Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 11
Gleði Dagskráin er ekki of þéttskipuð til þess að fólk geti notið þess að vera úti í Viðey og eiga þar samverustund. burðum yfir árið. Félagsskapurinn er vettvangur fyrir hinsegin foreldra til að hittast en félagið hefur einnig látið til sín taka í réttindabaráttu samkynhneigðra. „Í raun og veru skiptir þessi fjölskyldudagskrá sköpum. Ímyndin sem er varpað upp af samkyn- hneigðum er oft nærri eingöngu tengd skemmtanalífinu en við viljum byggja upp öfluga fjölskylduímynd. Við erum líka bara fjöl- skyldufólk sem vill lifa eðlilegu fjöl- skyldulífi. Sjálf er ég er fjölskyldu- manneskja en kom nokkuð seint út úr skápnum og hafði áhyggjur af því að kynhneigð mín hefði áhrif á börn- in mín. Sem betur fer hefur afar lítið verið um slíkt en ef svo hefur verið hafa foreldrar barnanna tekið á því þökk sé aukinni þekkingu. En for- dómar stafa almennt af þekkingar- leysi og hræðslu við hið óþekkta. Við hugsum þennan viðburð heldur ekki til að skera okkur úr heldur eru allir velkomnir að koma og samgleðjast með okkur. Þetta var frábært í fyrra og líkt og þá ákváðum við hafa ekki of mikla dagskrá,“ segir Rakel Sölvadóttir, stjórnarmaður Félags hinsegin foreldra. Töframaður og hestaleiga Hátt í 500 manns hafa mætt út í eyjuna síðastliðin tvö og býst Eva María við svipuðum fjölda í ár. Dag- skráin hefst kl. 14.30 með sam- verustund og leikjum í boði Félags hinsegin foreldra. Þá mætir töfra- maður klukkan 15.30 og öll börn fá sérstakan glaðning við komuna til Viðeyjar auk þess sem leikvöllur verður við Viðeyjarstofu og hesta- leiga. Fyrir þá sem vilja mæta fyrr út í Viðey fer fyrsta ferð frá Skarfa- bakka í Sundahöfn kl. 11.15. Í Við- eyjarstofu verður hægt að kaupa veitingar, graflax, síld, vöfflur og fleira. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Gay Pride. Ímyndin sem er varpað upp af samkynhneigð- um er oft nærri ein- göngu tengd skemmt- analífinu en við viljum byggja upp öfluga fjöl- skylduímynd. ..Viðey DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Hljómsveitin The Saints of Boogie Street ætlar að bregða sér norður í land um næstu helgi og því um að gera fyrir áhugasama að láta það ekki framhjá sér fara. Þau ætla að spila fyrir gesti á Græna hattinum Akureyri á morgun, föstudag, og á Kaffi Rauðku, Siglufirði, á laugardag. The Saints of Boogie Street er svo- kölluð tribute-hljómsveit sem sér- hæfir sig í lögum eftir Leonard Co- hen. Hljómsveitin gaf út geisladisk síðasta vor með lögum meistarans og diskurinn hefur farið vel í fólk því hann mun vera nánast uppseldur hjá útgefanda. Tónleikar með hljómsveitinni hafa hlotið mikið lof þeirra sem komið hafa á tónleika, sem og diskurinn sjálfur sem hefur vakið athygli út fyr- ir landsteinana fyrir fallegar útsetn- ingar og vandaðan flutning á lögum meistarans. Meistarinn sjálfur Leon- ard Cohen setti sig í samband við hljómsveitina á dögunum þar sem hann lýsti yfir dálæti sínu á fallegum útsetningum á lögunum og sérstakri ánægju og gleði með diskinn. Einnig lýsti hann yfir áhuga sínum á að sækja landið heim aftur sem fyrst og komast á tónleika með The Saints of Boogie Street. Endilega … … kíkið norður á tónleika Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is Besti kokteilbarinn 2012 að mati Reykjavík Grapevine Hvort sem þú vilt kalla drykkinn þinn hanastél eða kokteil þá er ljóst hvar best er að njóta hans. Reykjavík Grapevine komst að þeirri niðurstöðu í árlegri úttekt sinni að Kolabrautin hefði að bjóða besta kokteilbar borgarinnar árið 2012. Komdu og bragðaðu á ógleymanlegu kvöldi. Meðlimir Soffía og Esther ásamt Kristni, Ingólfi, Ólafi og Pétri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.