Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Jafnvægislist Fólk sem á leið um Laugaveginn er iðulega á tveimur jafnfljótum eða í bíl og þótt vissulega færist í vöxt að sjá fólk á tvíhjóli eru einhjól án nokkurs vafa sjaldgæf sjón. Eggert Frumvarp til laga um veiðigjald sem nú er rætt á Alþingi er eðlilega mjög umdeilt. Okkar skoðun er sú að heimild til töku sér- staks gjalds á eina atvinnugrein um- fram aðra standist varla jafnræðissjón- armið. Sé slíkt gert engu að síður verð- ur það að vera hluti af heild- arlöggjöf viðkomandi atvinnu- greinar. Skattar eru hinsvegar lagðir á og innheimtir samkvæmt skattalögum og ef ná þarf hærra afgjaldi af útgerð og fiskvinnslu til ríkissjóðs á að leita leiða til að gera það í gegnum almenn skatta- lög. Sjávarútvegsfyrirtæki á lands- byggðinni greiða um 80% af inn- heimtum veiðigjöldum og tilfærsla fjármagns frá þessum byggðum til höfuðborgarsvæðisins er veruleg. Bráðabirgðaúttektir gefa til kynna að annarri hverri skattakrónu al- mennings af landsbyggðinni sé endanlega ráðstafað á höfuðborg- arsvæðinu. Sjávarbyggðirnar vítt og breitt um landið verða að fá forgang í að njóta afraksturs auð- linda sinna. Frumvinnslugrein- arnar hafa undanfarna áratugi farið í gegnum mikla og langvar- andi endurskipulagningu í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis. Þetta hefur gengið nærri þeim samfélögum sem hafa byggst að miklu leyti upp á grunni þeirra og á þessum tíma urðu greinileg kaflaskil í íbúaþróun þar til hins verra. Veiðigjaldið renni aftur til sjávarbyggðanna Mikilvægt er að bæði aflaheim- ildir og hluti tekinna veiðigjalda renni aftur til baka inn á þessi svæði ef ekki á að koma til frekari áfalla í formi skertrar þjónustu og lakari lífskjara og frekari brott- flutninga íbúa. Við erum ekki fylgjandi háum sértækum veiðigjöldum sem bitna hart á minni sjávarbyggðum sem hafa einhæfa atvinnustarfsemi og byggja algjörlega tilveru sína á fiskveiðum. Stórfelld taka veiði- gjalds til ríkissjóðs er því hreinn og beinn aukaskattur á sjáv- arbyggðirnar – landsbyggð- arskattur. Þess vegna höfum við Atli Gíslason alþingismaður lagt fram breytingartillögu þar sem lögð er til önnur og réttlátari skipting tekna af veiðigjöldum en tilgreint er í frumvarpinu. Um- sagnaraðilar hafa bent á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu ólíklegar til að ná þeim mark- miðum sem stefnt er að. Það er því mikilvægt að grípa til aðgerða til að rétta af stöðu sjávarbyggða með því að tryggja þeim hlutfall tekna af veiðigjöldum. Breytingin er leið til sátta og tekur því mið af þörfum sjávarbyggðanna sem hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum fyr- irliggjandi frumvarps. Með því er jafnframt komið til móts við at- hugasemdir og sjónarmið sem bárust um fiskveiðistjórn- unarfrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi (þskj. 1475, 827. mál, 139. löggjafarþing) þar sem bent var á mikilvægi þess að horfa til búsetu og byggðasjónarmiða. Áréttað skal að við töku veiði- gjalda verður að hafa hliðsjón af áhrifunum af fiskveiðistjórn- unarlögunum í heild. Jafnframt þarf að horfa til jafnræðissjón- armiða þegar aðgengi að einni náttúruauðlind er skattlagt sér- tækt umfram aðrar auðlindir. Lagt er til að tekjum af veiði- gjöldum skuli ráðstafað þannig að 50% renni í ríkissjóð og 40% til þess sveitarfélags eða landshluta- samtaka þar sem skip er skráð. Til greina kemur að Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga verði milligönguaðili um ráðstöfun fjár- ins. Þá renni 10% veiðigjalda í rannsóknarsjóð, AVS-sjóð, til að auka verðmæti sjávarfangs með það að markmiði að stuðla að rannsóknum, nýsköpun og þróun ásamt markaðsmálum í íslenskum sjávarútvegi. Drög að frumvarpi um AVS-sjóð var birt á vef sjáv- arútvegsráðuneytis í nóvember sl. og munu flutningsmenn breyting- artillögunnar leggja fram frum- varp þessa efnis verði breyting- artillagan samþykkt. Ákvæðið er í samræmi við 28. gr. fiskveiðistjórnunarfrumvarps sem lagt var fram á síðasta þingi og ríkisstjórnin hafði þá samþykkt fyrir sitt leyti og þingflokkar af- greitt það til umfjöllunar alþingis og sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar. Þessi sáttatillaga er lögð fram til að standa á rétti og hagsmunum sveitarfélaganna og sjávarbyggðanna sem mörg hver þurfa nú að verjast ágjöfum m.a. í skertri opinberri þjónustu, háum flutningskostnaði og raforkuverði. Þessi sveitarfélög þola ekki frek- ari álögur umfram önnur í land- inu. Eftir Atla Gíslason og Jón Bjarnason » Sjávarútvegsfyr-irtæki á landsbyggð- inni greiða um 80% af innheimtum veiðigjöld- um og tilfærsla fjár- magns frá þessum byggðum til höfuðborg- arsvæðisins er veruleg. Bráðabirgðaúttektir gefa til kynna að ann- arri hverri skattakrónu almennings af lands- byggðinni sé endanlega ráðstafað á höfuðborg- arsvæðinu. Atli Gíslason Höfundar eru alþingismenn. Hækkun veiðigjalds til ríkisins er beinn landsbyggðarskattur Jón Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.