Kjarninn - 19.06.2014, Page 63

Kjarninn - 19.06.2014, Page 63
01/04 kJaftÆði Þ að er þetta með þjóðmenninguna. Ríkisstjórnin boðaði í fyrra að nú skyldi hlúa að henni og hafa hana í hávegum, þjóðmenninguna. Framsóknar- flokkurinn hafði á landsfundi tveimur árum áður – og svo sem löngu fyrr og síðar – fært okkur heim sanninnum það hver þjóðmenningin væri: Þjóð menning er glímusýning uppi á sviði fyrir fullum bíósal af gömlu fólki, þjóðmenning er Egill Ólafsson að belja ættjarðarljóð, þjóðmenning er allt sem Jóni Sigurðssyni gæti hafa fundist um nútímann og þjóðmenning er Guðni Ágústsson að borða lengsta hrossabjúga í heimi og tala um gult fólk í sömu andrá og hann sver af sér xenófóbíu. Hafi einhver haldið að þjóðmenning væri líka húsið sem til stóð að reisa utan um öll handritin okkar, tungumálið, sagnaarfinn og stúdíuna sem tengist honum, þá er það mis skilningur. Því verkefni var hrundið af stokkunum af landráðastjórninni sem vildi selja Íslendinga í ánauð á megin- landinu og þess vegna er miklu betra að hafa við Suðurgötuna stóra, þjóðmenningarlega holu botnfulla af alíslensku vatni sem bíður þess eins að gufa upp, falla aftur til jarðar yfir hálendinu og knýja þar nýrómantískar lýðræðisvirkjanir. að fela söguna Stígur Helgason skrifar um þjóðmenningu, hinn íslenska Árna Magnússon, Hróa Hött og fagurhærða pístlavottinn. kJaftÆði stígur Helgason fyrrverandi blaðamaður kjarninn 19. júní 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.