Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 staðinn settumst við niður því allt var klárt, þú bara búin að öllu og allt eins og þú hefðir búið þarna lengi. Fundir okkar urðu strjálli eins og vera ber í þroska einstak- linga og fjölskyldna. Þegar við hittumst varð þó allt eins og fyrr, einkahúmor, leyndarmálin bara okkar og svo auðvitað minning- ar. Og alltaf man ég þig brosandi, káta og svo stóra í lífinu þínu og mínu. Stór og erfið veikindi nú hin síðustu misseri breyttu ekki fallegu persónunni sem mín kæra, sterka vinkona var. Og nú eru minningarnar um okkur úr sveitinni, veiðihúsinu, Noregi og víðar einleikur á lífs- hörpuna mína og söknuðurinn er hin sterka bakrödd. Söknuðurinn er svo sár en ég vil í allri einlægni senda öllu þínu góða fólki ósk um huggun og blessun, um leið og ég vil gera orðin þín að mínum: „Ég vil þakka þér fyrir alla vináttuna – alla vináttuna“. Ragnheiður Ólafsdóttir. Komdu út á pall og sjáðu hvað sumarblómin eru falleg núna, sagði Auður vinkona mín fyrir stuttu síðan. Já, falleg eru þau og þvílík blómabreiða. Blómin fengu ómælda umhyggju og næringu eins og allt annað í kringum hana Auði vinkonu mína. „Umhyggja“ sama hvert litið er , fjölskyldan, heimilið, umhverfið og vinirnir. Næstum fjörutíu ára vinátta er ekki sjálfgefin, vináttan er eins og blómin þarfnast um- hyggju og næringar, ef ekki er hugað að henni þá blómstrar hún ekki. Hún Auður vinkona mín sá til þess að vináttan blómstraði, vinátta okkar var djúp og gátum við talað um allt hvor við aðra, hlegið saman endalaust, verið ósammála og fyrirgefið. Það er vinátta og hún er dýrmæt. Þegar hugurinn fer á vit minninganna verða þær svo ljós- lifandi, margar og skemmtileg- ar. Ungar stoltar mæður með frumburði sína í fínu stóru barnavögnunum á gangi upp og niður Laugaveginn en síðan eru 34 ár, afmælin stór og smá, brúð- kaup, útskriftir, skemmtanirnar, heimsóknirnar, saumaklúbbarn- ir, göngutúrarnir í hverfinu okk- ar, gleði, húmor og mikill hlátur. Það var mikið áfall þegar Auð- ur veiktist, en dugnaðurinn og krafturinn er ólýsanlegur. Hún Auður var hetja. Ég sakna Auðar, það er sárt að kveðja. Ég kveð elsku Auði mína með virðingu og þökk. Elsku vinir, hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá ykkur og sendum við ykkur okkar dýpstu samúð. Hulda vinkona. Fegurðin birtist okkur í ýms- um myndum. Hún getur verið myndræn, huglæg, áþreifanleg eða bara eitthvað óskilgreint, en samt fallegt. Það er sama hvar hugurinn staldrar við í minn- ingaflóðinu sem streymir að síð- ustu dagana, allt sem tengist yndislegri vinkonu, Auði Péturs- dóttur, er fallegt, bara fallegt. Sjálf var hún einstaklega fal- leg og glæsileg kona, yst sem innst. Hjartahlýja hennar og glettinn húmor varð líka til þess að gera nærveru hennar fallega og einstaka. Það löðuðust hrein- lega allir að henni. Það leyndist ekki þau skipti sem hún kom og aðstoðaði við sölustörf í Engla- börnunum, þá hreinlega streymdu inn viðskiptavinir, Auður raðaði saman hverju dressinu á eftir öðru og gleymdi aldrei sokkum í stíl…. Viðskipta- vinirnir gengu ánægðir út úr versluninni og höfðu aldrei feng- ið eins persónulega og hlýja þjónustu. Árin okkar sem dansmömmur Kalla og Margrétar voru líka skemmtileg. Börnin okkar voru auðvitað alltaf fallegasta parið á dansgólfinu, og Margrét alltaf í fallegasta kjólnum. Við vorum stoltar mömmur í áhorfendastúk- unni og fylgdumst gaumgæfilega með hverju spori. Fjölskylda Auðar var henni allt, hennar faðmur var alltaf op- inn og hún hlúði að öllum með al- úð og hlýju, hvatti og leiðbeindi og var alltaf til staðar þegar fjöl- skyldan þurfti á henni að halda. Auður var líka vinamörg, enda nærvera hennar yndisleg og hún var sannur vinur í raun. Þegar á bjátaði, var alltaf hægt að fá góð ráð hjá Auði; með glettnu yfir- bragði, en alltaf djúphugsuð, ein- læg og góð. Þá var gott að eiga vináttu hennar að. Samheldni Rikka og Auðar var líka einstök. Þegar hann var frá vegna vinnu, sá hún um að hlut- irnir gengju upp heima og þegar hann kom í land nutu þau þess að vera saman, voru alltaf eins og nýtrúlofuð og áttu ánægjustundir með börnum sínum og barna- börnum. Bæði miklir fagurkerar, nutu þess að elda góðan mat og taka á móti gestum, enda alltaf höfðingjar heim að sækja og ber fallegt heimili þeirra þess glöggt vitni að þar er vel nostrað við hvern hlut. Og húmorinn alltaf í lagi. En skjótt skipast veður í lofti, erfið veikindi gera vart við sig og ekkert verður við ráðið. Á sorg- arstundu viljum við systurnar þakka fyrir samveruna í gegnum árin. Við erum ríkari af því að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast Auði og eiga með henni sam- leið og vináttu. Fallegar minning- ar um hana munu lifa áfram um ókomin ár. Það var líka mjög sérstakt að þegar við systurnar ákváðum í síðustu viku að eiga kvöldstund tvær saman, til að minnast Auð- ar, þá hittum við tvær af hennar bestu vinkonum fyrir algjöra til- viljun. Þær voru líka að rifja upp minningar um Auði. Saman átt- um við fjórar yndislega stund þar sem fallegar myndir af Auði og samveru með henni á liðnum ár- um streymdu fram. Við gátum ekki annað en brosað í laumi yfir þessu atviki, svo líkt Auði að koma þessu til leiðar. Við kveðjum nú Auði Péturs- dóttur, yndislega vinkonu, með þakklæti og virðingu og vottum fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúð. Aðalheiður og Helga Karlsdætur. Á sólbjörtum degi dregur ský fyrir sólu, allt í einu verður allt svo dimmt. Við fáum að heyra að okkar kæra vinkona Auður hafi kvatt þetta líf. Við hugsum um Auði eins og hún var, sterk og þrautseig, og þá birtir í huganum á ný. Yndisleg vinkona okkar og félagi hefur nú kvatt okkur. Brostinn er hlekkur í keðju okkar. En minningin um einstaka konu, um einstaka vináttu, mun lifa með okkur. Við kveðjum Auði með þakk- látum hug, fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni. Hún var einstök persóna, rökföst og hafði ríka réttlætiskennd og var vinur í raun. Til hennar var gott að leita, hún var hreinskiptin í öllum sínum samskiptum, hrein og bein. Svo sannarlega til eft- irbreytni fyrir okkur hin. Hennar mun sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við vottum fjölskyldu Auðar okkar dýpstu samúð og biðjum henni Guðs blessunar. Brynja Hlíðar, Hildigunnur Hlíðar, Sigríður Hlíðar, Svandís Matthíasdóttir. ✝ Kristín Hall-varðsdóttir En- gel fæddist í Reykjavík 2. apríl 1934. Hún lést á heimili sínu í Palm- dale, Kaliforníu 23. maí s.l. Foreldrar henn- ar voru Hallvarður Árnason stýrimað- ur f. 23. desember 1895, d. 21. janúar 1969 og Guðrún Kristjánsdóttir húsmóðir f. 19. desember 1903, d. 7 mars 1986. Systkini Krist- ínar voru Þórarinn Haukur f. 20. júlí 1931, d. 31. október 2010. Fyrri kona Hauks var Kolbrún Ólafsdóttir lést 1960. Seinni kona hans var Erla Long f. 28. desember 1933. Agnes K. Hallvarðsdóttir f. 16. október 1937 gift Karli Aspelund, Ragna K. Hallvarðsdóttir f. 8. nóvember 1940 gift Benedikt bjuggu víða, á Guam í Kyrra- hafinu, New York, Kampala í Úganda, Perth í Ástralíu, og Honolulu og Maui á Hawaii. Harry lést á Maui 1983, en Kristín bjó þar til ársins 2002 er hún flutti til Palmdale í Kalif- órníu. Þar bjó hún við sömu götu og Harry sonur hennar. Kristín og Harry eignuðust þrjú börn: Harry M. Engel III fram- kvæmdastjóri giftur dr. Suz- anne Frye kíropraktor. Þau eiga Kamillu Ósk f. 16. desem- ber 1996 og Harry M. IV f. 2. maí 2003. Justin Engel f. 27. október 1962 trygginga- sölumaður, kona hans er Laura Bridgwell Engel stílisti 21. febr- úar 1963. Þau eiga Elizu Krist- ínu 22. Mars 1996 og Önnu. Rúna Engel Magowan frum- kvöðull f. 20. apríl 1964 gift Thomas Magowan fram- kvæmdastjóra f. 26. maí 1964. Þau eiga Katrínu f. 19. febrúar 1991 og Merrill f. 15. febrúar 1994. Kristín starfaði lengst af sem sjúkraþjálfari og um tíma var hún fasteignasali. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtu- daginn 9. ágúst 2012 kl. 15. Blöndal. Arnfríður M, Hallvarðsdóttir f. 5. nóvembeer 1942 gift Þór Þor- bergssyni. Árný Þóra Hallvarðs- dóttir f. 6. mars 1945 gift Loga Magnússyni. Kristín ólst upp á Fálkagötu og Langholtsvegi í Reykjavík, hún gekk í Menntaskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan 1954. Eftir stúdentspróf hélt hún til Svíþjóðar og stundaði nám í sjúkraþjálfun í Háskólanum í Lundi og lauk þaðan prófi 1958. Hún flutti til New York 1959 og vann þar sem sjúkraþjálfari með framhaldsnámi. Í New York kynntist hún manni sínum Harry Engel athafnamanni. Þau giftu sig í Honolulu á Hawaii 1960. Kristín og Harry Við Rúna, konan mín, kynnt- umst í október 1986, vorið 1987 fór ég til Hawaii til að hitta Krist- ínu Engel í fyrsta sinn. Flestum finnst vandræðalegt að hitta móður eða föður einhvers í fyrsta sinn. Það veit Guð! Þú dæmir móðurina eða föðurinn og þau dæma þig. Ég get vel sagt og án nokkurs vafa að heimsóknin til Kris var sú auðveldasta af öllum slíkum heimsóknum. Ég býst við að það sé ástæða þess að við Rúna höfum bráðum verið gift í 25 ár. Kris Engel var engill. Yndis- legri, vingjarnlegri eða ástríkari manneskja hefur aldrei stigið fæti á þessa jörð. Kris átti ekki til í sér neitt slæmt. Hún óskaði öll- um aðeins þess besta. Helsta minning mín um Kris er hvað hún naut þess að hlæja. Hún sagði mér að hún hefði gifst Harry En- gel vegna þess að hann fékk hana til að hlæja. Ég man að þegar ég hitti Kris í fyrsta sinn sat ég hjá henni og við sögðum hvort öðru sögur og hlógum. Kris var prakkari, hafði gaman af því að gantast og naut þess að hlæja. Kris var líka mjög virðuleg kona. Hún trúði á Guð, sótti kirkju reglulega, greinilegt var að trúin skipti hana miklu máli, hún sýndi það með líferni sínu. Kris var góð kona, færði fórnir fyrir börnin sín þegar hún hafði ekki mikið milli handanna. Því miður þurfti Kris að þola meiri niðurlægingu mörg síðustu árin en nokkur manneskja ætti að þurfa að lifa. Hún fékk margsinn- is heilablóðfall sem lamaði hana að mestu. Heilsunni hrakaði eftir því sem dró úr hreyfigetunni. Þetta reyndist Kris erfitt og einnig vinum hennar og fjölskyldu. Ég hef heyrt sagt að hinn sanni persónuleiki komi í ljós við mótlæti. Að þessu leyti og þrátt fyrir margar raunir lifði Kris áfram með eins mikilli reisn og henni var framast unnt. Hún sýndi meiri innri styrk en gerist og gengur. Greinilegt var að hún þjáðist en hún bar þá þjáningu í hljóði. Ég hef fundið til með Kris í langan tíma en jafnframt dáðst að henni fyrir hugrekkið sem hún sýndi þegar hún þurfti að búa við hlutskipti sem hún átti ekki skil- ið. Síðustu árin studdu Harry og Suzanne Kris og veittu henni, umönnun og félagsskap. Sérhver móðir væri heppin að hafa fólk eins og þau tvö sér við hlið. Ka- milla og Harry veittu ömmu sinni mikla gleði, það var augljóst því þegar þau voru nálægt ljómaði hún. Kris naut þeirra einföldu ánægjustunda sem lífið færði henni, fá sér vínglas, taka þátt í skemmtilegum samræðum og hlæja dátt. En Kris var líka æv- intýramanneskja. Hve margar konur vitum við um sem fluttust frá Íslandi og bjuggu eins víða og hún. Ég held að ef Kris væri hér til að gefa okkur ráð væru þau eitthvað á þessa leið: Lífið er ann- að og meira en peningar og ekki er hægt að kaupa hamingjuna fyrir peninga. Elskið fjölskyldu ykkar og vini. Verið góð við aðra, eltið drauma ykkar og lifið lífinu til hins ýtrasta, þið getið gert hvað sem þið viljið ef þið reynið. Verið hnarreist og munið að hlæja mikið. Munið að fara með bænirnar.“ Nú kveð ég Kris í hinsta sinn. Ég er betri manneskja eftir að hafa kynnst henni og mun geyma minninguna um hana í hjarta mér. Thomas Magowan. Stína systir var 11 ára þegar ég fæddist. Hún var ekki ánægð með þetta nýja barn því henni fannst nóg komið. Hún svaf í stof- unni því þar var mest næði til að læra. Stína var afburða dugleg og útsjónarsöm og með eindæmum sjálfstæð enda útskrifaðist hún úr stærðfræðideild MR 1954. Stína Hall og Stína Leifs voru stelpurnar í bekknum og hélst vinátta þeirra alla tíð. Þegar Stína fór til náms í Svíþjóð fundu hún og Haukur leið til að fjár- magna námið hennar og um leið fyrstu íbúðarkaup hans. Hún fékk þá hugmynd að sækja um að kaupa og flytja inn til Íslands bíl. Á þeim tíma var mjög erfitt að fá innflutningsleyfi fyrir bíl. Stína fékk innflutningsleyfi og Haukur lánaði henni pening fyrir kaup- unum. Stína vann alltaf með náminu hér heima sem var óvanalegt á þeim tíma, eins tók hún vaktir á sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Eftir að Stína lauk náminu í Svíþjóð hélt hún til New York, bæði til að læra meira og vinna við sitt fag. Á þessum tíma kynnist hún „skemmtilegasta manni verald- ar“ honum Harrý sem varð henn- ar lífsförunautur. Þau hlógu mik- ið og fylgdi gleðin og hláturinn þeim lengst af. Stína og Harry bjuggu víða og bestu árin þeirra voru í Afríku þar til Idi Amin náði að sölsa undir sig eignum þeirra en þá sáu þau sér ekki fært annað en að flýja. Þau fluttu til Perth í Ástralíu en enduðu á Hawaii. Harry og Stína eignuðust þrjú börn þau Harry yngri, Justin og Rúnu. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hafa þau hjá mér í skólafríum og tvö systkin- anna voru hér í skóla í einn vetur. Justin á Ísafirði hjá Agnesi syst- ur og Rúna hjá mér. Ég hef alltaf talað við þau íslensku sem þau þakka mér í dag. Við Agnes syst- ir og eiginmenn okkar heimsótt- um Stínu á Hawaii 1987. Árið 2002 ákvað hún að flytja til Kali- forníu til að vera í nágrenni við Harry son sinn og hans fjöl- skyldu. Árið 2003 buðu Stína og Harry mér í heimsókn í endur- hæfingu sem ég og þáði. Það var ógleymanlegur tími, þar kynnt- ist ég henni best og við hjálp- uðum hvor annarri sem mest. Ég að koma heimilinu hennar í stand og hún að dekra við mig á annan hátt. Ég var svo lánsöm að geta heimsótt Stínu oft eftir þetta og rifjað upp með henni gamla tíma. Ég hafði samband við gömlu félagana hennar og vini og var tengiliður þar á milli þannig að hún hélt áfram að fylgjast með öllum og öllu. Við hlógum mikið saman og ég söng fyrir hana og það kunni hún að meta. Á árunum 2000-2003 kom Stína árlega til Íslands og flakk- aði milli Ísafjarðar og Reykja- víkur, hún naut Íslands á ný. Í ágúst 2003 er hún var stödd hér á landi fékk hún heilablóðfall. Hún náði sér aldrei eftir þetta en þá var ráðin íslensk kona, Bára Halldórsdóttir, til að sjá um hana í Kaliforníu. Þær áttu mjög góðan tíma saman, deildu sama húmornum, hlógu mikið, skemmtu sér og ferðuðust. Það dró jafnt og þétt af henni síðustu árin en hún gat samt verið heima hjá sínu fólki þar til yfir lauk, Harry og Suzanne hugsuðu ein- staklega vel um hana og sáu til þess að alltaf hafði hún gott að- stoðarfólk heima öll þessu níu ár. Ég kveð þig Stína mín. Árný. Kær vinkona og skólasystir, Kristín Hallvarðsdóttir Engel, er látin í Palmdale í Kaliforníu eftir langvinn veikindi. Í áratug barðist hún hetjulegri baráttu við síendurteknar heilablæðing- ar. Stína kom í síðasta sinn til Ís- lands í desember 2004 til að njóta samvista við stórfjölskyld- una og vini. Þá þegar var svo af henni dregið að hún komst hvergi nema í hjólastól. Dvölin varð henni engu að síður hin ánægju- legasta enda sýndi hún einstakt æðruleysi og var staðráðin í að njóta hverrar stundar. Þrátt fyrir mikla hömlun var glettnin ekki langt undan. Við kynntumst í Menntaskól- anum í Reykjavík haustið 1950 og lentum fljótlega í sömu klíkunni. Hún var hávaxin og grönn með fríða andlitsdrætti og hafði til að bera mikla útgeislun. Fáguð framkoma, frjálslegt fas og al- hliða gáfur hennar vöktu athygli bekkjarsystkinanna. Undir niðri kraumaði í ærslabelgnum Stínu sem oftar en ekki litaði gráan hversdagleika okkar. Smitandi hlátur hennar er mér sérstaklega minnisstæður. Hún kunni til ým- issa verka betur en flest okkar, var vön matargerð og saumaði sjálf fötin sín. Hún vann oft með skólanum, vélritaði m.a. fyrir fólk og var sætavísa í Trípolíbíó. Það var fátítt á þessum árum ef ekki einsdæmi að nemendur ynnu jafnhliða námi. Eftir stúdentspróf 1954 stund- aði Stína nám í sjúkraþjálfun í Svíþjóð, hélt síðan til Bandaríkj- anna í framhaldsnám og til starfa. Hún kynntist athafna- manninum Harry Engel og átti viðburðaríka ævi með honum í rúm tuttugu ár. Hann lést 1983. Með börnin þrjú: Harry, Justin og Rúnu gerðu þau víðreist. Þau voru m.a. búsett í New York, Perth í Ástralíu, í Úganda og á Hawaii. Eftir lát manns síns starfaði Stína um árabil sem sjúkraþjálfari og síðar við fast- eignasölu á Hawaii. Hún fluttist síðan til Bandaríkjanna þar sem öll börnin hennar höfðu sest að. Þótt Stína væri búsett í óra- fjarlægð frá okkur gömlu vinkon- unum hafði hún lag á að gleðja okkur með ýmsum óvæntum uppákomum. Haustið 1988 þegar efnt var til brúðkaups Rúnu dótt- ur hennar í San Francisco þáðum við nokkrar boð hennar og fórum ásamt fríðu föruneyti fjölskyldu- meðlima og vina til að taka þátt í vikulöngum gleðskap, ýmist fá- mennum eða fjölmennum, veislum og ferðalögum. Dvölin í San Francisco, sem og öll ferðin, var eitt ævintýr. Sex árum seinna gekk Harry sonur hennar í það heilaga á tindi Snæfellsjökuls. Þá var gestum boðið í sleðaferð upp á jökul. Það var enn eitt ævintýr- ið og jafn eftirminnilegt. Meðan Séra Agnes Sigurðardóttir lagði blessun sína yfir brúðhjónin gægðist sólin fram undan dimmri þokuslæðunni sem rétt áður hafði hulið jökulinn. Hvílík hátíðar- stund! Gengin er yndisleg kona, móð- ir, amma, systir og margra vinur. Elsku Harry, Justin, Rúna, Agnes, Ragna, Fríða, Árný og aðrir ástvinir, ég votta ykkur ein- læga samúð mína. Megi allar góðar vættir vaka yfir minni kæru vinkonu. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar.) Unnur María. Kristín Hallvarðs- dóttir Engel Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.