Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 „Þeir hafa náð góðum tökum á eldinum. Staðan er í jafnvægi núna og eldurinn er hættur að breiðast út. Við höfum náð að tryggja aftur að eldurinn valdi ekki tjóni á mannvirkjum,“ sagði Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, í sam- tali við Morgunblaðið á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Sinueldar, sem komu fyrst upp á bænum Hrafnabjörgum í Laugardal á föstudag, loguðu enn í gær. Var viðbúnaður þá aukinn og m.a. fengin aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar og slökkviliðunum á Ísafirði, Bolungarvík og Súða- vík. Vakt var á svæðinu í nótt. pfe@mbl.is Fengu loks liðsauka við slökkvistarfið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að því að fyrsti íslenski sjávarfallahverfillinn verði prófaður í sjó um næstu mánaðamót. Valdi- mar Össurarson uppfinningamaður telur að aðstæður séu ákjósanlegar til prófana í Hornafirði. Valdimar hefur undanfarin ár ver- ið að þróa nýja tegund af hverflum fyrir sjávarfallavirkjanir. Hverflarn- ir, sem kenndir eru við fyrirtæki hans, Valorku, eru gerðir til að snú- ast og framleiða orku við lítinn straum. „Það er stefnan að þeir nýtist við þann straumhraða sem er í röstum og við annes víða um heim en séu ekki bundnir við straumhörðustu sundin,“ segir Valdimar og bendir á að þeir bresku hverflar sem lengst séu komnir í þróun þurfi það mikinn straum að þeir nýtist ekki nema í þröngum sund- um, eins og t.d. í Hvammsfirði og víðar við Breiðafjörð hér á landi. „Ef þetta tekst þá opnast mikið mark- aðssvæði,“ segir Valdimar og nefnir rastir við Vestfirði, Austfirði, Langa- nes, Reykjanes og Snæfellsnes. Þá telur hann víst að aðstæður séu einn- ig þokkalegar við Norðurland þótt það komi ekki fram í opinberum gögnum. Með samtengingu virkjana allt í kringum landið megi auka af- hendingaröryggi orkunnar. Góð aðstaða í Hornafirði Mikil orka er í sjávarföllum og straumum en enn hefur ekki tekist að nýta hana. Valdimar segist verða að sýna fram á hagkvæmni uppfinn- ingar sinnar. Telur hann styttra í að hagkvæmt verði að nýta sjávarfalla- orku en vindorku. Valdimar hefur aðstöðu í þróunar- miðstöðinni Eldey á Ásbrú og þar er verið að smíða hverfil af nýjustu út- gáfu hans, til prófunar í sjó. Valdi- mar hefur fengið aðstöðu hjá Horna- fjarðarbæ til að prófa hverfilinn í Mikleyjarál og hefur skoðað aðstæð- ur. „Þarna er langbesta aðstaða sem finnst á landinu til að prófa sjávar- fallahverfil á því stigi sem mín hönn- un er á. Ég tel að aðstaðan sé á heimsmælikvarða og þarna væri hægt að setja upp alþjóðlega próf- unarmiðstöð,“ segir Valdimar. Valdimar hefur prófað hönnun sína með litlum líkönum af hverflum sínum í kerum. Líkanið sem prófað verður í haust er um 2,30 metrar í þvermál. Hverflar sem notaðir verða við framleiðslu verða margfalt stærri, 10 til 20 metrar í þvermál. „Það kemur betri mynd á það, eftir þessar prófanir,“ segir Valdimar. Fleki verður notaður við tilraun- irnar og hverfillinn hengdur neðan í hann. Notuð eru mælitæki til að sannreyna orkunýtingu og ýmsa þætti í hönnun hverfilsins. Hverfillinn prófaður í sjó  Valdimar Össurarson hannar fyrsta íslenska sjávarfallahverfilinn  Ætlaður til að nýta hæga strandstrauma til að framleiða raforku  Möguleikar á fleiri stöðum Valdimar Össurarson Flutningur þjóðhátíðargesta með farþegaferjunni Herj- ólfi gekk afar vel fyrir sig í ár en fjöldi fólks sigldi með skipinu á milli lands og Eyja í þjóðhátíðarvikunni. „Það er bara bros og gleði í Herjólfi,“ sagði Gunn- laugur Grettisson, rekstrarstjóri skipsins. „Þetta voru miklir flutningar en gengu gríðarvel fyrir sig og alveg áfallalaust,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Alls sigldi Herjólfur 18 ferðir sleitulaust frá því klukkan tvö aðfaranótt mánudags og fram til miðnættis á þriðjudagskvöld. Lítur út fyrir að það sé metfjöldi ferða. Endanlegar tölur farþega lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið ræddi við Gunnlaug en talið er að skipið hafi flutt yfir tuttugu þúsund farþega milli lands og Eyja þjóðhátíðarvikuna í ár. Árið í ár er það þriðja sem siglt er á milli Landeyjahafnar og Eyja yfir þjóðhátíð en siglingar þar á milli hófust 22. júlí 2010. Var þjóð- hátíðin það ár sú stærsta frá upphafi en hátíðin í ár er sú næststærsta. gunnhildur@mbl.is Talið að Herjólfur hafi flutt um tuttugu þúsund farþega Morgunblaðið/Árni Sæberg Farþegaflutningar Herjólfur stóð í ströngu í flutn- ingum milli lands og Eyja í tengslum við þjóðhátíðina.  Flutningar gengu vel og áfallalaust frá þjóðhátíð Verði virðis- aukaskattur á gistingu hækk- aður úr 7% í 25,5% yrði það rothögg fyrir ferðaþjónustuna. Hækkunin myndi skapa ákjósan- legar aðstæður fyrir svarta at- vinnustarfsemi. Þetta segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. „Við höfum ekki fengið þetta stað- fest hjá ráðherra, en við höfum verið boðuð á fund sem verður næstu daga,“ segir Erna. „Það var ekkert samráð haft við okkur, engar til- kynningar, ekki neitt. Þetta er auð- vitað rothögg. Hvernig halda menn að það sé hægt að halda sjó á alþjóð- legum samkeppnismarkaði í ferða- þjónustu ef við tilkynnum 17% hækk- un á gistingu vegna skattahækk- ana?“ Erna segir að gangi hækkunin í gegn hafi það í för með sér hrun fyrir ferðaþjónustuna, einkum þann hluta sem snýr að ráðstefnugestum. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um ráðstefnugesti. Við ætluðum einmitt að fara að gefa í hvað varðar ráð- stefnur. Við erum komin með Hörpu og manni skilst að það veiti nú ekkert af því að fjölga ráðstefnugestum. En þetta er ekki alveg leiðin til þess – að skattleggja okkur út af markaðnum.“ Erna segir að í 90% allra Evrópu- landa sé gisting í lægra skattþrepi en önnur þjónusta og markmiðið sé að fjölga ferðamönnum. Öll ríki heims séu að berjast um að fá erlenda ferðamenn, ekki síst funda- og ráð- stefnugesti. annalilja@mbl.is „Þetta er auðvitað rothögg“ Erna Hauksdóttir  Ekkert samráð við ferðaþjónustuna Níræð kona var rænd í austurborg Reykjavíkur síðdegis í gær. Veski konunnar var tekið af henni, en í því voru 10 þúsund krónur í reiðufé auk greiðslukorts. Ræninginn ósvífni var ungur mað- ur og samkvæmt lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu virðist sem hann hafi fylgst með ferðum gömlu kon- unnar áður en hann lét til skarar skríða. Tók peninga af 90 ára konu Laugavegi 53, s. 552 3737 – Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 2012 HAUSTVÖRURNAR KOMNAR Síðustu útsöluvörurnar 50% afsláttur Litríkar og skemmtilegar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.