Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ✝ Leifur Jónssonfæddist á Siglu- firði 12. desember 1954. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 27. júlí 2012. Foreldrar hans voru hjónin Helga Guðrún Pálmadótt- ir frá Akureyri og Jón Pálmi Rögn- valdsson frá Litlu- Brekku í Skagafirði, þau eru bæði látin. Systkini Leifs eru Páll, Elsa, Viktor, Steingrímur (látinn), Rögnvaldur og Viggó. Leifur kvæntist árið 1975 Svölu Markúsdóttur, f. 18.8. 1955, frá Hafnarfirði. Foreldrar hennar eru hjónin Soffía Sigurð- ardóttir og Markús Kristinsson (látinn). Börn Leifs og Svölu eru: 1) Ragnhildur, f. 22.11. 1976, d. 18.3. 1977. 2) Markús Bergmann, f. 5.1. 1980, unnusta hans er Kar- en Erna Ellertsdóttir, sonur Markúsar er Egill Hrafn. 3) Sonja, f. 24.6. 1985, maki Sveinn Ómar Kristinsson, dóttir þeirra er Ragnhild- ur Laufey. Leifur ólst upp á Siglufirði og byrj- aði snemma á sjó, eins og flestir af hans ættboga, og átti sjómennskan alla tíð sérstakan sess í huga hans. Árið 1978 hóf hann störf hjá Pósti og síma á Siglufirði, fyrst sem aðstoðarmaður og svo sem línumaður. Leifur og Svala fluttu frá Siglufirði árið 1982 og þá hóf Leifur nám í símsmíði hjá Pósti og síma í Reykjavík og lauk hann meistaraprófi í þeirri grein 1985. Hann starfaði síðan sem sölumaður á símkerfum og tengdum búnaði frá 1986-2012, síðast hjá Svar-tækni. Útför Leifs verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 9. ágúst 2012, klukkan 15. Elsku pabbi minn, í dag þarf ég að kveðja þig í hinsta sinn. Það er svo margt sem mig langar að segja en það er svo erf- itt að koma því á blað. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega þegar við vorum að vinna saman í Svari. Það voru góðir tímar, við keyrð- um saman alla morgna, yfirleitt með útvarpið nokkuð hátt stillt og þá sérstaklega ef við vorum að hlusta á Lonlí blú bojs, Brimkló eða Eagles. Þú slóst taktinn á stýrinu og við sungum með. Þessar minningar eru mér svo kærar og ég mun ávallt geyma þær í hjarta mínu. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. (Hugrún) Ég trúi því að þú sért kominn á enn betri stað og að þér líði vel. Við sjáumst aftur þegar ég kem upp en það verður ekki strax. Þín dóttir Sonja. Jæja Leifur minn, þá er þetta brothætta jarðneska líf búið, sársaukinn á enda og þú getur gert allt sem hugurinn girnist. Ég veit ekki hvort ég var hinn ákjósanlegasti tengdasonur í fyrstu, súkkulaðibrúnn 19 ára gutti beint af malbikinu inn á harðan sjóara sem varla kvef gat bitið á. Ég kunni varla að halda á hamri en það var nú alls ekki gjaldgengt hjá þér. Þú kenndir mér að smíða, flísaleggja, parketleggja, hugsa sjálfstætt og vera óhræddur að hella sér í hlutina. Þau voru ófá skiptin sem við tókum okkur eitthvað fyrir hend- ur. Smíðuðum pall, gerðum upp íbúð svo mánuðum skiptir og jafnvel tókst þér að draga mig með í veiðiferð. Samt komst ég aldrei að því að segja þér hversu mikill partur af mínu lífi þú varst og hversu dýrmætt það var að eiga loks föður sem ég gat átt svona góðar stundir með og lært jafnmikið af. Það var gríðarlega sárt að horfa upp á þig eins lasinn og þú varst seinustu vikurnar og vit- andi það að tíminn var á þrotum, en nú er hægt að halda áfram og hugsa til góðu stundanna. Þú náðir að fylgja Sonju að altarinu og miðað við ræðuna þína held ég að ég hafi náð að gera þig eitt- hvað hreykinn af mér gegnum árin. Í mínum augum varst þú framúrskarandi kokkur, veittir alltaf hjálparhönd, gríðarlega tónelskur og mikill fótbolta- áhugamaður, þrjóskur veiðimað- ur og síðast en ekki síst stríðn- ispúki af guðs náð. Þín verður sárt saknað. Þinn tengdasonur, Sveinn. Kveðja frá mágkonum Leifur mágur okkar er látinn allt of fljótt aðeins 57 ára að aldri. Leifur var sá af eiginmönnum okkar systranna sem lengst hafði verið í hópnum, en hann og Svala systir okkar giftu sig 1975 svo hann hafði verið mágur okkar í um 37 ár þegar hann lést. Leifur og hans bræður voru sex og við systurnar sjö svo að Leifur taldi sig alltaf ákaflega heppinn mann að eiga 11 mágkonur. Hann hafði líka lag á því að telja hverri og einni okkar trú um að sú sem hann talaði við þá stundina væri uppáhaldsmágkonan. Leifur var alltaf hrókur alls fagnaðar þegar fjölskyldan kom saman, hann sat í miðjum hópn- um með gítarinn og lék fyrir okk- ur eða hann sagði brandara svo allir veltust um af hlátri. Hann hafði skemmtilegan húmor og þegar fjölskyldan kom saman sagði Leifur nýjustu brandarana sem hann hafði heyrt frá því síð- ast þegar við hittumst. Við systurnar stofnuðum systrafélag. Við fórum í ferðalög með eiginmönnum og börnum á hverju sumri og varð þetta fastur punktur til fjölda ára sem allir hlökkuðu til allt árið. Þó að þetta væru systrafélagsferðir var Leif- ur potturinn og pannan varðaði það hvert ætti að fara og köll- uðum við hann leiðsögumanninn okkar. Hann kallaði þessar ferðir okkar „Leitina að ættaróðalinu“ sem hann fann upp á að hefði heitað „Syðri-Freðmundastaða- mýri“ og enginn vissi neitt hvar hefði verið niðurkomið en líkleg- ast þótti samt að það hefði verið einhversstaðar í „Suður-Land- eyjum“. Að vonum hefur þetta blessaða ættaróðal aldrei fundist en leitin var öllum eftirminnileg og mjög skemmtileg. Leifur fékk af þessum sökum og einnig vegna þess að hann var búinn að vera svo lengi viðloðandi systrafélag- ið, heiðursnafnbótina „hálfsystir“ og var hann mjög stoltur af því að hafa verið sæmdur henni. Leifur hafði einn sérstaklega skemmtilegan sið í samskiptum við eiginkonu sína sem hann tók upp á þegar þau voru tiltölulega nýbyrjuð að búa, en þá fékk hann vinnu hjá Pósti og síma á Siglu- firði sem símamaður. Ævinlega þegar hann var að prófa línurnar sem hann hafði verið að tengja þá hringdi hann í systur okkar og sagði henni einn brandara. Hann hélt þessum sið svo lengi sem hann vann við þetta, en eftir að hann fór að vinna við tölvu sendi hann henni brandarana á tölvu- pósti. Einmitt þetta uppátæki og að halda því áfram í áratugi finnst okkur lýsa honum svo vel. Leifur var afar barngóður maður og hændust allir krakk- arnir í fjölskyldunni að honum og hann ærslaðist með þeim hvenær sem tækifæri gafst. Það var eft- irtektarvert að síðustu dagana sem hann lifði var eins og hann ljómaði þegar barnabörnin hans komu í heimsókn þó hann hafi verið orðinn ófær um að tjá sig að öðru leyti þegar þar var komið. Við kveðjum nú mág okkar með söknuði en minnumst góðs drengs sem var ævinlega tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar með þurfti og var virkur þátttakandi í lífi fjölskyldunnar allrar. Við vottum Svölu systur okkar, börn- um, tengdabörnum og barna- börnum þeirra okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Helga, Fjóla, Hulda, Lilja, Árdís og Sædís. Þeir ösluðu saltan sæ frá Siglufjarðarbæ á Hafliða voru hörkutól sem höfðu á sér flottan blæ. (Lýður Ægisson) Með fráfalli Leifs Jónssonar er stórt skarð höggvið í lítinn en vaskan hóp togarajaxla. Fé- lagsskapurinn var stofnaður árið 2005 utan um líkansmíði togar- ans Hafliða SI 2 frá Siglufirði og kenndi sig við hann. Leifur var einstaklega lífsglaður maður og hrókur alls fagnaðar. Stundum gekk ærslagangurinn svo langt að ókunnug eyru hefðu seint get- að trúað því að þarna færu ráð- settir menn á sextugs- og sjö- tugsaldri. Leifur fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í stórum bræðrahópi í Villimannahverfinu svokallaða. Það fer því vel hér á að segja að þú getur tekið guttann úr Villi- mannahverfinu en þú tekur aldr- ei villimanninn úr guttanum! Þarna liðu æskuárin við bryggju- veiðar og kaðlasprang. Það var sannkallað ævintýri að alast upp á Siglufirði á síldarár- unum og í það upppeldi glitti allt- af hjá Leifi. Sögurnar hans munu lifa með þeim sem hann þekktu; hvort sem var af símamálum Fljótamanna eða sjómennskunni. Hann kunni þá list að segja sögur og var eftirherma góð og leikari. Í Hafliðafélaginu var Leifur tillögugóður og dró ekki af sér við fjáröflun og auðvitað var hann sjálfkjörinn þegar kom að tölvu- og tæknimálum. Við stofnuðum síðan hliðar- félag við Hafliða SI 2 sem var Kótilettufélag togarajaxla og auðvitað var fyrsti fundur hald- inn á heimili Svölu og Leifs 26. mars 2011. Það má segja að það hafi verið búið að byggja upp því- líka eftirvæntingu með lýsingum Leifs á aðferðafræðinni við elda- mennskuna að munnvatnsslóðina mátti rekja að Burknavöllunum. Og ekki brást kokkssonurinn Leifur. Viðmiðið hafði verið sett og allir kótilettufundir hér eftir reyndu að ná stökkri áferðinni og rétta eldunartímanum. En í strangri stofnskrá félagsins er klásúla sem segir að kótiletturn- ar skuli barðar eins og um fram- sóknarmenn væri að ræða. Veikindi Leifs komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við jaxlar vorum að undirbúa Hangi- kjötsgleði í salarkynnum Ástu og Valgeirs Guðjónssonar og áttum von á 40-50 manns þegar Leifur tilkynnti okkur að fundist hefði í höfði sér illkynja æxli. Hann var skorinn upp sama dag og hangi- kjötið var snætt en hafði lokið við sitt eins og venjulega að setja gamlar togaramyndir inn á disk til spilunar á gleðinni. Hann sótti nokkra fundi togarajaxla í veik- indum sínum og bar sig vel eins og hann átti kyn til. Hann hafði hlakkað mikið til að vera á Sjó- mannahátíðinni á Akureyri og Sigló með okkur þegar við af- hentum hinn 21. júlí sl. líkan af Elliða SI 1 til varðveislu í Síld- arminjasafninu. En það var ljóst að hverju stefndi þótt enginn vildi trúa því að þessi kæri félagi okkar yrði ekki lengur á meðal okkar. Við sendum samúðarkveðjur til Svölu og fjölskyldu Leifs sem hefur ekki lengur þennan síkáta æringja og lífsglaða fjölskyldu- föður til að stóla á í lífsins ólgu- sjó. Félagasamtökin Hafliði SI 2, Gunnar Trausti, Kjartan Ásmundsson, Kristján Elíasson, Björn Birgisson, Guðbjörn Haraldsson, Erlingur Björnsson. Kveðja frá spilafélögum Í dag kveðjum við kæran vin, Leif Jónsson, eftir harða baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Leifur var ekki bara mágur okkar og svili, hann var líka góð- ur vinur og félagi. Alltaf var hægt að leita til Leifs, sama hvað var, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa, hvort heldur um var að ræða flutninga, flísa- eða park- etlagnir, pallasmíðar eða máln- ingarvinnu, hann gekk í öll verk og skilaði vandaðri og góðri vinnu. Fyrir 14 árum byrjuðum við hjónin að spila kanöstu við Leif og Svölu. Spilaklúbburinn, sem gekk undir nafninu „Sagt og staðið“, er með skemmtilegri stundum sem við áttum saman. Öll spil eru skráð og við áttum okkar föstu liði eins og til dæmis að Leifur byrjaði alltaf að gefa fyrsta spil. Leifur spilaði við Palla svila sinn og við systur spil- uðum saman. Alltaf var gaman og Leifur var óspar á brandarana og við hin gátum legið í krampa- kasti. Að sjálfsögðu kom stund- um upp sú staða að einhverjir voru ekki sáttir og Leifur gat verið mjög tapsár og lét hann makker sinn alveg vita ef illa gekk hjá þeim félögum. Í pásum á milli spila greip Leifur oftast aðeins í gítarinn eða píanóið. Hann var tónlistarmaður af guðs náð. Við brölluðum margt saman eins og til dæmis þegar við héld- um árshátíð spilaklúbbsins á Hótel Íslandi, hérna um árið, og sáum Olsen-bræðurna frá Dan- mörku. Þetta þótti okkur alveg við hæfi út frá spilamennsku og kölluðum þá Ólsen-Ólsen-bræð- ur. Spilakvöldin voru hluti af lífi sona okkar og hlökkuðu þeir allt- af til þegar Leifur og Svala kæmu að spila eða þegar við fór- um til þeirra. Um hverja helgi var spurt: „Er spil í kvöld?“ Ef svarið var já, þá heyrðist hjá strákunum: „Yesss.“ Ef svarið var nei, heyrðist: „Ooooooh!“ Nú hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn en Leifur mun lifa í minningum okkar. Elsku Svala, Markús og Sonja, tengdabörnin Svenni og Karen og barnabörnin Ragnhildur og Egill, ykkar missir er mikill. Við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Að leiðarlokum kveðjum við spilafélagarnir eins og Leifur kvaddi alltaf: Ble, ble. Hulda og Páll. Það var gott samfélag í Ása- hverfinu í Garðabæ í byrjun ní- unda áratugarins, svolítið af- skekkt, þess vegna meiri samheldni en ella. Hjá unga fólkinu var þetta blessaða líf alltaf að kvikna. Þess vegna var enn hastarlegra, á sól- björtum sumardegi, að fregna andlát Leifs Jónssonar. Þau Svala voru ein þessara ungu hjóna í Laufásnum. Við Borga áttum góð samskipti við þau hjón meðan á nábýlinu stóð en allt of sjaldan síðan. Þó hittumst við Leifur í atvinnulífinu. Ég leitaði til hans ef mig vantaði hverskon- ar rafeindatæki. Ekki spillti fyrir vissan um að komast í góðan fé- lagsskap, fá kaffi og skiptast á gleðisögum. Það lýsir samskipt- unum fyrrum, að ég mun hafa ábyrgst nýfengið Vísakortið hans, enda kvaddi hann yfirleitt með hótun um að fara á eitthvert „Vísaflipp“. Aldrei hafði ég minnstu áhyggjur af því. Nú þeg- ar þessi slyngi kaupmaður er „kominn heim“, eins og skátarnir segja, grunar mig að kortið góða hafi ekki gleymst. Þá vil ég áfram vera stoltur og rólegur ábyrgð- armaður þessa trausta félaga. Svölu, Markúsi, Sonju og öðr- um ástvinum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minningin um góðan dreng. Gísli Óskarsson. Í dag kveðjum við góðan vinnufélaga og vin, Leif Jóns- son. Veikindum sínum tók hann með æðruleysi og ætlaði að koma til okkar aftur í sept- ember. En þessi skelfilegi sjúkdómur lagði hann að velli að lokum, svo hratt og óvænt. Engum datt í hug í lok síðasta árs þegar hann kvartaði um höfuðverk að þar væri á ferð illkynja æxli sem myndi leggja hann að velli að lokum. Bar- áttuandinn og viljinn til að sigrast á þessum illvíga sjúk- dóm var mikill. Hann heim- sótti okkur fyrir stuttu og lítið annað komast að en það að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið síðast. Leifur var einn af þessum karakterum þar sem vinnan hafði mikinn forgang, alltaf mættur fyrstur og gjarnan heim síðastur. Ef eitthvað þurfti að gera utan hefðbundins vinnutíma var það ekki málið. Dugnaður hans og vinnusemi var mikill, og gekk hann til allra verka eins og um vertíð væri að ræða. Leifur hafði verið til sjós og kunni að láta verkin tala, vinna hratt og örugglega og klára það sem þurfti að klára, helst í gær. Viðskiptavin- ir sóttu í hann því hann var sanngjarn og heiðarlegur, út- sjónarsamur og hugsaði vel um þá. Leifur ásamt góðum fé- lögum stóð fyrir byggingu módela af gömlum togurum frá fæðingarbæ sínum og var það honum mikið hugðarefni og held ég að á engan sé hallað þó að haldið sé fram að hann hafi sýnt þar dugnað sinn og elju- semi í verki og verið í forystu- sveit á meðal góðra félaga. Leifur var mikill fjölskyldu- maður og hugsaði vel um fjöl- skylduna. Voru þau hjónin samrýnd og er missir Svölu og barnanna mikill nú á þessum erfiðu tímum, þegar Leifur er kvaddur hinstu kveðju. Við vinnufélagar og fjöl- skylda mín viljum senda okkar dýpstu samúðarkveðjur til Svölu, Markúsar, Sonju og barnabarna og annarra fjöl- skyldumeðlima og vina. Þeirra missir er mikill og er góður drengur nú farinn frá okkur allt of fljótt. F.h. fjölskyldu minnar og vinnufélaga, Rúnar Sigurðsson. Leifur Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi minn. Þú varst mjög góður afi og mjög skemmtilegur. Mér fannst svo gaman þeg- ar við vorum að spila á spil og að spila saman á gítar- inn. Það var svo gaman þegar við vorum að prakk- arast saman. Ég hef alltaf elskað þig og mér þykir svo vænt um þig. Þín afastelpa, Ragnhildur Laufey, 7 ára. „Verið vegfarend- ur“ var eitt sinn sagt. En hvaða vegir eru það sem við fet- um okkur eftir full vonar, milli draums og veruleika? Þarna flýgur fugl um heiðhvolfið, er sannleikur okkar jafnvegalaust land? Þegar við horfum um öxl skilj- um við varla leiðina sem við höfum ratað. Hvernig gætum við það? Þegar ég hitti Völund á bóka- Völundur Björnsson ✝ VölundurBjörnsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu 23. júlí 2012. Útför Völundar fór fram í Hall- grímskirkju 2. ágúst 2012. safninu fyrir stuttu spjölluðum við lítil- lega saman um tvennskonar tíma: leikandi fjör um- skiptanna sem við sjáum í náttúrunni og svo hinn dulda tíma hið innra sem breytir okkur án þess að við verðum þess vör. Ég man hlýtt handtak hans þegar við kvöddumst þótt ég vissi ekki að það yrði það síðasta. Völundur var sannur vegfar- andi, ég vona að hann hafi séð í mér vott þess sama. Ég kveð eftir- minnilegan mann með virðingu og söknuði og votta aðstandendum hans samúð mína. Sveinbjörn Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.