Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 28
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Daninn Steen Svendsen hefur verið að funda með stjórnendum í íslensku lífeyrissjóðunum og benda þeim á tækifærin sem felast í að fjárfesta í skógum erlendis. Hann segir að skógar falli vel að fjárfestingar- stefnu lífeyrissjóða og að mikilvægt sé fyrir þá að fjárfesta erlendis. Steen Svendsen er fulltrúi danska fyrirtækisins The International Woodland Company (IWC) sem var stofnað árið 1991 og aðstoðar fag- fjárfesta við að fjárfesta í skógum. Fyrirtækið er með um 2,5 milljarða dollara í stýringu. Frá 1999 til 2010 nemur ávöxtun IWC 12,1%.Nú er IWC í fyrsta skipti að setja á fót sinn eigin sjóð og stefnir að því að safna um 300 milljónum dollara í sjóðinn. Stefnt er að því að sjóðurinn starfi í 15 ár. Eiga eignir erlendis Aðspurður hvers vegna hann kjósi að leita að fjármagni fyrir sjóðinn á Íslandi, þar sem erlendar fjárfest- ingar eru gerðar nær ómögulegar með gjaldeyrishöftum, bendir Svendsen á að lífeyrissjóðirnir eigi fé erlendis sem þeir þurfi ekki að senda heim. Það mætti því vel hugsa sér að þeir myndu stokka upp í þeim fjár- festingum og leggja í þennan sjóð. Enn sem komið hefur enginn ís- lenskur sjóður tekið af skarið og ákveðið að fjárfesta í sjóðnum. Hann segir að það taki langan tíma að ganga frá stofnun á svona sjóði og að það sé um ár í að sjóðnum verði lok- að. „Það getur margt gerst á þeim tíma,“ segir Svendsen. En hvers vegna að fjárfesta í skóg- um? Hann segir að skógar séu að miklu leyti óháðir verðsveiflum á hlutabréfamörkuðum, sem sé skyn- samlegt m.a. varðandi áhættudreif- ingu. Menn geti ráðið hvenær trén séu höggvin niður, allt eftir aðstæð- um á mörkuðum. Sé verð á mörk- uðum hátt geti verið skynsamlegt að höggva en sé það lágt má bíða. Skóg- urinn heldur bara áfram að vaxa. Og ef trjánum er leyft að vaxa áfram verða þau einfaldlega verðmeiri, þar sem stærri og gildari tré eru verð- mætari en þau sem minni eru. Kostar lítið að setja skóg á ís „Það er ekki hægt að slökkva á verksmiðju í heilt ár og síðan ræsa hana aftur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. En þannig er málum háttað í skógrækt,“ segir hann. Verðið á timbri helst enn frem- ur í hendur við verðbólgu. Fjármunir sem lagðir eru í skóga brenna því ekki upp í verðbólgu. Sögulega hefur eftirspurn eftir timbri haldist í hendur við mann- fjöldann í heiminum. Svendsen segir að eftirspurnin muni aukast í fram- tíðinni og bendir meðal annars á Kína í því samhengi. „Hugsaðu þér bara ef fleiri Kínverjar, með aukinni velmegun, fara að nota vörur úr timbri,“ segir hann. Hætturnar við skógrækt Helstu hætturnar við fjárfestingar í skógum, samkvæmt samantekt frá Henrik Olejasz Larsen sjóðsstjóra í Danmörku, sem Svendsen lét Morg- unblaðið hafa í hendur, eru skógar- eldar, árásir frá skordýrum og óveð- ur. „Það er mjög auðvelt fyrir fólk að skilja fjárfestingar í skógum,“ segir Svendsen. Larsen bendir á að hætt- urnar geti enn fremur verið fjár- málalegs eðlis, sem helgast m.a. að því að það er lítið um að eignarhald á skógum skipti um hendur, sem leiðir til þess að erfitt getur verið að selja eignina á skömmum tíma. En það skipti ekki miklu máli fyrir sjóðinn sem Larsen stýrir, því hann fjárfesti til langs tíma. Markaðvirði skóga er 700 milljarðar dollara Skoðum markaðinn í heild. Það eru fjórir milljarðar hektara af skógi í heiminum. Þar af er hægt að fjár- festa í um ¼ af þeim. Markaðsverð- mæti skóglendis sem hægt er að fjár- festa í nemur um 700 milljörðum dollara, samkvæmt gögnum sem Svenden lét Morgunblaðið hafa. Hvetur til fjárfestinga í skógrækt Ómar Óskarsson Auðskilinn bransi „Það er mjög auðvelt fyrir fólk að skilja fjárfestingar í skógum,“ segir Steen Svendsen.  Reynir að fá íslenska lífeyrissjóði til að fjárfesta í skógræktarsjóði  Segir það skynsamlega áhættu- dreifingu  Eftirspurn eftir timbri fer vaxandi  Lífeyrissjóðir eiga fé erlendis sem hægt er að nýta Stöðumat » Eftirspurn eftir timbri fer vaxandi. » Lífeyrissjóðirnir eiga eignir erlendis sem þeir þurfa ekki að senda heim í gjaldeyrishöftin. » Sé verð óhagstætt má leyfa skóginum að vaxa áfram. » Erfitt getur reynst að koma skógum fljótt í verð. 28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 ● Íslandsbanki hefur endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjald- miðlum og öll erlend lán sem tryggð voru með veði í íbúðarhúsnæði. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hann hafi þar með gengið lengra í end- urreikningi erlendra húsnæðislána en lög frá Alþingi kveða á um. Þetta áréttar bankinn vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán. Íslandsbanki endur- reiknar húsnæðislán ● Alls bárust 13 gild tilboð í óverð- tryggð ríkisbréf, RIKB 22 1026 í útboði Lánamála ríkisins í gær, að fjárhæð 2.650 m.kr. að nafnverði. 7 tilboðum var tekið fyrir 2.000 m.kr. að nafnverði á söluverðinu 100,000 (7,24% ávöxt- unarkröfu). Ennfremur býðst aðalmiðl- urum að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða allt til kl. 14:00 þriðjudaginn 12. júní. Sjö tilboðum tekið ● Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfir- skriftinni Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi í Norræna húsinu næsta þriðju- dagsmorgun og hefst fundurinn kl. 8.15. Starfsemi FRÍS hefur að mestu legið í dvala frá árinu 2010 og er fundurinn liður í því að færa starfsemi ráðsins til fyrri vegar, en ráðið var stofnað árið 1990, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Fransk-íslenska við- skiptaráðinu. Ætla að endurlífga Fransk-íslenska viðskiptaráðið ● Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra hús- næðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta, seg- ir í tilkynningu frá Íslandsbanka. Viðskiptavinurinn velur vaxta- greiðsluþakið sjálfur sem þó verður að vera yfir því lágmarki sem ákveðið er af bankanum. Vaxtagreiðsluþakið er nú 7,5% ársvextir. Mismunur á vaxtagreiðsluþakinu og ríkjandi vöxt- um á hverjum tíma leggst þá við höf- uðstól lánsins og dreifist þar með yf- ir lánstímann. Býður vaxtaþak STUTTAR FRÉTTIR Samningar hafa tekist milli Byggðastofnunar, þrotabús Bakka- víkur hf., og Kampa hf. um kaup Kampa á rækjuverksmiðju Bakka- víkur í Bolungarvík. Bakkavík hf. varð gjaldþrota vorið 2010 og hefur Byggða- stofnun frá þeim tíma leitast við að koma starfsemi aftur af stað í húsnæði félagsins við höfnina í Bolungarvík, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. „Kampi hf. hefur byggt upp eina öflugustu rækjuvinnslu lands- ins á Ísafirði. Að fyrirtækinu stendur útgerðarfélagið Birnir í Bolungarvík, auk samstarfsmanna, og er ætlunin að nýta húsnæðið undir fiskverkun, rækjuvinnslu og mjölvinnslu úr rækjuskel, svo eitt- hvað sé nefnt. Forsvarsmenn Kampa reikna með að starfsemi geti hafist í húsnæðinu mjög fljót- lega,“ segir í tilkynningu frá Byggðastofnun. Kampi kaupir Bakkavík Rækja Jón Guðbjartsson frá Kampi og Aðalsteinn Þorsteinsson semja.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +--.10 +,/.-2 ,+.120 ,+.+2- +3.-0+ +0/.,, +.10+2 +-4./0 +1+.+3 +,-.3/ ,55.+, +,4.04 ,+.3/1 ,+.,4+ +3.-2/ +0/.4- +.1011 +-1.5+ +1+.1, ,,0./, +05.54 ,55.1+ +,4.3, ,+.25- ,+.0+0 +2.503 +0/.-1 +.1/+/ +-1.4- +1,.53 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á innstæðum og eign- um SpKef sparisjóðs skal nema sam- tals 19,2 milljörðum króna, sam- kvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar sem sett var á laggirnar með samn- ingi milli íslenska ríkisins og Lands- bankans hf. í því skyni að skera úr um endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Með greiðslunni til Landsbankans hf. fyrir yfirtöku á eignum og skuld- um í SpKef sparisjóði, er íslenska rík- ið að efna þau fyrirheit að tryggja all- ar innstæður hér á landi og óskert aðgengi innstæðueigenda að fjár- munum sínum á hverjum tíma. Úrskurðarnefnd kvað upp úrskurð sinn í gær. Með úrskurðinum er endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. Uppgjör til Landsbankans verður samkvæmt samningi aðila í formi rík- isskuldabréfs (RIKH 18), sem er á gjalddaga þann 9. október 2018. SpKef sparisjóður var stofnaður af fjármálaráðuneytinu í apríl 2010 í því skyni að taka við eignum og inn- stæðuskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík samkvæmt ákvörðun FME með vísan til heimildar í 1. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra að- stæðna á fjármálamarkaði o.fl. Með framangreindri greiðslu til Landsbankans hf. fyrir yfirtöku á eignum og skuldum í SpKef spari- sjóði, er íslenska ríkið að efna þau fyrirheit að tryggja allar innstæður hér á landi. Landsbankinn fær 19,2 milljarða króna  Endurgjald vegna yfirtöku SpKef Steen Svendsen fór fyrst að vinna að því að fá íslenska líf- eyrissjóði til að fjárfesta erlend- is árið 1992. Þá máttu lífeyr- issjóðirnir ekki fjárfesta erlendis, en þeir fengu til þess leyfi 2 árum seinna og þá upp- sker Svendsen ríkulega að eigin sögn. Hann starfaði þá sem framkvæmdastjóri hins breska Schroder Investment Manage- ment í Danmörku. Lengi unnið hér á landi KOM FYRST HINGAÐ 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.