Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012
✝ Auður Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. mars
1957. Hún lést á
deild 11E Landspít-
alans við Hring-
braut að morgni
mánudagsins 30.
júní 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur Þor-
gilsson, f. 27.4.
1926, d. 14.1. 2001,
og Ingunn Ólafsdóttir, f. 25.8.
1928, d. 18.1.2007. Systkini Auð-
ar eru Solveig, f. 28.8. 1949, d.
6.4. 2011, Ólafur Tryggvi, f.
16.8. 1951, og Guðný Ingigerð-
ur, f. 28.2. 1955.
31.5. 2000, og Ríkharður Krist-
manns, f. 2.5. 2006.
Auður ólst upp í Reykjavík og
gekk í Álftamýrarskóla og Ár-
múlaskóla. Auður hóf starfsfer-
ilinn í sendiráði Íslands í Noregi
og starfaði þar í eitt ár. Hún
vann við bankastörf í Reykjavík
eftir heimkomuna en gerðist
húsmóðir eftir fæðingu Rík-
harðs Björgvins. Auður og Rík-
harður bjuggu sín hjúskaparár í
Seláshverfi í Reykjavík.
Auður gekk í Oddfellowregl-
una árið 1991 og var í Rebekk-
ustúku nr. 7, Þorgerði. Hún kom
að mörgum líknarmálum, sinnti
ýmsum embættisstörfum og
komst til æðstu metorða í regl-
unni.
Útför Auðar fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 9. ágúst 2012,
kl. 13.
Hinn 24. sept-
ember 1983 giftist
Auður eiginmanni
sínum, Ríkharði
Sverrissyni, f. 1.9.
1957. Börn þeirra
eru Ríkharður
Björgvin Ríkharðs-
son, f. 13.11. 1985,
og Margrét Rík-
harðsdóttir, f. 13.9.
1990. Fyrir átti
Auður soninn Pétur
Kristmanns, f. 14.8. 1978, með
Guðlaugi Kristmanns, f. 28.7.
1957. Sambýliskona Péturs er
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, f.
21.12. 1979, synir þeirra eru
Guðlaugur Geir Kristmanns, f.
Elsku móðir, ég trúi ekki að
þessi stund sé komin og þú sért
farin frá okkur, en ég get huggað
mig við allar góðu minningarnar
sem við eigum. Þú varst yndisleg
kona, vinkona og móðir og þakka
ég fyrir hvert augnablik sem við
áttum saman. Þú kenndir mér
margt og að því mun ég búa um
ókomna tíð. Þú stóðst með mér og
studdir mig til fulls í öllu sem ég
tók mér fyrir hendur og fyrir það
vil ég þakka. Þú varst og ert mín
fyrirmynd í lífinu. Engin orð fá
því lýst hversu vænt mér þykir
um þig, elsku mamma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Þín
Margrét.
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin langt um aldur fram. Hug-
urinn reikar og minningarnar
leita á hugann. Ég var 17 ára
gömul þegar ég fór að venja kom-
ur mínar á heimili tengdaforeldra
minna og fann strax að þar var
gott að vera, mér var tekið opn-
um örmum og af mikilli hlýju og
fyrr en varði var sjötti matar-
diskurinn kominn á borð.
Auður var mikill fagurkeri,
sama hvort um var að ræða muni
eða klæði og fljótlega varð hún
helsti ráðgjafi minn í þeim efnum.
Það sem hún vann í höndunum
ber þess órækt vitni, allt gat hún
skreytt, saumað og málað … Ég
hef alla tíð dáðst að verkviti
hennar og við göntuðumst stund-
um með að hún væri „konan með
borinn“ og vílaði ekki fyrir sér
umfangsmeiri verk.
Auður var myndarleg húsmóð-
ir og vandvirknin mikil að hverju
sem hún gekk. Hún var líka mikill
sælkeri og ég man ekki eftir að
hafa staðist nokkuð sem hún
matbjó, sætt eða ósætt. Auður
hefur alltaf átt mjög náið sam-
band við fjölskyldu sína, sinnt
börnum og búi af mikilli alúð enda
fjölskyldan einstaklega samhent.
Ekki þurfti hún að bíða lengi
eftir að verða amma og vakti
mikla lukku hjá henni þegar Guð-
laugur Geir fæddist, hún passaði
hann heilu og hálfa dagana eftir
að ég byrjaði í háskólanáminu og
stuðningur hennar við mig á
námsárunum var ómetanlegur.
Ömmuprinsarnir, eins og Auður
kallaði barnabörnin sín jafnan,
hafa hlotið einlæga ást og kær-
leika frá ömmu sinni og eiga þeir
um sárt að binda að missa þennan
klett úr sínu lífi. Amma dressaði
drengina sína upp reglulega, fór
oft með þá í dótabúðir að vita
hvort eitthvað nýtt væri komið í
hillurnar og skaut að þeim gotter-
íi við hvert tækifæri. Fyrir stuttu
sagði Ríkharður yngri sonur
minn við mig í einlægni sinni:
„Mamma, ég elska ömmu meira
en sólina og regnbogann.“ Mér
finnst þessi setning einmitt vitna
um dálæti sona minna á ömmu
sinni, sem var alltaf til staðar fyr-
ir þá.
Auður var einstaklega fær í
samskiptum og hvar sem hún
kom dróst fólk að henni.
Hún var vinmörg og gaf sér
tíma til að rækta samband við vini
og vandamenn. Hún var sannur
mannvinur og tók þátt af miklum
eldmóð í góðgerðarstarfi, einkum
líknarmálum, í fjölmörg ár, allt
fram á dánarbeðinn.
Það var öllum í fjölskyldunni
mikið áfall þegar Auður greindist
með einstaklega illvígan sjúkdóm
fyrir tæpum þremur árum. Bar-
átta hennar var háð af miklum
dug og æðruleysi enda var
tengdamóðir mín ekki gefin fyrir
vol og víl.
Með eindæmum var hvað henni
tókst að líta alltaf vel út og þeir
sem ekki þekktu hana hefðu ekki
greint að á ferð væri einstakling-
ur sem glímdi við alvarleg veik-
indi. Fráfall hennar kom sem
reiðarslag yfir fjölskylduna, eng-
inn átti von á að endalokin yrðu
svo svipleg. Sumarið okkar var á
bak og burt á einu dægri.
Mér finnst sárt að kveðja Auði
og ljóst að söknuður fjölskyld-
unnar er mikill.
Við eigum öll ótal hlýjar og
kærar minningar um Auði mína
og ég er ævinlega þakklát fyrir að
hafa átt þessa fallegu sál að
tengdamömmu. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Elsku amma, nú ert þú farin til
himna í faðm guðs. Ég á eftir að
sakna þín mjög mikið enda varst
þú einn besti vinur minn og alltaf
góð við mig og litla bróður. Ég er
þakklátur fyrir að hafa átt þig
sem ömmu, þú varst svo glöð og
hlý. Takk elsku amma fyrir allar
þær fjölmörgu góðu stundir sem
við áttum saman, ég geymi þig í
hjarta mér alltaf.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guðlaugur Geir Kristmanns.
Fyrir u.þ.b. 35 árum kynnti
bróðir minn okkur fyrir ungri fal-
legri konu sem geislaði af ynd-
islegheitum og fegurð. Það var
hún Auður mín, sem hefur nú
kvatt þessa jarðvist og skilið eftir
sig fallegar minningar um fegurð,
útgeislun, kátínu og visku hjá öll-
um þeim er kynntust henni. Frá
því að við fyrst kynntumst höfum
við verið nánar, við höfðum mis-
mikið samband í gegnum árin,
eins og lífið er, stundum minna og
stundum meira. Tengslin og
væntumþykjan var alltaf til stað-
ar sama hvað á gekk og hvar við
vorum staddar í lífinu. Það sem
tengdi okkur alltaf var Pétur,
sonur hennar og bróður míns, og
þau tengsl voru og eru sterk. Ég
ætla ekki að rekja lífshlaup Auð-
ar hér, hún var á góðum stað í
þessari tilvist og hún fór vel með
það. Hún eignaðist góðan eigin-
mann og þrjú yndisleg börn. Hún
kvaddi þennan heim á fallegum
sumarmorgni þegar sólin var að
rísa á austurhimni, þannig, með
söknuði og þakklæti í hjarta mun
ég minnast hennar, friðsæl, fal-
leg, sólaruppkoma með allri sinni
fegurð, friði, eftirvæntingu, gleði,
kátínu og góð fyrirboð um kom-
andi dag, og þannig upplifði ég
líka kynni okkar Auðar hér.
Þakka þér samfylgdina mín
kæra.
Elsku fjölskylda og vinir Auð-
ar, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert
glaður, og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig
glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran.)
María Kristmanns.
Látin er langt fyrir aldur fram
einstök kona sem hafði allt til að
bera sem prýða má eina mann-
eskju, mannvinur fullur af kær-
leika, umvafði allt og alla sem
umgengust hana, vitur svo af bar,
réttsýn, gjafmild, hugumstór,
einstaklega gamansöm, þetta er
bara fátt eitt sem kemur upp í
hugann þegar hugsað er til jafn
kærrar vinkonu og Auður var öll-
um þeim sem voru svo lánsamir
að eignast hana að vini. Hversu
þroskuð sál hún var hefur eflaust
lífið kennt henni. Aðeins 18 ára að
aldri réð hún sig til vinnu í ís-
lenska sendiráðið í Osló, þar tók
hún að sér að sjá um að halda
þeim húsakynnum hreinum og
fínum eins og henni einni var lag-
ið. Í þessu starfi var hún í eitt ár
og minntist oft á hversu mikill og
góður skóli þetta hefði verið.
Ég vil aðeins þakka fyrir að
hafa notið þeirra forréttinda að
eignast hana að vini. Það gerðist
fyrir 15 árum er ég gekk til liðs
við Rebekkustúkuna Þorgerði
þar sem Auður var fyrir. Með
hverju ári sem liðið er síðan hefur
vinskapur okkar vaxið og dafnað
allt fram á síðasta dag. Því er nú
ver og miður þá veiktist hún fyrir
tæpum þrem árum en í veikind-
unum sýndi hún enn einu sinni
hversu mikinn persónuleika hún
bar. Henni hafði hlotnast ýmis
heiður innan Oddfellowreglunnar
sem var viðurkenning á því
hversu miklu hún hafði skilað til
stúku sinnar unnið þrotlaust og
það gerði hún allt til enda.
Það verður erfitt að halda
áfram á sömu braut þegar hennar
leiðsagnar nýtur ekki lengur við,
þá á ég ekki við bara í reglustarfi
heldur í lífinu sjálfu því ef eitt-
hvað kom upp á þá hefur alltaf
verið fyrsta hugsun að ég hringi
bara í Auði eða lít við í Mýrarásn-
um. Það vita þeir sem þekkja að
suma daga komst hún varla til að
sinna sínu vegna símhringinga
þar sem leitað var hennar ráða.
Hafði hún þó nóg á sinni könnu
þar sem hún sá að miklu leyti um
alla hluti á heimilinu vegna starfa
eiginmanns hennar á sjó. Hún
var einstök í innanhússhönnun,
falleg veisluborð eða hvað eitt
sem augað mátti gleðja, það hafði
hún á valdi sínu.
Auður fór ekki ein í gegnum
lífið, hún á einstaka fjölskyldu.
Samheldni einkenndi alla þeirra
samveru og hugur minn dvelur
hjá þeim. Orð eru til lítils megn-
ug, ég get ekkert annað gert en
beðið þann sem líf okkur gefur að
styrkja þau og styðja. Megi okk-
ur auðnast að sýna að við höfum
lært af henni að sýna æðruleysi á
erfiðum stundum.
Vertu kært kvödd elskulega
vinkona, innilegar samúðarkveðj-
ur til allrar fjölskyldunnar.
Það vandi er að velja sér
vini hér í heimi
enginn er, sem af þér ber,
aldrei þér ég gleymi.
(Ágúst Böðvarsson.)
Marín E. Samúelsdóttir
(Mallý)
Við andlát minnar kæru vin-
konu Auðar Pétursdóttur koma
margar góðar minningar upp í
hugann. Auður var engin venju-
leg kona. Hún var falleg, vel gef-
in, alltaf vel til höfð og fallega
klædd. Allir tóku eftir henni þar
sem hún fór. En það sem ein-
kenndi hana fyrst og fremst var
hennar einstaki persónuleiki
enda löðuðust allir að henni. Þeg-
ar hún hafði áhuga á málefninu
vann hún að því af heilum hug og
þau eru mörg líknarmálin sem
hún hefur lagt lið. Ég naut þeirr-
ar gæfu að kynnast henni í sam-
starfi innan Oddfellowreglunnar
en þar var hún afar mikils metin
og komst til æðstu metorða. Hún
var einstaklega smekkleg og allt
lék í höndum hennar. Var það
jafnan viðkvæðið í okkar hópi ef
vel átti að vanda til móttöku
gesta eða annarra viðburða
„skreytingarnar biðjum við Auði
að sjá um“. Aldrei brást að verkið
var fullkomið enda taldi hún ekki
eftir sér að koma með fallega
hluti að heiman til að allt yrði sem
best. Þau sem áttu kærleika
hennar óskiptan voru Ríkharður
(Rikki) hennar kæri eiginmaður,
börnin þeirra þrjú, tengdadóttir-
in og ömmustrákarnir tveir.
Einnig var afar kært á milli henn-
ar og Margrétar tengdamóður
hennar. Fyrir tæpum þremur ár-
um greindist Auður með krabba-
mein og hefur síðan verið í erf-
iðum lyfjameðferðum. Þessu tók
hún af æðruleysi og hélt áfram
öllum sínum störfum af sama
áhuga og áður. Gleðigjafi var hún
mikill enda orðheppin og sá alltaf
björtu hliðarnar á tilverunni.
Hún var mjög vinsæl, átti góðar
æskuvinkonur og stóran hóp vina
og ættingja sem báðu fyrir henni
og heilsu hennar. Það mat hún
mikils. Við veikindin urðum við
enn nánari og ég fékk að fara með
henni í lyfjagjafirnar þegar Rikki
( skipstjórinn) var á sjónum og
börnin voru fjarverandi vegna
vinnu. Þetta voru dýrmætar
stundir þar sem við ræddum lífið
og tilveruna en áttum líka marg-
ar gleðistundir. Alltaf lauk þess-
um ferðum með því að fara og fá
sér eitthvað gott í boði skipstjór-
ans. Að vera gestur á þeirra fal-
lega heimili var ævintýri. Þar var
matur framreiddur á heimsvísu
að hætti þeirra hjóna. Í gegnum
árin var það stolt minnar kæru
vinkonu að þegar Rikki kæmi
heim hverju sinni væri allt full-
komið utanhúss sem innan. Bíll-
inn bónaður, garðurinn sleginn
og allt í blóma á sumrin og snjór-
inn mokaður á veturna. Hún mál-
aði húsið að innan sem utan, lag-
færði allt sem aflaga fór og leit
svo út eins og fegurðardrottning
sem aldrei hefði dýpt hendi í kalt
vatn. Rikki gerði allt til að henni
liði sem best. Allir vonuðu að hún
ætti langan tíma eftir en allt í
einu snéri sjúkdómurinn við
blaðinu og réðst á hana af fullum
þunga. Eins og öðru tók hún því
af sama æðruleysinu og kvaddi
umvafin kærleika eiginmanns,
barna og tengdamóður. Það er
mikil sorg að missa þessa ein-
stöku konu aðeins 55 ára að aldri.
Einlægar samúðarkveðjur frá
okkur Stefáni og fjölskyldu okkar
til Rikka, barnanna og fjölskyldu
Auðar. Megi Guð gefa þeim styrk
til að takast á við þennan mikla
missi. Minning þín mun lifa kæra
vinkona.
Árný.
Það er komið að kveðjustund
alltof fljótt hjá elskulegri vin-
konu. Æðrulausari og betri
manneskju hef ég ekki kynnst,
skemmtileg með mikinn húmor
og alltaf eins við alla. Við hitt-
umst fyrst þegar Margrét var á
fyrsta ári og ég man alltaf hvað
mér fannst þessi kona glæsileg
og litla prinsessan hennar sat í
vagninum og brosti með fallegu
brúnu augun og krullurnar – fal-
legar mæðgur þar á ferð. Seinna
sá ég svo stóru prinsana hennar
tvo sem eru glæsilegir ungir
menn í dag.
Við urðum góðar vinkonur.
Hún var alltaf svo hlýleg og ráða-
góð, hvenær sem eitthvað stóð til
hringdi ég í Auði og fékk ráð og ef
hún hafði ekki svar sagði hún:
„Ég spyr bara Rikka, hann veit
allt um þetta.“
Skemmtilegustu veislurnar
voru hjá þeim hjónum og ekki
fannst okkur Matta síðra að fara
með þeim á tónleika eða út að
borða. Við gátum spjallað enda-
laust og alltaf hlegið saman. En
það þurfti ekkert sérstakt tilefni,
ég leit oft inn hjá Auði, hvort sem
var að morgni eða um miðjan
dag, og fékk alltaf sömu hlýju
móttökurnar.
Smekklegri og glæsilegri konu
en Auði vinkonu mína var vart
hægt að finna. Það sást bæði á
henni sjálfri, fjölskyldunni og fal-
lega heimilinu þeirra. En falleg-
ast var hjartalag vinkonu minnar.
Ég er innilega þakklát fyrir vin-
áttu okkar og fyrir að hafa náð að
kveðja hana rétt áður en yfir
lauk.
Guð gefi Rikka, börnum,
tengdadóttur og ömmustrákum
styrk á erfiðum stundum.
Ásthildur L. Sverrisdóttir.
Allt er í heiminum hverfult. Nú
er góð vinkona horfin á braut
langt fyrir aldur fram.
Minningarnar þjóta um hug-
ann, góðar minningar frá því að
leiðir okkar Auðar lágu saman í
Múlaútibúi LÍ.
Við náðum strax vel saman
þrátt fyrir aldursmun. Þótt leiðir
skildi og við færum hvor í sína
áttina rofnaði sambandið á milli
okkar aldrei. Auður var mikil
dama, svipsterk og sérstaklega
lagleg, alltaf vel tilhöfð svo eftir
var tekið enda fylgdist hún vel
með öllum tískustraumum.
Auður var mikill listunnandi
og fagurkeri og ber heimili þeirra
Ríkharðs vott um það. Margs er
að minnast þegar rifjaðar eru
upp samverustundirnar í gegn-
um árin sem ævinlega voru um-
luktar gleði og gamni því mikið
var hægt að hlæja að hnyttnum
og skemmtilegum tilsvörum og
frásögnum Auðar. Í vöggugjöf
fékk Auður einstaklega góða
skapgerð, bjartsýni, glaðværð og
örlæti.
Það var aldrei spurning hvern-
ig hún forgangsraðaði í lífi sínu.
Þeir sem stóðu henni næst voru
alltaf númer eitt. Ég gleymi ekki
þegar hún hringdi í mig og sagð-
ist hafa hitt mann, Ríkharð
Sverrisson, sem hún ætlaði sér að
eiga sem lífsförunaut. Það reynd-
ist þeim báðum gæfuspor. Auður
barðist af æðruleysi til hinstu
stundar við illvígan sjúkdóm, sem
hafði að lokum yfirhöndina.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Að leiðarlokum vil ég þakka
samfylgdina og allar góðar minn-
ingar. Ég sendi Ríkharði, börn-
um og fjölskyldum þeirra innileg-
ar samúðarkveðjur.
Hrafnhildur B.
Sigurðardóttir.
Við vorum átta ára.
Þá var lífið eiginlega ekkert
nema framtíð.
Þetta var í Háaleitishverfinu,
uppbygging hröð – eins og vin-
átta okkar sem óx strax og hratt.
Garðar til að skokka yfir á leið í
skólann og á leiðinni heim aftur.
Sjaldnast hvor til síns heima
meira svona heim til hvor ann-
arrar.
Þessi vinátta þroskaðist í
gegnum barnapössun, táningsár-
in, árin sem við fluttum að heim-
an, árin með okkar eigin fjöl-
skyldum og allt í einu fundum við
að vináttan var einn stór og tær
kærleikur okkar vinkvennanna.
Krafturinn sem við fylltumst
þegar við sátum kvöldstund við
barnapössun í ókunnu húsi og allt
í einu búnar að þvo og hengja aft-
ur upp gardínurnar í stofunni.
Þegar ég kom til þín kvöldið sem
þú fluttir og ég ætlaði að hjálpa
þér að taka upp úr kössunum en í
Auður Pétursdóttir HINSTA KVEÐJA.
Með prjóna og nálar við hittumst
oft,
og ætluðum mikið að gera.
Þau áform yfirleitt fóru upp í loft,
allt saumadót létum við vera.
Það var hlegið og talað langt
fram á nótt,
alltaf var húmor í lagi.
Af diskunum terturnar fóru mjög
fljótt,
svo fullur varð okkar magi.
Ein traustasta lykkjan nú fallin er
frá,
farin er Auður vor kæra.
Fyrir stundirnar góðu og allt sem
nefna ei má,
við þakkir viljum þér færa.
Elsku Auður okkar við
söknum þín sárt,
Þínar,
Sigríður, Guðrún,
Hulda og Ragnheiður.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar