Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Vef-Þjóðviljinn segir að Ólafurforseti hafi við innsetningu réttilega varað við þeirri fráleitu atlögu sem nú er gerð að stjórn- arskrá landsins:    Sérstaklega mátaka undir orð hans þegar hann varar við því að henni verði breytt í miklum ágreiningi.    Stjórnarskrá er grundvallarskjalog á henni á stjórnskipun að byggjast til langs tíma. Það liggur í eðli stjórnarskrár að hún geymir reglur sem tímabundinn meirihluti á Alþingi á ekki að geta breytt.    Þetta er grundvallaratriði semnúverandi stjórnarliðar gera nákvæmlega ekkert með en fjöl- miðlamenn og álitsgjafar skilja ekki.    Sumir segja ekkert að því aðbreyta stjórnarskrá í miklum ágreiningi á þingi og með tæpum meirihluta. Spyrja hvort ekki sé lýðræðislegt að meirihluti á hverri stund ráði. Sú spurning er auðvit- að oft skiljanleg við afgreiðslu mála á þingi, en á síst við þegar reynt er að breyta stjórn- arskránni.    Ef það væri svo, að skamm-tímameirihluti á þingi ætti að breyta reglum stjórnarskrárinnar eftir því sem honum sýndist hverju sinni, þá væru reglur henn- ar alls ekki í stjórnarskrá. Þá væru þær í almennum lögum.    Skýringin á því að tilteknarreglur eru settar í stjórn- arskrá er sú, að það er verið að verja þær fyrir skyndibreytingum sem byggðar eru á því hvernig vindar blása á einu kjörtímabili.“ Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnarskrár lúta öðrum lögmálum STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 skúrir Bolungarvík 16 súld Akureyri 20 skýjað Kirkjubæjarkl. 17 léttskýjað Vestmannaeyjar 12 súld Nuuk 7 súld Þórshöfn 11 þoka Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 13 skúrir Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 18 skúrir Dublin 17 léttskýjað Glasgow 20 léttskýjað London 22 léttskýjað París 26 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 21 léttskýjað Vín 25 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 35 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 27 skýjað Chicago 28 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:03 22:05 ÍSAFJÖRÐUR 4:51 22:26 SIGLUFJÖRÐUR 4:33 22:10 DJÚPIVOGUR 4:28 21:39 Kröfur eru gerðar um að Vegagerð- in geri ráð fyrir B-leið í matsáætlun vegna umhverfismats við leiðaval fyrir nýjan Vestfjarðaveg nr. 60 um Gufudalssveit. Vegagerðin gaf almenningi kost á að tjá sig um drög að tillögu að matsáætlun. Allmargar umsagnir hafa borist, að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Von er á fleiri um- sögnum í þessari viku. Kristján tel- ur að veigamestu athugasemdirnar snúi að því að ekki var gert ráð fyr- ir B-leiðinni svonefndu í drögunum. B-leiðin þverar Gufufjörð og Djúpafjörð og liggur um Teigsskóg í Þorskafirði. Gert er ráð fyrir þessari leið í aðalskipulagi Reyk- hólahrepps. Vegagerðin telur hins vegar fullreynt, vegna dóms Hæstaréttar, að fá leyfi til að leggja veginn eftir þessari leið. Þess vegna ákvað stofnunin að skoða þrjár aðrar leiðir. Tvær miða við jarðgöng um Hjallaháls. Aðalvalkostur Vega- gerðarinnar gerir ráð fyrir að veg- urinn fari um jarðgöngin, á nýjum stað yfir Ódrjúgsháls, fyrir Djúpa- fjörð og yfir Gufufjörð. Athugasemdunum verður svarað og síðan haldið áfram með tillögu. Kristján segir ekki hægt að segja til um hvort Vegagerðin treysti sér til að bæta B-leiðinni við. helgi@mbl.is Vilja hafa B-leið um Gufudalssveit með  Athugasemdir berast vegna tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nr. 60 Tveir erfiðir kaflar eru eftir. Icelandair flutti fleiri farþega í milli- landaflugi í júlí en nokkru sinni í sögu sinni eða tæplega 279.000 farþega. Aukningin nemur um 10% milli ára, þrátt fyrir að sætaframboð hafi verið aukið um 11% síðan í júlí í fyrra. Sökum þessarar miklu aukningar minnkar sætanýtingin um 0,1%, fer úr 85,4% í júlí í fyrra niður í 85,3% í júlí í ár. Farþegum fjölgaði mest á svonefndum N-Atlantshafsmarkaði eða um 13%. Hins vegar varð lítil breyting í inn- anlands- og Grænlandsflugi hjá félag- inu. Farþegar voru um 38.000 í júlí og jafngildir það 1% aukningu milli ára. Sætanýting var 69,6% og dregst sam- an um 3,9% milli ára. Af öðrum veltu- tölum má nefna að fraktflutningar jukust um 7% á milli ára og framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 7% frá júlí á síðasta ári. Þrátt fyrir það batnaði nýting her- bergja, var 88% í júlí og því 2,7% betri en í fyrra. Icelandair sló eigið met í júlí  Félagið í sókn ARMANI D&G STENSTRÖMS BALDESSARINI SCHUMACHER T BY ALEXANDER WANG CAMBIO ROCCO P PEDRO GARCIA PAOLO DA PONTE HVERFISGÖTU 6 • S. 551 3470 ALLT AÐ 7 0% afslá ttur ÚTSÖLULO K SÍÐASTI D AGUR ÚTS ÖLU ER 11 . ÁGÚST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.