Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 10
Hún Melissa heldur úti skemmtilegu bloggi um allt sem tengist heimilinu, á slóðinni theinspiredroom.net. Hún segist gera þetta til að deila með öðr- um alls konar einföldum og auðfram- kvæmanlegum hugmyndum um breytingar á heimilinu, sem ekki kosta mikið, krefjast ekki flókinna hæfileika eða rándýrra tóla og tækja. Til dæmis hvernig megi gera gamalt borð nýtt, hvernig hægt er að fríska upp gömul teppi, hvernig raða megi saman gömlu og nýju til að skapa sérstakan stemningu og svo mætti lengi telja. Í nýjustu færslunni hennar frá því í gær, segir hún frá því hversu hrifin hún sé að því að klæða veggi með viði, en það er víst frekar vin- sælt núna. Hún birtir margar fallegar og ólíkar ljósmyndir af viðarklæddum veggjum á heimilum, til að gefa fólki hugmyndir, sem kannski langar að klæða einn vegg heima hjá sér með viði, nú eða eitt herbergi eða stofu. Hver og einn getur svo útfært sína hugmynd eins og hans hugur stendur til, til að gefa heimilinu nýja svip. Og svo er ýmist hægt að leyfa viðnum að vera ómeðhöndluðum, lökkuðum eða mála hann í hvaða lit sem fólk kærir sig um. Um að gera að sækja sér hug- myndir á netið og koma hausnum af stað, og taka svo til hendinni! Vefsíðan www.theinspiredroom.net Flott Viðarklæðning á veggi getur verið margskonar og er alltaf hlýleg. Hugmyndir fyrir heimilið 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 „Það er leikur að læra“ Skólaráðstefna Allir þeir sem hafa áhuga á skólamálum, námi og kennslu eru hvattir til að mæta og skrá sig. Skráning á www.epli.is/skolar Grand Hótel Reykjavík 17. ágúst Kl. 8:30 - 13:00 María Ólafsdóttir maria@mbl.is R egnbogahátíð fjölskyld- unnar, fjölskyldu- dagskrá Hinsegin daga, verður haldin í Viðey í þriðja sinn sunnudaginn næstkomandi. Dag- skráin hefur mælst vel fyrir hjá gestum og eru allir velkomnir að vera með. „Við fórum af stað með slíka dagskrá fyrir þremur árum því okk- ur fannst vanta vettvang fyrir fjöl- skylduna. Hátíðin er alltaf að stækka og taka þarf tillit til ólíkra hópa. Viðey er frábær staður til að slappa af eftir annasama viku og er fjölskylduhátíðin orðin fastur liður. Þetta er sá liður hátíðarinnar sem hugsaður er fyrir yngri kynslóðina en þó mætir þarna alls kyns fólk og líka þeir sem eiga ekki börn. Við njótum þess að vera til þennan dag og njóta dagskrárinnar. Óvænt skemmtiatriði eru líka vel þegin en einn gesta fyrir tveimur árum kom til að mynda með gítar og þá var sunginn fjöldasöngur,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, for- maður Hinsegin daga í Reykjavík. Kljást við ríkjandi gildi Mikið er af foreldrum í hópi samkynhneigðra og stendur Félag hinsegin foreldra fyrir hátíðinni á sunnudaginn. Félagið verður með fjölskylduatriði í göngunni á laug- ardag og stendur einnig fyrir við- Félag hinsegin foreldra heldur Regnbogahátíð fjölskyldunnar, fjölskyldudagskrá Hinsegin daga, í Viðey á sunnudaginn með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Ljósmyndir/Alisa Ugla Kalyanova Skemmtiatriði Hópur fólks fylgist með töframanni leika listir sínar. Rólegheit Það er gott að slappa af í grasinu í góðu veðri sem þessu. Regnbogahátíð í . KRÓNAN Gildir 9.-12. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Grísagúllas og grísasnitsel ................................... 898 1.498 898 kr. kg Grísakótilettur NY//hvítlauks&rósm. ..................... 998 1.469 998 kr. kg Grísalundir ......................................................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Laxaflök, beinhreinsuð ........................................ 1.978 2.198 1.978 kr. kg Núðlur m. kjúklingi .............................................. 629 898 629 kr. kg Plómur, askja ..................................................... 314 449 314 kr. pk. FJARÐARKAUP Gildir 9. -11. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Svínakótilettur (kjötborð) ..................................... 1.198 1.598 1.198 kg Fjallalamb, skyndigrill ......................................... 2.762 3.069 2.762 kg Frosinn lambabógur ............................................ 798 998 798 kg Hamborgarar 4 stk. 80 g m/brauði ....................... 620 720 620 pk. HAGKAUP Gildir 9.-12. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Holta kjúklingalundir ........................................... 2.253 2.854 2.253 kr. kg Holta leggir, ferskir .............................................. 699 998 699 kr. kg Íslandsnaut, mínutusteik ..................................... 2.794 4.299 2.794 kr. kg Íslandsn.un hamborgarar 4 stk m.brauði .............. 734 979 734 kr. pk. Myllu fjallabrauð ................................................. 299 409 299 kr. stk. Myllu baguette ................................................... 159 219 159 kr. stk. NÓATÚN Gildir 9.-12. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Kindalundir ........................................................ 2.898 4.498 2.898 kr. kg Folaldafille ......................................................... 2.691 2.898 2.691 kr. kg Lambaframhryggjasn. ókrydd./krydd. ................... 1.889 2.298 1.889 kr. kg Ungnauta hamborgari 120 g ............................... 198 289 198 kr. stk. Ungnautahakk .................................................... 1.199 1.598 1.199 kr. kg Hnetuvínarbrauð ................................................. 149 215 149 kr. stk. Baguette ............................................................ 199 279 199 kr. stk. Ostakaka m. bláb./hindb./karam. ....................... 998 1.198 998 kr. stk. ÞÍN VERSLUN Gildir 9.-12. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Ísfugl kjúklingabringur ......................................... 2.279 2.849 2.279 kg Ísfugl kjúklingur heill ........................................... 839 1.049 839 kg Ísfugl grillpylsur, kalkúna 220 g............................ 289 319 1.314 kg Trópí m/aldinkjöti 1 ltr. ........................................ 298 349 298 ltr Egils appelsín 2 ltr. ............................................. 249 298 125 ltr Mountain Dew 0,5 ltr. ......................................... 119 179 238 ltr Ültje ristaðar hnetur 200 gr. ................................. 259 369 1.295 kg Cote D́or fílakaramellur 250 gr. ............................ 399 539 1.596 kg MS Ljótur 200 gr. ................................................ 569 631 2.845 kg KJARVAL Gildir 9.-12. ágúst verð nú verð áður mælie. verð SS Caj P’s Lærissneiðar ....................................... 2.820 3.525 2820 kg SS Hamborgarar 10x90 g, frosnir ......................... 1.124 1.249 1.124 pk. Holta kjúklingur, ferskur 1/1 ................................ 869 968 869 kg Goða lambalæri, frosið ........................................ 1.348 1.498 1.348 kg Kartöflur, sætar .................................................. 299 399 299 kg Kiwi ................................................................... 279 417 279 kg Egils Kristall, mexican lime 2ltr. ............................ 239 308 239 stk. Allra kokkteilávextir ............................................. 135 169 135 pk. Helgartilboðin Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.