Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 Skemmtileg ferð í slökkvistöð Þessi fallegu börn úr frístundaheimilinu Skýjaborgum í Vesturbænum voru brosmild og kát þegar þau heimsóttu slökkviliðsstöðina í Skógarhlíð í gær. Eggert Refurinn er einn af frumbyggjum landsins og hefur sinn rétt sem slíkur. Hinsvegar er vitað að frá landnámi hefur ávallt verið reynt að takmarka stofn- stærð hans með veið- um og þannig að lág- marka skaða af hans völdum á búfénaði og öðrum skepnum lands- ins. Fyrir tveimur árum ákvað ríkis- stjórnin án rökstuðnings að hætta stuðningi við refaveiðar þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að tekjur ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts af hlutdeild sveitarfélaganna væru hærri en heildarútgjöld ríkisins. Við þessu var varað enda ljóst að mörg sveitarfélög mundu af fjárhags- ástæðum nota tækifærið og skera niður fjárveitingar til refaveiða. Nú berast fréttir víða af landinu af gríð- arlegum fjölda refa og áhyggjur af þessum vanda fer vaxandi. Með- fylgjandi ljósmyndir sýna vel vand- ann sem við er að etja en á mynd- unum má sjá illa dýrbitið sauðfé í Borgarfirði og á hinni má sjá ref sem er að bera 22 fuglsunga í greni. Stærð refastofnsins tífaldast á 30 árum Sá losaragangur sem viðgengist hefur á stjórnun refaveiða undanf- arna áratugi hefur ásamt friðun ákveðinna landsvæða leitt af sér óhóflega stækkun refastofnsins. Dr. Páll Hersteinsson, sem stundaði rannsóknir á íslenska refnum í ára- tugi, sagði í viðtali í Morgunblaðinu 15. desember 2010 að ís- lenski refastofninn hafi verið um 1000 dýr í lág- markinu 1973-1975 og miðar hann þá við hauststofn. Árið 2007 sé stofninn áætlaður um 10.000 dýr og hafi því tífaldast frá því 30 árum áður. Líkur má leiða að því að stofninn hafi stækkað með lík- um hraða síðan 2007. Á þessum tíma hefur refurinn fært sig nær byggð og á síðustu árum er æ algengara að dýr- bitið sauðfé finnist og fuglum hefur víða fækkað mikið. Því leggjast gríðarlegar fjárhagslegar byrðar á fámenn en landstór sveitarfélög þar sem skilningur hefur þó verið á vandamálum sem upp geta komið í náttúrunni þegar handleiðslu mannsins nýtur ekki lengur og stofnar afræningja vaxa úr hófi. Skaða á fuglalífi vegna friðunar og tilviljanakenndra veiða má vel sjá á Vestfjörðum og víðar, af þeim sök- um er afar brýnt að koma skipulagi aftur á refaveiðar. Hættum öfgum og beitum skyn- semi í þágu náttúrunnar Í stað þess að vinna að friðun refa og skera algerlega niður fjárveit- ingar til refaveiða hefði verið skyn- samlegra að skipuleggja þær betur og gera markvissari. Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga sem myndi breyta skipulagi refaveiða á Íslandi. Undirritaður er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar en nái hún fram að ganga er kveðið á um að halda refastofninum í hæfilegri stofnstærð, sem gæti legið nærri 4- 5.000 dýrum. Til að ná því markmiði gerir tillagan ráð fyrir að engin landsvæði verði undanskilin refa- veiðum, teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækk- unar refa, að samið verði við Sam- band íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna, að rann- sóknir verði á hendi vísindamanna en veiðistjórnun á hendi reyndra veiðimanna og síðast en ekki síst að greiðslur fyrir hlaupadýr og grenja- vinnslu verði þær sömu um land allt. Eins og rakið hefur verið þarf að halda refastofninum í hæfilegri stofnstærð og því er mikilvægt að tillaga sem felur í sér breytta fram- tíðarskipan refaveiða verði sam- þykkt sem fyrst. Við verðum að komast frá þeirri öfgastefnu sem umhverfisráðherra og ríkisstjórnin hefur á þessum málaflokki og setja fram skynsamlega stefnu í þágu náttúrunnar. Eftir Ásmund Einar Daðason »Refastofninn hefur tífaldast á síðustu áratugum. Verðum að komast frá öfgum rík- isstjórnarinnar og setja fram skynsamlega stefnu varðandi refa- veiðar. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Fjölgun refa og röng stefna ríkisstjórnarinnar Illa dýrbitið sauðfé í Borgarfirði. Ljósmynd/Hilmar Stefánsson. Refur með 22 þúfutittlingsunga í kjaftinum á leið í greni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.