Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ✝ Elín SigríðurJóhannesdóttir fæddist á Vöðlum, V-Ísafjarðarsýslu 22. apríl 1942. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vestur- lands, Akranesi 24. ágúst 2012. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Jóhann- esdóttir f. 27. des- ember 1913, d. 11. júlí 2006 og Jóhannes Krist- jánsson f. 8. desember 1911, d. 24. desember 2002. Elín átti fjögur systkini Eirík Ásgeirsson f. 7. nóvember 1933; Kristján Jón Jóhannesson f. 20. sept- ember 1938; Dreng Jóhann- esson f. 25. september 1945, d. 13. febrúar 1946; Helgu Mar- gréti Önnu Jóhannesdóttur f. 2. apríl 1951, d. 23. janúar 2007. Barn að aldri fluttist hún ásamt foreldrum sínum og systkinum að Ytri Hjarðadal í Önund- arfirði og ólst þar upp. Elín vann frá unga aldri við búskap og heimilishald á æsku- heimili sínu. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Varma- landi veturinn 1961-1962, að námi loknu starfaði hún í mötu- neyti Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði í tvo vetur. Þá réð hún sig til starfa hjá hjónunum Olgu Sigurðardóttur og Leó- pold Jóhannessyni á Hreða- vatnsskála og starfaði þar þangað til hún hóf búskap með eiginmanni sínum á Hvassafelli. Stærsti hluti starfsævi hennar var helgaður húsmóð- urhlutverki á Hvassafelli sem hún sinnti af rausnarskap og myndugleika. Eftir að fækka fór í heimili hóf hún störf við ræstingar við Samvinnuháskól- ann á Bifröst og síðar tók hún við starfi matráðskonu við leik- skólann á Bifröst og sinnti því þar til hún þurfti að hætta sök- um heilsubrests. Hún tók virk- an þátt í störfum kvenfélags Norðurárdals og gegndi þar formennsku um tíma. Þá var hún félagi í Freyjukórnum í Borgarnesi á meðan heilsa leyfði. Útför Elínar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, fimmtu- daginn 9. ágúst 2012 kl. 11. Elín giftist 6. ágúst 1965 Gísla Þorsteinssyni frá Hvassafelli Norð- urárdal, f. 15. des- ember 1935. Þau hófu búskap á Hvassafelli en fluttu á efri árum að Brekku í Norð- urárdal og síðar á Borgarbraut 65A í Borgarnesi. Börn þeirra eru: A) Þorsteinn Gísla- son f. 3. maí 1966, maki Anna Bryndís Sigurðardóttir f. 19. maí 1967. Börn þeirra eru: Hólmfríður María Þorsteins- dóttir f. 1995. Kristinn Darri Þorsteinsson f. 1996. B) Sig- urlaug Gíslaóttir f. 9. október 1967. C) Ingibjörg María Gísla- dóttir f. 19. júlí 1969, sambýlis- maður hennar var Einar Sævar Kjartansson f. 4. maí 1962, d. 4. ágúst 1996. Börn þeirra eru: Gísli Dan Einarsson f. 1992. El- ín Salka Einarsdóttir f. 1994. Elsku amma mín. Ég elska þig svo mikið og hef alltaf gert. Þegar mamma spurði mig hvort ég vildi skrifa um þig minningargrein þá hikaði ég ekki við að segja já. Síðustu ár hafa verið erfið fyr- ir okkur öll. Ég hef reynt mitt besta til að vera til staðar fyrir þig eins og þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég hef glaðst yf- ir góðum dögum og grátið yfir þeim slæmu. Þrátt fyrir slæmu dagana þá hefði ég ekki getað hugsað mér annað en að vera þér við hlið allan tímann. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu sem elskaði mig og hugsaði svo vel um mig. Þrátt fyrir að þú sért farin þá veit ég að þú verður með mér í hjarta mínu að eilífu. Hvíldu í friði elsku amma. Elín Salka Einarsdóttir. Við fráfall mágkonu minnar, Ellu á Hvassafelli, langt um aldur fram, er stórt skarð höggvið í okkar fámennu fjölskyldu. Á Hvassafelli bjó hún og starfaði rúma fjóra áratugi, húsmóðir á heimili þar sem margþætt umsvif voru, margir í heimili og mikil umferð gesta og fólks í margvís- legum erindum. Gestrisni og greiðasemi var þar ráðandi og munu ekki dæmi þess að synjað væri um aðstoð gæfist þess kost- ur. Vegna starfa eiginmannsins utan heimilis þurfti hún að gæta þess að allt væri í skorðum utan húss. Unni hún sér aldrei værðar fyrr en víst var að allir væru heil- ir og á vísum stað. Er á leið ævi vann hún utan heimilis. Var meðal annars mat- ráður í leikskólanum Hraunborg, meðan heilsa leyfði. Þar hændust börnin að henni. Það var ekki nýtt því að jafnan áttu börn greiðan gang að hug hennar og hjarta. Lífið blandaði þeim hjónum kaleik sem var beiskur að bergja og sárt að kyngja. Ella var fálát og bjó yfir jafnvægi huga og skapstyrk, sóttan til forfeðra hennar, vestfirskra sæfarenda, sem ekki bera tilfinningar á torg. Bóndi hennar annarrar gerðar, hrifnæmur og opinskár. Þessir eiginleikar leiddu þau sameigin- lega gegnum erfiðleika, heil og óbuguð. Á þessu skeiði var afar dýrmætt fyrir barnabörnin það athvarf sem þau áttu hjá henni, en einnig voru önnur börn sem hún breiddi umhyggju sína yfir. Við telpuna sem í bernsku löngum heilsaði henni með hlátri, hélt hún jafnan tryggð og er hún þurfti að dvelja nokkrar vikur á sjúkrahúsi, hélt Ella reglulegu sambandi við hana. Var svo alla tíð. Þó var hún alls ekki allra, en þá vini, sem hún tók tryggð við, hélt hún jafnan tengslum og fylgdist með högum þeirra. Lokastríðið háðu hjónin sam- an, einhuga og samhent. Þrek hennar og vilji til baráttu entist ótrúlega og þau unnu marga stærri og smærri sigra, en ofur- eflið var of mikið og úrræði til lækningar og bata of fjarri. Í stríðinu hlutu þau að bíða lægri hlut. Lífið lét undan. Í hennar síðustu sjúkrahús- dvöl kom frændi hennar á öðru ári í heimsókn. Hann var settur í faðm hennar. Bros færðist yfir andlitið og augun ljómuðu við snertinguna við drenginn. Sá litli skynjaði með orðlausum hætti ástúð hennar og hlýju og gaf til kynna er heim kom að hann vildi hitta hana aftur. Þarna tengdust á þögulan hátt bönd kærleika sem má vera erfitt að skilja og skýra, en það sem kemur frá hjartanu nær til hjartans. Eflaust er þessi innri ylur sem börn finna, en hinum eldri tekst ekki ætíð að miðla, skýring þess hve samskipti fullorðinna við börn ganga misvel. Ekki er að efa að frá sínu nýja tilverustigi mun hún halda áfram að senda strauma ástar og um- hyggju til allra sem hún unni og bar fyrir brjósti. Um leið og við þökkum allt sem hún gerði og gaf, er í þeirri trú ljúft að biðja henni blessunar Guðs sem gefur og tekur og fela honum að sjá vel fyrir öllu, þessa heims og annars. Bróður mínum, börnum þeirra, tengdadóttur og barna- börnunum vottum við hjónin ein- læga samúð og biðjum Guð að blessa okkur öllum, er hana syrgja og sakna, minningu henn- ar í gleði og sorg. Snorri Þorsteinsson. Mér þykir við hæfi að kveðja Ellu föðursystur mína með þess- um fátæklegu orðum en hún er látin eftir nokkurra ára erfið veikindi. Ella ólst upp eins og ég, í Hjarðardal ytri í Önundarfirði, en þar bjuggu afi og amma í tví- býli á móti foreldrum mínum. Þar sem um það bil tuttugu ára ald- ursmunur er á okkur þá man ég ekki eftir henni í uppvextinum í Hjarðardal en man eftir henni koma heim í fríum. Það vakti allt- af eftirvæntingu hjá okkur systk- inunum því jafnan kom hún fær- andi hendi. Ella hleypti heimdraganum og fór til náms í Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Með- an á Varmalandsdvölinni stóð kynntist hún ungum dalasveini úr uppsveitum Borgarfjarðar, Gísla Þorsteinssyni frá Hvassa- felli í Norðurárdal. Þau giftust og settust að á Hvassafelli og bjuggu þar í á fjórða tug ára. Það var mikið gæfuspor fyrir hana að eiga Gísla að lífsförunaut. Þau voru ákaflega samhent hjón og Gísli hefur staðið mjög þétt við bak hennar í veikindunum sem hún er búin að berjast við í nokk- ur ár. Það er mér minnisstætt hversu höfðinglegra móttaka ég var alltaf aðnjótandi í hvert sinn er mig bar að garði sem gest til þeirra hjóna. Fyrsta ferðalag fjölskyldunn- ar í Hjarðardal út fyrir Vest- fjarðakjálkann var að Hvassafelli vorið 1972, ég var þá á ellefta ald- ursári. Þetta ferðalag tók 10 klst. á gamla Landróvernum. Ekki man ég hversu lengi við stóðum við á Hvassafelli en mér líður seint úr minni viðgjörningurinn sem við nutum þar meðan á dvöl- inni stóð hjá þeim Ellu og Gísla, hlaðið veisluborð fjórum sinnum á dag. Annað sem er minnis- stætt við að koma að Hvassafelli í fyrsta skipti var að sjá ekki til sjávar, hafandi sjóinn daglega fyrir augunum heima í Önund- arfirði. Seinna, á því tímabili æv- innar sem ég kalla gjarnan seinna gelgjuskeiðið, var ég tíð- ur gestur á Hvassafelli. þá var margt brallað, gjarnan farið á dansleiki í uppsveitum Borgar- fjarðar og fastur liður var á hverju ári að vera í boði þeirra hjóna á þorrablóti Norðdælinga í Hreðavatnsskála. Það var ein- mitt á slíku blóti fyrir nærri 25 árum sem ég kynntist konu minni, Huldu Björgu, þannig að einhverju leyti get ég þakkað þeim Ellu og Gísla fyrir það gæfuspor. Síðustu árin voru Ellu erfið. Hún greindist fyrir nokkrum ár- um með parkinssonveiki og að- ferðir læknavísindanna til að halda veikinni í skefjum virkuðu einhvern vegin ekki á hana. Eft- irtektarvert var þó að alltaf meðan hún gat tjáð sig hélt hún sínum hárfína húmor og glettni og gerði ekki síður grín að veik- indum sínum og sínum aðstæð- um en öðru sem hún sá spaugi- legar hliðar á í umhverfinu. Að endingu vil ég þakka Ellu kær- lega fyrir samfylgdina og allt sem hún var mér og mínum. Elsku Gísli, Steini og Anna Dísa, Lauga og Inga og barnabörnin, sem voru augasteinar ömmu sinnar, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa í þeirri miklu sorg sem yfir hefur dunið við fráfall Ellu. Guð blessi minningu Ellu frænku. Jóhannes Kristjánsson. Með nokkrum orðum langar mig að þakka Ellu fyrir þau ár sem ég dvaldi hjá henni og Gísla á Hvassafelli. Ég var níu ára gömul þegar ég kom fyrst á Hvassafell og var þar næstu fimm sumur. Ég var ráðin til að passa Steina, Laugu og Ingu sem þá voru bara fjögurra, þriggja og eins árs. Eftir því sem ég eltist fékk ég að sinna fleiri störfum og síðasta sumarið fékk ég að titla mig kaupakonu. Það var afar dýrmætt fyrir mig að fá að dvelja hjá Ellu og Gísla og börnunum þeirra. Í þá daga var margt um manninn á Hvassafelli og mikill búskapur. Í nýja húsinu bjuggu Ella, Gísli og börn ásamt Stínu gömlu og í gamla húsinu á Hvassafelli voru Þorsteinn og Sigurlaug, foreldrar Gísla. Á sumrin voru svo auk mín kaupa- maður, kaupakona og strákur á mínu reki. Auk þess var mikið um gestagang. Þannig að það var margt um manninn og mörgu þurfti að sinna og alltaf þurfti að vera að búa til mat handa öllu þessu fólki. Ella var ættuð úr Önundarfirði og hafði miklar taugar þangað. Það var einn gestur sem ég man að henni fannst sérstaklega skemmtilegt að fá og það var Helga systir hennar. Helgu fylgdi alltaf sérstök kátína og Ella varð alltaf svo einstaklega glöð þá daga sem hún dvaldi á Hvassafelli. Ég fæ seint þakkað fyrir að hafa átt þessi ár á Hvassafelli og keyri ég aldrei um Norðurárdalinn án þess að þylja yfir fjölskyldunni sögur af dvöl minni á Hvassafelli og segja þeim öll nöfnin á bæjunum í dalnum og svo þurfa allir að vinka þegar far- ið er fram hjá Hvassafelli (og Laxfossi). Með árunum hefur samband mitt við þetta fólk sem var mér svo kært dottið mikið niður en ég fylgist með þeim úr fjarlægð. Elsku Ella mín, takk fyrir allt, ég trúi því að þú sért laus við þær viðjar sem sjúkdómurinn lagði á þig og þér líði vel á nýjum stað. Elsku Gísli, Steini, Lauga, Inga, makar og barnabörn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir. Júlímánuður er talinn einn fegursti mánuður ársins, með hlýja vinda og allt í fullum blóma. Dag einn þá skyndilega fellur tjaldið og sýningin á enda. Sá sem skrifar leikrit lífs vors lætur okkur ekki í té fullunnið handrit og þessi sýning varð styttri en við hugðum og Ella varð að láta und- an vilja Guðs, aðeins liðlega sjö- tug að aldri. Á lífsins leið fáum við stundum að njóta þess að kynnast fólki, sem er mjög ljúft að umgangast, einstaklingum sem gefa þeim sem það velur sér að vinum um- hyggju og er Ella á Hvassafelli dæmi um slíkan einstakling. Ella var stór kona; hún var stór í þeirri merkingu að hún lét eftir sig spor á lífsins vegi, var dugleg og kát, lét kannski ekki mikið yfir sér en bjó yfir fjársjóðum sem grafa þurfti aðeins eftir, bara eins og jörðin, gjöful þegar inn úr brynjunni var komið. Sumt var ekki borið á torg, t.d er sorg eða erfiðleikar knúðu dyra bar hún harm sinn í hljóði. Auk þess að vera sveitungar til margra ára, syngja saman í Freyjukórnum, vinna saman í leikskólanum Hraunborg, þá nut- um við hjón þeirra forréttinda að Ella og Gísli bjuggu hjá okkur á Brekku í 4 ár. Oft var glatt á hjalla og eigum við hjónin marg- ar góðar og dýrmætar minningar úr kjallaranum á Brekku þar sem iðulega var spjallað um allt milli himins og jarðar og aldrei var húmorinn langt undan. Minning- arnar eru ekki síst dýrmætar fyr- ir börnin okkar sem voru farin að líta á Ellu og Gísla sem „auka“ afa og ömmu, kepptust m.a við að hlaupa með póstinn niður til þeirra, því eitt var alveg á hreinu, Ella átti alltaf eitthvert góðgæti til að lauma í litla munna. En svo kom að þeirri stund að þau hjón urðu að yfirgefa dalinn sinn sem var þeim svo kær og flytja í Borg- arnes. Það var tómlegt og skrítið að allt í einu var ekki hægt að hlaupa niður þegar nútíma hús- móðirin á eftir hæðinni gleymdi að kaupa eitthvað í búðinni eða þurfti að fá ráð í eldamennskunni nú eða heyra kallað á eftir manni „Ég var að laga, viltu ekki kaffi?“ Nú er leiðir skilja er okkur Elvari, Ernu og Arnari Þór efst í huga innilegt þakklæti til Ellu okkar, fyrir tryggð hennar, vin- áttu, hjálpsemi og elskulegheit í okkar garð. Blessuð sé minning einstakrar konu. Þórhildur Þorsteinsdóttir. Elín Sigríður Jóhannesdóttir ✝ Margaret(Peggy) Ja- nette Olsen fæddist í Billings, Montana 9. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu í San Francisco 5. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Vivian Thorfinnson Han- sen, f. 30. júlí 1917 og George Julius Hansen, f. 12. febrúar 1915, d. 14. apríl 1983. Systir hennar er Debra (Debbie) Louise, f. 29. september 1954 í Seattle. Bróðir hennar er George Peter Han- sen, f. 20. febrúar 1945 í Seattle, giftur Karen Ilena, f. 5. ágúst 1947. Börn þeirra: Laurie Mic- hele, Bryen Scott, George Matt- hew. Peggy giftist Georg Howard Olsen, f. 11. ágúst 1938 og eign- Pétursdóttir, f. 18. mars 1839 í Traðarhóli eða Traðarkoti í Hjaltadal, d. 23. nóvember 1911 í Pembina ND. Elísabet var syst- ir Jóhannesar, f. 1842, d. 1908, Guðmundar, f. 1837, d. 1894, Þorláks, f. 1842, d. 1896, sem öll fóru til Ameríku og Friðriks Péturssonar, f. 1839, d. 1879, sem var faðir séra Friðriks Frið- rikssonar, f. 1868, d. 1961, stofn- anda KFUM og K. á Íslandi. Peggy kom ásamt móður sinni og systur nokkrum sinnum til Íslands frá árinu 1996 seinast fyrir þremur árum. Í einni ferð- inni kom hún með skólakór og djasshljómsveit frá Melno-skóla í Californiu, sem héldu hljóm- leika í Hallgrímskirkju og í Ráð- húsi Reykjavíkur við góðan orðstír. Hún var sannkallaður vinur Íslands og Íslendinga og eignaðist marga vini hér á landi. Peggy starfaði að mörgum áhugaverðum málum eins og fram kemur í þýddri grein úr San Francisco-blaðinu Chro- nicle um æviferil hennar. Grein- ina má lesa í heild á vefnum. Útför Peggy fór fram 12. apr- íl 2012. uðust tvær dætur, Kristin Ann, f. 8. mars 1978 og Stef- anie Lee f. 11. febr- úar 1982. Dóttir Stefanie er Reese Sharon Henderson, f. 2011. Peggy og Georg skildu. Sam- býlismaður Peggy síðustu níu ár var Stephen J. Puma frá San Francisco. Afi Peggy var Petur Þorfinns- son, f. 9. apríl 1875, d. 5. sept- ember 1933. Amma hennar var Dýrfinna B. Sigurðardóttir, f. 30. október 1893 á Reynistöðum í Skagafirði, d. í janúar 1983 í Fresno CA. Langafi Peggy var Þorfinnur Jóhannesson, f. 1837 íá Hrauni í Unadal, skírður 24. maí 1838 á Hofi, Höfðaströnd, d. 13. apríl 1900 í Cavalier ND. Langamma hennar var Elísabet Margaret (Peggy) J. Olsen frá San Francisco, CA, lézt frið- samlega í svefni þann 5. apríl, 2012. Hún fæddist 9. apríl, 1948, í Billings, Montana, og voru for- eldrar hennar þau Vivian og George J. Hansen, og bjó hún á Flóasvæðinu (Bay Area) stærst- an hluta ævi sinnnar. Hún var gift George H. Olsen yngri í 22 ár og áttu þau saman tvær dæt- ur, Kristínu og Stefaníu. Þau skildu. Sambýlismaður Peggy síðustu níu árin var Stephen J. Piuma Hún fékk bæði fyrstu há- skólagráðu og tvær meistara- gráður í menntunarfræðum frá ríkisháskólanum í San Francisco og aðra meistaragráðu í goða- fræði frá Pacifica Graduate Institute menntastofnuninni í Santa Barbara, CA. Hún hlaut einnig skírteini sem sérfræðing- ur í talmeinafræði og starfaði sem talmeinafræðingur í mörg ár. Peggy snart líf margra með störfum sínum með góðgerða- stofnunum í San Francisco. Hún starfaði við St. Luke sjúkrahúsið í um 20 ár og þjónaði þar í Að- stoðarstofnunar- og stjórnar- nefnd ungmenna, og vann hún jafnframt hjá Ungmennasam- bandi San Francisco borgar. Ást hennar á óperu var mikil og stjórnaði hún mörgum viðburð- um og fjáröflunum í þágu San Francisco óperunnar og átti jafnframt sæti í stjórn hennar. Hún var eldheit stuðningskona menntunar og lista, vann náið með ARCS stofnuninni (Endur- gjald fyrir góðan árangur há- skólanema í vísindum), sem og við gerð námsefnis og dagskrár- gerð fyrir börn. Peggy var stolt af íslenzkum menningararfi sín- um, var ótrauður stuðningsmað- ur íslenzkra lista og menningar og kom á fót mörgum viðskipta- fyrirtækjum þar. Framlag henn- ar til samstarfs milli trúar- bragða og mikilvægi trúarlegra tjáskipta hafa verið afskaplega þýðingarmikil. Peggy starfaði í stjórnarnefnd lokaprófsDeildar í guðfræði í Berkley og skipulagði þar margs konar árangursríka viðburði til fjáröflunar. En það var þátttaka hennar í Frum- kvöðlastarfi sameinaðra trúar- bragða sem var hennar sanna ástríða. Hún var stofnfélagi í samtökunum, þjónaði í mörg ár í stjórnarnefnd þeirra og var fundarstjóri á öllum fjáröflunar- og viðhafnarsamkomum þeirra, „Circles of Light“ (hringir ljóss- ins). Eftirlifandi ástvinir hennar og ættingjar eru hinn mikils- verði Stephen J. Piuma frá San Francisco, dætur hennar Kirstín A. Olsen frá San Francisco og Stefanie O. Henderson (Brooks) frá Menlo Park, dótturdóttir hennar Reese Shannon Hend- erson, móðir hennar Vivian T. Hansen og systir hennar Debra L. Hansen, báðar frá West Linn, Oregon, bróðir hennar George Hansen (Karen) frá Fresno, CA, og börn hans og barnabörn, ásamt fjölda annarra ættingja, bæði úr móður- og föðurætt, sem hún leit á mörg sem bræður og systur. Hún átti sér breiðan hóp náinna vina, sem hún hafði þekkt suma hverja síðan á mennta- og háskólaárum sínum og upphafsdögum í San Franc- isco. Hún lifði ástkæran föður sinn George J. Hansen og frænda sinn Larry J. Flynn. Ástríður Helga Gunnarsdóttir, Ingólfur P. Steinsson. Margaret (Peggy) J. Olsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.