Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Mánafiskur með rjóma- lagaðri sítrónu dill sósu Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | sími 568 2870 | www.friendtex.is OPNUNARTÍMI mánudag - föstudag 11:00-18:00 LOKAÐ á laugardögum ÚTSALA 40% 50% 60% 70% Ný frábær tilboð Kíktu, það borgar sig Síðastliðna öld hafa menn æ meir beitt sér til að hindra landspjöll. Nýjast, sem ég hef séð, er í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum, þar sem gosið hafði brætt jökulinn, en jök- ulbráðin bar með sér aur, sem ógnaði ný- legu ræktarlandi marflötu. Ég sá mann hindra ána með gröfu í að flæða yfir landið. Eyfellingar minntust þess, þegar Markarfljót flæddi og tók brúna í gosinu og flæddi yfir aura, að ungmenna- félagið hafði hundrað árum áður beitt sér fyrir hleðslu varn- argarðs, svo að fljótið færi ekki í austur. Fyrir þremur öldum fór það alveg austur í Holtsós. Á 20. öld fór það í hina áttina, flæddi í Þverá og braut sér farveg alla leið út í Djúpós, en Þykkbæingar brugðust við með fyrirhleðslu. Þessi viðbrögð þóttu virðing- arverð. Sem stendur eru menn í bið- stöðu með brúargerð á Múlakvísl, sjá til, hvort ekki komi hlaup bráðum, svo að ný brú lendi ekki í því. Litið yfir lengri tíma, frá land- námi, eru þessi vinnubrögð mátt- laus. Landeyjar standa ekki leng- ur undir nafni, menn hefðu ekki fundið upp á slíku nafni, ef þeir hefðu við land- nám komið að, eins og landið er nú. Markarfljót fékk í þúsund ár að flæmast um og skapa Ísland. Austar á Suður- landi, í Landbroti, eru Seglbúðir. Það heitir svo, af því að þar voru segl við hún, þangað var sem sagt skipgengt. Merki um slíka skipgengd var festarhringur, sem bóndi nokkur og járnsmiður á 19. öld tók til sinna nota. Þetta er ótrúlegt, því að nú er langur vegur frá Segl- búðum niður í fjöru. Skammt frá Seglbúðum er Vík (Efri-Vík og Syðri-Vík), nefnd Vík í Land- broti, til aðgreiningar frá annarri Vík í Skaftafellssýslu, Vík í Mýr- dal. Ekkert minnir á vík á þess- um stöðum. Af þessu sést, hvern- ig Skaftá og önnur fljót þar hafa borið aur og skapað land. Sköp- unin þar er ekki komin eins langt og í Landeyjum, sem nú eru frá- bært nytjaland með kornökrum. Skaftá ber aur, mismikið, mest í hlaupum. Undanfarið hefur hún verið hamin, svo að hún skemmi ekki veginn yfir Nýja-Eldhraun. Hún hleður í staðinn undir sig því, sem ekki fær að berast út yf- ir hraunið, það gera jökulár. Við Kirkjubæjarklaustur hefur hún borið svo mikið undir sig, botninn hefur hækkað svo mikið, að þar vofir nú yfir, að hún flæði upp á flatlendið í miklu jökulhlaupi og ógnar þannig mannvirkjum. Áður en menn eignuðust tækin, flæddi Skaftá yfir Eldhraun. Þar seig vatn hennar niður og birtist síðan sem ferskt vatn í ám og lækjum í Landbroti. Flóðinu fylgdi leir, sem barst upp á hraunið og fauk svo um og gat verið til ama, en frjóvgaði jarðveginn. Þannig hef- ur íslenskur jarðvegur orðið frjór. Með þeim vinnubrögðum, sem tíðkast hafa, með öflugum véla- kosti, fást stundargrið. Hug- myndin með vegagerðinni yfir Skeiðarársand var að búast við hlaupum, hvenær sem væri, menn ætluðu sér ekki að stöðva sköpun landsins, heldur tak- marka skemmdir á mannvirkjum og búast við því að þurfa að end- urgera þau. Í samræmi við það væri að fyrstu viðbrögð við ágangi jökulár yrðu ekki að hlaða varnargarð eða dýpka árfarveg eða breyta honum. Þá ætti ekki að reyna að stöðva áfok úr árfar- vegi, heldur láta jarðveginn, sem fær áfokið, njóta þess, þegar til lengri tíma er litið. Að þessu gefnu væri það verkfróðra, jarð- fróðra og búfróðra að hugsa út úrræði, sem standast. Ekki mætti beita þeim, fyrr en almennur skilningur hefði orðið um stefnu- breytinguna og úrræði vegna hennar, svo að þeim, sem hafa hugann við hefðbundin úrræði og eiga hagsmuna að gæta, þætti ekki hallað á sig. Sköpun Íslands Eftir Björn S. Stefánsson »Með þeim vinnu- brögðum, sem tíðk- ast hafa, með öflugum vélakosti, fást stund- argrið. Fyrstu viðbrögð við ágangi jökulár yrðu ekki að hlaða varn- argarð. Björn S. Stefánsson Höfundur er dr. scient. Innsetning Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands í fimmta skipti vekur blendnar tilfinningar. Hann hlaut aðeins rúman þriðjung at- kvæða þeirra sem voru á kjörskrá þann- ig að 64,32% kusu aðra frambjóðendur eða skiluðu auðum og ógildum kjörseðlum. Því hefði síðari umferð verið ákjós- anleg við val á forseta. Ólafur þarf því að sýna í verki að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, eða sem flestra þegnanna. Mun hann bera gæfu til þess? Vonandi – og það var skynsamlegt hjá honum að leggja áherslu á samstöðu í innsetning- arræðu sinni því orð hans um einkapólitík og aukin afskipti for- seta af stjórnmálum hræða. Mað- urinn hefur setið allt of lengi í þessu embætti og tíðkast slíkt helst í einræðisríkjum og þar sem lýð- ræði er ekki hampað mikið. Valdið spillir mönnum, jafnvel í embættum með takmörkuðu valdi og leiðir stundum til sjálfsupphafningar. Þessi þekkti veruleiki er ástæða fyrir því að seta ráðamanna í emb- ætti er takmörkuð í flestum þróuðum ríkj- um. Færi vel á því að slíkt væri fært í lög á Íslandi. Vonandi tekst Ólafi á næstu árum að beina orku sinni og vits- munum, sem enginn efast um, að því að sameina þjóðina og efla með henni sóknarhug og dug til að takast á við hin ýmsu verkefni sem til heilla horfa. Kjörnir fulltrúar almennings til þess að fara með löggjafarvald fái í friði fyrir forseta að sinna því verk- efni hvernig sem þeir eru annars vandanum vaxnir. Í þeim anda eru forsetanum sendar árnaðaróskir á þessari stundu. Fimmta upphafn- ing Ólafs Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Vonandi tekst Ólafi á næstu árum að beina orku sinni og vits- munum, sem enginn efast um, að því að sam- eina þjóðina og efla með henni sóknarhug. Höfundur er framkvæmdastjóri. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.