Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Eyrnalokkar 10.400 kr. Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Hálsmen 7.900 kr. Ný ju ng ! Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu. Ljótur að utan – ljúfur að innan Fíllinn N’Dala í Beauval-dýragarðinum í Saint-Aignan-sur-Cher í Frakk- landi eignaðist sinn fyrsta unga 20. júlí og var hann búinn til með sæðingu. Hér sýgur unginn, Rungwe, móður sína á mánudaginn, alsæll enda kann hann því ekki vel að vera lengi þyrstur og svangur. Unginn er nefndur í höfuðið á eldfjalli í Tansaníu. AFP Þyrstur og svangur Rungwe var búinn til með sæðingu Mjög varasamt að fjarlægja skapahárin Breski læknirinn Emily Gib- son varar í grein í Guardian við þeirri tísku sem rutt hefur sér til rúms að raka af sér öll skapahár. Menn gleymi þá að þessi hár hafi hlutverk. „Skurðlæknar áttuðu sig á því fyrir löngu að væru hárin rökuð af fyrir aðgerð minnkaði ekki hætta á ígerð, hún jókst,“ segir Gibson. Húðin skaddist í þessum átökum. „Þegar skapahár eru fjarlægð ertir það að sjálfsögðu og veldur bólgu í hársekkjunum sem eftir verða, þetta skilur eftir sig örsmá, opin sár,“ segir Gibson. Fjarlægja verði hár- in með reglulegu millibili til að halda svæðinu mjúku, það verði því fyrir reglubundinni ertingu. Þessi erting og heitt, rakt umhverfi kynfæranna valdi því að margs konar ör- verur úr röðum strepto- kokka og stafýlokokka vaxi hratt í sárunum og geti vald- ið stórhættulegum sýkingum. kjon@mbl.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Egypski flugherinn gerði í gær- morgun árás á stöðvar vígamanna úr röðum íslamista á Sínaískaga og felldi 20 þeirra, að því er fram kom í yfirlýsingu frá hernaðaryfirvöldum. Ýmsir vopnaðir ofstækishópar úr röðum bedúína og Palestínumanna hafa þar hreiðrað um sig í afskekkt- um fjallahéruðum. Á mánudag réðst slíkur hópur á landamæraverði við Gaza og felldi 16. Ástandið á Sínaí hefur einkennst af æ meiri lögleysu eftir fall Hosni Mubaraks Egyptalandsforseta í fyrra og hafa íslamistarnir m.a. skotið flugskeytum á Ísrael. Vandi egypska hersins er að sögn heimild- armanna í Ísrael að hann hefur afar litlar upplýsingar um þetta strjál- býla svæði. Árásarmennirnir á sunnudag nutu aðstoðar hryðjuverkamanna á Gaza sem skutu með sprengjuvörp- um á varðstöðina. Egyptar voru sagðir hafa í gær lokað um óákveð- inn tíma jarðgöngum undir landa- mærin að Gaza. Ísraelar banna nær alla umferð frá og til Gaza og göng- in hafa verið helsta leið Gazabúa til að komast frá svæðinu. En einnig hefur verið smyglað um þau ýmiss konar varningi frá umheiminum. Sínaí er talið geta orðið pólitísk púðurtunna og hefur nú áhrif á valdabaráttuna milli hersins og Mo- hammed Mursi, forseta Egypta- lands, sem hefur góð tengsl við Hamas-menn á Gaza. En Hamas hefur ekki haft hemil á ýmsum ísl- amistahópum, al-Qaeda er jafnvel sagt ógna völdum þeirra á svæðinu. Athygli vakti að Mursi forseti, sem var frambjóðandi samtakanna Bræðralags múslíma, var ekki við- staddur útför landamæravarðanna á þriðjudag. Þegar Hesham Kandil forsætisráðherra kom til að taka þátt í bænastund fyrir útförina gerði fólk aðsúg að honum og urðu öryggisverðir að bjarga ráðherran- um, að sögn fréttavefsins Middle East. Sínaískagi púðurtunna sem gæti sprungið  Vígahópar ógna Egyptum og Ísraelum en líka Hamas Ólíklegir samherjar » Andstæðingar Mursis segja hann ekki hafa beitt sér nægi- lega fyrir öryggi á Sínaí. » Svo gæti farið að Egypta- land, Ísrael og Hamas yrðu að vinna saman að því að upp- ræta íslamistahópana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.