Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Það verður smákaffiboð með fjölskyldu og vinum,“ segir IngaBjörk Andrésdóttir, afmælisbarn dagsins, og gerir hún ráðfyrir „hæfilegu magni“ af vinum og vandamönnum í því boði. Inga Björk er fatahönnuður að mennt, en hún útskrifaðist árið 2008 úr Listaháskóla Íslands. Hún starfar nú í hlutastarfi í vefnaðarvöru- verslun og sinnir fatahönnuninni með. Þá hannar Inga Björk einnig skartgripi en telur það hluta af fatahönnuninni. Inga Björk segir fatahönnun skemmtilegt fag. „Þetta er alltaf hark, því Ísland er svo lítill markaður, en þetta er alltaf skemmti- legt.“ Inga Björk hefur einnig tekið þátt í svokölluðum „PopUp“- mörkuðum. Hún segir að þeir hafi gengið mjög vel. „Það er mjög mikill áhugi fyrir íslenskri hönnun. Fólk er mjög spennt fyrir nýjum hlutum og því sem aðrir eru að gera og orðið sjálfstæðara í hugsun. Það er ekki alltaf að elta fjöldann heldur bara það sem það langar í sjálft.“ Inga Björk hefur ferðast mikið um Ísland í sumar: „Ég fór á Reykjanesið og fór einnig í fyrsta sinn á Siglufjörð og á Hóla í Hjaltadal. Svo fór ég í nýju sundlaugina á Hofsósi, sem er alveg frá- bær.“ Inga Björk segir að sér lítist mjög vel á það að verða þrítug. „Þetta er bara byrjunin. Ég hef ennþá tíu ár í að verða fertug, mér finnst það aðeins verra, en þrítugt er allt í lagi.“ sgs@mbl.is Inga Björk Andrésdóttir 30 ára Ljósmynd/Inga Björk Andrésdóttir Fatahönnuður á ferðalagi Inga Björk Andrésdóttir fatahönnuður hefur ferðast mikið um landið í sumar. Líst mjög vel á að verða þrítug Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Selfoss Jóhannesi Páli Friðrikssyni og Þórdísi Björgu Björg- vinsdóttur fæddust tvíburastúlkur 17. júlí. A-stúlka fæddist kl. 19.05 (v.m. á mynd). Hún vó 2.662 g og var 47 cm löng. B-stúlka fæddist kl. 19.06 (h.m. á mynd). Hún vó 2.070 g og var 45 cm löng. Nýir borgarar Þrjár vinkonur komu og færðu Rauða krossinum 2.302 kr. sem þær söfnuðu með tombólu sem þær héldu fyrir utan sjoppuna Kúluna á Háaleitisbraut. Þar seldu þær bæði sitt eigið og dót sem þær söfnuðu með því að ganga í hús. Þær heita Erna Alexandra Guðjónsdóttir, sex ára, Agla Vigdís Atladóttir, fimm ára, og Embla Kleópatra Atladóttir, sjö ára. Á myndina vantar Emblu Kleópötru. Hlutavelta H öskuldur fæddist á Mýri í Álftafirði við Djúp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957, viðskiptafræði- prófi frá HÍ 1963 og stundaði fram- haldsnám í þjóðfélagsfræðum við Institute of Social Studies í Haag í Hollandi 1963-65. Höskuldur var starfsmaður Rík- isendurskoðunar 1958-61, aðstoð- armaður á Hagstofu Íslands, í efna- hagsráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu 1961-62, við- skiptafræðingur hjá Efnahagsstofn- uninni 1963 og 1965, settur fulltrúi í fjármálaráðuneytinu frá 1965 og skipaður þar 1966 og skipaður deild- arstjóri launamáladeildar fjár- málaráðuneytisins 1966. Forstjóri ÁTVR í tvo áratugi Höskuldur var skipaður skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins Höskuldur Jónsson, fyrrv. forstjóri ÁTVR, 75 ára Í íslenskri náttúru Höskuldur hefur lengi ferðast um fjöll og firnindi og var forseti Ferðafélags Íslands 1985-94. Frækinn ferðagarpur og farsæll í störfum Fjölskyldan Höskuldur Jónsson og Guðlaug Sveinbjarnardóttir, ásamt son- um sínum. Í aftari röð frá vinstri: Sveinbjörn, Jón Grétar og Þórður. Heill heimur af ævintýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.