í yfirstjórn Seltjarnarnesbæjar. Það er ætíð sársaukafullt ferli. Því hlýtur það að teljast nokkuð sér- kennilegt af yfirmanni að fara fram á launahækkun og í fram- haldinu feitan starfslokasamning, þegar á sama tíma er verið að lækka laun bæjarstarfsmanna og gæta ýtrasta aðhalds á öllum svið- um vegna ytri áfalla. Eftir sérstaka úttekt á stjórn- kerfi bæjarins sem hófst í lok árs 2009 var samþykkt nýtt skipurit haustið 2010. Er það flatara, sveigjanlegra og hagkvæmara stjórnskipulag en áður hafði tíðk- ast eins og fram kom í frétta- tilkynningu á sínum tíma. Öllum fimm framkvæmdastjórum bæj- arins var sagt upp störfum af þeim ástæðum haustið 2010. Þetta ferli beindist því ekki að neinum einum starfsmanni eins og ljóst má vera. Ábyrg stjórn á Nesinu Seltjarnarnesbæ er vel stjórn- að. Það sýna reikningar bæj- arfélagsins. Skipulagsbreytingar í samvinnu við bæjarstarfsmenn ásamt aðhaldi í rekstri hafa skilað árangri sem Seltirningar geta verið stoltir af. Starfsmenn bæj- arins hafa fært fórnir í þágu bæj- arbúa og staðið sig vel á erfiðum tímum. Árleg þjónustukönnun Capacent sýnir að íbúar eru ánægðir með búsetuskilyrði, umhverfismál og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á þess- um sviðum er Seltjarnarnesbær í efstu sætum á landsvísu í sam- anburði við önnur bæjarfélög. Það er þessi jákvæða mynd sem við bæjarbúar á Seltjarnarnesi höfum í huga þegar við metum störf Ás- gerðar Halldórsdóttur bæjar- stjóra. Ég tel það einnig skyn- samlega ákvörðun hjá meirihluta bæjarstjórnar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort réttari er túlkun hennar og annarra bæj- arstjórna á uppsögnum við skipu- lagsbreytingar eða túlkun innan- ríkisráðuneytisins. Og nú standa yfir miklar skipu- lagsbreytingar hjá Reykjavík- urborg til hagræðingar eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síð- ustu daga. Ótrúverðug aðför að bæjarstjórn Seltjarnarness Eftir Halldór Þór Halldórsson » Seltjarnarnesbæ er vel stjórnað. Það sýna reikningar bæj- arfélagsins. Skipulags- breytingar í samvinnu við bæjarstarfsmenn ásamt aðhaldi í rekstri hafa skilað árangri sem Seltirningar geta verið stoltir af. Halldór Þór Halldórsson Höfundur er rafmagnsverkfræð- ingur. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is - nýr auglýsingamiðill –– Meira fyrir lesendur LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gjöf sem gleður Gull 16.500 kr. Silfur 5.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.