Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ✝ Þorsteinn Be-rent Sigurðs- son fæddist í Stein- um í Vestmannaeyjum 10. júní 1925. Hann lést 27. júlí sl. Faðir hans var Sigurður Sig- björnsson sjómaður frá Vík í Fáskrúðs- firði f. 20.5. 1900, d. 17.11. 1995. Móðir hans var Una Helgadóttir hús- móðir og verkakona frá Stein- um í Vestmannaeyjum, f. 17.6. 1901, d. 28.8. 1990. Þau slitu samvistir. Seinni kona Sigurðar var Ástrún Guðmundsdóttir. Sonur hennar og fóstursonur Sigurðar er Guðmundur Elías- son. Seinni maður Unu var Ólaf- ur Ísleifsson. Þau áttu dótturina Sigurlaugu og eignaðist hún þrjú börn. 29. júlí 1950 kvæntist Þor- steinn eftirlifandi eiginkonu sinni Ingunni Sigurðardóttur, f. 7. júlí 1926 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Sigurður Gottskálksson sjómaður og bóndi í Norður Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum, f. 23.8. 1894, d. 5.4. 1955 og Dýrfinna Ingv- arsdóttir húsmóðir og verka- mannaeyjum til 7 ára aldurs en flutti þá til ömmu sinnar Stein- unnar Jakobínu Bjarnadóttur og föðursystur sinnar Ágústu í Reykjavík þar sem hann ólst að mestu leyti upp til 16 ára aldurs. Ágústa var gift Stefáni Björns- syni og áttu þau dótturina Guð- mundu sem giftist Gunnari Pet- ersen. Áður eignaðist Guðmunda soninn Steinar með Brynjúlfi Thorvaldsson. Steinar tók síðar upp eftirnafn fóstur- föður síns. Kona Steinars Pet- ersen er Gréta Björgvinsdóttir Petersen og eiga þau þrjú börn. Alltaf var mjög kært samband milli Þorsteins og Guðmundu eða Mundu eins og hún var jafn- an kölluð. Sautján ára gamall fór Þorsteinn Berent í Loft- skeytaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan ári síðar. Á átjánda afmælisdeginum fór hann í sína fyrstu ferð sem loft- skeytamaður og sigldi á tog- urum næstu árin. Hann var flug- umferðarstjóri frá 1946-48 en réðist þá sem loftskeytamaður til Eimskips og sigldi á skipum félagsins, einkum Brúarfossi frá 1948-1963. Þá endurnýjaði hann réttindi sín sem flugumferð- arstjóri og starfaði sem slíkur þar til lögbundnum starfsferli lauk í ársbyrjun 1991. Hann tók virkan þátt í félagsmálum stétt- ar sinnar og var trúnaðarmaður F.Í.F. frá 1970-1986. Útför Þorsteins fer fram frá Langholtskirkju í dag 9. ágúst 2012 kl. 15. kona, f. 7.7. 1900, d. 1.12. 1986. Systkini Ingunnar eru 1) Sigurást f. 4.11. 1923, d. 23.12. 1980. Eiginmaður hennar var Snorri Daníel Halldórsson f. 1910, d. 1998. Þau eignuðust tvo syni. 2) Sigurður Gottharð Sigurðs- son, f. 1.12. 1937. Eiginkona hans er Oddhildur Guðbjörnsdóttir f. 1937 og eiga þau þrjár dætur. Dóttir Þor- steins og Ingunnar er Sigrún Þorsteinsdóttir sjúkraliði f. 30.8. 1957. Sambýlismaður hennar er Ólafur Sigurðsson f. 26.4. 1957. Áður var Sigrún gift Kristjáni Gestssyni. Börn þeirra eru 1) Þorsteinn Ingi Krist- jánsson f. 24.8. 1977, dóttir hans er Katla Dimmey f. 29.11. 2001. 2) Kristín Eva Kristánsdóttir f. 24.7. 1985. Sonur hennar er Daníel Berent Rink f. 17.4. 2006. Sonur Sigrúnar er Arnar Be- rent Sigrúnarson f. 15.7. 1996. Fyrir átti Þorsteinn Berent son- inn Jón Ólaf Þorsteinsson f. 1948. Móðir hans var Ólöf Hún- fjörð f. 1928, d. 2002. Þorsteinn ólst upp í Vest- Elsku pabbi. Þó við vissum innst inni að hverju stefndi og þú orðinn mjög þreyttur þá kemur dauð- inn alltaf að óvörum. Við vorum alla tíð mjög sam- rýmd ekki bara feðgin heldur bestu vinir. Margt var brallað í okkar fjölskylduferðalögum um landið og svo var það kofinn okkar Nátthagakot sem var upp- spretta mikilla framkvæmda og margra gleðistunda. Við nutum þess að vera þar og eigum við öll góðar minningar þaðan. Eins og þegar Kristín gerði blómum skrýddar drullukökur og seldi. Hún var fljót að fatta að selja bara afa sínum því hann borgaði með alvöru pening en ekki steinum eins og við hin. Þar er þér rétt lýst pabbi minn, þú varst eins og klettur við bakið á mér og minni fjölskyldu alla tíð. Hvattir okkur áfram, gladdist við alla okkar sigra og stappaðir í okkur stálinu þegar illa gekk og sagðir: „Þú getur þetta“. Þú pabbi minn, þessi sterki ákveðni maður og mamma mín, þessi þolinmóða og hlýja kona, voru bestu foreldrar sem nokkurt barn getur óskað sér. Stoltur varstu af barnabörn- unum þínum Þorsteini en þið tókuð margar skákirnar svo og sameiginlegan veiðiáhuga en margir voru veiðitúrarnir ykkar saman. Hreykinn varstu þegar þú hélst Daníel Berent syni Kristínar undir skírn á afmæl- isdeginum þínum 10.6. 2006. Arnar Berent hvattir þú áfram í náminu og fylgdist með honum í fótboltanum og kátur varstu þegar liðið hans kom heim með gullið á síðasta Reykjavíkur- móti. Þó sorgin og söknuðurinn sé mikill þá get ég ekki annað en þakkað fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur með góða heilsu nema rétt undir það síðasta. Minningarnar eru margar og góðar og munu ylja okkur um ókomna tíð. Takk fyrir allt akkerið mitt. Hvíldu í friði og Guð geymi þig og alla þína ástvini elsku pabbi minn. Þín, Sigrún. Kæri tengdafaðir. Ekki átti ég von á því þegar ég keyrði þig á LSH 26. júlí sl. til að hressa þig dálítið við að þú myndir kveðja 12 tímum seinna. Á stofunni hjá þér var sjónvarp og ætluðum við að horfa saman á leikinn á sunnudeginum. Ekki var okkur ætlað það að þessu sinni en fann ég nú fyrir þér yfir leiknum og fagnaði með þér í anda. Við Steini eins og hann var kallaður kynntumst þegar ég og Sigrún dóttir hans fórum að draga okkur saman 1998. Hann tók mér með varúð í fyrstu en fljótt urðum við mestu mátar. Samvera fjölskyldu okkar í Nátthagakoti er ein af mínum skemmtilegustu minningum ásamt mörgum sumarbústöðum víða um land. Ég var kannski ekki alltaf sá laghentasti en þá fylgdist hann með kómískur á svip og sagði kannski er betra að gera þetta svona Óli minn. Fyrsti og síðasti veiðitúrinn sem við fórum í var í Korpu hef ég grun um að hann hafi ætlað að smita mig af veiðidellunni. Mikill veðrahamur var þennan dag enda aflinn bara húfan mín. Vertu ekki að flækjast fyrir þarna Óli minn, en ég var orð- inn töluvert smeykur um að hann færi út með stönginni, enda ekki góður í þessum fræð- um. Allt fór þetta þó vel og komum við blautir og vindbarðir heim. Steini minn, þakka þér sam- fylgdina. Hún er búin að vera yndisleg og lærdómsrík. Sakna þín mikið en minningin er góð og hún lifir. Guð geymi þig. Ólafur Sigurðsson. Við kveðjum í dag með sökn- uði yndislegan vin og mág, sem hefur lokið sínu lífshlaupi og náð eilífðarströndum. Þar mun hann bíða ástvina sinna. Þor- steinn Berent Sigurðsson mágur minn var jafnan í fjölskyldu okkar nefndur Steini. Margs er að minnast nú þegar litið er um öxl. Ég minnist brúðkaupsdags Ingu systur minnar og Steina 29. júlí 1950. Hve glæsileg hjón þau voru og hvað mér fannst ég hafa eignast flottan mág, þá var ég aðeins þrettán ára. Þeirra farsæla hjónaband varði í tæp- lega 62 ár. Á árum áður var Steini mág- ur í siglingum um heimsins höf á skipum Eimskipafélags Ís- lands og þegar skipin höfðu við- komu í Eyjum þá kom hann í heimsókn til okkar austur að Kirkjubæ og var þá í fullum skrúða einkennisklæddur sem loftskeytamaður, en því starfi sinnti hann í siglingunum. Ég man enn hve stoltur ég var af mági mínum. Inga systir hefur alltaf verið mér afar kær og reynst mér og mínum einstak- lega vel, fannst mér því mik- ilvægt að hún eignaðist góðan mann og sá draumur minn rætt- ist fullkomlega. Á sumrin í sumarfríum þeirra komu Inga systir og Steini oft í heimsókn til okkar og tók hann þá vel til hendinni við bústörfin og hafði pabbi oft á orði hve vel munaði um Steina í heyskapnum og öðru því sem hann aðstoðaði við í búskapnum. Fimm árum eftir að Inga systir og Steini giftu sig lést faðir okkar og við mamma brugðum búi og fluttum til Reykjavíkur. Eftir að við komum í höfuðborgina fengum við að njóta þess hve vel Steini og Inga stóðu með okkur, þau voru ávallt reiðubúin að veita okkur hjálp og að aðstoða okkur á allan hátt. Þarna sýndi Steini eins og jafnan í gegnum lífið hvern mann hann hafði að geyma, drengur góður, trygg- lyndur og hjálpsamur. Eftir að Steini hætti sem loft- skeytamaður á „Fossunum“ fór hann að vinna við flugumferð- arstjórn og starfaði þar til síð- asta starfsdags. Steini var afar farsæll í störfum sínum og lagði sig í hvívetna fram um að leysa sín verk vel af hendi og gerði sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem störfum hans fylgdi. Á árum áður fórum við allmarg- ar veiðiferðir saman og fór ein- staklega vel á með okkur, eftir þessar ferðir á ég margar góðar endurminningar, sem glitra í huga mínum eins og fagrar perl- ur. Við Odda kveðjum í dag góð- an og traustan vin, sem jafnan var sjálfum sér samkvæmur og alltaf til taks ef hann gat orðið að liði. Það er bæn okkar og von að góður Guð gefi Ingu systur minni, Sigrúnu dóttur þeirra og fjölskyldu hennar ásamt öðrum vinum og vandamönnum huggun og styrk Við þökkum einstaklega ljúfa samferð á lífsins leið. Sigurður Gottharð Sigurðsson og Oddhildur Guðbjörnsdóttir Eyrarbakka. Látinn er kær vinur og frændi Þorsteinn Berent Sig- urðsson eða Steini frændi eins og hann var ávallt nefndur í minni fjölskyldu. Móðir mín og Steini ólust upp saman og var alla tíð mjög kært milli þeirra. Hann útskrifaðist sem loft- skeytamaður 1943 og fór beint á togara og sigldi hluta af stríðs- árunum. Hann sagði mér margar sög- ur af þeim árum og komst oft í hann krappan og ljóst er að líf sjómanna á þeim árum hefur ekki verið dans á rósum. Hann var hjá Eimskip 1948 til 1963 og síðan flugumferðarstjóri til starfsloka. Hann kynntist henni Ingu sinni á þjóðhátíð í Vestmann- eyjum 1948 og var hún stoð hans og stytta fram á síðasta dag. Þau áttu dótturina Sigrúnu f. 1957. Sigrún og hennar sam- býlismaður Ólafur Sigurðsson hafa ávallt sýnt Ingu og Steina einstaka umhyggju og hjálpsemi sérstaklega í seinni tíð þegar ár- unum fjölgaði. Steini gekk í Oddfellowstúk- una Þórstein 1983 og sótti fundi með heilsan leyfði. Frændi minn var við hestaheilsu fram eftir aldri enda stundaði hann rjúpnaveiðar, laxveiðar, göngu- ferðir og sund. Fyrir nokkrum árum greind- ist hann með krabbamein en það virtist ekki há honum svo hann hélt sínu striki þó að hjart- að starfaði ekki af fullum krafti. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og skap- laus var hann ekki og stóð fast- ur á sínu ef á þurfti að halda. 26. júlí sl. var hann lagður inn á Landspítalann svona meira til hressingar en andaðist þar að- faranótt 27. júlí. Eins og hann hefði sjálfur viljað hélt hann sinni reisn til æviloka. Ég mun sakna Steina mikið. Hann hefur verið hluti af minni tilveru alla mína ævi og alltaf staðið mér nærri. Þegar við hitt- umst áttum við gott spjall og góðar stundir saman. Kveð góðan vin með söknuði. Steinar Petersen. Kveðja frá flugleiðsögusviði Isavia Þorsteinn hóf grunnnám í flugumferðarstjórn árið 1947. Hann hlaut síðan starfsréttindi í flugturninum í Reykjavík, á Ak- ureyri og í Vestmannaeyjum, auk aðflugsréttinda 1964. Þar að auki hlaut Þorsteinn ratsjárrétt- indi og starfs- og kennslurétt- indi í úthafsflugstjórn. Þorsteinn lét af störfum sem flugumferðarstjóri árið 1991 vegna starfslokaákvæða. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd starfsmanna flugleiðsögu- sviðs Isavia þakka Þorsteini samfylgdina. Fjölskyldu og vin- um vottum við okkar dýpstu samúð. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri. Þorsteinn Berent Sigurðsson Helgi móður- bróðir okkar, eða Helgi frændi eins og hann var gjarnan kall- aður, verður í huga okkar allt- af glaður og hlýr frændi, sem lét sér annt um líðan annarra. Handtakið var alltaf þétt og brosið breitt. Honum fannst gaman að spjalla um daginn og veginn, var jákvæður, hlátur- mildur og hafði gaman af góð- um sögum. Það var því alltaf gaman að koma á heimili þeirra Ástu og gestum tekið með kostum og kynjum. Við eigum æskuminningar þaðan um fjörug barnaafmæli þar sem heimatilbúin leikrit voru sett á svið. Helgi Sævar Þórðarson ✝ Helgi SævarÞórðarson fæddist í Hafn- arfirði 20. desem- ber 1947. Hann lést 24. júlí 2012. Útför Helga Sævars fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 2. ágúst 2012. Helgi var líka ósérhlífinn og duglegur til allra verka. Hann var gjarnan kallaður til ef eitthvað þurfti að laga eða bæta á heimili okkar. Hann hafði lært það á æsku- heimili sínu að verkgleði er dyggð. Líkt og faðir hans var hann framar- lega í starfi og söng karlakórs- ins Þrasta. Við bræður vorum stoltir af að eiga tvo sterka meðlimi í þeim góða hópi. Ver- andi gleði- og söngmaður átti hann það til að taka lagið hvar og hvenær sem var. Þannig tók hann óvænt lagið í giftingu Kára við góðar undirtektir gesta. Það er því með söknuði sem við bræðurnir kveðjum Helga frænda. Ástu og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni, Björgvin og Kári. Elskuleg fyrrverandi vin- kona mín Heiða hefur kvatt okkur, mikil sorg að krabba- meinið skyldi sigra hana að lokum. Við hittumst fyrst að mig minnir á dansleik í Tryggvaskála 1974. Heiða og Benni fluttu með sín börn á Selfoss og ég líka með mína fjölskyldu það ár. Heiða varð mín fyrsta besta vinkona sem ég eignaðist á Selfossi og með tímanum urðum við trúnaðar- vinkonur og mun ég geyma allt sem okkur fór á milli, við trúðum hvor á aðra. Við Heiða og Benni eign- uðumst lóð í sömu götu og byggðum okkur hús í Miðengi, það voru tvær húsalóðir á milli okkar. Á meðan á byggingum stóð bjuggu þau í Lambhaga og við í Úthaga. Mikill vin- skapur skapaðist á milli okkar allar götur frá þeim tíma þar til 1985 en þá skildu þau hjón- in. Þá hrundi allt sem gat hrunið, það brotnaði ein grein af okkur, þetta var mikið áfall og sorglegt fyrir okkur og þau sjálf og börnin okkar beggja. En fram að skilnaðartíma hjá Benna og Heiðu, þá áttum við Heiða óteljandi dásamlegar stundir saman, sérstaklega eftir að við fluttumst í sömu götuna. Það var svo stutt að skreppa yfir til hvor annarrar í kaffi. Hún sagði við mig, er þér sama þótt ég fái mér síkó, hún reykti en ég ekki (kom seinna) þá drukkum við ennþá meira kaffi og reyktum, stund- um urðum við fjórar, Ingaþóra og Habba. Við ræddum um heima og geyma og sögðum hvor annarri frá okkar yngri árum, Heiða sagði mér frá því er hún fékk skjaldkirtilssjúk- dóm er hún var í Ameríkunni og að læknar hefðu skorið millimetra rétt, hún þurfti Aðalheiður Jónasdóttir ✝ AðalheiðurJónasdóttir fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1945. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. júlí 2012. Útför Aðalheiðar fór fram frá Foss- vogskirkju 3. ágúst 2012. ekki á lyfjum að halda eftir aðgerð- ina. Já, við eydd- um kannski of miklum tíma í skraf og kaffi- drykkju heima hjá hvor annarri í Miðenginu. Má vel vera, en þvottavél- arnar unnu sín verk á meðan, og ég sé ekki eftir þeim tíma, mun geyma það að eilífu og ég er viss um að við Heiða tökum það upp hinum megin er ég kem þangað. Við Heiða urðum gjörsam- lega samlokur og trúnaðarvin- konur frá A til Ö. Við fjögur fundum upp á því í þá daga að spila saman vist um helgar, mikið hlegið og skrafað, og héldum því áfram eftir að við öll vorum flutt í Miðengi. Það var nú ekki mikið um aura í þá daga til að fara eitthvað, því var þetta góður kostur fyrir okkur öll. Það eina sem við fórum saman voru kirkjukórs- ferðalög. Sighvatur og Heiða gengu til liðs við kirkjukórinn á Selfossi. Ég sagði við Heiðu að mér fyndist þessi ferðalög leiðinleg, hún svaraði rólega og hugsi, já finnst þér það. Heiða var yfirveguð og góð kona, átti fallegt heimili og fallegar dætur. Jóhanna dóttir hennar og Lilja okkar urðu strax vinkonur og eru enn. Heiðu langaði að læra, sem hún svo gerði og varð dönsku- kennari, það átti vel við hana. Útför Heiðu var mjög falleg og söngurinn dásamlegur. Ég þakka Heiðu fyrir allt gott á árum áður, er við vorum vin- konur og ég hef alltaf verið vinkona hennar í huga mínum og það mun aldrei gleymt verða, ég hef alltaf fylgst með veikindum hennar og dætrunum. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Blessuð sé minning hennar og megi góður Guð vernda dætur hennar og fjölskyldur þeirra. Sólrún Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.