Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 222. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ólympíudraumurinn úti 2. Þetta er heitasti gæinn á ÓL 3. Danir vildu frekar mæta Íslandi 4. Nektardansmey vísað frá Kanada »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Franska kvikmyndin Intouchables hefur nú slegið aðsóknarmet kvik- mynda sem eru hvorki á íslensku né ensku og því farið fram úr kvikmynd- inni Karlar sem hata konur. Yfir 43 þúsund manns hafa séð myndina. Intouchables slær aðsóknarmet  Söngvarinn og listmálarinn Tony Bennett kemur til landsins í dag með einkaþotu en hann heldur tón- leika í Eldborg í Hörpu annað kvöld og dóttir hans, Antonia, sér um upphitun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bennett áhuga á því að skoða náttúruperlur Íslands, perlur á borð við Gullfoss og Geysi. Tony Bennett kemur til landsins í dag  Einleikjahátíðin Act alone hefst í dag á Suðureyri og lýkur 12. ágúst. Ýmis viðburðir eru á dagskrá hátíð- arinnar, m.a. fiskiveisla, tónleikar með Valgeiri Guðjóns- syni og Svavari Knúti, danssýningar Önnu Siggu og Steinunnar Ket- ilsdóttur, trúða- sýningar og leikverk. Ókeyp- is er á alla við- burði. Einleikjahátíðin Act alone á Suðureyri Á föstudag og laugardag Sunnan 8-13 m/s og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en annars hægara og bjart með köflum. Hiti víða 13 til 18 stig, en allt að 23 stigum norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 4-12 m/s. Skýjað á vestanverðu landinu og lítils háttar rigning sunnantil, en léttir til fyrir norðan og austan. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast austantil. VEÐUR FH-ingar eru komnir á topp- inn í Pepsi-deild karla í fót- boltanum eftir öruggan sig- ur, 5:2, á Selfyssingum í gærkvöld þar sem Atli Guðnason skoraði þrennu. Á meðan töpuðu KR-ingar fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Breiðablik vann ótrúlegan sigur á Val, 4:3, og Keflvík- ingar slógu Stjörnuna út úr toppbarátt- unni með sigri í Garðabæ. »4-7 Fimm mörk og FH- ingar á toppinn „Ég vona bara að Ásdís mæti til leiks í góðum anda og njóti þess virkilega að vera á vettvangi. Hún er búin að ná frábærum árangri nú þegar með því að komast í úrslitin og hún á að njóta þess að vera innan um stelpurnar sem hún á eftir að vinna á næstu árum,“ segir Einar Vilhjálmsson, fyrrverandi afreksmaður í spjótkasti, um Ásdísi Hjálms- dóttur sem keppir til úrslita á ÓL í kvöld. »8 Vona að Ásdís njóti þess að vera á vettvangi Sænska meistaraliðið Helsingborg hefur nú efni á að kaupa Alfreð Finn- bogason, landsliðsmann í knatt- spyrnu, eftir að hafa slegið út pólska liðið Slask Wroclaw samtals 6:1 í for- keppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Alfreð lagði upp fimm mörk og skoraði eitt. Alfreð lagði upp öll mörkin í 3:1-sigri í Svíþjóð í gær- kvöld. »1 Helsingborg hefur efni á að kaupa Alfreð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hélt að heimurinn hefði far- ist,“ segir Inosuke Hayasaki, en hann var starfsmaður vopnaverk- smiðju Mitsubishi í Nagasaki hinn 9. ágúst 1945, daginn sem Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengju á borgina. Haya- saki hélt í gær opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands um lífsreynslu sína og verður viðstaddur opnun fræðslu- og ljósmyndasýningar í Borgarbókasafninu klukkan 19:30 í kvöld. Þá mun Hayasaki flytja ávarp við kertafleytingu við Tjörnina sem hefst klukkan 22:30. Hayasaki vann í Mitsubishi- vopnaverksmiðjunni í Nagasaki, þá einungis 14 ára gamall. Hann segir að hann hafi fengið skipun frá yfirmanni sínum um að gera við vél í næsta húsi. Það hafi bjargað lífi hans. „Það heyrðist ótrúlega hávært hljóð og bjart ljós blindaði augun. Kröftugur vindur frá sprengingunni lyfti mér af jörðinni og feykti mér inn í næsta herbergi. Þetta var ótrú- lega slæm lífsreynsla,“ segir Hayasaki, en hann var heppinn að þykk steinsteypusúla skýldi honum fyrir hitanum sem fylgdi sprengingunni. Hann hlaut því engin brunasár, en meiddist illa á eyra og olnboga, sem var vel sloppið í ljósi þess að byggingin sem hann var í var því sem næst jöfnuð við jörðu í sprengingunni. Missti hárið í þrjú og hálft ár Hayasaki segir að á þeim tíma hafi enginn vitað um áhrif geisl- unar eða um geislavirkni. „Ári eftir sprenginguna fékk ég háan hita í 40 daga og missti allt hárið. Það óx ekki til baka fyrr en þremur og hálfu ári síðar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hayasaki ferðast utan í þeim tilgangi að segja sögu sína, en hann er núna 81 árs gamall. Hann segist hik- laust myndu leggja land aftur undir fót. „Ég myndi fara hvert sem er til þess að segja sögu mína þótt ég eigi kannski ekki mörg ár eftir ólifuð, en ég segi frá lífsreynslu minni fyrir hönd allra þeirra sem létust í árásunum.“ Hayasaki segir að það sé mikil- vægt að koma í veg fyrir að kjarnavopnum verði beitt aftur. „Það má aldrei beita þeim aftur. Við verðum að finna leið til þess að varðveita friðinn og eyða öllum kjarnorkuvopnum af yfirborði jarðar. Þannig finnum við sannan frið.“ „Ótrúleg heppni að ég lifði af“  Inosuke Haya- saki lifði af árás- ina á Nagasaki Morgunblaðið/Styrmir Kári Eftirlifandi Inosuke Hayasaki lifði af kjarnorkusprengjuna sem varpað var á Nagasaki í Japan 9. ágúst 1945, eða fyrir sléttum 67 árum. Hann stendur hér við teikningar sem hann hefur teiknað af hræðilegri reynslu sinni. Árásin á Nagasaki var sú seinni af tveimur kjarn- orkuárásum Bandaríkjamanna á Japan undir lok síðari heimsstyrjaldar. Hin fyrri var gerð 6. ágúst á borgina Hiroshima. Nagasaki var ekki upphaflegt skotmark Bandaríkjamanna í árásinni, en varð fyrir valinu vegna slæmra veðurskilyrða yfir borginni Kokura. Talið er að 75.000 til 80.000 manns hafi látið lífið vegna beinna áhrifa frá sprengingunni sjálfri. Þá er hins vegar ótalinn sá fjöldi sem lést af völdum geisl- unar sem fylgdi kjarnorkuárásinni. Masanobu Chita, yfirmaður minningarhallarinnar í Nagasaki, segir stofnun sína með um 158.000 skráð nöfn fórnarlamba sem hafi látið lífið af völdum árásarinnar. Um 158.000 manns létust ÁRÁSIN Á NAGASAKI 9. ÁGÚST 1945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.