Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 28
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Daninn Steen Svendsen hefur verið að funda með stjórnendum í íslensku lífeyrissjóðunum og benda þeim á tækifærin sem felast í að fjárfesta í skógum erlendis. Hann segir að skógar falli vel að fjárfestingar- stefnu lífeyrissjóða og að mikilvægt sé fyrir þá að fjárfesta erlendis. Steen Svendsen er fulltrúi danska fyrirtækisins The International Woodland Company (IWC) sem var stofnað árið 1991 og aðstoðar fag- fjárfesta við að fjárfesta í skógum. Fyrirtækið er með um 2,5 milljarða dollara í stýringu. Frá 1999 til 2010 nemur ávöxtun IWC 12,1%.Nú er IWC í fyrsta skipti að setja á fót sinn eigin sjóð og stefnir að því að safna um 300 milljónum dollara í sjóðinn. Stefnt er að því að sjóðurinn starfi í 15 ár. Eiga eignir erlendis Aðspurður hvers vegna hann kjósi að leita að fjármagni fyrir sjóðinn á Íslandi, þar sem erlendar fjárfest- ingar eru gerðar nær ómögulegar með gjaldeyrishöftum, bendir Svendsen á að lífeyrissjóðirnir eigi fé erlendis sem þeir þurfi ekki að senda heim. Það mætti því vel hugsa sér að þeir myndu stokka upp í þeim fjár- festingum og leggja í þennan sjóð. Enn sem komið hefur enginn ís- lenskur sjóður tekið af skarið og ákveðið að fjárfesta í sjóðnum. Hann segir að það taki langan tíma að ganga frá stofnun á svona sjóði og að það sé um ár í að sjóðnum verði lok- að. „Það getur margt gerst á þeim tíma,“ segir Svendsen. En hvers vegna að fjárfesta í skóg- um? Hann segir að skógar séu að miklu leyti óháðir verðsveiflum á hlutabréfamörkuðum, sem sé skyn- samlegt m.a. varðandi áhættudreif- ingu. Menn geti ráðið hvenær trén séu höggvin niður, allt eftir aðstæð- um á mörkuðum. Sé verð á mörk- uðum hátt geti verið skynsamlegt að höggva en sé það lágt má bíða. Skóg- urinn heldur bara áfram að vaxa. Og ef trjánum er leyft að vaxa áfram verða þau einfaldlega verðmeiri, þar sem stærri og gildari tré eru verð- mætari en þau sem minni eru. Kostar lítið að setja skóg á ís „Það er ekki hægt að slökkva á verksmiðju í heilt ár og síðan ræsa hana aftur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. En þannig er málum háttað í skógrækt,“ segir hann. Verðið á timbri helst enn frem- ur í hendur við verðbólgu. Fjármunir sem lagðir eru í skóga brenna því ekki upp í verðbólgu. Sögulega hefur eftirspurn eftir timbri haldist í hendur við mann- fjöldann í heiminum. Svendsen segir að eftirspurnin muni aukast í fram- tíðinni og bendir meðal annars á Kína í því samhengi. „Hugsaðu þér bara ef fleiri Kínverjar, með aukinni velmegun, fara að nota vörur úr timbri,“ segir hann. Hætturnar við skógrækt Helstu hætturnar við fjárfestingar í skógum, samkvæmt samantekt frá Henrik Olejasz Larsen sjóðsstjóra í Danmörku, sem Svendsen lét Morg- unblaðið hafa í hendur, eru skógar- eldar, árásir frá skordýrum og óveð- ur. „Það er mjög auðvelt fyrir fólk að skilja fjárfestingar í skógum,“ segir Svendsen. Larsen bendir á að hætt- urnar geti enn fremur verið fjár- málalegs eðlis, sem helgast m.a. að því að það er lítið um að eignarhald á skógum skipti um hendur, sem leiðir til þess að erfitt getur verið að selja eignina á skömmum tíma. En það skipti ekki miklu máli fyrir sjóðinn sem Larsen stýrir, því hann fjárfesti til langs tíma. Markaðvirði skóga er 700 milljarðar dollara Skoðum markaðinn í heild. Það eru fjórir milljarðar hektara af skógi í heiminum. Þar af er hægt að fjár- festa í um ¼ af þeim. Markaðsverð- mæti skóglendis sem hægt er að fjár- festa í nemur um 700 milljörðum dollara, samkvæmt gögnum sem Svenden lét Morgunblaðið hafa. Hvetur til fjárfestinga í skógrækt Ómar Óskarsson Auðskilinn bransi „Það er mjög auðvelt fyrir fólk að skilja fjárfestingar í skógum,“ segir Steen Svendsen.  Reynir að fá íslenska lífeyrissjóði til að fjárfesta í skógræktarsjóði  Segir það skynsamlega áhættu- dreifingu  Eftirspurn eftir timbri fer vaxandi  Lífeyrissjóðir eiga fé erlendis sem hægt er að nýta Stöðumat » Eftirspurn eftir timbri fer vaxandi. » Lífeyrissjóðirnir eiga eignir erlendis sem þeir þurfa ekki að senda heim í gjaldeyrishöftin. » Sé verð óhagstætt má leyfa skóginum að vaxa áfram. » Erfitt getur reynst að koma skógum fljótt í verð. 28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 ● Íslandsbanki hefur endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjald- miðlum og öll erlend lán sem tryggð voru með veði í íbúðarhúsnæði. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hann hafi þar með gengið lengra í end- urreikningi erlendra húsnæðislána en lög frá Alþingi kveða á um. Þetta áréttar bankinn vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán. Íslandsbanki endur- reiknar húsnæðislán ● Alls bárust 13 gild tilboð í óverð- tryggð ríkisbréf, RIKB 22 1026 í útboði Lánamála ríkisins í gær, að fjárhæð 2.650 m.kr. að nafnverði. 7 tilboðum var tekið fyrir 2.000 m.kr. að nafnverði á söluverðinu 100,000 (7,24% ávöxt- unarkröfu). Ennfremur býðst aðalmiðl- urum að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða allt til kl. 14:00 þriðjudaginn 12. júní. Sjö tilboðum tekið ● Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfir- skriftinni Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi í Norræna húsinu næsta þriðju- dagsmorgun og hefst fundurinn kl. 8.15. Starfsemi FRÍS hefur að mestu legið í dvala frá árinu 2010 og er fundurinn liður í því að færa starfsemi ráðsins til fyrri vegar, en ráðið var stofnað árið 1990, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Fransk-íslenska við- skiptaráðinu. Ætla að endurlífga Fransk-íslenska viðskiptaráðið ● Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra hús- næðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta, seg- ir í tilkynningu frá Íslandsbanka. Viðskiptavinurinn velur vaxta- greiðsluþakið sjálfur sem þó verður að vera yfir því lágmarki sem ákveðið er af bankanum. Vaxtagreiðsluþakið er nú 7,5% ársvextir. Mismunur á vaxtagreiðsluþakinu og ríkjandi vöxt- um á hverjum tíma leggst þá við höf- uðstól lánsins og dreifist þar með yf- ir lánstímann. Býður vaxtaþak STUTTAR FRÉTTIR Samningar hafa tekist milli Byggðastofnunar, þrotabús Bakka- víkur hf., og Kampa hf. um kaup Kampa á rækjuverksmiðju Bakka- víkur í Bolungarvík. Bakkavík hf. varð gjaldþrota vorið 2010 og hefur Byggða- stofnun frá þeim tíma leitast við að koma starfsemi aftur af stað í húsnæði félagsins við höfnina í Bolungarvík, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. „Kampi hf. hefur byggt upp eina öflugustu rækjuvinnslu lands- ins á Ísafirði. Að fyrirtækinu stendur útgerðarfélagið Birnir í Bolungarvík, auk samstarfsmanna, og er ætlunin að nýta húsnæðið undir fiskverkun, rækjuvinnslu og mjölvinnslu úr rækjuskel, svo eitt- hvað sé nefnt. Forsvarsmenn Kampa reikna með að starfsemi geti hafist í húsnæðinu mjög fljót- lega,“ segir í tilkynningu frá Byggðastofnun. Kampi kaupir Bakkavík Rækja Jón Guðbjartsson frá Kampi og Aðalsteinn Þorsteinsson semja.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +--.10 +,/.-2 ,+.120 ,+.+2- +3.-0+ +0/.,, +.10+2 +-4./0 +1+.+3 +,-.3/ ,55.+, +,4.04 ,+.3/1 ,+.,4+ +3.-2/ +0/.4- +.1011 +-1.5+ +1+.1, ,,0./, +05.54 ,55.1+ +,4.3, ,+.25- ,+.0+0 +2.503 +0/.-1 +.1/+/ +-1.4- +1,.53 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á innstæðum og eign- um SpKef sparisjóðs skal nema sam- tals 19,2 milljörðum króna, sam- kvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar sem sett var á laggirnar með samn- ingi milli íslenska ríkisins og Lands- bankans hf. í því skyni að skera úr um endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Með greiðslunni til Landsbankans hf. fyrir yfirtöku á eignum og skuld- um í SpKef sparisjóði, er íslenska rík- ið að efna þau fyrirheit að tryggja all- ar innstæður hér á landi og óskert aðgengi innstæðueigenda að fjár- munum sínum á hverjum tíma. Úrskurðarnefnd kvað upp úrskurð sinn í gær. Með úrskurðinum er endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. Uppgjör til Landsbankans verður samkvæmt samningi aðila í formi rík- isskuldabréfs (RIKH 18), sem er á gjalddaga þann 9. október 2018. SpKef sparisjóður var stofnaður af fjármálaráðuneytinu í apríl 2010 í því skyni að taka við eignum og inn- stæðuskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík samkvæmt ákvörðun FME með vísan til heimildar í 1. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra að- stæðna á fjármálamarkaði o.fl. Með framangreindri greiðslu til Landsbankans hf. fyrir yfirtöku á eignum og skuldum í SpKef spari- sjóði, er íslenska ríkið að efna þau fyrirheit að tryggja allar innstæður hér á landi. Landsbankinn fær 19,2 milljarða króna  Endurgjald vegna yfirtöku SpKef Steen Svendsen fór fyrst að vinna að því að fá íslenska líf- eyrissjóði til að fjárfesta erlend- is árið 1992. Þá máttu lífeyr- issjóðirnir ekki fjárfesta erlendis, en þeir fengu til þess leyfi 2 árum seinna og þá upp- sker Svendsen ríkulega að eigin sögn. Hann starfaði þá sem framkvæmdastjóri hins breska Schroder Investment Manage- ment í Danmörku. Lengi unnið hér á landi KOM FYRST HINGAÐ 1992

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.