Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert Breyting Frá útsölu í Kringlunni nýverið. Verslunin er mun minni en 2007. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan í smásölu á fyrstu fjórum mánuðum ársins var rétt tæpir 96 milljarðar króna en var til saman- burðar ríflega 122 milljarðar 2008, ef veltan þá er framreiknuð. Þetta má lesa út úr tölum Hag- stofu Íslands um veltu í smásölu út frá virðisaukaskattsskýrslum. Veltan árið 2008 var tæplega 84 milljarðar króna en umreiknast nú sem 122 milljarðar ef tekið er tillit til þróunar vísitölu án húsnæðis. Sé árið í ár og árið 2008 borin sam- an á núvirði er neyslan á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs því um 26.000 milljónum minni eða sem nemur 81.250 krónum á hvern Ís- lending, miðað við að Íslendingar séu nú um 320.000 talsins. Á við eina fartölvu á mann Jafngildir það því að hver einasti Íslendingur hefði þurft að kaupa eina litla fartölvu umfram neysluna á þessu tímabili til að halda í við út- gjöldin hrunárið 2008. Það gera þrjár litlar fartölvur yfir allt árið og eru börn og gamalmenni meðtalin. Ef smásalan á fyrstu fjórum mán- uðum ársins 2010 er framreiknuð fer hún úr tæpum 88 milljörðum í rúma 95 milljarða króna og er því nærri jafn mikil og í ár. Munurinn á árunum er tæpar 737 milljónir eða innan við 1%. Vekur það athygli í ljósi þess að ríkisstjórn- in hefur lýst árinu 2010 sem árinu sem markaði botninn eftir efnahags- hrunið en árinu í ár sem ár viðsnún- ings í efnahagsmálum. Þá vekur það athygli að árið 2009 var veltan um 84 milljarðar en það umreiknast sem tæpur 101 milljarð- ur króna m.t.t. vísitöluþróunar. Efnahagshrunið haustið 2008 var þá í algleymingi en engu að síður var veltan þá 5 milljörðum kr. meiri en í ár. Setja þessar tölur áhuga versl- unarmanna á að selja erlendu ferða- fólki varning í visst samhengi. Smásalan 26 milljörðum minni en í ársbyrjun 2008  Neyslan var 96 milljarðar í janúar til apríl á þessu ári Velta í smásölu á Íslandi 2005-2012 (jan.-apr.) 380 360 340 320 300 280 260 240 220 V ís it al a ne ys lu ve rð s án hú sn æ ði sVelta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum, án vsk. Heimild: Hagstofa Íslands Velta í ma. kr. Uppreiknað miðað við vísitöluþróun 140 130 120 110 100 90 80 70 60 Ve lt a ím ill jö rð um kr ón a 2005 2012 64,030 102,219 93,525 95,958 2007 20112010200920082006 122,486 84,023 87,935 95,222 FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Tekjur hins opinbera af bifreiðum og umferð voru um 50 milljarðar á síð- asta ári en útgjöld til vegamála voru hins vegar tæplega 15 milljarðar samkvæmt fjárlögum síðasta árs, að sögn Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB. „Það eru reynd- ar ekki allar tekjur inni í þessu en þarna er verið að taka bæði beinar og óbeinar tekjur,“ segir Runólfur og bendir á að þarna vanti t.d. tekjur hins opinbera af þjónustu bílaverk- stæða og af varahlutasölu. „Þar af voru nýframkvæmdir áætlaðar um það bil sex milljarðar, viðhald 4,1 milljarður, þjónusta 4,4 milljarðar, restin var rekstur,“ segir Runólfur aðspurður í hvað 15 milljarðarnir fóru. Þess má geta að samkvæmt fjár- lögum þessa árs er gert ráð fyrir um 16,2 milljarða fjárframlögum til Vegagerðarinnar en þar af er áætlað að rúmlega 6,1 milljarður fari í fram- kvæmdir og rúmir 4,6 milljarðar í viðhald. Vilja auka fjárlög til umferðar Aðspurður hvort ekki renni óvenjulítið hlutfall af þessum tekjum ríkissjóðs til vegamála segir Runólf- ur: „Við höfum ályktað um það reglu- lega að það sé eðlilegt að það renni mun stærra hlutfall til umferðarinn- ar.“ Þá segir hann einungis tvo skatta eyrnamerkta vegamálum; olíugjald af díselolíu og bensíngjald. „Virðis- aukaskattur af eldnsneytisnotkun var á síðasta ári einhvers staðar á milli átján og nítján milljarðar,“ segir Runólfur og bætir við: „Við höfum lagt áherslu á að það sé virkilega borð fyrir báru til þess að leggja meira til vega og framkvæmda. Auðvitað þeg- ar árar eins og núna er eðlilegt að menn horfi sérstaklega til þess en þá sé líka að því gætt að forgangsröðun taki fyrst og fremst mið af umferð- arflæði og öryggi.“ Þá segir Runólfur mjög sérstakt að sú upphæð sem fer til vegamála á ári hverju nemi ekki einu sinni þeirri fjárhæð sem fæst með virðisauka- skatti af eldsneyti. „Það sýnir okkur að það er alltof lítið tillegg sem renn- ur til framkvæmda og viðhalds,“ seg- ir Runólfur og bætir við: „Enda líður vegakerfið mjög fyrir það. Það er nokkuð sem allir þeir sem um vegi landsins fara verða varir við.“ Getur bitnað á umferðaröryggi Þá segir hann menn meira að segja vera að spara í yfirborðsmerkingum. „Sem manni finnst stórfurðulegt því það eru ekki stóru peningarnir. Menn slökkva á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni,“ segir Runólfur og bendir á að menn fari alveg niður í hina smæstu hluti til þess að spara örfáar krónur en hins vegar geti þetta allt bitnað á öryggi vegfarenda. Sem dæmi um öryggis- bresti nefnir Runólfur að við opnun Fáskrúðsfjarðarganga hafi verið tekin ákvörðun um að hafa ekki möguleika á útvarpssending- um í göngunum en að sögn hans eru slíkar sendingar mjög stórt öryggismál. „Miðað við hlutfall framkvæmdarinnar voru þetta einungis smá- peningar,“ segir Runólfur. Bifreiðaskattar ekki til veganna  Einungis um 30 prósent af tekjum hins opinbera af bifreiðum og umferð renna til vegamála  Framkvæmdastjóri FÍB segir alltof lítið fjármagn renna til framkvæmda og viðhalds vega Morgunblaðið/Ómar Vegaskemmdir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir mikilvægt að lagfæra skemmda vegi sem fyrst til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir á þeim. Hann telur eðlilegt að verja auknu fé til vegamála. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 „Nei, alls ekki. Enda hefur komið fram m.a. í orðum vegamálastjóra að hann ótt- ast að það stefni í hrun vega- kerfisins. Það er eitt að byggja upp veg og binda hann með slitlagi, þegar hann fer að grotna þá er mikilvægt að lagfæra hann sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skemmdir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, aðspurður hvort nægilegt viðhald sé á vegum landsins. Þá segir Runólfur að það sé stundum þannig að þegar menn séu að reyna að spara þá geti þeir sparað einhverja aura en til lengri tíma séu þeir að henda krónum. „Sá kostnaður sem fór í uppbygg- inguna, sem er kannski stærsti hlutinn, er fljótur að vatnast út ef viðhaldinu er ekki sinnt,“ segir Runólfur. Þá bendir hann á að með dræmu viðhaldi vega geti myndast ákveðinn vítahringur. „Slæmir vegir koma illa út gagnvart ökutækjum og það fylgir því aukið viðhald ef vegir eru slæm- ir,“ segir Runólfur. Mikilvægt að lagfæra vegi VIÐHALDI ÁBÓTAVANT Runólfur Ólafsson Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það er verið að vinna í lánasamn- ingnum og annað. Við gerum ráð fyrir að hluthafafundur verði ein- hvern tímann eftir miðjan ágúst eða undir lok mánaðarins og þá verður gerð hlutafjáraukning,“ segir Krist- ín H. Sigurbjörnsdóttir, stjórn- arformaður Vaðlaheiðarganga hf., aðspurð hvernig fjármögnun gang- anna gangi fyrir sig. Að sögn Krist- ínar verður líklegast ákveðin breyt- ing á félaginu eftir hluthafafundinn enda muni þá norðanmenn ráða yfir meirihluta hlutafjár félagsins. Aðspurð hvernig samningar fé- lagsins við fjármálaráðuneytið, fyrir hönd ríkissjóðs, um ríkisábyrgð gangi segir Kristín að verið sé að vinna í þeim og vonandi verði þeim líka lokið upp úr miðjum ágústmán- uði. Semja fyrst við ráðuneytið „Jarðgangasamningar taka alltaf töluverðan tíma. Það er náttúrlega búin að vera heilmikil frestun,“ segir Kristín, aðspurð hvað tefji gerð verksamnings við verktakana ÍAV og Marti, og bætir við: „Það var ekki hægt að ræða við þá á meðan það var ekki búið að samþykkja þessa lán- veitingu.“ Þá leggur hún áherslu á að því fyrr sem samningarnir séu kláraðir því betra, enda liggi þá allt á borðinu og félagið geti farið að skrifa undir samninga. „Við munum ekki skrifa undir samningana við þessa verktaka nema vera búin að klára samningana við fjármálaráðu- neytið,“ segir Kristín. „Núna erum við að bíða eftir yf- irförnum samningi frá Vaðlaheið- argöngum hf. sem við þurfum síðan að bera undir ríkisábyrgðarsjóð,“ segir Oddný G. Harðardóttir fjár- málaráðherra, aðspurð hvernig gerð fjármögnunarsamninga við Vaðla- heiðargöng hf. gangi fyrir sig. Þá segist hún telja að það sé hag- ur allra að ganga frá þessum samn- ingum sem fyrst. „Það sem þarf að gera er að ganga frá lánasamn- ingnum með þessum hætti sem ég lýsti og svo þurfum við að fá trygg- ingar fyrir því að eigið fé félagsins standist eins og lögin gera ráð fyr- ir,“ segir Oddný. Aðspurð hvort fé- lagið hafi ekki enn skilað inn slíkum tryggingum segir hún: „Ég held að það sé ekki komið í hús en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það muni gerast fljótlega.“ Semja um fjár- mögnun ganga  Stefna á að ljúka samningum í ágúst Ljósmynd/Vegagerðin Vaðlaheiðargöng Enn er verið að semja um fjármögnun ganganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.