Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 35
1973, settur ráðuneytisstjóri þess
1974-76, skipaður ráðuneytisstjóri
þar 1977-86 og var forstjóri ÁTVR
1986-2005.
Höskuldur sat í stjórnarnefnd
Skipaútgerðar ríkisins 1966-69, í
stjórn Lífeyrissjóðs Sóknar 1970-95,
í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins og Lífeyrissjóðs barnakenn-
ara 1977-80, í stjórn Biðreiknings líf-
eyrissjóðsiðgjalda, síðar Söfn-
unarsjóðs lífeyrisréttinda 1974-88,
átti sæti í ýmsum nefndum á vegum
ríkisins og var m.a. formaður samn-
inganefndar ríkisins í launamálum í
nokkur ár.
Áhugi á landinu stóraukist
Höskuldur var forseti Ferðafélags
Íslands 1985-94, sat í stjórn Minja-
verndar í nokkur ár frá 1985 sem og í
Ferðamálaráði frá 1989.
Áhuginn á óbyggðargöngum og
löngum hestaferðum hefur nú líklega
aukist mikið frá því þú fórst fyrst að
ferðast, Höskuldur?
„Já, það er ekkert sambærilegt og
auðvitað mjög jákvætt hvað fólk er
almennt farið að kynna sér landið ut-
an alfaraleiðar. Þetta er nú líklega
hluti af byltingunni um hollari og
betri lífsstíl fólks.“
Heldurðu að þessi þróun eigi eftir
að breyta afstöðu fólks til nátt-
úruverndar?
„Ég vona að þessi áhugi styrki
okkur í því að byggja stórfram-
kvæmdir á nákvæmum og yfirgrips-
miklum rannsóknum.
Hins vegar tel ég að skynsamleg
nýting okkar náttúruauðlinda sé for-
senda þeirrar efnahagslegu vel-
ferðar sem við flest sækjumst eftir.“
Höskuldur var sæmdur gullmerki
Ferðafélags Íslands 1987 og ridd-
arakrossi íslensku fálkaorðunnar
1992.
Fjölskylda
Höskuldur kvæntist 23.7. 1964
Guðlaugu Sveinbjarnardóttur, f. 1.1.
1941, sjúkraþjálfara. Hún er dóttir
Sveinbjörns Erlingssonar, f. 28.3.
1913, d. 7.2. 1996, vélstjóra í Reykja-
vík, og k.h., Guðnýjar Guðjónsdóttur,
f. 27.2. 1916, d. 27.8. 2006, húsfreyja.
Synir Höskuldar og Guðlaugar eru
Þórður, f. 25.5. 1966, iðnrekstr-
arfræðingur og MA í viðskiptafræði
og framkvæmdastjóri í Reykjavík,
en sambýliskona hans er Erla Magn-
úsdóttir og er dóttir hans Guðný
Þóra; Sveinbjörn, f. 23.11. 1968, raf-
magnsverkfræðingur í Reykjavík,
kvæntur Kolbrúnu Eydísi Ott-
ósdóttur verkfræðingi og eru synir
þeirra Atli Þór og Bjarki Freyr; Jón
Grétar, f. 15.1. 1976, búsettur í
Reykjavík.
Systkini Höskuldar: Hallfríður
Kristín, f. 19.2. 1920, d. 25.4. 1985,
húsmóðir í Bolungarvík; Bjarney
Guðrún, f. 14.7. 1921, d. 9.4. 2012,
húsfreyja á Vífilsstöðum; Pálína, f.
27.6. 1925, d. 19.12. 2011, húsfreyja á
Seyðisfirði; Kristín Guðrún, f. 10.6.
1928, ljósmóðir og húsfreyja, búsett
á Ísafirði; Halldóra Margrét, f. 25.6.
1930, d. 19.10. 1965, húsfreyja í Bol-
ungarvík; Kristinn Jón, f. 25.12.
1934, d. 19.9. 2003, rekstrarstjóri
Vegagerðar ríkisins á Vestfjörðum,
var búsettur á Ísafirði.
Foreldrar Höskuldar voru Jón
Guðjón Kristján Jónsson, f. 29.8.
1892, d. 30.9. 1943, bóndi á Mýri í
Álftafirði, og k.h., Halldóra María
Kristjánsdóttir, f. 19.3. 1892, d. 19.5.
1944, húsfreyja á Mýri.
Úr frændgarði Höskuldar Jónssonar
Guðrún Magnúsdóttir
frá Kleifskoti í Ísafirði
Matthías Jónsson
b. á Sandeyri við Djúp
Guðrún Jónsdóttir
úr Eyrarsókn
Egill Þorgrímsson
b. á Skarði
Halldór Hermannsson
b. á Bæjum á Snæfjallastr.
Sigríður Þorbergsdóttir
vinnukona
Jens Matthíasson
vinnum. á Fremri-Bakka
Höskuldur
Jónsson
Halldóra María Kristjánsdóttir
húsfr. á Mýri
Jón G.K. Jónsson
b. á Mýri í Álftafirði við Djúp
Jón Egilsson
b. og vefari á Skarði á Snæfjallastr.
Kristín Matthíasdóttir
húsfr. á Skarði
Hallfríður Jensdóttir
húsfr. á Laugalandi
Kristján Halldórsson
b. á Laugalandi
Helga María Jónsdóttir
húsfr. á Laugalandi við Djúp
Ólafur Á.
Þórðarson
b. á
Rauðumýri
Halldór
Þórðarson
b. á Lauga-
landi
Jóhann
Þórðarson
lögfr.
María Rebekka Kristjánsdóttir
húsfr. á Bæjum
Margrét Kristjánsdóttir
húsfr. á Bjarnarstöðum
Kristín
Sigurðardóttir
húsfr. á
Blámýrum
Elísabet
Hjörleifsdóttir
húsfr í
Hnífsdal
Steindór
Hjörleifsson
leikari
Afmælisbarnið Höskuldur Jónsson.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012
Guðmundur Halldórsson, út-sölustjóri hjá ÁTVR, knatt-spyrnumaður og formaður
Knattspyrnufélagsins Fram, fædd-
ist 9. ágúst árið 1900.
Foreldrar hans voru Andrea
Katrín Guðmundsdóttir og Halldór
Högnason verslunarmaður. Hann
ólst upp í stórum systkinahópi, þriðji
í röðinni af níu systkinum sem náðu
fullorðinsaldri. Skólaganga hans var
ekki löng því hann missti föður sinn
ungur og þurfti því að styðja móður
sína við að sjá heimilinu farborða.
Bræður hans tveir, Sigurður og
Ólafur, voru einnig formenn í Fram.
Hann kvæntist Ágústu Jóhann-
esdóttur og áttu þau Öldu og Hall-
dór.
Hann ólst upp við Njálsgötuna í
Reykjavík sem var helsta vígi knatt-
spyrnufélagsins Fram. Árið 1919
gekk Guðmundur til liðs við Fram og
var þá meðal yngstu leikmanna liðs-
ins. Hann varð strax fastamaður í
meistaraflokksliði félagsins og
hampaði margoft Íslandsmeist-
aratitli með liðinu.
Árið 1927 mátti litlu muna að
Fram lognaðist út af þegar nær allir
lykilmenn og stjórnendur félagsins
hættu. Guðmundur átti sinn þátt í
því að blása lífi í félagið að nýju.
Hann smalaði stjórn félagsins árið
1928 sem sinnti komandi verkefnum
af kappi. Jafnframt safnaði hann
piltum af Njálsgötunni og nálægum
götum til æfinga, sem hann stýrði
sjálfur. Segja má að hann hafi gerst
fyrsti þjálfari meistaraflokks í nú-
tímaskilningi þess orðs.
Þrekvirki Guðmundar var staðfest
1933, á 25 ára afmæli félagsins þegar
hann og Kjartan Þorvarðarson, fé-
lagi hans úr stjórninni frá 1928, voru
útnefndir heiðursfélagar Fram, en
sá heiður hafði þá ekki enn hlotnast
neinum stofnfélaga Fram.
Guðmundur tók við formanns-
embættinu árið 1937 og gegndi því
til 1939 og svo aftur 1946-47. Á
seinna formannstímabili Guðmundar
réðst Fram í byggingu félagsheim-
ilis, fyrst íslenskra íþróttafélaga.
Guðmundur lést 13. febrúar 1986.
thorunn@mbl.is
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Halldórsson
106 ára
Guðrún Jónsdóttir
90 ára
Friðrik Haraldsson
Gunnar Þórðarson
Marteinn Sigurólason
85 ára
Kristín Björnsdóttir
80 ára
Arnór Valgeirsson
Ásta Hjálmarsdóttir
Jenný L. Valdimarsdóttir
Nanna Tómasdóttir
Oddný Ásmundsdóttir
Olga Sigurðardóttir
Ólafía Sigurðardóttir
Sesselja Ingimundardóttir
Sólveig Björnsdóttir
75 ára
Gunnar Ásgeirsson
Helga Bjarnadóttir
Höskuldur Jónsson
Kolbrún Pálsdóttir
Steinunn Guðmundsdóttir
70 ára
Ásgeir Christiansen
Erlen Jónsdóttir
Guðrún Ingibjörg Hlíðar
Gylfi Þór Sigurðsson
Ingólfur Arnar Stein-
dórsson
María Siggeirsdóttir
María Steinunn Arnfinns-
dóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
60 ára
Ágúst Stefánsson
Baldvin Elíasson
Guðjón Reynir Jóhann-
esson
Ólafur Héðinsson
Sesselja Geirlaug Pálsdóttir
Sigurður V. Hólmsteinsson
Stefán Melsted
Þóra Zophoníasdóttir
50 ára
Anna Björg Stefánsdóttir
Árni Már Mikaelsson
Guðrún Halldórsdóttir
Haraldur Lorange
Helga Adolfsdóttir
Kristján Reynir Pálsson
Nanna Þórhallsdóttir
Oddur Jónsson
Sigrún Sæmundsdóttir
Sveinbjörg Halldórsdóttir
Valdimar Runólfsson
Þórður Már Svavarsson
40 ára
Giedrius Dailidenas
Guðrún Karla
Sigurðardóttir
Gunnar Atli Hafsteinsson
Gunnar Hreinsson
Gunnlaug Óladóttir
Hermann Már Þórisson
Hrund Þrándardóttir
Sigurjón Pálsson
Sólveig Einarsdóttir
30 ára
Árni Björn Árnason
Berglind Benónýsdóttir
Dagný Tryggvadóttir
Einar Örn Einarsson
Erla Anna Ágústsdóttir
Inga Björk Andrésdóttir
Karl Ingi Þorleifsson
Margrét Dóróthea
Guðmundsdóttir
Ólöf Haraldsdóttir
Rannveig Elíasdóttir
Rebekka Ósk Sváfnisdóttir
Örvar Ingi Jóhannesson
Til hamingju með daginn
30 ára Guðmundur er
fæddur að Steinum í
Borgarfirði og er búsettur
á Akranesi. Hann er raf-
eindavirki frá Iðnskól-
anum í Reykjavík og raf-
virki frá FVA. Hann starfar
sem rafvirki hjá Norðuráli.
Maki Sigurrós María Sig-
urbjörnsdóttir, f. 1985,
starfsmaður Norðuráls.
Foreldrar Jóhann Odds-
son bóndi á Steinum f.
1946, verður 68 ára í dag,
og Valgerður Björnsdóttir,
f. 1953 bóndi á Steinum.
Guðmundur S.
Jóhannsson
40 ára Bolli ólst upp í
Laufási í Eyjafirði og starf-
ar nú þar nú sem prestur.
Maki Sunna Dóra Möller, f.
1975, verðandi prestur við
Akureyrarkirkju.
Börn Jakob Þór Möller, f.
1994, Sigrún Hrönn, f.
2000, og Matthildur Þóra,
f. 2002.
Foreldrar Bolli Þórir Gúst-
afsson, prestur og vígslu-
biskup á Hólum í Hjaltadal,
f. 1935, d. 2008, og Matt-
hildur Jónsdóttir, hús-
freyja, f. 1936.
Bolli Pétur
Bollason
50 ára Ragnar er fæddur
í Skagafirði og uppalinn í
Lóninu og er búsettur á
Þorgeirsstöðum hjá Höfn
í Hornafirði. Ragnar starf-
ar hjá Rafeyri á Akureyri
sem járnsmiður og raf-
virki.
Dóttir Þórhildur Anna
Ragnarsdóttir, f. 2001.
Foreldrar Jóhanna Vil-
borg Ingvarsdóttir frá
Hvítárbakka í Bisk-
upstungum, f. 1924 og
Pétur Pálmason, fæddur í
Skagafirði, f. 1930.
Ragnar
Pétursson