Kjarninn - 19.06.2014, Síða 17

Kjarninn - 19.06.2014, Síða 17
05/05 DómsmÁl voru síðan hlustuð af rannsakendum málsins sem skráðu sem skráðu niður í stuttu máli í sérgreint ritvinnsluskjal það sem þeim þótti skipta máli og tengjast rannsókn við- komandi mála jafnóðum og þeir fóru yfir símtölin. Brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta á símtöl þegar í ljós kæmi að sakborningur væri að ræða við verjanda sinn og skrá þá alls ekki niður í viðkomandi skjal það sem fram hefði komið í símtalinu áður en það varð ljóst. Einhver þeirra starfsmanna sem skráði símtölin með þessum hætti virðist hins vegar hafa gert þau mistök að geta alls ekki um þessi símtöl í því minnisblaði sem útbúið var vegna hlustunarinnar.“ Í bréfinu er jafnframt tekið fram að nokkurn tíma hafi tekið fyrir emb- ættið að búa til gott verk- lag við hleranirnar en árinu 2011 hafi það verið komið í viðunandi horf. Þá hafi verklagi verið breytt „þannig að í stað þess að unnið sé í þremur skjölum við greiningu símtala þá er unnið í einu skjali nú sem minnkar líkur þess að viðlíka atvik eigi sér stað,“ segir orðrétt í bréfi Ólafs Þórs. Hæstaréttardómur gæti skapað mikilvægt fordæmi Fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn í Imon-málinu, þar sem hleranir sérstaks saksóknara á samtölum milli verjanda og sakbornings eru sagðar ólöglegar, gæti það dregið dilk á eftir sér, ekki síst í ljósi þess sem hér er lýst. Rækileg gögn og viðurkenning embættis sérstaks saksóknara liggja fyrir á því að verklagið við hleranir hafi brotið gegn lögum í fleiri málum, meðal annars í málum sem varða Hörð Felix Harðar- son og Hreiðar Má Sigurðsson.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.