Kjarninn - 19.06.2014, Side 21

Kjarninn - 19.06.2014, Side 21
02/11 Viðtal D agur B. Eggertsson er nýr borgarstjóri Reykja- víkur. Hann tók við lyklunum af Jóni Gnarr í byrjun vikunnar. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Dagur er borgarstjóri. Hann náði að vera slíkur í 100 daga frá haustinu 2007 og fram í janúar 2008, á einu stormasamasta tímabili í sögu borgar- innar. Dagur er 42 ára í dag, 19. júní. Þrátt fyrir frekar ungan aldur hefur hann átt langan pólitískan feril. Hann var bæði formaður Félags framhaldsskólanema og formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands áður en hann var kosinn fyrst í borg- arstjórn fyrir Reykjavíkurlistann í maí 2002, þá ekki orðinn þrítugur. Í millitíðinni lauk hann námi í læknisfræði. Dagur segist vera betur í stakk búinn í dag til að gegna stöðunni en hann var þegar hann settist síðast í borgarstjóra- stólinn. „Ég hélt að ég væri alveg tilbúinn þá. En maður er alltaf að læra, sem betur fer. Þessi tími með Jóni og Besta flokknum hefur verið mjög lærdómsríkur og ég er nú mun betur að mér í öllum rekstri sem borgin kemur að. Eftir hrunið þurftum við að velta öllu við og nota öll tækifæri til að spara. Það útheimti mikla vinnu og yfirlegu en maður öðlast mikla reynslu af því. Hana mun ég nýta.“ Sá borgarstjóri sem Dagur er að taka við af er líklega eftirminnilegasti borgarstjóri sem Reykjavík hefur átt. Og þótt víðar væri leitað. Hvort sem fólk elskar eða þolir ekki Jón Gnarr verður hann kyrfilega greyptur í minni allra. Og Jón ákvað að hætta, þrátt fyrir að skoðana- kannanir hafi gefið það skýrt til kynna að hann hefði getað setið áfram á valdastóli hefði hann kosið svo. Dagur segir að hann og Jón hafi leitað að fordæmum fyrir því hvernig embættisskipti færu fram þegar borgarstjóri stigi til hliðar með þessum hætti. „Við fundum engin dæmi um það að borgarstjóri hefði stigið til hliðar án þess að sitja áfram í borgarstjórninni,“ segir Dagur. Viðtal Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer „Það er þörf á uppbyggingar- starfi. Ég er alveg sam- mála því. En ég held að núverandi forysta og þing- flokkur Samfylkingar innar eigi að ráðast í það. “

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.