Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 45
aðarins fyrir verkþekkingu. Þorsteinn var varamaður í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1995-99, var virkur í 4x4 jeppaklúbbnum, hefur setið í sóknarnefnd Bústaða- kirkju frá 2005, var formaður byggingarnefndar Bústaðakirkju 2005-2010, situr í skólaráði Foss- vogsskóla frá 2008, er varaformaður Samfoks frá 2010 og sat í Barna- og unglingaráði Víkings 2010-2011. Hann er auk þess í verkefnastjórn um kortlagningu jöklanna hér á landi. Óbyggðirnar kalla Þorsteinn var þriggja ára er hann fór sína fyrstu hálendisferð og ólst síðan upp við slíkar ferðir, en for- eldrar hans hafa alla tíð haft mikið dálæti á íslenskum óbyggðum og farið í fjölda ferða yfir þvert og endilangt landið: „Ég hef augljóslega erft þennan áhuga foreldra minna enda hef ég og fjölskylda mín farið í ótal öræfa- ferðir um árabil og allan ársins hring. Í slíkar ferðir þarf maður að hafa góðan og vel útbúinn jeppa sem hefur verið breytt á skynsamlegan hátt. Þaðan kemur jeppaáhuginn. Ég hef líka haft gaman af að ganga á fjöll þó ég telji mig engan sérfræðing í þeim efnum. Ég hef þó gengið tvisvar á Hvannadals- hnúk, á mörg önnur hæstu fjöll landsins, og í mörg ár gekk ég, ásamt félögum mínum, Guðlaugi Jónassyni og Páli Ævari Pálssyni, á Esjuna á hverjum sunnudags- morgni kl. 7.00. Fjölskylduveiðiferðir Þá förum við alltaf í fjölskyldu- veiðiferðir og höfum veitt í Fremi- Laxá á Ásum í mörg ár og við Hvítá í Borgarfirði. Við hjónin höf- um alltaf lagt áherslu á að kynna börnunum okkar landið. Það gerir maður ekki með því að halda sér við hringveginn tvo mánuði á ári, fá sér ís í Hveragerði og pitsu á Hvolsvelli. Maður þar að koma sér svolítið úr alfaraleið og ferðast um landið allan ársins hring.“ Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Auður Björg Þorvarðardóttir, f. 3.8. 1964, hjúkrunarfræðingur við Landspít- alann í Fossvogi. Hún er dóttir Þorvarðs Alfonssonar, f. 23.6. 1931, hagfræðings í Reykjavík, og Almut Alfonsson, f. 9.7. 1936, d. 29.12. 2004, sérhæfðs aðstoðarmanns sjúkraþjálfara. Börn Þorsteins og Auðar eru Alma Björg Þorsteinsdóttir, f. 2.6. 1998, og Víglundur Ottó Þor- steinsson, f. 4.6. 2002. Systkini Þorsteins eru Sigrún Víglundsdóttir, f. 6.11. 1960, MBA og verkefnastjóri hjá Advania, bú- sett í Hafnarfirði; Víglundur Þór Víglundsson, f. 15.2. 1966, verk- fræðingur í Reykjavík; Ásgerður Edda Víglunsdóttir, f. 8.10. 1971, viðskiptafræðingur og MA í endur- skoðun, í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins eru Víg- lundur Þór Þorsteinsson, f. í Vest- mannaeyjum 24.7. 1934, læknir, og Fríða Jóhanna Daníelsdóttir, f. á Ísafirði 15.1. 1935, kennari. Úr frændgarði Þorsteins Inga Víglundssonar Jóhannes Þórðarson landpóstur á Ísafirði Málfríður Daníelsdóttir húsfr. á Ísafirði Ásgeir Jónsson b. á Eiði í Hestfirði Sigríður Kristín Jónsdóttir húsfr. á Eiði Jónína G. Þorsteinsd. húsfr. á Krossi Jóhann Marteinsson b. á Krossi í Mjóaf. Katrín Gísladóttir húfr. á Krossi Þorsteinn Ingi Víglundsson Víglundur Þ. Þorsteinsson læknir Fríða Jóhanna Daníelsd. kennari Karitas Ásgeirsd. húsfr. á Ísafirði Daníel Hörðdal Jóhannesson málaram. á Ísafirði Ingigerður Jóhannsdóttir húsfr. í Eyjum Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastj og bæjarfulltr. í Eyjum Víglundur Þorgrímsson b. á Krossi í Mjóaf. Guðmundur Ásgeirsson b. á Kleifum í Hestf. Gísli Jóhann Jóhannsson frá Krossi Páll Ólafs- son, vkm. í Eyjum Gísli Pálsson prófessor Lilja Víglundsd. húsfr. í Neskaupst. Inga Jóhanna Halldórsd. húsf. í Eyjum Guðjón Hjörleifsson fyrrv. alþm. og bæjarstj. í Eyjum Kristín S. Þorsteinsdóttir húsfr. í Garðabæ Þorsteinn I. Sigfússon forstj. NMÍ Árni Sigfússon bæjarstj. í Reykjanesbæ Þór Sigfússon framkvæmda- stj. Ísl. sjávarklasa UppáklæddAuður Björg og Þor- steinn, Alma Björg og Víglundur Ottó. ÍSLENDINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 90 ára Anna Guðjónsdóttir Vilborg Magnea Þórðardóttir 85 ára Árni Pálsson Guðlaugur Árnason Stefán Ólafur Gíslason Svava Þuríður Árnadóttir 80 ára Jensína Rósa Jónasdóttir Lilja Guðjónsdóttir 75 ára Baldur Sigurðsson Eyjólfur Eyjólfsson Guðrún Sigurfinnsdóttir Haukur Magnússon Helga Friðbjarnardóttir 70 ára Eiríkur Sigurjónsson Ingibjörg M. Ragnarsdóttir Magnús Sigurður Ríkarðsson Sveinbjörn Björnsson Viðar Sigurgeirsson Örn Sigurðsson 60 ára Ástbjörg Kornelíusdóttir Guðni Már Henningsson Helgi Gunnarsson Hilmar Baldursson Jóhann I. Halldórsson Klara Sigríður Árnadóttir Kolbrún Gísladóttir Marek Czeslaw Mulas Margrét Gunnarsdóttir María Erla Másdóttir María Sally Jónsdóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir Svava Björnsdóttir Þórarinn Baldursson 50 ára Anna Dóra Jóhannsdóttir Dóra Ósk Halldórsdóttir Guðrún Agnes Kristjánsdóttir Gunnar Guðmundsson Halldór Örn Árnason Harpa Hallgrímsdóttir Heiðdís Hulda Andradóttir Hrefna Birna Björnsdóttir Jóhannes Svavar Rúnarsson Rósa Kristín Gísladóttir Viðar Garðarsson Vilhjálmur Harðarson 40 ára Auðunn Baldvinsson Björgvin Theodór Arnarson Daníel Sigurðsson Davíð Ottó Harrysson Einar Gunnar Guðmundsson Ingibjörg S. Sigurðardóttir Jón Sölvi Ólafsson Margrét Ósk Reynisdóttir Sigríður Sól Björnsdóttir 30 ára Berglind Rut Magnúsdóttir Dariusz Piotr Jaworski Egill Jóhannsson Grétar Már Grímsson Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir Jóhannes Björn Arelakis Selma Gunnarsdóttir Sigurgeir Ágúst Helgason Til hamingju með daginn 30 ára Hrefna ólst upp á Selfossi og er búsett þar í dag. Hún starfar sem stuðningsfulltrúi í Sunnu- lækjarskóla á Selfossi. Maki Bergur Sverrisson, f. 1979, kjötiðnaðarmaður og starfar í fiskbúð. Börn Sverrir Óli, f. 2004, og Garðar Freyr, f. 2007, Bergssynir. Foreldrar Guðbjörg Har- aldsdóttir, f. 1951, stuðn- ingsfulltrúi í Sunnulækj- arskóla, og Garðar Gestsson, f. 1946, mjólk- urbílstjóri. Hrefna Garðarsdóttir 30 ára Jóhanna Helga fæddist í Reykjavík en býr á Egilsstöðum. Hún vinn- ur á leikskólanum Skógar- landi á Egilsstöðum. Sonur Aron Breki Óttars- sons, f. 2006. Systkini Guðmundur Þór, f. 1970, nuddari, Elín María, f. 1983 og Arna Björg, f. 1990. Foreldrar Lovísa Guð- mundsdóttir, f. 1951, heil- brigðisritari á Landspít- alanum, og Jóhann Þorvaldsson, f. 1940, d. 1999. Jóhanna Helga Jóhannsdóttir Sigríður Jensdóttir ljósmyndari fæddist 9. júní í Skógargerði í Norð- ur-Múlasýslu. Hún var dóttir hjónanna Jens Halldórssonar gull- smiðs og Ingibjargar Gísladóttur. Sigríður giftist Eyjólfi Jónssyni, klæðskera, ljósmyndara og banka- stjóra á Seyðisfirði, f. 1869. Hann nam klæðskeraiðn og ljósmyndun í Noregi og Kaupmannahöfn. Þau eignuðust fimm börn. Sigríður lærði fyrst ljósmyndun hjá Eyjólfi Jónssyni á Seyðisfirði í upphafi tuttugustu aldarinnar og hélt í framhaldsnám í ljósmyndun til Kaupmannahafnar 1906-1907. Hún hóf störf um aldamótin við saumaskap á klæðskeraverkstæði Eyjólfs Jónssonar, eiginmanns síns. Þá rak hún ljósmyndastofu Eyjólfs Jónssonar alla tíð eða frá 1904-1940. Samhliða ljósmyndastofunni rak hún verslunina Turninn með manni sínum frá 1908-1936. Helsta viðfangsefni ljósmynda Sigríðar var fólk og tók hún margar fjölskyldumyndir og myndaði einnig fólk við störf sín. Með heimkomunni frá Kaupmannahöfn fylgdi henni dönsk kona, útlærður ljósmyndari, sem starfaði um hríð á stofunni. Á þessum tíma þótti eftirsóknar- vert að eiga ljósmynd af fjölskyld- unni á heimilinu, og því var töluvert að gera á ljósmyndastofunum. Iðn- greinin ljósmyndun var ekki karla- starf líkt og margar aðrar iðn- greinar á þessum tíma. Ekki hafa margar myndir varð- veist; vegna bruna ljósmyndastof- unnar árið 1904 og við lát Eyjólfs bauð Sigríður Seyðisfjarðarbæ plötusafnið til eignar með því skil- yrði að það yrði varðveitt í viðunandi húsnæði. Tilboðinu var hafnað og var því nánast öllu safninu hent í sjó- inn. En Ljósmyndasafn Reykjavíkur mun þó eiga nokkra tugi af plötum auk Þjóðminjasafnsins. Sigríður var jafnan í forystuliði kvenna í kvenfélagi Seyðisfjarðar, þær gengust meðal annars fyrir því að reisa kirkju á Fjarðaröldu á Seyðisfirði og fegra umhverfið í kringum garðinn. Eftir lát eiginmanns síns flutti hún til Reyjavíkur og bjó þar til dán- ardags. Sigríður Jensdóttir dó 4. ágúst 1956. Merkir Íslendingar Sigríður Jensdóttir 30 ára Úlfar Freyr er í meistaranámi í lögfræði í HR og vinnur hjá Mat- vælastofnun. Maki Anna Lilja Hall- grímsdóttir, f. 1986, lög- fræðingur hjá Lögmanna- félagi Íslands. Foreldrar Jóhann Hinrik Gunnarsson, f. 1953, Ingi- björg Jóhanna Gunn- laugsdóttir, f. 1956, fram- kvstj. Sambands íslenskra myndlistarmanna, og Brynjólfur Jónsson, f. 1957, framkvstj. Skóg- ræktarfélags Íslands. Úlfar Freyr Jóhannsson www.gilbert.is HANDSKREYTT ÍANDA ÍSLENSKRAÚTSKURÐARMEISTARAFYRRIALDA EINSTAKT ÍSLENSKT ÚR VIÐ KYNNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.